Morgunblaðið - 18.09.2001, Síða 36
UMRÆÐAN
36 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í síðastliðnum kosn-
ingum til Stúdentaráðs
lagði Vaka megin-
áherslu á þrjá mála-
flokka. Þeir voru að-
gerðaáætlun sem
kallast „4 í mánuði“,
fjölskyldumál og hús-
næðismál háskólans og
stúdenta auk hinna
hefðbundnu mála-
flokka.
Víða er pottur brot-
inn í húsnæðismálum
háskólans og þekkir
undirrituð þann vanda
vel, enda líffræðinemi.
Líffræðinemar hafa
verið í bráðabirgða-
húsnæði í þrjá áratugi, en von er á
nýju húsnæði innan tíðar.
Vaka fagnar nýjum
stúdentagarði
Félagsstofnun stúdenta hefur nú
fengið leyfi fyrir byggingu nýs stúd-
entagarðs. Fyrirhugaður stúdenta-
garður verður sá stærsti til þessa.
Vaka fagnar því að til standi að reisa
nýjan stúdentagarð, enda er ástand-
ið á leigumarkaði mjög slæmt, ekki
síst fyrir efnaminna fólk, eins og
námsmenn. Veruleg þörf er á því að
stytta biðlista á stúdentagörðum.
Nýjasti stúdentagarðurinn mun
standa á Eggertsgötu 24. 124 ein-
staklingsíbúðir verða í húsinu en auk
þess verður þar til húsa
kjörbúð. Vaka fagnar
því að kjörbúð verði í
húsinu en engin kjör-
búð er á háskólasvæð-
inu enn sem komið er.
Það gefur augaleið að
það er mikil vöntun á
kjörbúð í námunda við
stúdentagarðana og til
mikilla hagsbóta fyrir
námsmenn að loks bjóð-
ist stúdentum að versla
í kjörbúð sem verður
hjá stúdentagörðunum.
Nýr veitingastaður
í Stúdentaheimilinu
Vaka lagði enn frem-
ur á það mikla áherslu í síðastliðnum
kosningum að úrval yrði aukið á
kaffistofum háskólasvæðisins. Há-
skóli Íslands er stærsti vinnustaður
landsins og furðulegt að ekki sé
meira vöruúrval og lengri afgreiðslu-
tími þar en raun ber vitni.
Við fyrstu sýn virðist úrval á kaffi-
stofunum ekki sérstakt hagsmuna-
mál stúdenta en þegar litið er til þess
að margir nemendur dvelja í skól-
anum allan daginn og versla við
kaffistofurnar á hverjum degi horfir
málið öðruvísi við.
Vaka lagði á það áherslu að stúd-
entar hefðu kost á heitum mat í há-
deginu og að reglulega yrði boðið
upp á nýjungar á kaffistofunum.
Þessu stefnumáli Vöku er nú kom-
ið í höfn. Veitingastaðurinn Delí
verður opnaður í Stúdentaheimilinu
um næstu mánaðamót og því eiga
stúdentar kost á heitum mat næsta
vetur. Vitaskuld væri ánægjulegt ef
fleiri staðir fylgdu í kjölfarið þannig
að stúdentar gætu valið, hver eftir
sínum smekk.
Betur má ef duga skal
Það er ánægjulegt að jákvæðar
fregnir berist stúdentum í upphafi
skólaárs. Von er á nýjum og stórum
stúdentagarði og nýr veitingastaður
í Stúdentaheimilinu hefur verið opn-
aður.
Vaka fagnar þessum tíðindum
enda leggur félagið eins og fyrr segir
mikla áherslu á húsnæðismál háskól-
ans sem og stúdenta. En betur má ef
duga skal og mun Vaka halda áfram
að beita sér fyrir því að uppbyggingu
stúdentagarða verði hraðað.
Stúdentagarðarnir eiga að geta
orðið að miðdepli háskólasamfé-
lagsins.
Vaka vill hraða uppbygg-
ingu stúdentagarða
Ásdís Rósa
Þórðardóttir
Höfundur er líffræðinemi og situr í
Stúdentaráði fyrir Vöku.
Stúdentar
Vaka fagnar því að til
standi að reisa nýjan
stúdentagarð, segir
Ásdís Rósa Þórðardótt-
ir, enda er ástandið á
leigumarkaði mjög
slæmt, ekki síst fyrir
efnaminna fólk eins
og námsmenn.
HINN 6. september sl. skilaði
umboðsmaður Alþingis áliti er varð-
ar Lánasjóð íslenskra námsmanna.
Málið lýtur að beiðni um undan-
þágu frá endurgreiðslu af námsláni.
Niðurstaða hans fékkst eftir tæpa
tuttugu mánuði, en það var í janúar
2000 að Stúdentaráð Háskóla Ís-
lands leitaði til hans vegna tiltekins
úrskurðar LÍN. Efnislega var nið-
urstaða umboðsmanns að úrskurð-
urinn hefði ekki verið í samræmi við
lög.
