Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN 28 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÚ var tíðin, að boðberar vá- legra tíðinda voru teknir af lífi. Ekki er örgrannt um að svo sé enn ef marka má orð forsætisráðherra um úrskurð Skipulagsstofnunar um Kárahnjúkavirkjun. Ráð- herrann ríður ekki við einteyming því forseti Alþingis, Halldór Blöndal, fetar tröðina og telur úrskurðinn þannig unninn að hann veki ekki traust og trúir að virkjað verði á Austurlandi (Mbl. 4. ág.). Þannig hafa þeir báðir, for- seti framkvæmda- og löggjafarvaldsins gef- ið tóninn, hvernig fara skuli með úrskurðinn, þó í miðaldastíl sé. Forsætisráðherra hef- ur bætt um betur og segir nú úrskurðinn ólöglegan, án rökstuðnings, og virðist komast upp með það hjá fjölmiðlum. Hreinn Loftsson, lög- fræðingur og fyrrverandi aðstoð- armaður forsætisráðherra, tekur að sér að útskýra fyrir lesendum Morgunblaðsins og áhorfendum sjónvarpsfrétta RÚV (25. ág.) af hverju úrskurðurinn sé ólögmæt- ur. Hann gerir í skrifum sínum lít- ið úr skoðunum fólks með því að halda því fram að „þeir sem þurfa ekki nema 2-3 klukkustundir til að meta þessar tæpar 300 síður virð- ist telja hættu á að pólitísk sjón- armið verði látin ráða ef æðra stjórnvald kemst að annarri nið- urstöðu“. Lögspeki Hreins er í meginatriðum þannig að Skipu- lagsstofnun sé ekki heimilt að leggjast gegn framkvæmdum á þeirri forsendu að upplýsingar og gögn skorti. Þess vegna sé Skipu- lagsstofnun „í hrópandi mótsögn við sjálfa sig“ með því að hafna virkjuninni á grundvelli upplýsinga sem séu ófullnægjandi og að stofn- uninni hafi borið stjórnskipuleg skylda til þess sbr. 11 gr. laga um mat á umhverfisáhrifum að óska eftir frekari gögnum. Ef lögskýr- ing Hreins á við rök að styðjast, sem ég efa, ætti niðurstaða kæru- máls til æðra stjórnvalds, þ.e. um- hverfisráðherra, að ganga út á það að Skipulagsstofnun óskaði eftir frekari upplýsingum frá Lands- virkjun með rökstuddum hætti. Það er allt og sumt. Úrskurðum eða dómum er iðulega vísað aftur heim í hérað til endurákvörðunar úrlausnarefnis þyki æðra stjórn- valdi eða dómstóli gagnaöflun ónóg. Lögskýring Hreins virðist því heldur rýr um úrskurð Skipu- lagsstofnunar og meint ólögmæti hans. Um hin „faglegu vinnu- brögð“ Skipulagsstofnunar segir Hreinn að skrifa megi langt mál en hann lætur sér aðdróttanir nægja. Mér þykir miður, eins og mörg- um, að virkjun við Kárahnjúka sé í uppnámi. Það er þó heldur lítilsiglt að hengja bakara fyrir smið. For- seti Alþingis kvartar undan því hversu „neikvæður“ úrskurðurinn er og sumt „barnalegt“ og honum „finnst raunar að Skipulagsstofnun sé að reyna að gefa í skyn að hún ráði yfir sérfræðingum sem standi sérfræðingum Landsvirkjunar framar í að meta arðsemi virkj- ana!“ Það er sérstakt umhugsunar- efni hvernig æðstu stjórnendur þjóðarinnar draga endurtekið og ómálefnalega í efa trúverðugleika stofnana sem undir þá heyra og færni opin- berra starfsmanna til að gegna störfum sín- um. Hægt er að vera sammála þeim Davíð og Halldóri um að mikið sé í húfi, ekki aðeins fyrir Austfirð- inga heldur lands- menn alla. Afstaða þeirra til Skipulags- stofnunar, sem sinnir lögboðinni skyldu er hins vegar dapurleg. Stjórnvöld bera stjórnsýslulega ábyrgð á að stofnunin starfi faglega og ekk- ert hefur enn komið fram sem bendir til annars. Úrskurður henn- ar er ítarlegur. Þar