Morgunblaðið - 31.08.2001, Side 37

Morgunblaðið - 31.08.2001, Side 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 37 margt til gamans gert. Eins og þeg- ar ég, hann og Pettý máluðum gamla traktorinn hjá stóra stein rauðan eða þegar við strukum og löbbuðum yfir fjallið fyrir ofan bæinn og það þurfti að sækja okkur í Ögur. Það voru góðir tímar og margt sem hægt er að minnast. Ragnar gekk í gegnum margt á sinni stuttu ævi. Þegar hann var að- eins sex ára fórst pabbi hans í snjó- flóði í Óshlíðinni og ekki mörgum ár- um seinna féll snjóflóð í Súðavík og þar fórust föðursystir hans Bella og dóttir hennar Pettý. Ragnar var hávaxinn og myndar- legur ungur maður, þó að hann hafi verið frekar feiminn og sjálfum sér nógur. Engin orð eða gjörð fá megn- að að lýsa harmi mínum en ég bið Guð að honum líði vel og ég veit í sálu minni að hann er nú með pabba sínum á ný. Ég þakkir færi því nú skiljast leiðir. Þigg þú litla gjöf úr hendi mér. Ég bið að þínir vegir verði greiðir. Ég veit að ég mun aldrei gleyma þér. (Guðrún V. Gísladóttir.) Minn hugur er hjá móður Ragn- ars, fósturföður, systkinum, föður- ömmu og föðurbróður. Vertu sæll, kæri frændi. Skilaðu kveðju og sé þig seinna Þín frænka, Helena. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Elsku Ragnar. Við viljum þakka þér fyrir hvað þú varst góður dreng- ur og reyndist okkur vel. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér svona vel og að hafa fengið að hafa þig hjá okkur í vetur. Við biðj- um algóðan guð að umvefja þig kær- leik og ljósi í sólskinslandinu. Og við viljum láta bænina sem pabbi þinn kenndi þér og bað með þér þegar þú varst lítill drengur fylgja hérna með. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Lilja amma og Arnar afi. Elsku frændi. Ég vil þakka þér fyrir alla þolinmæðina við mig og all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman í vetur. Og ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Ég óska að algóður guð veri með þér og hjálpi þér í ókunna landinu. Þinn frændi, Mikael Sigurður. Elsku frændi og kæri vinur. Ég get ekki skilið af hverju þú hefur verið tekinn frá okkur öllum. Ég get ekki trúað því að þú sért dáinn. Ég á alltaf von á því að þú hringir eða kík- ir til okkar í heimsókn. Þetta er allt svo óraunverulegt. Þegar ég sá þig síðasta daginn þinn varstu svo geisl- andi og glaður að sjá, ég get ekki trúað að ég fái ekki að sjá þetta fal- lega andlit aftur. Síðustu vikuna hef ég setið tímunum saman og rifjað upp samverustundir okkar alveg síð- an þú varst pínulítill. Efst í huga mér er þó síðasti vetur þegar þú bjóst hérna hjá okkur. Við gátum talað alveg tímunum saman og rætt um lífið og tilveruna og um sorgir okkar og sigra, um drauma okkar og hvað okkur langaði að gera í framtíð- inni. Þegar þér leið illa komstu alltaf og sagðir mér frá því hvað væri að og þegar mér leið illa sástu það alltaf á mér og spurðir mig hvort það væri eitthvað sem þú gætir gert fyrir mig. Þú hlustaðir þá á mig og gafst mér góð ráð. Ef eitthvað þurfti að gera varstu alltaf fyrstur til að bjóða að- stoð þína og þú varst ótrúlega dug- legur að líta eftir honum Mikka frænda þínum. Mér fannst líka alveg ótrúlegt að þó þú værir átta árum yngri en ég, tók ég aldrei eftir því, því þú varst ótrúlega þroskaður mið- að við aldur. Elsku frændi, ég sakna þess svo að geta ekki hringt í þig spjallað við þig. Það er svo margt sem mig lang- aði að segja þér. Ég vona bara að ég geti hitt þig aftur seinna hinum meg- in og þú verðir þar og takir á móti mér. Ég hugga mig við það að ég veit að pabbi þinn og frænkur þínar hafa tekið þig í faðm sinn þegar þú yf- irgafst þennan heim. Ég vil fá að þakka þér fyrir að leyfa mér að kynnast þér svona vel, og allt sem þú kenndir mér og gerðir fyrir mig. Minningin um þig verður ávallt varðveitt í huga mér og þú átt stóran sess í hjarta mínu. Sál mín grætur