Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Þeir fiska sem róa og nú er lag því loksins kemstu
á alvöru útsölu í stærstu veiðibúð landsins.
Ótrúleg tilboð
Neoprenevöðlur frá kr. 8.995. Öndunarvöðlur frá kr. 12.995.
Vatnsheldir veiðijakkar með öndun frá kr. 9.995.
50% afsláttur af veiðivestum. - Vöðluskór frá kr. 3.500. Mikið urval.
30 - 40% afsláttur af Okuma kasthjólum og fluguhjólum.
Okuma Airstream fluguhjól með aukaspólu og Scierra flugulínu kr. 8.995.
Allt að 50% afsláttur af veiðitöskum. Ron Thompson vöðlutaska kr. 2.995.
Scierra hjólataska fyrir 10 hjól kr. 2.995.
Allar kaststangir og flugustangir frá Ron Thompson
með allt að 40% afslætti.
Fluguveiðistöng með diskabremsuhjóli og uppsettri flotlínu á aðeins kr. 15.995.
Undirfatnaður, flísbuxur og jakkar, úrval af grifflum úr
fleece og neophrene með allt að 40% afslætti.
Í fyrsta skipti á Íslandi - flugur á útsölu.
Sjóbirtingsstraumflugurnar aðeins kr. 230.
Laxatúpur í haustveiðina aðeins kr. 290. (með þríkrækju),
Frances og allar hinar laxaflugurnar aðeins kr. 230.
Allar bestu flugulínurnar á sama stað.
20% afsláttur af öllum flugulínum frá Scientific Anglers,
Rio, Wulff og Sage
50% afsláttur af öllum Scierra flugulínum.
Eldri línur á tombóluverði.
Seljum allt girni á hálfvirði - nýjar birgðir næsta vor.
ATH. - ATH. - ATH.
Þetta er aðeins lítið brot af öllu því sem er á útsölunni.
Einnig 15% afsláttur af öllum öðrum vörum meðan
á útsölunni stendur
Aðeins í nokkra daga - sendum samdægurs um allt land.
Nú er rétti tíminn að kaupa jólagjafirnar.
Veiðihornið er opið alla helgina frá kl. 10 til 18.
Veiðihornið
Hafnarstræti,
símar 551 6760 - 511 2150
www.veidihornid.is
KEPPNI í landsliðsflokki á Skák-
þingi Íslands hefst á morgun, föstu-
daginn 31. ágúst, kl. 17:00 í íþrótta-
húsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
Sigurvegari mótsins verður skák-
meistari Íslands 2001. Jón Viktor
Gunnarsson, núverandi skákmeist-
ari Íslands verður meðal þátttak-
enda, en stigahæstur er Hannes
Hlífar Stefánsson sem vann titilinn
bæði 1998 og 1999. Þetta er sögulegt
mót fyrir þær sakir að í fyrsta sinn
frá 1913, þegar fyrst var keppt í
landsliðsflokki, tekur kona þátt í
mótinu. Þar er á ferðinni tékkneska
skákkonan Lenka Ptácníková og
verður spennandi að fylgjast með
þessum fyrsta fulltrúa kvenþjóðar-
innar í baráttunni við sterkustu
skákmenn landsins.
Auk baráttunnar um titilinn er
þess beðið með eftirvæntingu hvort
einhverjum þátttakandanum takist
að ná áfanga að alþjóðlegum meist-
aratitli, en 6 vinningar duga til þess.
Samsetning mótsins er reyndar
nokkuð hagstæð hvað þetta varðar
og telja verður góðar líkur á að
áfangi náist í mótinu. Dregið hefur
verið um töfluröð og í fyrstu umferð
mætast:
Stefán - Lenka
Jón Viktor - Bragi
Jón Garðar - Þröstur
Björn - Arnar
Sigurbjörn - Hannes
Áhorfendur eru hvattir til að fjöl-
menna á morgun kl. 17 í íþróttahúsið
við Strandgötuna, en þeir sem ekki
komast þangað geta fylgst með
skákunum á Netinu í gegnum heima-
síðu Skáksambands Íslands og á
ICC-skákþjóninum.
Peter Acs
heimsmeistari unglinga
Ungverski stórmeistarinn Peter
Acs (2514) sigraði á heimsmeistara-
móti unglinga, en hann fékk 10 vinn-
inga í 13 skákum. Í 2.-3. sæti urðu
georgíski alþjóðameistarinn Merab
Gagunashvili (2445) og stórmeistar-
inn Levon Aronian (2562) frá Arm-
enínu með 9½ vinning.