Álitið vekur spurningar, m.a.
hvort það sé hlutverk umboðs-
manns að varpa fram nýjum lög-
skýringum í þágu lögfræðinnar sem
fræðigreinar? Svarið er nei, enda
ekki í þágu þeirra einstaklinga sem
til umboðsmanns leita. Umboðs-
maður á fyrst og fremst að vera
embættismaður. Álit sem eru fræði-
mannstilraunir valda réttaróvissu
og óskilvirkni. Ýmsir hafa ekki átt-
að sig á hlutverki umboðsmanns Al-
þingis, en það væri fyrst alvarlegt
mál ef embættið sjálft misskildi
hlutverk sitt.
Fræðimannstilraunir?
Einu lögin sem umboðsmaður
vitnar til í framangreindu áliti eru
lögin um LÍN, nánar tiltekið 8.
grein laganna. Með þessari laga-
grein fær stjórn LÍN heimild til að
veita undanþágu frá
endurgreiðslu náms-
lána. Það er álit um-
boðsmanns að laga-
ákvæðið feli í sér
fyrirmæli um undan-
þágu.
Samkvæmt „hefð-
bundinni lögfræði“ eða
„lögfræði á manna-
máli“ er útilokað að
lagaákvæði sem hljóð-
ar svo: „Stjórn sjóðs-
ins er heimilt að veita
undanþágu frá árlegri
endurgreiðslu … “
geti þýtt að stjórninni
beri að veita undan-
þáguna. Samkvæmt
orðanna hljóðan er það á valdi
stjórnvalds sem fær heimild, hvort
hún er nýtt eða ekki. Ráðherra sem
fær heimild til að setja reglugerð á
grundvelli tiltekinna laga hefur það
til dæmis á sínu valdi hvort hann
nýtir þá heimild eða ekki.
Ekki brot á jafnræðisreglu
Í því tilviki sem hér um ræðir
hefur stjórn LÍN ákveðið að nýta
umrædda lagaheimild í samræmi
við reglugerð og úthlutunarreglur.
Umboðsmaður heldur því ekki fram
að úrskurður stjórnar stangist á við
þessar reglur. Hann fullyrðir held-
ur ekki að úrskurður-
inn sé brot á jafnræð-
isreglu og fari gegn
niðurstöðu stjórnar-
innar í sambærilegum
málum. Hann heldur
því á hinn bóginn fram
að stjórnin brjóti lög
vegna þess að hún
framkvæmir ekki und-
anþáguákvæðið að
hans skapi. Hann telur
að vinnuregla sem
stjórnin vitnar til við
afgreiðslu málsins
stangist á við lögin. Í
staðinn fyrir skýra og
ótvíræða reglu telur
hann að lánasjóðnum
beri „að leggja hlutlægt mat á fjár-
hagslega hagi umsækjandans og
taka afstöðu til þess hvort fjárhag-
urinn sé með þeim hætti að rétt sé
að veita undanþágu … “ Hvernig er
hægt að halda þessu fram þegar
ekkert í lögum, reglugerð eða út-
hlutunarreglum sjóðsins skyldar
stjórnina til að veita undanþáguna?
Skýrar reglur
Stjórn LÍN hefur nálgast heim-
ildir til undanþágna af varfærni og
túlkað lagaákvæði um undanþágur
frá endurgreiðslu námslána þröngt,
m.a. vegna þess að í lögum um sjóð-
inn er ákveðin föst afborgun náms-
lána sem allir skulu greiða án tillits
til tekna. Afstaða stjórnarinnar hef-
ur verið sú, að skilyrði undanþágu
frá fastri afborgun sé, að aðstæður
lánþega séu þannig að hann geti
ekki haft stjórn á þeim, t.d. vegna
veikinda, atvinnuleysis eða örorku.
Stjórn sjóðsins hefur leitast við
að setja sér skýrar og ótvíræðar
vinnureglur. Jafnframt hefur stefna
hennar verið að einfalda regluverk
LÍN og fækka undanþágum, m.a.
vegna óska frá námsmönnum sem
kvarta gjarnan yfir því hvað reglu-
verkið sé flókið og óaðgengilegt.
Stefna stjórnarinnar hefur verið að
fækka tilvikum sem kalla á einstak-
lingsbundið mat til að gera regl-
urnar aðgengilegri, draga úr líkum
á mistökum og tryggja jafnræði í
málsmeðferð, þ.e. að sambærileg
mál fái sambærilega afgreiðslu.