yfir brotthvarfi þínu og heimurinn er tómlegur án þín. Mér þyki svo vænt um þig, elsku besti frændi minn. Þín frænka, Ragnheiður Arnarsdóttir. Slysin gera ekki boð á undan sér. Sá hörmulegi atburður gerðist um síðustu helgi að bifreið lenti utan vegar við Súðavík og ungur piltur, nemandi í Menntaskólanum á Ísa- firði, lést. Ragnar heitinn var fædd- ur og uppalinn í Súðavík. Fjölskylda hans hefur ekki farið varhluta af slysförum. Faðir hans fórst í snjó- flóði á Óshlíð fyrir þó nokkrum ár- um. Ragnar stundaði grunnskóla- nám í Súðavíkurskóla og lauk grunnskólaprófi 1999. Um haustið fór hann að Laugaskóla í Suður- Þingeyjarsýslu og var þar einn vetur í almennu bóknámi og stóð sig vel. Haustið 2000 innritaðist Ragnar í grunndeild rafiðna í Menntaskólan- um á Ísafirði og stundaði þar nám síðastliðinn vetur. Hann sótti skól- ann mjög vel, enda samviskusamur í besta lagi. Hann bjó heima hjá móð- ur sinni og fór því á hverjum morgni með bíl á milli Súðavíkur og Ísa- fjarðar og aftur heim síðdegis. Í framkomu var Ragnar heitinn einkar prúður og hljóðlátur og kom sér vel við samferðafólkið. Kennarar hans bera honum mjög vel söguna. Nemendurnir í grunndeild rafiðna, eins og reyndar að ýmsu leyti í öðr- um námsbrautum skólans, höfðu talsvert óhagræði af löngu verkfalli framhaldsskólakennara síðastliðinn vetur, og er ljóst að Ragnar var með- al þeirra sem töpuðu á verkfallinu. Hann ætlaði að halda náminu hér við Menntaskólann áfram nú í haust, enda sýndi hann rafmagnsfræðun- um ótvíræðan áhuga og virtist vel fallinn til að ljúka námi þar farsæl- lega, hefðu örlögin ekki gripið í taumana með þeim hörmulega hætti sem raun varð á. Ragnar Freyr Vestfjörð var vel af guði gerður og sérstaklega ljúfur piltur eins og hér hefur komið fram. Það er ekki auð- velt að skilja, að honum skyldi ekki ætlað lengra líf en raun ber vitni. Nemendur og kennarar við Mennta- skólann á Ísafirði eru harmi slegnir yfir hinu skyndilega fráfalli hans. Móðir hans og aðrir vandamenn eiga þó um sárast að binda. Þeim eru hér með sendar innilegar samúðarkveðj- ur. Guð blessi minningu Ragnars Freys Vestfjörð. Björn Teitsson. Elsku Raggi minn, þú fórst svo skyndilega að ég á erfitt með að trúa því að þú sért ekki lengur hjá okkur. Fyrsti vinnudagurinn eftir slysið var mjög erfiður, allan daginn bjóst ég við því að þú kæmir inn í kaffistofu með stóra kók, tvær pylsur og settist hjá mér eins og þú gerðir alltaf í sumar. Við höfum alltaf getað talað saman um allt þótt ég væri tveimur árum yngri en þú. Síðustu tvö árin þín í grunnskólanum sátum við oft bara tvö í félagsmiðstöðinni að tala saman, þú talaðir oft um vini þína og fjölskyldu og þér varð tíðrætt um pabba þinn. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki talað við þig. Ég held að bestu minningarnar mínar um þig séu frá því á föstudagskvöldið fyrir slys þegar við, Salla og Agga fórum á Ísafjörð að hitta hina krakkana. Þú varst svo glaður og ánægður með líf- ið og tilveruna. Þú varst svo frábær og góður strákur og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og vera vinur þinn þennan stutta tíma sem við fengum með þér. Ég á eftir að sakna þín, Raggi minn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Bogga, Dóri, Sindri, Þórir og Elísa, megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Elsku Raggi, ég veit að þú ert kominn til pabba þíns núna sem þú talaðir svo oft um. Ég mun aldrei gleyma þér. Vertu sæll, elsku vinur. Þín vinkona, Sólveig. Elsku Raggi minn. Það er hræði- leg sorg að missa þig, svona ungan og myndarlegan strák sem áttir skil- ið að upplifa miklu fleira. Þú varst alltaf þú sjálfur, voðalega þrjóskur og gafst aldrei upp. Hálftíma áður en slysið varð varst þú að kyssa mig bless svo skælbrosandi og hamingju- samur og gast ekki beðið eftir að fara með mér út að borða og í bíó daginn eftir. Þú hvarfst svo snögg- lega að