Morgunblaðið - 18.09.2001, Qupperneq 23
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 23
hafa gefið upp alla von. Ekki tókst að
stækka opið, reykurinn varð stöðugt
þykkari og meira kæfandi, vinur
minn og félagi hans gátu ekki hafst
þarna við öllu lengur.
„Farðu bara,“ sagði vinnufélaginn
við vin minn. „Ég á sjálfur stór börn,
þau hljóta að þola þetta. Þú átt lítil
börn sem þarfnast þín.“ Hann vætti
jakkann með vatni og rétti fólkinu í
lyftunni og vinur minn sá hann ekki
aftur.
Við vorum 20-30 mínútur á leiðinni
niður og þótt ótrúlegt megi heita
gekk þetta allt vel og skipulega fyrir
sig. Hvenær sem einhver virtist ætla
að missa stjórn á sér tóku nokkrir sig
til og róuðu hann. „Við megum ekki
missa stjórn á okkur, við megum ekki
missa stjórn á okkur. Fát getur gert
út af við okkur,“ sögðum við.
Þegar við komumst út undir bert
loft starði ég til jarðar – og nú er ég
feginn því. Vinur minn sagði mér síð-
ar að svæðið umhverfis turninn hefði
minnt á upphafsatriðið í kvikmynd-
inni Björgun óbreytt Ryans. Þarna
voru útlimir sem rifnað höfðu af,
handleggir og fætur, skór með fót
innan í, það eina sem eftir var af lík-
inu, hvarvetna voru einnig persónu-
legir munir sem nístu viðstadda inn
að hjartarótum.
Ég hljóp á brott og tók með mér
slasaða manninn sem ég hafði hjálpað
niður stigann. Við námum ekki staðar
til að blása mæðinni fyrr en við vorum
komnir góðan spöl frá húsinu.“
Luke segist hafa verið svo upptek-
inn af því að komast á brott að hann
hafi ekki tekið eftir fólkinu sem stökk
í örvæntingu sinni út um glugga
fremur en verða eldinum að bráð.
Hann og maðurinn sem hann aðstoð-
aði niður stigann skiptust á nafni og
símanúmeri en í sömu andrá hrundi
turninn.
„Turn númer eitt hrundi og ég sá
risastóran rykhnött byrja að mynd-
ast. Í honum voru brot úr húsinu,
milljónir af skrifstofuhlutum, asbest-
brot – og ég fór að hlaupa. Hlaupa,
bara hlaupa og hlaupa, eins og Forr-
est Gump í kvikmyndinni. Sjálfur
þjálfa ég mig með því að hlaupa tvisv-
ar í viku og hef alltaf átt mér það
óljósa og kannski kjánalega markmið
að geta hlaupið vandkvæðalaust
nokkra kílómetra á miklum hraða og
nú var ég ánægður með þetta mark-
mið. Ég hljóp upp Manhattan. Fram
hjá öllum stöðunum sem maður les
um í túristabæklingunum. SoHo,
Greenwich Village, Chelsea. Ég
staldraði ekki við fyrr en á 30. stræti.
Þar hitti ég nokkra starfsfélaga frá
stofnuninni fyrir utan litla kirkju.
Við förum oft í dönsku sjómanna-
kirkjuna í New York en ég er ekki
það sem nefnt er trúaður maður.
Samt virtist það alveg eðlilegt að við
færum inn í kirkjuna og bæðum sam-
an. Við báðum Guð að bjarga fólkinu í
turninum. Hver fyrir sig bað Guð um
að bjarga þeim sem við höfðum
áhyggjur af, þeim sem við þekktum á
efri hæðum hússins,“ segir Peter
Luke.
!"# $#%&%'("(#)%' #$*+#!,%'
-,'
.-'#/%0
1%%%
' 2,34',
-%%(6#%73-(
-,''
-78%
.',''
%9$#3!(((
-#/%0
:!(((.%- -:-#;
.9 3!(((73-(
BANDARÍSK flugfélög hafa dreg-
ið stórlega úr þjónustu sinni til að
komast hjá gjaldþroti í kjölfar
hryðjuverkanna. Hafa þrjú stærstu
félögin fækkað áætlunarferðum um
20% og Continental-flugfélagið,
það fimmta stærsta í Bandaríkj-
unum, hefur sagt upp 12 þúsund
manns. Eitt af minni félögunum,
Midway Airlines, lagði upp laupana
daginn eftir að hryðjuverkin voru
framin. Orðrómur hefur heyrst um
að félagið US Airways muni brátt
verða lýst gjaldþrota, en félagið til-
kynnti uppsagnir 11 þúsund starfs-
manna í gærkvöldi.
Verð á hlutabréfum í stærstu fé-
lögunum hrundi þegar markaðir í
New York voru opnaðir í gær-
morgun. Bréfin í móðurfyrirtæki
American-flugfélagsins, AMR
Corp., lækkuðu um 42%, US Air-
ways lækkaði um 44% og Delta um
46%.
Félögin American og Northwest
tilgreindu ekki hvað fyrirhugaður
samdráttur í þjónustu myndi hafa
áhrif á mörg störf hjá þeim. Hóp-
urinn sem sagt hefur verið upp hjá
Continental er um það bil einn
fimmti af öllum starfsmönnum fé-
lagsins, sem eru um 56 þúsund.
„Þessar aðgerðir eru beinar af-
leiðingar af núverandi og væntan-
legum neikvæðum áhrifum sem
hryðjuverkin í Bandaríkjunum hafa
haft á eftirspurn eftir flugferðum,
og af auknum kostnaði vegna stór-
aukinna krafna um öryggisgæslu,“
sagði í yfirlýsingu sem gefin var út
í höfuðstöðvum Continental í
Houston um sl. helgi.
