Morgunblaðið - 28.09.2001, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 28.09.2001, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 27 þetta koma fram á matsölustöðum og í verslunum. Sigrún sagði að af- greiðslumaður í búð hefði t.d. beðið vinkonu hennar um töskuna hennar og tínt upp úr henni fyrir framan alla. „Þegar það var búið og ekkert grunsamlegt fannst þurfti hún að tína allt ofan í töskuna aftur og fékk ekki einu sinni afsökunarbeiðni. Önnur var stödd í fatabúð og var spurð hvort hún ætlaði að kaupa eitt- hvað. Nei, hún var nú bara að skoða. Þá var henni sagt að hún ætti að koma sér út úr búðinni,“ sagði Sig- rún. Hún sagði að þetta væri þó ekki alls staðar svona og sagði að hún teldi að fjölmiðlar mættu fjalla meira um hið jákvæða sem unglingar gera. Virðingarleysi í garð ógæfumanna Jóna Hrönn Bolladóttir miðbæj- arprestur velti fyrir sér á hverju mannskilningur íslensku þjóðarinn- ar byggist. Hún sagði frá atviki sem hún varð vitni að í miðborgarstarfi sínu ásamt KFUM&K. Hópur ung- lingspilta gerði aðsúg að utangarðs- manni sem sat með bjórdós í Austur- strætinu og „hafði yfirbragð þess sem vonar að hann verði látinn í friði“. Einn piltanna sló manninn í andlitið og gerði maðurinn ekkert sér til varnar. Einn hrópaði síðan í áttina að honum: „Þú átt þetta skil- ið!“ Jóna Hrönn sagði að félagar hennar hefðu farið til mannsins til að gá að honum. „En hann situr í sömu stellingum, þurrkar blóðið úr vitum sínum með úlpuerminni og bandar hinni frá sér og segir: „Látið mig vera!“ Skila- boðin voru þessi: Ég treysti ekki fólki,“ sagði Jóna Hrönn. Hún segir að þessi at- burður hafi orðið til þess að hún fór að hugleiða hvaða gildi við eigum sem samfélag. „Getur það virkilega verið að þessir drengir, þessi einmana úlpumaður og ég eig- um engan sameiginlegan grundvöll til þess að hittast á?“ spurði hún. Jóna Hrönn sagði mannskilning okkar sem þjóðar hvíla á stólpum þess siðferðis sem við ræktum með okkur. „Við viljum að virðingin fyrir manneskjum og öllu lífi fái rúm í samskiptum okkar og við megum SAMSTARSHÓPURINN„Betri borg“, stóð að mál-þinginu og degi virðingar.Hópurinn samanstendur af fulltrúum frá Félagsþjónustunni í Reykjavík, Foreldrahúsinu/Vímu- lausri æsku, Hinu húsinu, ÍTR, Lögreglustjóraembættinu, Mið- bæjarstarfi KFUM & K, Rauða- krosshúsinu, Samhjálp og URKÍ. Markmið hópsins er að bæta menn- ingu og yfirbragð miðborgarinnar og var tilgangurinn með málþinginu að vekja athygli á nauðsyn þess að fólk vandi framkomu sína í garð annarra. „Við höfum slysalausan dag í um- ferðinni, hvernig væri að hafa slysa- lausan dag í samskiptum við hvort annað,“ sagði í tilkynningu um dag- skrána. Guðmundur Andri Thorsson rit- höfundur reyndi að skilgreina virð- ingu. Hann sagði að það væri í stuttu máli að leggja sig fram um að skilja þann sem maður á í samskiptum við, setja sig í fótspor hennar eða hans, samgleðjast, deila sorgum og sam- líðan. „Samhliða því að leggja sig fram um að skilja mundi ég ætla að virðingin felist í því að rata furðulegt einstigi milli þess að deila tilfinning- um, jafnvel reyna að hjálpa til við lausn vandamála,“ sagði hann. Guðmundur Andri sagði meginat- riðið vera að nálgast aðra sem ein- staklinga, sem jafningja, sem fólk. Jafnframt sagði hann yfirdrifna kurteisi og smjaður, ekki síður vera vanvirðingu við annað fólk, en yfir- drifin ókurteisi. Fordóma má uppræta með fræðslu Antoinette Gyedu, frá Ghana í V- Afríku ræddi um hvað mætir útlend- ingum sem búa á Íslandi. Hún hefur verið búsett hér á landi í tæp sjö ár og hefur próf í félagsfræði frá Há- skóla Íslands. Hún sagðist á þessum sjö árum hafa séð verulegar breyt- ingar á íslensku þjóðfélagi, flutning- ar fólks frá öllum heimshornum hingað hafi aukist mikið. Hún sagði alla útlendinga búsetta á Íslandi mæta stöðluðum myndum í þjóðfélaginu. „Ég veit að margir Ís- lendingar eru ánægðir með þessa þróun, en sumir kannski svolítið smeykir við hana af mörgum ástæð- um.