ég er ekki enn búin að átta mig á því að þú sért dáinn og komir aldrei aftur. Ég sakna þín og mun alltaf muna eftir þér, elsku Raggi. Það var alltaf svo ægilega erfitt að deila með þér sársauka, því þú fannst alltaf svo til með manni. Svo var svo gott að tala við þig því þú skildir mig alltaf. Samt fannst mér ég ekki vera búin að þekkja þig nóg og átti svo margt ósagt við þig. Ég var búin að þekkja þig síðan í fyrra, samt fannst mér ég vera búin að þekkja þig miklu lengur, eins og Kristín vinkona mín sem þekkti þig aðeins þetta eina ógleymanlega og æðislega kvöld. Þú varst svo opinn og varst ekki feiminn við að tjá til- finningar þínar og segja mér hvað þú varst að hugsa. Alltaf varstu svo hreinskilinn og sást jákvæðu hlið- arnar á öllu og öllum. Ég heyrði þig aldrei baktala fólk. Svo get ég ekki gleymt því hvað þú komst fallega að orði. Ef ég myndi skrifa niður öll fal- legu orðin og allar pikk-upp-línurnar þínar yrði til stór, þykk og falleg ljóðabók. Og þegar ég loka augunum sé ég þetta yndislega bros þitt, sem var svo bráðsmitandi. Þegar þú brostir pírðust gullfallegu augun þín og geisluðu af hamingju sem var svo sætt. Það sem hjálpar mér að sigrast á þessari sorg eru minningarnar sem gera mig sterkari og enginn mun taka frá mér. Ég, Kristín vin- kona mín, Auður og Jón Hilmar fengum að vera með þér þitt síðasta kvöld og upplifðum eftir það erfiða lífsreynslu sem við hefðum viljað vera án. Ég veit nú að þú ert sitjandi uppi í himnaríki í faðmi föður þíns, sem þér þótti afar vænt um, en fórst í snjóflóði fyrir nokkrum árum. Ég vil votta mína dýpstu samúð til þess- arar elskulegu fjölskyldu, ættingja og vina. Þín alltaf, Ólafía Sif. Elsku Raggi minn. Ef ég á að segja þér það hreint út, þá ert þú ekki farinn úr lífi mínu, ég bara trúi því ekki. Ég trúi ekki að Guð skuli taka þig strax frá okkur, þú sem ert í blóma lífsins, en hvað sem ég neita þessu þá kemur þú ekki aftur og núna er kominn tími til að kveðja þig. Ég man svo vel eftir því þegar ég hitti þig fyrst, nývaknaður að vanda og alltaf jafn brosmildur. Ég trúi því ekki að ég eigi ekki eftir að setjast niður með þér aftur og tala um allt milli himins og jarðar eins og við vorum svo vön að gera kvöld eftir kvöld á Laugum. Tala um ástina, vinina og vandamál. Ég segi fyrir mitt leyti að ég hefði aldrei lifað af síðustu önnina á Laugum nema bara út af spjallinu okkar og svo má nú ekki gleyma vídeó- og nammikvöld- unum frægu. Ég held samt að eina leiðin fyrir mig til að sætta mig við að þú sért farinn frá okkur sé að muna að seinast þegar við hittumst á Eldborg varstu svo ánægður með líf- ið. Þú gjörsamlega geislaðir. Ég hafði aldrei séð þig svona sáttan við lífið áður og ég ætla mér að halda fast í þá minningu. Það er samt svo margt sem mig langar að segja við þig en ég veit ekki hvar ég á að byrja eða hvernig ég á að byrja, en ég held að við eigum eftir að hittast seinna meir þegar minn tími er kominn og þá getum við spjallað aftur. En Raggi minn, þú veist að mér þykir óendanlega vænt um þig. Ég vil votta fjölskyldu og vinum Ragga mína dýpstu samúð og guð veri með ykkur í þessum miklu erf- iðleikum. Þín vinkona, Hafrún Sigurðardóttir.  Fleiri minningargreinar um Ragnar Frey Vestfjörð Gunn- arsson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. *" ! C   ;<<=>0373?:03>07<.)@A::=3     :&   & 7,%   / '  "2  7%  % !D( C/   6    6'        /  %      /     /      ' 'E1)*+4(1)   6  $  "!$    .  4%F" (  + !C%0$%  + !C%0 4('%0"  !G $%  1%-4('%0$%   %?('%0"  3" &  '%0 4('%0"  > $%  6" 6(               # ** )1)  %$ 3"$$$  !     5          8     '  " ,  24## ' $%   - $ #$%$%    ?& $" ?$#$%$%  2& ?& $"  !#$%$%   6" 7"0 #$%"  5" &$%  1%#$%"  "#$%" 6" 6( 1           6              /  % &  *  A 3 '* H<H 3  $/ 4  (    !#0$36  $%    $& $ II#     $ II   36  & $&$%    -& $&"(

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.