Morgunblaðið - 18.09.2001, Síða 52

Morgunblaðið - 18.09.2001, Síða 52
DAGBÓK 52 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... ÞAÐ hafa eflaust vaknað ótalspurningar í huga fólks um allan heim í kjölfar árásar hryðju- verkamanna á Bandaríkin fyrir réttri viku. Árásin hefur verið köll- uð stríðsyfirlýsing og jafnvel hafa erlendir fjölmiðlar tekið svo djúpt í árinni að segja að heimsstyrjöld sé skollin á. Sú spurning sem margir spyrja sig þessa dagana er hvernig þetta óhjákvæmilega stríð verður háð, en ljóst er að það verður ólíkt öllum öðrum styrjöld- um sem mannkynið hefur mátt þola. x x x ÓVINURINN að þessu sinni erekki þjóð eða þjóðabandalag heldur alþjóðlegt net samtaka hryðjuverkamanna frá ýmsum þjóðlöndum sem örugglega mun reynast erfitt að festa hendur á og uppræta. Bandaríkin hafa hins vegar sett sér það markmið að gera einmitt það og hefur Bush forseti sagt að vakinn hafi verið sofandi risi sem muni hefna sín grimmilega. Tekur hann sér þá í munn ummæli japansks hershöfð- ingja frá því árásin var gerð á Perluhöfn, en í þeirri árás féllu færri Bandaríkjamenn en í árás- unum á New York og Washington hinn 11. september síðastliðinn. Þegar þetta er skrifað bendir allt til þess að Afganistan verði vett- vangur hernaðarátaka á næstunni en allt eins er víst að átakasvæðin eigi eftir að verða fleiri á komandi misserum. Fjöldi þjóða hefur lýst stuðningi við Bandaríkin í þeirri baráttu sem framundan er og við blasir að sú heimsmynd sem menn hafa talið sig búa við hefur splundrast og enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Þegar eru farin að koma fram ýmis áhrif sem óhjá- kvæmilega snerta hinn almenna borgara þegar fram líða stundir. Olíuverð fer hækkandi, flugsam- göngur dragast saman vegna ótta við hryðjuverk og samdráttar hef- ur orðið vart í ferðaþjónustu. Þannig mætti eflaust lengi telja áfram. Þau efnahagslegu áhrif sem hryðjuverkin í Bandaríkjunum og afleiðingar þeirra munu hafa um allan heim eru sennilega þau áhrif sem hinn almenni heimsborgari á eftir að finna hvað mest fyrir. En hin hugarfarslegu og sálrænu áhrif eru og verða einnig mikil. Margir sem upplifðu þær tilfinningar sem bærðust í brjósti manna um allan heim þegar Kennedy forseti Bandaríkjanna var myrtur haustið 1963 segjast finna fyrir svipuðum tilfinningum nú. Einhver öryggis- strengur hefur brostið. x x x EINN af kunningjum Víkverja,sem starfar í fjármálaheim- inum, segir ýmsar spurningar við- skiptalegs eðlis hafa vaknað í huga sér í kjölfar árásarinnar á Tví- buraturnana í New York. Meðal þeirra sé spurningin um það hvort menn hafi einblínt of mikið á notk- un tölvutækninnar í viðskiptum. Þau séu nú óðum að þróast í þá átt að verða pappírslaus með öllu og rafræn skráning að verða allsráð- andi. Eigendur hlutabréfa og skuldabréfa til dæmis hafi þannig ekkert áþreifanlegt í höndunum sem sannar eignarréttinn ef hin rafrænu gögn eyðast. Að sjálf- sögðu sé svo um hnútana búið að slíkt eigi ekki að geta gerst, en at- burðir líðandi stundar veki óneit- anlega þær spurningar hvort á það sé treystandi. Veltir kunninginn því nú fyrir sér hvort ekki hafi verið farið of geyst í þessu efni, en Ísland sé þarna í fararbroddi. VIÐ Íslendingar erum það