eru færð fram rök fyrir þeirri niðurstöðu að fyr- irhuguð virkjun, eins og málið er undirbúið, muni hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og að ekki sé sýnt fram á að ávinningur af fyrirhuguðum framkvæmdum verði slíkur að hann vegi upp veru- leg, óafturkræf og neikvæð um- hverfisáhrif af framkvæmdunum. Í jafn viðamiklu máli og þessu, þá veltur það á Landsvirkjun að búa svo um málið við tilkynningu framkvæmdarinnar til Skipulags- stofnunar, að þar séu upplýsingar ítarlegar og greinargóðar. Svo virðist ekki vera. Fullyrt er að framkvæmdin verði arðsöm án þess að orkuverð til álvers liggi fyrir. Eins og fram kemur í mats- skýrslu Landsvirkjunar er virkj- unin lögð fram til mats á umhverf- isáhrifum óháð markaðssetningu orkunnar. Skipulagsstofnun getur einungis tekið tillit til þeirra stað- reynda sem fram eru settar án þess að þurfa að skálda í eyður og göt um efnisatriði sem ekki eru kynnt eða eru ófullnægjandi. Svo virðist sem ónógur eða kæruleys- islegur undirbúningur Landsvirkj- unar við tilkynningu framkvæmd- arinnar til umhverfismats sé orsök þess hvernig málið er komið. Þar er ekki við Skipulagsstofnun að sakast, jafnvel þótt stofnunin nýti sér ekki heimildarákvæði nefndrar 11.gr. laganna til að kalla eftir við- bótarupplýsingum. Að Skipulags- stofnun gefi í skyn að hún ráði yfir sérfræðingum er standi sérfræð- ingum Landsvirkjunar framar í að meta arðsemi virkjana er órétt- mæt ályktun forseta Alþingis, eða heldur hann kannski að Lands- virkjun sé óskeikul? Skemmst er að minnast þess þegar Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur við HÍ, sýndi fram á að arðsemi Fljóts- dalsvirkjunar væri neikvæð miðað við bestu forsendur, þvert á út- reikninga Landsvirkjunnar. Virkj- un við Kárahnjúka virtist mörgum góður kostur, þótt nú sé allt í hönk, að því er virðist fyrir hand- vömm Landsvirkjunar. Að sjálf- sögðu eigum við Íslendingar að hafa svigrúm til að nýta auðlindir landsins og það er Alþingis að ákvarða um kostina. Það verður hins vegar best gert á grundvelli faglegra sjónarmiða þar sem fórn- arkostnaður umhverfisáhrifa er veginn faglega á móti arðsemi þeirrar starfsemi sem ráðist er í, enda liggi hún fyrir, en ekki með því að vega sendiboða válegra tíð- inda eða með lagaflækjum og trúa svo að best sé að virkja. Handvömm Lands- virkjunar? Skúli Thoroddsen Höfundur er lögfræðingur. Virkjanir Stjórnvöld, segir Skúli Thoroddsen, bera stjórnsýslulega ábyrgð á að stofnunin starfi faglega. MJÖG hefur verið fjallað um virkjun eða ekki virkjun á Austur- landi í kjölfar úrskurð- ar Skipulagsstofnunar ríkisins á dögunum. Margt athyglisvert hef- ur komið fram af hálfu beggja deiluaðila og ber mönnum helst sam- an um að ekki hafi öll kurl verið komin til grafar þegar skipulags- stjóri felldi úrskurð sinn. Grein Stefáns Jóns Hafstein í Morgun- blaðinu vakti þann sem hér ritar til nokkurrar umhugsunar um málið, þó að greinin bjóði ekki upp á margar spurningar, heldur fullyrðingar, sem bæði geta verið réttar og rangar. Mín stóra spurning er sú hvort að virkjun við Kárahnjúka og tengt stóriðjuver á Reyðarfirði þjóni ekki sjónarmiðum náttúruverndarsinna á ýmsan hátt. Eftir lestur greinar Stef- áns hefi ég helst komist að þeirri nið- urstöðu að svo sé og langar mig til að varpa fram nokkrum spurningum, kannski nokkuð leiðandi sumum, og vil biðja þá sem telja sig almennt fylgjandi verndun óspilltrar náttúru að hugleiða. 