Íslensku keppendunum gekk
þokkalega, en áttu þó báðir slæman
kafla á mótinu. Stefán Kristjánsson
hlaut 7½ vinning og hafnaði í 18.-30.
sæti. Bragi Þorfinnsson tapaði í
lokaumferðinni eftir fjórar vinnings-
skákir í röð. Hann hlaut 7 vinninga
og hafnaði í 31.-40. sæti. Frammi-
staða þeirra Stefáns og Braga var í
samræmi við skákstig þeirra.
Sigurður Áss sigraði
á atkvöldi Hellis
Sigurður Áss Grétarsson sigraði á
fyrsta atkvöldi vetrarins hjá Tafl-
félaginu Helli, en hann lagði alla
andstæðinga sína, sex að tölu, að
velli. Röð efstu manna:
1. Sigurður Áss Grétarsson 6 v.
2. Vigfús Ó. Vigfússon 4½ v.
3.-4. Hrannar Björn Arnarsson,
Hilmar Þorsteinsson 4 v.
5.-9. Ingvar Örn Birgisson, Björn
Kafka, Sigurður Ægisson, Valdimar
Leifsson, Knútur Otterstedt 3 v.
Skákstjóri var Vigfús Ó. Vigfús-
son. Næsta atkvöld Hellis fer fram
mánudaginn 17. september og hefst
kl. 20.
Arnar sigraði á sjötta
bikarmóti Striksins
Arnar E. Gunnarsson vann örugg-
an sigur á sjötta mótinu í Bikar-
keppni Striksins sem fram fór á ICC
á sunnudag. Björn Þorfinnsson leiðir
í Bikarkeppninni eftir sex fyrstu
mótin með 35 vinninga, Arnar er
annar með 34 vinninga og Snorri
Guðjón Bergsson þriðji með 32 vinn-
inga. Þátttakendur voru 34. Röð
efstu manna:
1. Arnar E. Gunnarsson 8½ v.
2. Þorsteinn Þorsteinsson 7 v.
3. Birgir Berndsen 6½ v.
4.-7. Davíð Ólafsson, Jón Viktor
Gunnarsson, Ingvar Ásmundsson,
Björn Þorfinnsson 6 v.
8.-10. Magnús Örn Úlfarsson,
Gunnar Björnsson, Snorri Guðjón
Bergsson 5½ v.
11.-14. Sæberg Sigurðsson, Arnar
Þorsteinsson, Ingvar Þór Jóhannes-
son og Kristján Örn Elíasson 5 v.
15.-20. Guðmundur S. Gíslason,
Björn Jónsson, Sigurður Baldvin
Sigurðsson, Sigurður Ingason, Arn-
aldur Loftsson og Tómas Veigar Sig-
urðsson 4½ v.
o.s.frv.
Mótsstjóri var John Fernandez.
Honum til aðstoðar var Gunnar
Björnsson
Skák frá HM unglinga
Þeir tefldu margar skemmtilegar
skákir íslensku þátttakendurnir á
Heimsmeistaramóti unglinga. Eftir-
farandi skák var tefld í fjórðu um-
ferð mótsins. Zufic er Króati með
2289 skákstig.
Hvítt: M. Zufic (Króatíu)
Svart: Stefán Kristjánsson
Frönsk vörn
1.e4 e6 2.d4 d5 3.Rc3 Bb4 4.e5
Re7 5.a3 Bxc3+ 6.bxc3 c5 7.Dg4
Kf8!?
Stefán heldur mikið upp á þennan
sjaldséða leik.
8.Bd2 --
Skákin, Smirnov-Stefán, Evrópu-
mótinu í Ohrid 2001, tefldist á eft-
irfarandi hátt: 8.h4 Da5 9.Bd2 Da4
10.Hc1 Rbc6 11.h5 h6 12.Rf3 b6
13.Hh3 Ba6 14.Bxa6 Dxa6 15.Rh4
cxd4 16.cxd4 Dc4 17.Hg3 Hg8 18.c3
Hc8 19.f4 f5 20.exf6 gxf6 21.Rg6+
Kf7 22.Dh3 Rf5 23.Hd3 Rce7 24.g4
Rd6 og svartur hefur mun betri
stöðu og vann skákina fallega.
8...Dc7
Það gafst Stefáni ekki vel að leika
8...Da5 í skák við armenska stór-
meistarann, Minasjan, á fyrrnefndu
Evrópumóti. Framhaldið varð 9.a4
Rbc6 10.Rf3 Bd7 11.Be2 h6 12.0–0
Dc7 13.h4 Ra5 14.h5 Rc4 15.Bxc4
dxc4 16.dxc5 Dxc5 17.Bc1 He8
18.Ba3 Dc8 19.Rd2 Bc6 20.Rxc4 Dc7
21.Rd6 og hvítur vann.