vellesnir að við hengjum ekki bakara fyrir smið. Einn og annar hortittur er samt inn á milli, til að mynda, ef einn hundseig- andi hirðir ekki eftir hund- inn sinn gjalda aðrir hunds- eigendur fyrir það. Þeir fá ekki bónus. Við Íslendingar erum á leiðinni inn í fjölmenning- arþjóðfélag, þar á hver út- lendingur sem er, hverrar þjóðar sem er, hvaða litar- háttar eða trúar, að geta gengið um stræti borgar- innar, án þess að verða fyr- ir aðkasti, hafi einhver af hans kynþætti gjört skelfi- legt verk. Það erlenda fólk sem leyfð hefur verið land- vist á ekki að vera huldu- fólk, felubörn, af ótta um líf sitt og sinna, hvort sem þetta fólk er svart, brúnt, gult eða annarrar trúar (við Íslendingar erum almennt trúræknir í dánarminning- um). Frelsi, eins og lýðveldis- þjóðir kalla það, er frjáls- borin hugsun mannsins. Hún íhugar allar hliðar málsins áður en hún tekur ákvörðun. P.S. Ég lýsi furðu minni á, hvers vegna bandaríska sendiráðið óskaði ekki líka eftir nafnnúmeri og heim- ilisfangi þeirra, sem í sann- leika vottuðu samúð með þeim, sem eiga um sárt að binda vegna voðaverksins. Hér heita margir Jón Jónsson og svo framvegis. Guðrún Jakobsen, Bergstaðastræti 34. Verndum Ísland AÐ undanförnu hefur verið rætt um að virkja hér á landi og bæta samgöngur. Ísland er fallegasta land í öllum heiminum og það hreinasta sem til er. Virkj- anir og stóriðja eins og ál- ver eru alveg óþörf og skapa mikla mengun og háa skatta. Íslendingar ættu frekar að einbeita sér að tækninni og tölvumálum. Samgöngumál eru einnig ofarlega á baugi og finnst mér að koma ætti á lestar- samgöngum til að bæta um- ferð og losa okkur við rútu- bíla og flutningabíla úr umferðinni. Eins vil ég koma því að að þjóðinni ber skylda til að taka vel á móti innflytjendum sem setjast að hér á landi. Verndum Ís- land og eyðileggjum ekki landið okkar, höldum því eins og guð skapaði það. Arna Sveinsdóttir. Dýrahald Ugla er týnd UGLA er eins árs gömul grábröndótt og hvít læða, sem týndist miðvikudaginn 12. september í Blikanesi í Garðabæ. Hún er mjög blíð og kelin og líkur eru á að hún hafi læðst inn í hús. Ef einhver kannast við kisu vinsamlegast hafið sam- band við Árna (896 8186) eða Sigrúnu (694 8186). VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Vel lesin þjóð VELVAKANDA barst bréf frá Kristínu A. Bjarkadóttur þar sem henni þótti miður að sjá að ljóðið Dísir vorsins eftir Bjarka Árnason var ekki rétt í Velvakanda sunnu- daginn 2. september sl. og er því ljóðið birt hér eins og það er frá hendi höfundar. Dísir vorsins Bráðum anda vorsins dísir djúpt og rótt dagarnir þeir lengjast nóttin flýr lofgjörð syngja fuglarnir af ljóðagnótt loftsins ilmur seiðir hreinn og nýr. Höfuð hneigja blómin móti blíðri sól blundar silfur dögg á gleym mér ei tilfinningar allar þær sem ástin ól eiga griðarstað hjá sumarþey. Þá skulum við koma út í kvöldgeisla flóð kyrrð og friður signa okkar fund sestu hjá mér vina mín svo saklaus og góð sælunnar við njótum þessa stund. Geisla fákar leika sér um loftin blá lognöldurnar kveða brúðarlag enginn skuggi fellur okkar ástir á eftir þennn fagra sumardag. Skipin Reykjavíkurhöfn: Arn- arfell, Norwegian Sun og Goðafoss koma í dag. Dröfn, Wolgastern, Vædderen og Selfoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Bit- land fer í dag, Selfoss kemur í dag Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17–18. Mannamót Norðurbrún 1, Furu- gerði 1, og Hæð- argarður 31. Farin verður haustlitaferð í Bása við Þórsmörk 27. sept. ef veður leyfir. Hafa verður með sér nesti til dagsins, hlý föt og góða skó. Leið- sögumaður: Helga Jörg- ensen. Lagt af stað frá Norðurbrún 1 kl. 8.30 og síðan teknir farþegar í Furugerði og Hæð- argarði. Skráning í Norðurbrún í síma 568- 6960, Furugerði í síma 553-6040 og í Hæð- argarði í síma 568-3132. Árskógar 4. Kl. 9–12 bókband og öskjugerð, kl. 13–16.30 opin smíða- stofa, kl. 10–16 pútt- völlur opinn. Allar upp- lýsingar í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 tré- skurður, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 10–11.30 sund, kl. 13–16 leirlist. Haust- litaferð verður þriðju- daginn 25. september kl. 13. Ekið um Kjós- arskarð til Þingvalla. Farið um Grafning og Línuveg heim. Kaffi- hlaðborð í Nesbúð, skráning og greiðsla í síma 568-5052 eigi síðar en þriðjudaginn 18. sept. María Marteinsdóttir fótaaðgerðafræðingur byrjar 1. okt. Pantanir í síma 691-0659. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–11 sam- verustund, kl.14 fé- lagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Saumar og brids kl. 13.30. Púttað á vellinum við Hrafnistu kl. 14. Lokafundur fyrir þátt- takendur í Pragferðina verður miðvikud. 19. sept. kl. 13. Opið hús verður fimmtudaginn 20. sept. og verður þá m.a. kynnt dagskrá vetr- arins. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15– 13.45 bókabíll. Garðabær. Opið hús í Kirkjuhvoli í dag kl 13– 16. Spilað og spjallað. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Þriðjudagur kl. 13 málun, 13.30 tré- skurður, 13.30 spilað í Kirkjuhvoli, brids, vist, lomber og tafl. Miðviku- dagur kl. 11.15 leikfimi, kl. 13 leikfimi. Fimmtu- dagur kl. 9.45 boccia, kl. 10 keramik, Fótaað- gerðastofa opin 9–14. Á næstunni: Haustferð Kvenfélagsins 19. sept. kl. 13.30. Snyrti- námskeið byrjar 25. sept. kl. 9. Spænska hefst 27. sept. kl. 12.15. Leshringur á Bókasafni Garðabæjar byrjar 1. okt. kl. 10.30. Bútasaum- ur byrjar 3. okt. kl. 16 í Garðaskóla. Leshringur á Bókasafni Álftaness byrjar 10. okt. kl. 15. Nánar www.fag.is. Sími 565 6622. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 handavinnustofa opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 9.30 glerlist, kl. 9.05 og 9.50 leikfimi, þriðju- dagsganga fer frá Gjá- bakka kl. 14, kl. 17.15 kínversk leikfimi. Kl. 13 enskuhópur, kl. 14 boccia, kl. 16.30 og 17.15 kínversk leikfimi. (ath 2 hópar) Hvassaleiti 56–58. Kl 9 leikfimi, kl. 13 handa- vinna. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 10– 11 boccia, kl. 11–12 leik- fimi, kl. 12.15 versl- unarferð í Bónus, kl. 13– 17 hárgreiðsla, kl. 13 myndlist. Háteigskirkja eldri borgarar á morgun mið- vikudag fyrirbænastund kl. 11, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13–15. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10–11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Leirnámskeið hefst fimmtudaginn 4. október, frá kl. 10–15. Innritun stendur yfir, takmarkaður fjöldi. Upplýsingar í síma 568- 6960. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 11– 12 leikfimi. kl. 13–16 spilamennska. Hálfsdagsferð fimmtu- daginn 27. sept. kl. 13. Farið verður á sýningu á útskurðarverkum eftir Siggu á Grund sem tek- ur á móti hópnum í sjón- minjasafni Íslands í Hafnarfirði. Ekið verður til Krísuvíkur. Kaffiveit- ingar í Bláa lóninu, skoð- unarferð um Grindavík. Leiðsögumaður Nanna Kaaber, athugið tak- markaður fjöldi, sækja þarf farmiðana fyrir þriðjudaginn 25. sept. upplýsingar og skráning í síma 562-7077. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 morgunstund og hand- mennt, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 14 félagsvist. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í síma 552 6644 á fund- artíma. Eineltissamtökin. Fund- ir á Túngötu 7, á þriðju- dögum kl. 20. ITC Irpa heldur fund í kvöld kl. 20 í Hverafold 5. Allir velkomnir. Uppl. gefur Pétur s: 699-5023. ITC Fífa Kópavogi fund- ur á morgun kl. 20.15– 22.15 í safnaðarheimili Hjallakirkju. Allir vel- komnir. Kvenfélag Kópavogs fundur fimmtudaginn 20. sept. kl. 20.30 í Hamraborg 10. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Austfjörðum. Á Seyðisfirði: hjá Birgi Hallvarðssyni, Botnahlíð 14, s. 472-1173. Á Nes- kaupstað: í blómabúð- inni Laufskálanum, Kristín Brynjarsdóttir, Nesgötu 5, s. 477-1212. Á Egilsstöðum: í Blómabæ, Miðvangi, s. 471-2230. Á Reyðarfirði: hjá Grétu Friðriksd., Brekkugötu 13, s. 474- 1177. Á Eskifirði: hjá Aðalheiði Ingimundard., Bleikárshlíð 57, s. 476- 1223. Á Fáskrúðsfirði: hjá Maríu Óskarsd., Hlíðargötu 26, s. 475- 1273. Á Hornafirði: hjá Sigurgeir Helgasyni, Hólabraut 1a, s. 478- 1653. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Skák kl. 13, alkort kl. 13.30. Athugið að skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sami sími. Félagsstarfið verð- ur áfram í Ásgarði. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10- 12. Uppl. á skrifstofu FEB kl. 10-16 í s. 588- 2111. Parkinsonsamtökin. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd í síma 552-4440 frá kl 13-17. Eftir kl. 17 s. 698-4426 Jón, 552-2862 Óskar eða 563-5304 Nína Í dag er þriðjudagur 18. sept- ember, 261. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Gæt því þess, að ljósið í þér sé ekki myrkur. Sé því líkami þinn allur bjartur og hvergi myrkur í honum, verður hann allur í birtu, eins og þegar lampi lýsir á þig með loga sínum. (Lúk. 11, 35.–37.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 orrustan, 8 viðurkenn- ir, 9 ávinningur, 10 smá- býli, 11 eiga við, 13 mannsnafns, 15 ræman, 18 mastur, 21 hress, 22 korgur, 23 frumeindar, 24 stöðuglynda. LÓÐRÉTT: 2 hindri, 3 tilbiðja, 4 kátt, 5 beri, 6 fánýti, 7 jurt, 12 ferski, 14 vafi, 15 blýkúla, 16 kjálka, 17 tanginn, 18 hengingaról, 19 klúrt, 20 kvenfugl. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hlyns, 4 gumar, 7 peisa, 8 leynt, 9 púl, 11 röng, 13 átta, 14 eflir, 15 gust, 17 illt, 20 eta, 22 fersk, 23 und- ur, 24 norni, 25 trauð. Lóðrétt: 1 hopar, 2 ylinn, 3 skap, 4 gull, 5 meyrt, 6 rotna, 10 útlát, 12 get, 13 ári, 15 gufan, 16 súrar, 18 lydda, 19 tórað, 20 ekki, 21 autt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.