Morgunblaðið - 18.09.2001, Page 17
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 17
FJÖLMENNI var á Sandgerðis-
dögum sem haldnir voru á föstu-
dagskvöld og laugardag. Tókst há-
tíðin vel, að sögn skipuleggjenda.
Umhverfis-, ferða- og menning-
arráð Sandgerðisbæjar heldur
Sandgerðisdaga og annaðist Reynir
Sveinsson, forstöðumaður Fræða-
setursins, skipulagningu ásamt
nefndinni. Tilgangur Sandgerð-
isdaga er að sögn Reynis að þjappa
íbúunum saman og sýna þeim og
öðrum hvað bærinn hefur upp á að
bjóða. Í gestahópnum að þessu sinni
voru meðal annars margir Suður-
nesjamenn og brottfluttir Sandgerð-
ingar, auk heimafólks.
Er þetta í þriðja skiptið sem Sand-
gerðisdagar eru haldnir en áður
höfðu einu sinni verið haldnir menn-
ingardagar í Sandgerði.
Fullt út úr dyrum
Meira var af menningarvið-
burðum á dagskránni nú en oft áð-
ur. Haldnar voru sýningar á sjáv-
armyndum í eigu Listasafns ASÍ og
listamenn úr Sandgerði sýndu eigin
verk. Sýndar voru gamlar myndir
úr Sandgerði sem verða í öðru bindi
af sögu byggðarlagsins. Lionshúsið
Efra-Sandgerði, elsta hús bæjarins,
var opið gestum, farið var í söguferð
um bæinn og ljósavitinn opinn fyrir
þá sem upp þorðu. Reynir segir að
mikil þátttaka hafi verið í þessum
atriðum, full rúta í söguferðinni og
margir farið upp í vitann í fyrsta
skipti.
Haldin var kraftakeppni á Vita-
torgi þar sem tíu sterkustu menn
landsins reyndu með sér, meðal ann-
ars við að draga slökkvibílinn.
Magnús Ver Magnússon sigraði í
þeirri grein. Fór hann af stað með
svo miklum látum að bílstjórinn
rykktist til. Ýmisleg fleiri útiatriði
voru á laugardeginum í ágætu
veðri, sólskini og smá norðangjólu
eins og Reynir orðar það.
Safnaðarheimilið var síðan fullt
út úr dyrum á kvölddagskránni. Þar
skemmtu feðgarnir Árni Tryggva-
son og Örn Árnason og Jóhann Frið-
geir Valdimarsson óperusöngvari
söng. Jónas Þórir lék undir. Brekku-
söngur var við Bjarmaland og fé-
lagar úr björgunarsveitinni Sig-
urvon voru með flugeldasýningu.
Að lokum var dansað fram á nótt.
Fjölmenni á
Sandgerðisdögum
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Sandgerði
HÆKKUN fasteignamats mun ekki
leiða til hækkunar lóðarleigu til
Gerðahrepps. Þá mun fasteigna-
skattur á lóðarmat ekki hækka. Hins
vegar mun hreppssjóður fá auknar
tekjur af fasteignaskatti vegna
hækkunar fasteignamats húsa.
Fasteignamat hækkaði verulega í
Gerðahreppi vegna endurskoðunar
matsins. Sérstök hækkun varð á mati
lóða eða um 147% en Sigurður Jóns-
son sveitarstjóri telur að meðaltals-
hækkun lands og húsa sé um 30%.
Lóðarleiga sem Gerðahreppur
innheimtir vegna húsa sem standa á
hans landi er miðuð við lóðarmat. Að
óbreyttu myndi lóðarleigan hækka
sem nemur hækkun matsins og í
mörgum tilvikum verða hærri en hjá
öðrum landeigendum sem innheimta
gjarnan leigu í takt við verkamanna-
kaup.
Meirihluti hreppsnefndar, fulltrú-
ar F-listans, lögðu til á síðasta fundi
hreppsnefndar að leiguhlutfallið yrði
lækkað til samræmis við hækkanir á
matinu. Mun því ekki veða hækkun á
lóðarleigu leiguliða hreppsins.
Meiri tekjur af hækkun húsa
Meirihluti hreppsnefndar lagði
einnig til að við álagningu fasteigna-
skatts á næsta ári yrði við það miðað
að skatturinn hækkaði ekki vegna
hækkunar lóðamats. Var það sam-
þykkt af fulltrúum meirihlutans sem
jafnframt felldu þá tillögu H-listans
að hreppurinn myndi einnig gefa eft-
ir fasteignaskattinn sem skapast af
hækkun fasteignamats húsa.
Finnbogi Björnsson, oddviti H-
listans, segir að Gerðahreppi veiti
svo sem ekki af auknum tekjum. Það
sé hins vegar skoðun fulltrúa H-
listans að ef á annað borð sé verið að
krukka í fasteignaskattana vegna
hækkunar fasteignamatsins ætti að
ganga alla leið og láta lækkunina
einnig ná til húsanna. Hreppurinn
fengi mun meiri tekjur vegna hæk-
unar fasteignamats þeirra en lóð-
anna og nefndi að tekjuaukningin
gæti lauslega áætlað numið 5–8 millj-
ónum kr. á ári.
Lóðaleiga lækkuð í samræmi
við hækkun fasteignamats
Lækka skatt á lóð-
um en ekki húsum
Gerðahreppur
ÖKUMAÐUR slapp með minnihátt-
ar meiðsl þegar bíll hans fór út af
Reykjanesbraut snemma á sunnu-
dagsmorgun og valt margar veltur.
Maðurinn er tvítugur, hann er grun-
aður um ölvun.
Lögreglan í Keflavík fékk tilkynn-
ingu um bílveltu á Reykjanesbraut,
austan Vogaafleggjara, rétt fyrir
klukkan átta að morgni sunnudags.
Ökumaðurinn, sem var einn á ferð,
var fastur í bílnum og þurfti að
klippa hann út. Hann var fluttur á
sjúkrahús í Reykjavík en meiðsl
hann voru talin óveruleg, samkvæmt
upplýsingum lögreglu. Hann var í
bílbelti.
Bíllinn er talinn ónýtur og var
fluttur í burtu með kranabíl.
Grunur
um ölvun í
bílveltu
Reykjanesbraut
HREPPSNEFND Gerða-
hrepps samþykkti á síðasta
fundi að sækja um lán til
byggingar leiguíbúða fyrir
aldraða.
Könnun sem gerð var meðal
eldri borgara í Gerðahreppi
leiddi í ljós að áhugi væri fyrir
þessum kosti. Unnið hefur
verið að undirbúningi og nú
samþykkti hreppsnefndin
samhljóða tillögu F-listans,
sem skipar meirihluta hrepps-
nefndar, að sækja um lán til
Íbúðalánasjóðs vegna bygg-
ingar tíu íbúða.
Sækja um
lán vegna
íbúða
aldraðra
Garður