9.Bd3 c4
Til greina kemur 9...b6, t.d.
10.Rh3 Ba6 11.0–0 Bxd3 12.cxd3
Rbc6 13.dxc5 bxc5 14.Hfe1 Rg6
15.d4 c4 16.Rg5 Dd7 17.He3 Kg8
18.Hf3 Hf8 19.Hb1 Rce7 20.h4 h6
21.h5 hxg5 22.Dxg5 Dc7 23.Hh3 Hb8
24.Hxb8+ Dxb8 25.hxg6 Rxg6
26.Hxh8+ Kxh8 og svartur stendur
af sér sókn hvíts og hefur betri stöðu
(Gdanski-Socko, Varsjá 2001)
10.Be2 Db6 11.h4 --
Eða 11.Rf3 Db2 12.Hc1 h6 13.h4
Dxa3 14.h5 Db2 15.Df4 a5 16.Rh4
Ke8 17.0–0 a4 18.Ha1 a3 19.Hfb1
Dxc2 20.Bd1 Dd3 21.Rf3 Hg8 22.Re1
Df5 23.Dh2 g6 24.hxg6 Dxg6
25.Dxh6 Dxh6 26.Bxh6 Rd7 27.Bc1
a2 28.Hb2 Rc6 29.Hbxa2 Hxa2
30.Hxa2 og hvítur á betra tafl og
vann skákina (Cao-Stefán Kristjáns-
son, Ohrid 2001).
11...Db2 12.Hc1 Dxa3 13.Hh3?! --
Betra hefði verið að fylgja for-
skrift Caos og leika 13. Rf3, sjá skák-
ina, sem rakin er hér að framan.
13...Rbc6 14.Hf3 h6 15.Rh3 Rf5
16.Rf4 Db2 17.Rh5 Hg8 18.Df4 Rd8
19.Dh2 a5!
Það er ekki að sjá, að sókn hvíts á
kóngsvæng geti skilað honum neinu.
Eftir stendur sú staðreynd, að
svarta frípeðið á a-línunni rennur
upp í borð og verður að nýrri drottn-
ingu.
20.g4 Re7 21.Bf4 a4 22.Kd2 Rec6
23.g5 hxg5 24.Bxg5 a3 25.Df4 --
Eða 25.Dg1 a2 26.Ha1 Ra5! (með
hótuninni 27. -- Rb3+) 27.Ke3 Dxc2
og svartur á vinningsstöðu.
25...a2 26.Bf6 a1D
27.Hd1 Dxc2+! 28.Ke1 --
Eða 28. Kxc2 Ha2+mát.
28. -- Ha2
og hvítur gafst upp, því að við hót-
uninni 29. -- Dxe2+ mát er engin
skynsamleg vörn.
Landsliðsflokkur í
skák hefst á morgun
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
SKÁK
H a f n a r f j ö r ð u r
SKÁKÞING ÍSLANDS
31.8.–8.9. 2001
Bridsfélag Suðurnesja
Þá er komið að því að hefja vetr-
arstarfið og við byrjum á eins
kvölds tvímenningi nk. mánudags-
kvöld kl. 19.30.
Annan mánudag eða 10. septem-
ber er svo fyrsta verðlaunamót
vetrarins en það er þriggja kvölda
tvímenningur þar sem tvö kvöld af
þremur gilda til verðlauna.
Spilað er í félagsheimili brids-
spilara og hestamanna á Mána-
grund við gamla Sandgerðisveg-
inn.
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði Glæsibæ fimmtudaginn 23.
ágúst. 22 pör. Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S:
Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 271
Eysteinn Einarss. – Kristján Ólafsson 262
Viggó Nordquist – Oddur Halldórss. 252
Árangur A-V:
Hilmar Valdimarss. – Magnús Jósefss. 240
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 240
Magnús Ingólfss. – Siguróli Jóhannss. 239
Tvímenningskeppni spiluð
mánudaginn 27. ágúst. 22 pör.
Árangur N-S:
Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 253
Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 244
Hannes Ingibergss. – Ragnar Björnss. 232
Árangur A-V:
Ólafur Ingvarsson – Albert Þorsteinss.264
Alda Hansen – Margrét Margeirsd. 245
Björn E. Péturss. – Alfreð Kristjánss. 236
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n