Morgunblaðið - 31.08.2001, Page 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
ritum sínum og telja að tímabært sé
að huga að vaxtalækkun. Í vefriti
fjármálaráðuneytisins sem kom út í
gær kemur fram að það sé mat ráðu-
neytisins að fremur sé ástæða til að
óttast samdrátt í efnahagslífinu en
þenslu.
Meginástæður í hagstjórn hljóti
því að miðast að því að bæta rekstr-
arskilyrði atvinnulífsins og stuðla
þannig að auknum hagvexti og
traustu efnahagsumhverfi. Annars
vegar með lækkun vaxta. Hins vegar
með lækkun skatta. Sú staðreynd að
áhrif slíkra aðgerða skila sér alla
jafna með nokkurri töf út í efnahags-
lífið gerir ákvörðunartöku í þessum
efnum enn brýnni en ella, að því er
fram kemur í vefriti fjármálaráðu-
neytisins.
Í sérútgáfu greiningardeildar
Landsbankans-Landsbréfa um
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ og
Landsbanki Íslands taka undir með
forsvarsmönnum atvinnulífsins í vef-
vaxtamál kemur fram að með hlið-
sjón af vaxtalækkunum nágranna-
ríkja, stöðu á markaði og því að
helsta röksemd fyrir vaxtalækkun er
að stuðla að bættri samkeppnishæfni
atvinnulífs hér á landi og auka al-
menna tiltrú á stöðu atvinnufyrir-
tækja, megi færa rök að því að vaxta-
lækkun Seðlabankans verði að vera
umtalsverð, til þess að hafa þau al-
mennu áhrif sem slíkri ákvörðun er
ætlað að hafa.
Ekki tímabært að
skoða vaxtalækkun nú
Að sögn Más Guðmundssonar, að-
alhagfræðings Seðlabanka Íslands,
telur Seðlabankinn ekki tímabært að
skoða vaxtalækkun nú. Hann segir
bankann spá því að verðbólga muni
minnka á næstunni en þær vænting-
ar og sú spá byggist á aðhaldssamri
peningamálastefnu og kólnandi hag-
kerfi. „Við teljum ekki tímabært
þegar allt er skoðað á þessum tíma-
punkti að lækka vexti,“ segir Már en
bætir við að þessi mál séu í stöðugu
endurmati og í þessu efni sé aðallega
horft fram í tímann.
Gylfi Magnússon, dósent við Há-
skóla Íslands, tekur undir mat Más
Guðmundssonar og segir það sjón-
armið Seðlabankans að lækka ekki
vexti eðlilegt, enda gefi hagtölur
ekki tilefni til lækkunar vaxta að svo
stöddu. „Ég tel þó að það sé ekki
hægt að búa við þessa háu vexti til
langframa og ég er viss um að Seðla-
bankinn er samþykkur því mati. Það
kemur niður á hagvexti og fram-
leiðni þegar til lengdar lætur,“ segir
Gylfi.
Vefrit fjármálaráðuneytisins og Landsbanka Íslands
Mælt með vaxtalækkun nú
Vaxtalækkun/18
GOLFÍÞRÓTTIN er enn stunduð af miklum móð
þótt sumri sé farið að halla. Golfvellir víða eru
bókaðir langt fram eftir kvöldi og umferð kylf-
inga þar af leiðandi mikil um flatir og brautir.
Fagurt var um að litast á golfvellinum við Suð-
urnes á Seltjarnarnesi í vikunni, þegar þessi
mynd var tekin í kvöldsólinni. Kylfingurinn á
myndinni var til alls líklegur, eins einbeittur og
hann var, þegar ljósmyndara bar að garði.
Morgunblaðið/Ómar
Slegið um sólarlagsbil
FRÁ 1994 hefur neysla á kjúkling-
um meira en tvöfaldast eða farið
úr 1.380 tonnum í 3.200 tonn.
Neysla á svínakjöti hefur á sama
tíma farið úr 3.200 tonnum í 4.800
tonn. Framleiðendum hefur fækk-
að í þessum búgreinum og búin
hafa stækkað. Nú er svo komið að
tveir aðilar eru með um tæplega
70% af svínakjötsmarkaðinum og
tveir aðilar með 80% af kjúklinga-
markaðinum.
Miklar fjárfestingar hafa verið í
svína- og kjúklingarækt á síðustu
árum. Fjárfestingar stærsta aðil-
ans hlaupa t.d. á nokkrum millj-
örðum. Þannig hafa stærstu
svínabúin, Vallárbúið og Brautar-
holtsbúin, nýlega stækkað bú sín
um helming. Þá hefur svínabúið í
Brautarholti, sem fyrir ári keypti
2⁄3 svínabúsins á Minni-Vatnsleysu
af afkomendum Þorvaldar Guð-
mundssonar hafið undirbúning að
því að stækka búið um helming.