1. Væri ekki skynsamlegra fyrir Austfirðinga að virkja eina stóra virkjun, sem hefði í för með sér jafn- litla röskun á landi og hin margum- rædda Kárahnjúkavirkjun, heldur en að taka til dæmis upp virkjanastefnu Sunnlendinga, sem hefur fordjarfað stórum hluta af upplandi þeirra án þess að fengin orka sé þó nema hluti af því sem Kárahnjúkavirkjun mun gefa af sér? Með öðrum orðum: Hef- ur Kárahnjúkavirkjun ekki í raun sáralítil neikvæð umhverfisáhrif mið- að við það afl sem hún kemur til með að framleiða? 2. Hafa menn kynnt sér öll þau víðfeðmu óspjölluðu landsvæði í Austfirðingafjórðungi, sem góður möguleiki væri að varðveita til frambúðar, einmitt ef virkjað væri með afger- andi en vistvænum hætti, eins og hér er stefnt að? 3. Erum við ekki að styðja sjálfbæra þróun og stöðva sóun fjár- muna, þegar við stað- setjum framkvæmdir sem þessar þar sem vænta má að þær styðji byggðir, sem byggjast á frumframleiðslu, fiski- fangi og landbúnaði, og gætu orðið til þess að skjóta stoðum undir þjón- ustugreinar, sem standa völtum fót- um á viðkomandi svæðum? Með öðr- um orðum: Er hömlulaus flutningur fólks úr dreifbýli til borgarkjarna í samræmi við þá sjálfbæru þróun, sem nú er boðuð á veraldarvísu? 4. Munu Íslendingar, með þessum virkjunarframkvæmdum, ekki vera að leggja góðan skerf til þeirrar stefnu, sem nú er uppi í heiminum og miðar að því að taka upp nýtingu hreinna endurnýjanlegra orkugjafa en leggja til hliðar mengandi orku- ver? 5. Er framleiðslu áls ekki stefnt gegn notkun þyngri málma, sem hafa í för með sér óþarfa sóun orku, sem full nauðsyn er að spara eftir því sem nokkur kostur er? 6. Er það víst að ferðamönnum geðjist betur að svæðum, þar sem finna má auðar sveitir, yfirgefna vinnustaði og draugaþorp, en blóm- leg héruð og byggðakjarna þar sem athafnalíf þrífst og menning dafnar? Ég er sammála Stefáni Jóni að því leyti að í framkvæmdir þessar skuli ekki ráðist, nema að fyrir þeim finn- ist góður fjárhagslegur grundvöllur og ákvarðanir teknar á faglegum for- sendum. Landsbyggðinni er það ekki til góðs að til hennar sé fært gjafafé. Við höfum gert nóg af slíku síðustu árin. En þar á móti kemur sá sjálf- sagði réttur þeirra sem utan höfuð- borgarsvæðisins búa að fá notið þeirra auðlinda sem í héraði finnast. Við mjög lauslega samantekt sýnist mér að landsbyggðarfólk hafi á síð- ustu 10–15 árum reitt fram á milli 500 og 1.000 milljarða í formi verð- rýrnunar eigna, fjárfestingar við bú- ferlaflutninga, tekjutap og kostnað- arauka, sem hlotist hefur af stefnuleysi stjórnvalda í byggðamál- um. Virkjun við Kárahnjúka og iðju- ver á Reyðarfirði gæti orðið til þess að skila brotabroti af þessari fórn landsbyggðarfólks á altari markaðs- frelsis, einkavæðingar, hagræðingar í atvinnulífi og hávaxtastefnu. Ég er hins vegar ekki sammála Stefáni Jóni þegar hann telur að framkvæmdir sem þessar geti komið í veg fyrir aukna menntun og hindri sókn okkar til þess að bjóða upp á vel menntað vinnuafl. Ef um arðbæran kost reynist hér vera að ræða í at- vinnulífi, hlýtur hann að skjóta styrk- ari stoðum undir aðra þætti þjóðlífs- ins, ekki síst þá sem snúa að eflingu menntunar og blómgun menningar. Ef það kemur ekki til með að takast, er það einfaldlega vegna þess að þjóðin kann ekki með fé að fara, en ekki vegna þess að hún muni