“ Hún sagði suma hrædda vegna vanþekk- ingar og aðra vilja halda hreinleika Íslands og ís- lenskunnar. Einhverjir væru hræddir vegna þess að hinir aðkomnu keppa við þá um þjóðfélagsleg gæði. „Maður skilur þetta mjög vel, en ég trúi mjög sterklega að þetta sé allt hægt að uppræta með fræðslu og skilningi,“ sagði Antoinette. Hún sagði mikilvægt að virðing væri rædd. „Sjálfsálit okkar byggist að einhverju leyti á því sem fólki finnst um okkur. Ef viðkomandi kemur fram við þig eins og þú sért óæðri, óæskileg eða ekki nógu góð hefur það áhrif á hjartað og sálarlíð- an.“ Hún sagðist ekki vilja gefa þá mynd að ástandið væri slæmt fyrir útlendinga sem hingað flytja. „Hér á landi hef ég kynnst alveg yndislegu fólki sem er svo ánægt að vita að maður vill virkilega búa á þessu kalda landi. Það skilur ekkert í þessu, en ég hef alltaf sagt að stefn- an hjá mér sé að verða fyrsta þel- dökka manneskjan á Grund,“ sagði hún, viðstöddum til mikillar kátínu. Hún sagði Íslendinga stolta af þjóð sinni og spurði hvort Íslending- ar hefðu skilning á því að útlending- ar sem eru búsettir á Íslandi verði líka að vera stoltir af sínum uppruna og halda honum við, á sama tíma og þeir aðlagast íslensku samfélagi. Hús eiga að sameina fólk, ekki stía því í sundur Guðmundur Magnússon sagði frá veruleika fatlaðra. Hann sagði að þó að á tímum jafnréttis væri kannski ekki lengur gerður munur á Jóni og séra Jóni, væri kannski gerður mun- ur þegar halti Jón á í hlut. Hann sagði það virðingarleysi við þá sem ekki geta gengið eða eiga erfitt með gang að hafa tröppur alls staðar. „Hús eiga að sameina fólk, en þegar er orðið mikið af tröppum og slæmt aðgengi eru húsin farin að stía fólki í sundur og það er ekkert voðalega skemmtilegt,“ sagði Guðmundur sem hefur verið í hjólastól í 25 ár. Hann sagði það oft koma fyrir að fólk taki í hjólastólinn og ýti honum áfram, oftast af því það vill hjálpa. Hann sagði það geta verið óskaplega gott að fá hjálp þegar hann er að gefast upp, „en það er mjög mikil óvirðing í því að taka gjörsamlega af manni stjórnina. Þegar ég er í stólnum vil ég fá að ráða hvert ég er að fara en ekki láta ein- hvern annan um það,“ sagði Guð- mundur sem kastaði að lokum fram vísu: Þokkalegur þriðjudagur þjóð vorri til menningar. Dásamlegur draumur fagur, dagur virðingar. Sigrún Þorsteinsdóttir grunn- skólanemi og fulltrúi unglinga sagði ungt fólk oft verða fyrir fordómum eða virðingarleysi. Mest sagði hún treysta því að þau sem við mætum í dagsins önn séu siðlegar manneskj- ur. Þess vegna þurfum við að tala saman og koma okkur saman um þann sið sem við byggjum frið okkar á,“ sagði hún. Árni Gunnlaugsson, starfsmaður kaffistofu Samhjálpar, sagði einnig frá atviki af svipuðum toga. Hann var á gangi í hörkugaddi þegar hann sá brennivínsdauðan utangarðs- mann sem lá á bekk. „Það sem var sláandi við þessa sjón var ekki bara aumingja maðurinn liggjandi í tötra- legum fötum á bekknum, heldur sú staðreynd að hver einn og einasti maður gekk framhjá honum, án þess svo mikið sem virða hann viðlits.“ Árni reyndi að vekja hann þegar einn starfsmanna Hlemms kom út og skammaði hann fyrir að vera að skipta sér af. „Ég spurði starfs- manninn hvort hann væri búinn að hringja á lögregluna. Svarið var: „Það þýðir ekkert, hann kemur alltaf hingað á hverjum degi“.“ Árni sagð- ist ekki vilja fella dóm yfir neinum eða upphefja sjálfan sig með þessari sögu. „Þessi hópur manna, sem við í daglegu tali nefnum utangarðs- menn, býr því miður við þann veru- leika sem hér er lýst: Algert virðing- arleysi, jafnvel útskúfun. Ef við viljum í alvöru breyta þeim veru- leika, þurfum við kannski að hreinsa ærlega til í eigin garði.“ Flosi Ólafsson leikari spurði hvort óvirðing þjóðarinnar endurspeglað- ist í miðborg Reykjavíkur. Hann sagði skemmdarverk, líkamsárásir, nauðganir og rán vera dagvissar fréttir úr höfuðborg íslenska lýð- veldisins; „Vígvöllurinn, sem er eins og valköstur á nóttinni en sorphaug- ur á morgnana er miðbærinn í Reykjavík.“ Flosi sagði óvirðingu þjóðarinnar ekki endurspeglast í miðborginni. „Þetta er bara hópsál- arástand rótlausra heimilisleysingja, fólks sem er óhamingjusamt og líður illa og er svo ógæfusamt að vera ekki heima hjá sér.