Morgunblaðið - 31.08.2001, Page 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 23
Cider vinegar
diet formúla
FRÁ
Apótekin
Ofurmegrun
með GMP gæðastimpli
100% nýting/frásog
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
hin golfbúðin
Mögnuð haustútsala
30 - 50%
afsláttur
Nú er rétti tíminn að
kaupa jólagjafirnar
Járnasett
Tré
Púttarar
Kerrur
Pokar
Gallar
Bolir
Hanskar
Boltar o.fl. o.fl.
Aðeins í örfáa daga
Opið alla helgina 10 til 16
Golfhornið
Hafnarstræti 5,
sími 511 2150
RÁÐAMENN frá flestum aðildar-
ríkjum Sameinuðu þjóðanna hófu í
gær að safnast til Durban í Suður-
Afríku til að mæta á ráðstefnu um
kynþáttamisrétti, en í aðdraganda
hennar hafa harkalegar deilur stað-
ið um það að hve miklu leyti stefna
Ísraelsstjórnar gagnvart Palestínu-
mönnum og kröfur um skaðabóta-
greiðslur vegna þrælasölu frá Afr-
íku fyrr á öldum ættu erindi á
ráðstefnuna.
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, hélt frá Gaza í gær áleiðis
til Durban á Austurströnd S-Afr-
íku, en hann verður meðal ræðu-
manna á ráðstefnunni, sem hefst í
dag. Fídel Castró Kúbuleiðtogi
verður einnig meðal ræðumanna.
Deilumálin tvö hafa yfirgnæft öll
önnur ætluð umfjöllunarefni ráð-
stefnunnar á fundum fulltrúa
frjálsra félagasamtaka í aðdrag-
anda hennar. Fundur þar sem Kofi
Annan, framkvæmdastjóri SÞ, sat
fyrir svörum endaði í hálfgerðu
uppþoti. Palestínumenn og stuðn-
ingsmenn þeirra stóðu fyrir mót-
mælagöngu við fundarstaðinn, þar
sem lýst var yfir á kröfuspjöldum:
„Ísrael er apartheid-ríki,“ með til-
vísun til kynþáttaaðskilnaðarstefn-
unnar sem réð ríkjum á valdatíma
hvíta minnihlutans í Suður-Afríku.
Lögregla þurfti að skilja að arab-
ana og gyðinga, sem einnig voru
komnir til mótmælaaðgerða. „Þessi
ráðstefna á að vera helguð barátt-
unni gegn kynþáttamisrétti, en
þess í stað hefur hún verið yfirtek-
in af mönnum sem ala á slíku,“
sagði Anne Bayefsky, fulltrúi Al-
þjóðasamtaka gyðingalögfræðinga.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, ákvað að mæta
ekki á ráðstefnuna í mótmælaskyni
við meint „móðgandi“ orðalag
ályktana sem til stendur að ráð-
stefnan samþykki. Gagnrýnin orð í
garð Ísraelsstjórnar munu hafa rið-
ið baggamuninn um þessa ákvörð-
un Powells.
Nærri allar þjóðir eiga
fortíð sem þrælahaldarar
Um hitt deilumálið sagði Thabo
Mbeki, forseti Suður-Afríku, í
ávarpi að hann styddi hugmyndir
um skaðabætur vegna þrælahalds
fyrri tíma. Bandaríkin og Evrópu-
lönd hafa beitt sér gegn því að ráð-
stefnan taki undir slíkar hugmynd-
ir, sem gætu leitt til krafna um
skaðabótagreiðslur fyrir rétti.
Abdoulaye Wade, forseti Sene-
gal, sem sjálfur er afkomandi vest-
ur-afrískra konunga sem stunduðu
þrælahald, lýsti í gær kröfur um
skaðabætur fyrir þrælasöluna yfir
Atlantshafið fyrr á öldum fráleitar;
þær væru bæði óframkvæmanlegar
og í sjálfu sér móðgandi.
„Nærri því hver einasta þjóð á
sér fortíð sem þrælahaldarar,“
sagði Wade. Hann bætti við að það
sem þær skulduðu nútímanum væri
viðurkenning á því ranglæti sem
falizt hefði í þrælahaldinu.
Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um kynþáttamisrétti
Harðar deilur um
Ísrael og þrælahald
Durban, Abidjan. AFP, AP.
SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi
forseti Júgóslavíu, kom fyrir stríðs-
glæpadómstól Sameinuðu þjóðanna
öðru sinni í gær. Lýsti hann þá yfir,
að dómstóllinn væri í raun „tilbún-
ingur“ og sagði, að „gróflega“ hefði
verið brotið á réttindum sínum.
Að reiðilestri Milosevic loknum
sagði Carla Del Ponte, aðalsak-
sóknari réttarins, að hún myndi
bæta við tveimur ákærum á Milose-
vic. Eru þær um þjóðarmorð, ann-
ars vegar í Bosníu og hins vegar í
Króatíu. Fyrri ákærur eru um
glæpi gegn mannkyni, aðallega
vegna ofsóknanna gegn Albönum í
Kosovo.
Milosevic sagði fyrir réttinum, að
sér hefði verið haldið í „algerri ein-
angrun“ og spurði hvers vegna fjöl-
skyldan mætti ekki heimsækja
hann eins og væri með aðra fanga.
Mira, eiginkona hans, hefur raunar
heimsótt hann tvisvar.
Richard May dómari lokaði fyrir
hljóðnema Milosevic eftir um 40
mínútur en það gerði hann líka er
forsetinn fyrrverandi kom fyrir
réttinn í fyrsta sinn. Sagði hann
dómstólinn ekki ætla að sitja undir
pólitískum yfirlýsingum en Milose-
vic hafði lýst yfir, að dómstóllinn
væri „tilbúningur“ eins og ákær-
urnar gegn sér. Af þessum sökum
vill Milosevic ekki, að sér verði
skipaður verjandi en dómstóllinn
hefur skipað mann, sem á að gæta
hagsmuna hans við réttarhöldin án
þess þó að verja hann.
Lokað á Milosevic
eftir reiðilestur
Haag. AFP.
AP
Milosevic á stórum skjá í herbergi fréttamanna. Hann kom öðru sinni
fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag í gær.