Vönduð málsmeðferð
Lögfræðingur sjóðsins yfirfór af-
greiðsluna sem er tilefni þessara
skrifa. Eftir að hún var kærð til
málskotsnefndar var málið yfirfarið
af þeim þremur lögfræðingum sem
eiga sæti í nefndinni. Nefndin er
sjálfstætt stjórnvald sem hefur
starfað frá 1997 í þeim eina tilgangi
að skera úr um hvort úrskurðir
stjórnar LÍN séu í samræmi við
ákvæði laga og reglugerða. Úr-
skurðir hennar eru rökstuddir og
endanlegir á stjórnsýslustigi. Í des-
ember 1999 staðfesti málskots-
nefndin úrskurð stjórnar LÍN.
Í meðferð málsins hefur ekkert
komið fram sem bendir til að af-
greiðslan yrði önnur þó að byggt
væri á niðurstöðu umboðsmanns og
háfræðilegum lagaskýringum hans.
Þannig benti stjórnin sérstaklega á
það við afgreiðslu málsins að ekki
lægju fyrir nein gögn í þá veru að
aðstæður umsækjanda hindruðu
hann í að stunda vinnu eða nám.
Jafnframt var umsækjandanum
bent á að hann gæti fengið málið
endurupptekið hefði niðurstaðan
byggst á ófullnægjandi eða röngum
upplýsingum. Sú staðreynd að nýj-
ar upplýsingar gætu breytt afstöðu
stjórnarinnar var síðan áréttuð
tveimur mánuðum síðar í umsögn
til málskotsnefndar. Í hvorugt
skiptið var brugðist við þessum
ábendingum.
Skrif Morgunblaðsins
Fyrirsögn þessarar greinar, „Til
hvers er umboðsmaður Alþingis?“,
er hin sama og leiðara Morgun-
blaðsins laugardaginn 15. septem-
ber sl. Í honum er vitnað til reglna
Alþingis þar sem m.a. segir: „Hlut-
verk umboðsmanns Alþingis er að
gæta þess að stjórnvöld virði rétt
einstaklinga og samtaka þeirra.
Hann hefur í því skyni eftirlit með
því að jafnræði sé virt í stjórnsýslu-
störfum og að stjórnsýsla sé að
öðru leyti í samræmi við lög og góða
stjórnsýsluhætti.“ Þetta er mikil-
vægt hlutverk sem standa ber vörð
um. Jafnframt þarf umboðsmaður
að fara vel með það vald sem hon-
um er fengið.
Það er ekki hlutverk hans að
setja fram nýjar lögfræðikenningar
og stofna með þeim hætti til deilna
og réttaróvissu. Það er ekki hlut-
verk umboðsmanns að kalla eftir
flóknari reglum og auknu fé-
lagslegu tilliti. Það er pólitík sem
hann á ekki að blanda sér í. Það
hefur verið stefna LÍN að einfalda
og skýra regluverk sjóðsins og
treysta þannig réttaröryggi. Að-
gengilegar reglur eru best til þess
fallnar að tryggja jafnræði og skil-
virka framkvæmd. LÍN myndi til
dæmis seint líðast að taka sér 20
mánuði til að afgreiða eitt erindi.
Til hvers er umboðs-
maður Alþingis?
Gunnar I.
Birgisson
LÍN
Aðgengilegar reglur eru
best til þess fallnar, seg-
ir Gunnar I. Birgisson,
að tryggja jafnræði og
skilvirka framkvæmd.
Höfundur er stjórnarformaður LÍN.
Fjögur frábær fyrirtæki
1. Gamalgróið og mjög þekkt veitingahús sem allir þekkja og hafa
borðaða og skemmt sér á. Þrír salir. Mikið af föstum samböndum
og mjög góð velta og afkoma. Mikið notað fyrir veislur, jólahlað-
borð og þorrablót. Sérstakur staður og sami eigandi í áraraðir.
2. Bjórkrá í hjarta Reykjavíkur. Sæti fyrir tæpl. 200. Selur að mestu
bjór, einnig gefa kassarnir mikið. Góð aðstaða — öll leyfi.
3. Lítil og falleg blómabúð, sem er með mikið úrval af sérstökum
og fallegum gjafavörum. Einstaklega vel staðsett á besta stað
í borginni. Laus strax. Mjög gott verð og góð velta.
4. Gömul hárgreiðslustofa, sem verið er að taka upp og endurnýja.
Mjög mikið að gera, enda í góðu og þekktu hverfi. Miklar bókanir
langt fram í tímann. 5 stólar.
Höfum kaupanda að stórri matvöruheildverslun.
Höfum kaupanda að smærri plastverksmiðjum.
Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
JARÐVATNSBARKAR
Stærðir 50—100 mm
Lengd rúllu 50 m
Tilvalið þar sem ræsa
þarf fram land. Vara
sem vinnur með þér,
auðveld í meðhöndlun.
Ármúla 21, sími 533 2020
Stærðir 50—80
og 100 mm.
Lengd rúllu 50 mtr.
Tilvalið þar sem ræsa
þarf fram land. Vara
sem vinnur með þér,
auðveld í meðhöndlun.
Gjafavara – matar- og kaffistell .
All ir verðflokkar.
- Gæðavara
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.