Morgunblaðið - 18.09.2001, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 53
DAGBÓK
Árnað heilla
60 ÁRA afmæli. Sextug-ur er í dag, þriðju-
daginn 18. september,
Haukur Hannibalsson,
starfsmaður Delta, Digra-
nesheiði 34, Kópavogi.
Hann og eiginkona hans,
Sigurbjörg Björgvinsdóttir,
ætla að fagna þessum tíma-
ótum í félagsheimilinu Gull-
smára, Gullsmára 13, 2. nóv-
ember nk. Haukur er að
heiman í dag.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 28. júlí sl. í Mosfells-
kirkju af séra Sigurði Arn-
arsyni Ásdís Hannesdóttir
og Jón Ólafur Halldórsson.
Heimili þeirra er í Árbæ.
Ljósm./Jón Ingi Sigvaldason
LJÓÐABROT
ÞÁ VAR ÉG UNGUR
Hreppsómaga-hnokki
hírðist inni á palli,
ljós á húð og hár.
Steig hjá lágum stokki
stuttur brókarlalli,
var svo vinafár.
Líf hans var til fárra fiska metið.
Furðanlegt, hvað strákurinn gat étið.
Þú varst líknin, móðir mín,
og mildin þín
studdi mig fyrsta fetið.
Mér varð margt að tárum,
margt þó vekti kæti
og hopp á hæli og tám.
– Þá var ég ungur að árum. –
„En þau bölvuð læti,“
rumdi ellin rám.
Það var eins og enginn trúa vildi,
að annað mat í barnsins heimi gildi.
Flýði ég til þín, móðir mín,
því mildin þín
grát og gleði skildi.
– – –
Örn Arnarson
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
MEYJA
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert alvörugefinn og íhug-
ull með þroskaðan fegurð-
arsmekk, sem fáir vita af
sökum feimni þinnar.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ættir að endurskoða af-
stöðu þína til vinnu og sam-
starfsmannanna. Þyki þér
starfið ekki nógu krefjandi
ættirðu að íhuga að skipta
um starf.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Hvað er að segja um sam-
skipti þín og þinna nánustu?
Ef þú ert ánægður með þau
er allt í lagi, en viljirðu
breytingar, drífðu þá í þeim.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú ert uppfullur af hug-
myndum um hinar og þessar
breytingar. Reyndu að koma
einhverjum þeirra í verk í
fullu samráði við vini og
vandamenn.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ættir að setjast niður og
íhuga aðeins þau auðæfi sem
þú átt í systkinum og vinum.
Það er hins vegar ekkert
sjálfgefið að þú njótir þeirra.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það er alltaf svo að nýir vinir
koma með nýjar hugmyndir
inn í líf þitt. Þótt freistandi
séu skaltu ekki breyta til að
óathuguðu máli.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú hefur látið reka á reið-
anum með heilsu þína, en
verður nú að taka þau mál
föstum tökum. Rétt mat-
aræði, útivist og hreyfing
gera kraftaverk
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þótt þér gangi margt í hag-
inn á yfirborðinu, máttu ekki
gleyma þínum innri manni.
Sinntu honum líka svo jafn-
vægi ríki hið ytra og innra.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Hlustaðu á þær raddir sem
berast frá fjarlægum stöð-
um. Þó margt hljómi fram-
andi getur þú ýmislegt lært,
ef þú ert opinn og fordóma-
laus.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú hefðir gott af því að
staldra aðeins við og velta
framtíðinni fyrir þér. Þar
skiptir mestu, að þú keppir
að eigin takmarki en ekki
annarra.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú ert aldrei of gamall til að
læra. Láttu það hikstalaust
eftir þér að leita meiri
menntunar. Þér standa ýms-
ar dyr opnar í þeim efnum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þótt annirnar séu miklar
máttu ekki missa sjónar á því
hver staðan er efnislega og
andlega. Þessir þættir þurfa
að vera í lagi til að þú sért
það.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það er eðlilegt að þér finnist
að þér vegið, þegar grund-
vallarskoðanir þínar eru
dregnar í efa. En vertu opinn
og varastu alla þröngsýni.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
KRISTJÁN Blöndal var
einn af örfáum sagnhöfum
sem tókst að búa til ellefu
slagi í þremur gröndum
suðurs, en spilið er frá
sumarbridsi í Húnabúð á
fimmtudaginn. Þátttaka
var óvenju góð, 29 pör, og
unnu Kristján og Hrólfur
Hjaltason á rúmlega 62%
skor.