afsiðast við frumstæð störf, eins og sumir stóriðjuandstæðingar vilja halda fram, án þess þó að geta nefnt því til stuðnings nokkrar hliðstæður eða nothæf rök. Virkjað í þágu náttúruvernd- arsjónarmiða Sigurjón Bjarnason Höfundur er bókari. Virkjanir Ef um arðbæran kost reynist hér vera að ræða í atvinnulífi, segir Sigurjón Bjarnason, hlýtur hann að skjóta styrkari stoðum undir aðra þætti þjóðlífsins. FYRIR nokkru skrifaði ég fáeinar lín- ur hér í Morgunblaðið og vitnaði til ákvæða stjórnarskrárinnar. Það hefur oft hent mig áður að vitna í það plagg. En lítil viðbrögð hafa orðið – eins og gengur. Hvernig sem á því stendur urðu nú við- brögð. Þeir sem í mig hringdu höfðu yfirleitt það sama að segja: „Nú er alls staðar verið að vitna í stjórnarskrána. Er hún langt mál? Er hún til á prenti?“ „Hvar fæ ég þessa helv… stjórn- arskrá keypta?“ sagði einn þeirra, sem hringdu. Ég fór að athuga þetta. Og viti menn: Lög nr. 97/1995 (stjórnar- skrárbreytingarnar, sem lögðu grundvöllinn að fyrstu lýðræðislegu stjórnarskrá landsins) eru nú, rösk- um sjö árum eftir að þau voru sam- þykkt (17. júní 1994), eitt best varð- veitta leyndarmál ríkisins. Texta stjórnarskrárinnar með áorðnum breytingum 1944–1995 er ekki að finna í heilu lagi á heimasíðu Alþing- is. Hvergi heldur á heimasíðu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Eins er með heimasíðu Hæsta- réttar Íslands og annarra dómstóla. Bókabúðarfólk rek- ur upp stór augu ef spurt er um prentaða útgáfu af stjórnar- skránni. Enda mun stjórnar- skráin hvergi vera kennsluefni í barna- eða framhaldsskólum landsins. Og það hef ég sann- reynt að stjórnarskrár- þekking venjulegs bandarísks grunn- skólanemanda er víð- tækari en samanlögð vitneskja alþingis- manna okkar um það efni. Ef túlka má réttmætar spurning- ar almennings nú sem vaknandi áhuga á lýðræði og varfærna kröfu um að geta leitað sér fróðleiks um undirstöður þess, vildi ég í framhaldi af því benda Alþingi á að setja texta stjórnarskrárinnar með áorðnum breytingum, allt til laga nr. 97/1995, í heilu lagi inn á heimasíðu sína. Ég á við samfelldan texta núgildandi stjórnarskrár. Slíkt hið sama mætti forsætis- ráðuneytisheimasíðan líka gera. Svo ekki sé minnst á heimasíðu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Ef einhver bókaútgefandi vildi sinna þessum nývaknaða áhuga al- mennings mundi hann/hún vonandi fá góðfúslegt leyfi Alþingis til að prenta þennan mikilvæga texta og selja vægu verði í öllum bókaversl- unum landsins. Þá fyrst kæmist almenningur í snertingu við undirstöður nýfengins lýðræðis. Meðan núverandi leynd hvílir yfir stjórnarskránni verður hætt við því, að svokallaðar löglærðar stjórnar- skrármulningsvélar – nokkrir menn í þjónustu framkvæmdavaldsins – ráði öllu um túlkunina á þessu mæta plaggi, sem þjóðin sjálf borgaði þó gerðina á. Almenningi er áreiðanlega treyst- andi til að lesa og skilja þá verð- mætu eign sína. Um leið og ég sting upp á því að nauðsynlegar endurbætur verði gerðar á þessu sviði vildi ég mega þakka öllum þeim einstaklingum sem hringdu inn svona góðar ábend- ingar. Flestir þeirra voru mjög kurteisir. Hvar fæ ég þessa helv… stjórnarskrá keypta? Þorgeir Þorgeirson Útgáfa Bókabúðarfólk rekur upp stór augu, segir Þorgeir Þorgeirson, ef spurt er um prentaða útgáfu af stjórnar- skránni. Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.