Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 25
ERLENT Sími 594 6000 LOFTPRESSUR sem ræður ríkjum í stærstum hluta landsins og kennt er um að hafa stað- ið að baki tilræðinu gegn Massood, „Ljóninu frá Pansjír“, en hann sat frá 1992 í ríkisstjórn sem talibanar hröktu frá Kabúl árið 1996. Við útför Massoods voru hryðju- verkaárásirnar á Bandaríkin for- dæmd, sem líkur benda til að sádi- arabíski útlaginn Osama bin Laden hafi verið upphafsmaður að, en hann dvelur í skjóli talibanastjórnarinnar í Afganistan. Sögðu fylgismenn Massoods að bin Laden hefði einnig átt þátt í banatilræðinu gegn honum. ÞÚSUNDIR fylgismanna afganska stjórnarandstöðuforingjans Ahmeds Shah Massood fylgdu honum til grafar í heimaþorpi hans í Pasjír- dalnum í Hindu Kush-fjallgarðinum í Norður-Afganistan á sunnudag. Massood lézt úr sárum sem hann hlaut í sjálfsmorðtilræði sem honum var veitt hinn 9. september sl. Segja talsmenn stjórnarandstöðunnar að hann hafi látizt á laugardag, en aðrar heimildir fullyrtu að hann hefði and- azt fyrr í síðustu viku. Þátttakendur í útförinni hrópuðu vígorð gegn talibanahreyfingunni, Massood borinn til grafar í Afganistan Reuters Frá útförinni á sunnudag. Í SKOTBARDÖGUM á Vestur- bakkanum og Gazasvæðinu í gær lézt einn Palestínumaður og 15 særð- ust, þar á meðal 5 drengir. Fjórir ísr- aelskir hermenn særðust í átökun- um, sem brutust út þrátt fyrir mikinn þrýsting m.a. af hálfu Banda- ríkjastjórnar að vopnahléi verði komið á. Í átökum nærri bænum Ramallah lentu fallbyssuskot úr ísr- aelskum skriðdreka á mosku, palest- ínsku barnaheimili og sjúkrabíl, að því er vitni greindu frá. Yasser Ara- fat, leiðtogi Palestínumanna, sagðist í gær hafa gefið út „skýr fyrirmæli um undanbragðalaust vopnahlé“. Átök á Vest- urbakka Jerúsalem. AP. SKÆRULIÐAR tamíla á Sri Lanka gerðu á sunnudag sjálfsmorðsárás á liðsflutningaskip stjórnarhersins, með þeim afleiðingum að 11 her- menn létu lífið. Tíu manna varð- skipsáhafnar og skips þeirra var saknað en 58 hermenn særðust í árásinni, eftir því sem varnarmála- ráðuneyti Sri Lanka greindi frá í gær. Uppreisnarmenn tamíla kváðu 10 liðsmenn þeirra hafa fallið. Var bæði flughernum og flotanum beitt til að hrinda árásinni, sem var gerð með þeim hætti að um 20 gúmmíbátum hlöðnum sprengiefni var siglt að liðsflutningaskipinu. Tamílar gera sjálfs- morðsárás ÁSTRÖLSK stjórnvöld fóru að lög- um er þau neituðu að taka á land 433 hælisleitendur, sem norska gáma- skipið Tampa bjargaði úr hafsnauð fyrir þremur vikum. Úrskurðaði al- ríkisdómstóll Ástralíu þetta í gær. Fullskipaður alríkisrétturinn hnekkti þar með fyrri úrskurði sem einn dómari hafði kveðið upp í mál- inu. Lögmenn stjórnarinnar sögðu flóttafólkið hafa fyrirgert rétti sínum til að fá hæli í Ástralíu er það þving- aði áhöfn Tampa til að sigla með þá til hinnar áströlsku Jólaeyjar í stað þess að skila þeim aftur til Indón- esíu, þaðan sem þeir höfðu lagt upp. Stjórnin fór að lögum Canberra. AP. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 25 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.