Norður
♠ 8762
♥ 1095
♦ Á82
♣ K72
Vestur Austur
♠ D1093 ♠ K54
♥ G74 ♥ K32
♦ 5 ♦ D976
♣ D10864 ♣ G95
Suður
♠ ÁG
♥ ÁD86
♦ KG1043
♣ Á3
Kristján og Hrólfur voru
fljótir í þrjú grönd og vest-
ur kom út með lítið lauf.
Kristján tók slaginn heima
með ás og hitti á að taka
tígulás og svína gosa. En
það var aðeins hálfur sigur,
því austur átti fjórlit og að-
eins ein innkoma eftir í
blindum, sem Kristján vildi
gjarnan nota til að svína
líka í hjartalitnum. En
hann fann snjalla lausn á
samgangsvandanum þegar
hann spilaði næst hjarta-
áttu að heiman! Í reynd lét
vestur lítið hjarta og áttan
kostaði kónginn en það
hefði engu breytt þótt vest-
ur hefði tekið með gosa.
Kristján hugðist þá nota
síðustu innkomuna á lauf-
kóng til að spila hjartatíu
og svína. Ef austur leggur
kónginn á tíuna verður nían
innkoma sem nota má til að
svína aftur í tígli.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
Staðan kom upp á Skákþingi
Íslands, landsliðsflokki, sem
lauk fyrir skömmu í Hafn-
arfirði. Stórmeistarinn,
Þröstur Þórhallsson (2.459),
hafði hvítt gegn sitjandi Ís-
landsmeistara, Jóni Viktori
Gunnarssyni (2.404). 12.
Re4! Frumkvæðið er kirfi-
lega í höndum hvíts eftir
þetta en úrslitin eru þó
hvergi nærri ráðin. Fram-
haldið varð: 12... .Be7
13. Rg5 h6 14. Rf3
Rc5 15. De3 Dc7 16.
Kb1 Bb7 17. h4 b4 18.
h5 a5 19. Bb5+! Bc6
20. Bxc5 Bxb5 21.
Bxe7 Dxe7 22. Rd4
Bd7 23. g4 a4 24. f5
a3 25. b3 Hc8 26.
Hhf1 Dg5 27. De1
Hc3 28. Re2 Hc8 29.
Dxb4 exf5 30. gxf5
Bxf5 31. Rd4 Bd7 32.
Rb5 Be6 33. Rd6+
Kd7 34. Rxf7 og
svartur lagði niður
vopnin. Skákin tefldist í
heild sinni: 1. e4 e6 2. d4 d5
3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5
6. Rf3 Rc6 7. Be3 cxd4 8.
Rxd4 Bc5 9. Dd2 Rxd4 10.
Bxd4 a6 11. O-O-O b5
o.s.frv.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Árnað heilla
Þessir duglegu drengir, Ævar Ingi Jóhannesson og Vil-
hjálmur Ingi Ingólfsson, héldu nýlega hlutaveltu á Akureyri
til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 2.200 krónur.
Morgunblaðið/Kristján
STJÖRNUSPÁ mbl.is
Ljósmyndaverið Skugginn
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 23. júní sl. í Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði af sr. Ein-
ari Eyjólfssyni Inga Dóra
Hrólfsdóttir og Axel Jóns-
son.
Yazz - Cartise
Hamraborg 7, sími 544 4406
Nýjar glæsilegar yfirhafnir
Lágmarksverð
Einnig dreifingaraðilar
Rýmingarsala
Á horni Skólavörðustígs og
Klapparstígs, sími 551 4050
Mikil
verðlækkun
Silki-damask — bómullar-satín
Einnig tilbúin rúmfatnaður