Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 17 FJÖLMENNI var á Sandgerðis- dögum sem haldnir voru á föstu- dagskvöld og laugardag. Tókst há- tíðin vel, að sögn skipuleggjenda. Umhverfis-, ferða- og menning- arráð Sandgerðisbæjar heldur Sandgerðisdaga og annaðist Reynir Sveinsson, forstöðumaður Fræða- setursins, skipulagningu ásamt nefndinni. Tilgangur Sandgerð- isdaga er að sögn Reynis að þjappa íbúunum saman og sýna þeim og öðrum hvað bærinn hefur upp á að bjóða. Í gestahópnum að þessu sinni voru meðal annars margir Suður- nesjamenn og brottfluttir Sandgerð- ingar, auk heimafólks. Er þetta í þriðja skiptið sem Sand- gerðisdagar eru haldnir en áður höfðu einu sinni verið haldnir menn- ingardagar í Sandgerði. Fullt út úr dyrum Meira var af menningarvið- burðum á dagskránni nú en oft áð- ur. Haldnar voru sýningar á sjáv- armyndum í eigu Listasafns ASÍ og listamenn úr Sandgerði sýndu eigin verk. Sýndar voru gamlar myndir úr Sandgerði sem verða í öðru bindi af sögu byggðarlagsins. Lionshúsið Efra-Sandgerði, elsta hús bæjarins, var opið gestum, farið var í söguferð um bæinn og ljósavitinn opinn fyrir þá sem upp þorðu. Reynir segir að mikil þátttaka hafi verið í þessum atriðum, full rúta í söguferðinni og margir farið upp í vitann í fyrsta skipti. Haldin var kraftakeppni á Vita- torgi þar sem tíu sterkustu menn landsins reyndu með sér, meðal ann- ars við að draga slökkvibílinn. Magnús Ver Magnússon sigraði í þeirri grein. Fór hann af stað með svo miklum látum að bílstjórinn rykktist til. Ýmisleg fleiri útiatriði voru á laugardeginum í ágætu veðri, sólskini og smá norðangjólu eins og Reynir orðar það. Safnaðarheimilið var síðan fullt út úr dyrum á kvölddagskránni. Þar skemmtu feðgarnir Árni Tryggva- son og Örn Árnason og Jóhann Frið- geir Valdimarsson óperusöngvari söng. Jónas Þórir lék undir. Brekku- söngur var við Bjarmaland og fé- lagar úr björgunarsveitinni Sig- urvon voru með flugeldasýningu. Að lokum var dansað fram á nótt. Fjölmenni á Sandgerðisdögum Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Sandgerði HÆKKUN fasteignamats mun ekki leiða til hækkunar lóðarleigu til Gerðahrepps. Þá mun fasteigna- skattur á lóðarmat ekki hækka. Hins vegar mun hreppssjóður fá auknar tekjur af fasteignaskatti vegna hækkunar fasteignamats húsa. Fasteignamat hækkaði verulega í Gerðahreppi vegna endurskoðunar matsins. Sérstök hækkun varð á mati lóða eða um 147% en Sigurður Jóns- son sveitarstjóri telur að meðaltals- hækkun lands og húsa sé um 30%. Lóðarleiga sem Gerðahreppur innheimtir vegna húsa sem standa á hans landi er miðuð við lóðarmat. Að óbreyttu myndi lóðarleigan hækka sem nemur hækkun matsins og í mörgum tilvikum verða hærri en hjá öðrum landeigendum sem innheimta gjarnan leigu í takt við verkamanna- kaup. Meirihluti hreppsnefndar, fulltrú- ar F-listans, lögðu til á síðasta fundi hreppsnefndar að leiguhlutfallið yrði lækkað til samræmis við hækkanir á matinu. Mun því ekki veða hækkun á lóðarleigu leiguliða hreppsins. Meiri tekjur af hækkun húsa Meirihluti hreppsnefndar lagði einnig til að við álagningu fasteigna- skatts á næsta ári yrði við það miðað að skatturinn hækkaði ekki vegna hækkunar lóðamats. Var það sam- þykkt af fulltrúum meirihlutans sem jafnframt felldu þá tillögu H-listans að hreppurinn myndi einnig gefa eft- ir fasteignaskattinn sem skapast af hækkun fasteignamats húsa. Finnbogi Björnsson, oddviti H- listans, segir að Gerðahreppi veiti svo sem ekki af auknum tekjum. Það sé hins vegar skoðun fulltrúa H- listans að ef á annað borð sé verið að krukka í fasteignaskattana vegna hækkunar fasteignamatsins ætti að ganga alla leið og láta lækkunina einnig ná til húsanna. Hreppurinn fengi mun meiri tekjur vegna hæk- unar fasteignamats þeirra en lóð- anna og nefndi að tekjuaukningin gæti lauslega áætlað numið 5–8 millj- ónum kr. á ári. Lóðaleiga lækkuð í samræmi við hækkun fasteignamats Lækka skatt á lóð- um en ekki húsum Gerðahreppur ÖKUMAÐUR slapp með minnihátt- ar meiðsl þegar bíll hans fór út af Reykjanesbraut snemma á sunnu- dagsmorgun og valt margar veltur. Maðurinn er tvítugur, hann er grun- aður um ölvun. Lögreglan í Keflavík fékk tilkynn- ingu um bílveltu á Reykjanesbraut, austan Vogaafleggjara, rétt fyrir klukkan átta að morgni sunnudags. Ökumaðurinn, sem var einn á ferð, var fastur í bílnum og þurfti að klippa hann út. Hann var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en meiðsl hann voru talin óveruleg, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Hann var í bílbelti. Bíllinn er talinn ónýtur og var fluttur í burtu með kranabíl. Grunur um ölvun í bílveltu Reykjanesbraut HREPPSNEFND Gerða- hrepps samþykkti á síðasta fundi að sækja um lán til byggingar leiguíbúða fyrir aldraða. Könnun sem gerð var meðal eldri borgara í Gerðahreppi leiddi í ljós að áhugi væri fyrir þessum kosti. Unnið hefur verið að undirbúningi og nú samþykkti hreppsnefndin samhljóða tillögu F-listans, sem skipar meirihluta hrepps- nefndar, að sækja um lán til Íbúðalánasjóðs vegna bygg- ingar tíu íbúða. Sækja um lán vegna íbúða aldraðra Garður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.