Framkvæmdastjóri flugfélagsins,
Gordon Bethune, vildi ekkert segja
um það hvenær eða hvort fólkið
yrði ráðið aftur til starfa. Sagði
hann að félagið hefði tapað 30
milljónum dollara (um þrem millj-
örðum króna) á dag síðan hryðju-
verkin voru framin. Aðeins 55% af
vélum félagsins séu aftur komnar í
flug, og af þeim fljúgi flestar hálf-
tómar.
Jafnvel áður en farþegaþotunum
var rænt fyrir viku og þeim flogið
á World Trade Center og Pentagon
höfðu fjármálaskýrendur spáð því
að mikið tap yrði í flugrekstri
vegna samdráttar í efnahagslífinu,
og heyrðust nefndar tölurnar 2,5 til
3,5 milljarðar dollara. Var talið út-
lit fyrir að þetta yrði versta ár í
flugrekstri síðan mikill samdráttur
varð í kjölfar Persaflóastríðsins
1991.
En nú er talað um margfalt
meira tap, allt að fjóra til sjö millj-
arða dollara, því að farmiðasala
hefur minnkað sökum þess að fólk
er hrætt við að fljúga; vegna stöðv-
unar alls flugs í tvo daga í síðustu
viku; og vegna fækkunar ferða og
aukins kostnaðar við herta örygg-
isgæslu á flugvöllum. „Þetta verður
versta ár sem við höfum nokk-
urntíma upplifað,“ hafði The New
York Times eftir Darryl Jenkins,
framkvæmdastjóra rannsóknar-
stofnunar í flugmálum við George
Washington-háskóla í Washington.
Án umfangsmikillar aðstoðar frá
stjórnvöldum standa jafnvel
stærstu flugfélögin í Bandaríkjun-
um frammi fyrir gjaldþroti, að mati
fjármálasérfræðinga. Þingið sam-
þykkti um sl. helgi að veita 40
milljarða dollara til uppbyggingar
eftir hryðjuverkin. Ekki er ljóst
hversu mikið af þeirri fjárhæð
kann að renna til flugrekenda, en
fregnir herma að þingið kunni að
veita 15 milljarða dollara til þeirra.
Níu stærstu flugfélögin í Banda-
ríkjunum hafa samtals tapað á
bilinu 100 til 250 milljónum dollara
á dag síðan bandarískri lofthelgi
var lokað og síðan opnuð smám
saman í kjölfar tilræðanna.
Stærsta félagið, American, varð
fyrst til að tilkynna um samdrátt í
þjónustu, og mun hann verða um
20%. Félögin United og Delta, sem
eru annað og þriðja stærsta, hafa
tilkynnt um væntanlegan samdrátt,
20% og 25% af venjubundnum
rekstri. Fjórða stærsta félagið,
Northwest, mun draga úr þjónustu
um 20%.
Kevin C. Murphy, sem fylgist
með flugmálum fyrir fjárfestinga-
fyrirtækið Morgan Stanley Dean
Witter, tjáði The New York Times
að handbært fé flugfélaganna
myndi ráða úrslitum á næstu vik-
um og mánuðum, þegar þau þurfi
að eyða meiru en þau afli, bara til
að fá fólk til að fljúga með því að
bjóða afsláttarfargjöld og herða ör-
yggisgæslu. Sagði Murphy að móð-
urfélög stóru félaganna Delta,
United, Northwest og Continental
ættu hvert um sig um einn milljarð
handbæran, sem myndi duga til að
halda þeim á floti um sinn.
Hryðjuverkin hafa alvarlegar afleið-
ingar fyrir bandarísk flugfélög
AP
Tvær vélar Continental-flugfélagsins á Bush-flugvelli í Houston.
Samdráttur
til að forðast
gjaldþrot
New York. AP.
ÍSLAMSKIR hryðjuverkamenn
með aðsetur í Bretlandi en undir
stjórn Osamas bin Ladens lögðu á
ráðin um hermdarverk í byggingu
Evrópuþingsins í Strassborg í febr-
úar síðastliðnum, að því er breska
blaðið Daily Telegraph greindi frá á
sunnudaginn.
Sex manna hryðjuverkahópur sem
bin Laden kostaði hugðist myrða alla
625 þingmenn Evrópuþingsins og
fjölda embættismanna með því að
dæla sarin-gasi inn í þinghúsið. Átti
árásin að fara fram á þingfundinum
11. til 14. febrúar og verða sú fyrsta
af árásum á þekktar byggingar í
Evrópu.
Að sögn Daily Telegraph störfuðu
alsírskir hryðjuverkamenn með fé-
lögum sínum í Mílanó og Frankfurt
að þessum fyrirætlunum, en þær
fóru út um þúfur þegar þýska lög-
reglan kom upp um starfsemina í
Frankfurt. Sexmenningarnir í Bret-
landi voru síðan handteknir.
Evrópuþingmennirnir fengu ekki
að vita nákvæmlega um það í hverju
áætlun hryðjuverkamannanna fólst,
en þingmönnunum var sendur tölvu-
póstur þar sem varað var við lélegri
öryggisgæslu í þinghúsinu.
Auðvelt í
framleiðslu
Auðvelt er að búa til sarin-gas, og
er það 26 sinnum banvænna en blá-
sýra. Það var búið til af nasistum í
síðari heimsstyrjöld, er lyktarlaust
og næstum ógerningur er að taka
eftir því. Möguleikarnir á notkun
þess komu vel í ljós þegar japanskur
sértrúarsöfnuður notaði það til árás-
ar í neðanjarðarlestarkerfi Tókýó-
borgar í mars 1995 og 12 létust en
um fimm þúsund fundu fyrir áhrifum
gassins.
Hugðu á gasárás
á Evrópuþingið
Reuters
Frá Evrópuþinginu.