Morgunblaðið - 18.09.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 18.09.2001, Síða 1
212. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 18. SEPTEMBER 2001 GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gær að hann vildi ná sádi- arabíska útlaganum Osama bin Lad- en „dauðum eða lifandi“ vegna árás- anna á Bandaríkin sem talið er að hafi kostað meira en 5.500 manns líf- ið. Bush kvaðst sannfærður um að Bandaríkin myndu fara með sigur af hólmi í baráttunni gegn hermdar- verkum en varaði við því að hún kynni að kosta fleiri Bandaríkja- menn lífið. Hann kvaðst vera fullviss um að hersveitir Bandaríkjanna væru tilbúnar að „verja frelsið hvað sem það kostar“. Stjórnvöld í Pakistan sendu í gær hátt setta embættismenn til Afgan- istans til að vara stjórn talibana við því að árásir yrðu gerðar á landið ef hún féllist ekki á að framselja bin Laden til Bandaríkjanna. Heimildar- maður í her Pakistans sagði að pak- istönsku embættismennirnir hefðu sagt talibönum að árásirnar kynnu að hefjast um helgina. Æðsti leiðtogi talibana, múllah Mohammed Omar, sagði eftir fund með pakistönsku embættismönnun- um að ráð íslamskra klerka og fræði- manna ætti að koma saman í Kabúl í dag til að ákveða örlög bin Ladens. CNN-sjónvarpið hafði eftir heimild- armönnum sínum að ólíklegt væri að ráðið ákvæði að framselja bin Laden. Stjórn Pakistans hefur lofað Bandaríkjastjórn „fullri samvinnu“ ákveði hún að gera árásir á Afganist- an. Þúsundir pakistanskra múslíma mótmæltu þessari ákvörðun, kveiktu í bandarískum fánum, hrópuðu víg- orð til stuðnings bin Laden og sögð- ust ætla að berjast með talibönum. Tugir þúsunda flýja úr afgönskum borgum Mikil spenna er við landamæri Pakistans og Afganistans. Pakistan- ar hafa lokað landamærunum, bann- að flutninga á öllum vörum nema matvælum, og meinað afgönsku flóttafólki að fara til Pakistans. Stjórn talibana lokaði lofthelgi Afganistans og fréttastofan Reuters hafði eftir höfuðsmanni í her Pakist- ans að talibanar hefðu flutt miklar vopnabirgðir, m.a. flugskeyti, að landamærunum. Heimildarmaður- inn sagði að her Pakistans hefði fjölgað hermönnum sínum við landa- mærin en talsmaður hersins neitaði því. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna skýrði frá því í gær að um helmingur íbúa afgönsku borgarinn- ar Kandahar, eða 100.000 manns, hefði flúið borgina af ótta við að Bandaríkjamenn hygðust gera árás- ir á hana. Aðalaðsetur bin Ladens er í Kandahar. Tugir þúsunda manna hafa flúið úr öðrum borgum í Afganistan og nokkrir embættismenn talibana hafa sent fjölskyldur sínar frá Kabúl. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, skýrði frá því í gær að hún vildi yf- irheyra meira en 170 manns í tengslum við rannsóknina á árásun- um. Fjórir menn hafa verið fluttir til yfirheyrslu í New York þar sem tveir aðrir hafa verið hnepptir í gæslu- varðhald sem mikilvæg vitni. Dóm- arar hafa heimilað að tvö vitni til við- bótar verði handtekin. Yfirvöld hafa ekki viljað veita upplýsingar um vitnin. Metlækkun á Dow Jones Bandaríkjastjórn óskaði eftir því í gær að Alþjóðakjarnorkumálastofn- unin (IAEA) gerði ráðstafanir til þess að hindra að efni í kjarnavopn kæmust í hendur hermdarverka- manna. Beiðnin er rakin til þess að skýrt hefur verið frá því að bin Lad- en hafi reynt að kaupa auðgað úran til að búa til kjarnorkusprengju á síðasta áratug. Hlutabréfamarkaðirnir í New York voru opnaðir í gær í fyrsta sinn eftir árásirnar fyrir viku. Dow Jon- es-vísitalan lækkaði um 7,12% og 685 stig, sem er mesta lækkun á einum degi frá upphafi, þótt bandaríski seðlabankinn hefði lækkað stýrivexti um hálft prósentustig. NASDAQ- vísitalan lækkaði um 6,82%. Gengi hlutabréfa í móðurfyrirtæki American Airlines lækkaði um 40% og í United Airlines um 43,2%. Hermdarverkamennirnir rændu fjórum farþegavélum í eigu þessara flugfélaga til að gera árásirnar fyrir viku. Bush Bandaríkjaforseti kveðst vilja ná bin Laden „dauðum eða lifandi“ Klerkaráð ákveður örlög bin Ladens Washington. AP, AFP. AP Bandarískir þjóðvarðliðar skoða skilríki manna sem starfa í fjármálahverfinu á Manhattan. Hlutabréfamark- aðirnir í New York voru opnaðir í gær í fyrsta sinn frá árásinni á World Trade Center í vikunni sem leið.  Árásin á Bandaríkin/22–24  Hlutabréf lækka/19 KAUPHALLIRNAR í Frank- furt og Mílanó hafa hafið rannsókn á grunsamlegum viðskiptum með hluta- bréf, sem hugsanlega kunna að tengjast hryðju- verkunum í Bandaríkj- unum í vik- unni sem leið. Orðróm- ur hefur verið um, að Osama bin Laden hafi ætlað sér að græða fé á hryðjuverkunum með verðbréfaviðskiptum, einkum í tryggingafélögum. Hefur gengi sumra stórra endurtryggingafélaga lækkað allnokkuð vegna hryðjuverk- anna enda bíður það þeirra að greiða miklar bætur. Ítalska blaðið Corriere della Sera hafði í gær eftir heimildamönnum innan ítölsku leyniþjónustunnar, að bin Laden hefði notað verð- bréfafyrirtæki í Mílanó sem millilið, en það hefur ekki ver- ið staðfest. Rannsóknin nú beinist eink- um að viðskiptum með bréf í þýska endurtryggingafélaginu Munich Re, því svissneska Swiss Re og því franska AXA. Reyndi bin Laden að hagn- ast á ódæðinu? Frankfurt. AP, AFP. Osama bin Laden FIMM manns fórust í gærmorgun þegar skólabíll rakst á timburflutn- ingabíl nálægt Sundsvall í Svíþjóð. Að minnsta kosti 36 börn á aldrinum 13–16 ára voru í skólabílnum og fjög- ur þeirra létu lífið. Ökumaður skóla- bílsins lést einnig. Sjö skólabörn og ökumaður flutn- ingabílsins slösuðust alvarlega, þeirra á meðal þrjú börn sem urðu fyrir höfuðmeiðslum. Meira en 25 börn til viðbótar voru flutt á sjúkra- hús með minniháttar meiðsli. Ekki var vitað í gær hvað olli slys- inu. Óstaðfestar fregnir hermdu að áreksturinn hefði orðið eftir að sprakk á flutningabílnum. Börnin voru á leið í grunnskóla ná- lægt Sundsvall þegar slysið varð um 30 km vestur af bænum. Það tók björgunarmenn tvo tíma að ná börn- unum út úr skólabílnum. Skólabörn far- ast í árekstri AP Sænskir björgunarmenn bera eitt fórnarlambanna af slysstað. Stokkhólmi. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.