Sláturhús Móakjúklings
í eigu Landsafls
Fjárfestingar í kjúklingarækt
eru ekki minni en í svínaræktinni.
Nýlega tók nýtt kjúklingabú Ís-
landsfugls til starfa á Dalvík, en
öll uppbygging þess kostaði um
350 milljónir. Ísfugl í Mosfellsbæ
er einnig að gera endurbætur á
sláturhúsi sínu. Þá tók kjúk-
lingabúið á Móum nýlega í notkun
nýtt sláturhús, en uppbygging
þess kostaði rúmlega 700 milljónir.
Nýja sláturhús Móa í Mos-
fellsbæ er í eigu Landsafls, dótt-
urfyrirtækis Íslenskra aðalverk-
taka. Kristinn Gylfi Jónsson,
stjórnarformaður Móakjúklings,
staðfesti í samtali við Morgunblað-
ið að húsaleigugreiðslur til Lands-
afls væru með bankatryggingu frá
Búnaðarbankanum líkt og algengt
væri á húsaleigumarkaði í dag
þegar um stórbyggingar væri að
ræða.
Reykjagarður, sem er í eigu
Búnaðarbankans, hóf nýlega að
slátra kjúklingum hjá Móastöðinni
eftir að salmonella kom upp í kjúk-
lingahópum hjá fyrirtækinu. Guð-
mundur Guðmundsson, forstöðu-
maður fyrirtækjasviðs Búnaðar-
bankans Verðbréfa og stjórnar-
formaður Reykjagarðs, sagði að
fyrirtækið myndi ekki hefja slátr-
un aftur á Hellu þó að bann hér-
aðsdýralæknisins á Suðurlandi við
slátrun á Hellu yrði numið úr gildi.
Ástæðan væri sú að slátursamn-
ingurinn við Móastöðina fæli í sér
30–35% sparnað fyrir Reykjagarð.
Niðurstaða skoðunar Samkeppnis-
stofnunar gæti þó breytt þeim
áformum.
Eigendur Móabúsins hafa sýnt
því áhuga að kaupa Reykjagarð,
en þessi tvö fyrirtæki eru með
80% markaðshlutdeild.
Kjúklinganeysla hef-
ur tvöfaldast á 7 árum
Samþjöppun/30
HAUST- og vetrartískan er komin
í flestar verslanir og fjölmargt
sem gleður augað. Að vanda hafa
tískuhönnuðir sótt innblástur sinn
víða, t.d. til fatnaðar hefðarkvenna
fyrri alda. Rykkingar á skyrtum
og yfirhöfnum eru áberandi og
sömuleiðis blúndur og púffermar.
Áhrifa pönk-, hippa- og diskó-
menningar liðinnar aldar gætir
víða í bland við hermannatísku.
Gallafatnaður af öllum gerðum
heldur enn velli og er hann nú
snjáður og skreyttur sem aldrei
fyrr. Loðkragar, flauel, ekta skinn
og breið belti eru í tísku og einnig
skartgripir úr dökkum steinum og
perlum í miðaldastíl.
Morgunblaðið/Jim Smart
Síð rúskinnskápa, gallabuxur,
skyrta með rykkingum og
pinnahælaskór eru í tísku.
Loðskinn,
flauel, píf-
ur og púff
Pífur og púff/B1–B3
ÞRÍR bílar, þar af einn vöruflutn-
ingabíll með tengivagni, skemmd-
ust í árekstri á Suðurlandsvegi
austan við Selfoss í gær. Ekki
urðu alvarleg slys á mönnum.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Selfossi virðist sem
slysið hafi orðið með þeim hætti að
ökumaður sem ók í austurátt
reyndi að forðast að aka á fýl sem
var á veginum. Við það straukst
bifreið hans við bíl sem kom á
móti.
Ökumaður þess bíls missti
stjórn á bíl sínum við áreksturinn
og stöðvaðist bíllinn þversum á
veginum. Ökumanni vöruflutninga-
bíls með tengivagni tókst ekki að
koma í veg fyrir árekstur og
keyrði inn í hlið fólksbílsins. Hon-
um hafði þó tekist að hægja ferð-
ina en hlið fólksbílsins gekk samt
inn að miðju.
Beita þurfti vökvaklippum til að
ná ökumanninum út og var hann
síðan fluttur á slysadeild Land-
spítala – háskólasjúkrahúss í Foss-
vogi.
Vildi ekki
aka á fýl og
olli árekstri