“ Flosi sagðist viss um að menn færu ekki að drepa, nauðga og limlesta hver annan af einskæru virðingarleysi á æskuslóðum, í laut- ardragi eða lækjarbrekku. „Ef það er rétt að óvirðing þjóð- arinnar endurspeglist í miðborg Reykjavíkur þá er held ég ekkert við því að gera. Einhvers staðar verður óvirðing ís- lensku þjóðarinnar að fá útrás!“ Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur sagðist telja að virðing væri eitthvað sem allir ættu sameiginlegt. Hún sagði að allt mannkynið ætti andar- dráttinn sameiginlegan og bað því alla málþingsgestina að draga and- ann í sameiningu, „hinn virðingar- verða andardrátt“. Á málþinginu voru einnig lesin ljóð, flutt tónlist og stuttmyndin „Brot“ eftir Helenu Stefánsdóttur var frumsýnd. Málþing um virðingu og virðingarleysi á degi virðingar Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Vel yfir eitt hundrað manns mættu á málþingið á degi virðingar. „Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skulið þér og þeim gjöra,“ sagði sr. Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur. Dásamlegur draumur fagur, dagur virðingar Mun fleiri mættu á málþing um dag virðingar í Ráðhúsi Reykjavíkur á þriðju- dag en aðstandendur þingsins höfðu gert ráð fyrir. Bæta þurfti við sætum en rúm- lega hundrað manns á öllum aldri mættu til að heyra vangaveltur um virðingu, virð- ingu í þjóðfélaginu, hvort allir njóti sömu virðingar og hvar óvirðing landans fái út- rás. Nína Björk Jónsdóttir var ein þeirra. ninabjork@mbl.is Unglingar mæta gjarnan fordómum og virðingarleysi Einhvers stað- ar verður óvirð- ing þjóðarinnar að fá útrás taka veiðiheimildir á leigu. Menn yrðu að virða jafnræðisregluna og gefa öllum kost á að leigja. Besta leiðin til að gera það væri að leigja þessar heimildir á markaði og að það myndaðist markaðsverð á heimild- unum. Jóhann sagðist líta svo á að þegar ákveðnum fyrirtækjum væru færð réttindi sem markaðurinn verðlegði hærra en ríkið væru menn komnir á braut pólitískrar spillingar. Jóhann sagði að það hefði alltaf verið meginröksemd útgerðar- manna að útgerðin ættu að fara með veiðiheimildirnar vegna þess að þeir gerðu út og því væri eðlilegt að binda kvótann við skipin. Nú gerði meirihluti endurskoðunarnefndar hins vegar tillögu um að fiskvinnslu- stöðvar fengju kvóta og þar með væru úr sögunni ein meginrök LÍÚ fyrir því að þeir ættu að fara með kvótann. Jóhann sagði að stundum fengju menn það á tilfinninguna að umræð- an skilaði engu. Það væri hins vegar ekki endilega rétt. Hann sagðist minnast þess að árið 1992 hefði hann lagt til við Steingrím J. og Kristin H. Gunnarsson, en þeir þrír hefðu þá verið að reyna að koma sér saman um stefnu í sjávarútvegsmálum, að þeir gerðu tillögu um fyrningu veiði- heimilda. Þeir hefðu algerlega hafn- að því þá. Það væri hins vegar fagn- aðarefni að nú legðu Steingrímur og Kristinn til að þessi leið yrði farin. Fjárfestu og tóku áhættu Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, sagði að allir viðurkenndu að þegar kvótakerfinu var komið á árið 1983 hefði ekki ver- ið hægt að fara aðra leið en að út- hluta veiðiheimildunum til þeirra sem þá sóttu sjóinn. Tillögur minni- hlutans í endurskoðunarnefndinni ættu það sammerkt að miða að því að taka veiðiheimildirnar af þeim sem stæðu sig vel og úthluta þeim til einhverra annarra. Friðrik sagði að að nokkru leyti minnti þetta sig á það sem stjórnvöld í Zimbabwe hafa verið að gera, þ.e. taka land af bænd- um og úthluta því til annarra. Friðrik sagði að þrátt fyrir frjáls- ar veiðar á kolmunna hefðu fáir sýnt því áhuga að sækja í kolmunann. Út- gerðarmenn hefðu hins vegar stund- að þessar veiðar í mörg ár. Oft hefði verið mikið tap á veiðunum, en samt hefðu menn fjárfest í skipum og tek- ið áhættu. Núna þegar kæmi að því að kvótasetja kolmunnann vaknaði sú spurning hver ætti að fá kvótann. Friðrik spurði hvort mönnum fynd- ist það virkilega sanngjarnt að þeir sem sátum heima og tóku ekki áhættu fengju kolmunnakvóta. Sama hefði gerst með úthafsrækj- una. Nokkrar útgerðir hefðu tekið áhættu og sótt afla á Flæmingja- grunn og þær hefðu að sjálfsögðu fengið þar kvóta þegar honum var úthlutað. Friðrik sagðist því vísa á bug öllu tali um gjafakvóta. Menn hefðu tekið áhættu og skapað verðmæti sem annars hefðu ekki verið nýtt. Því mætti heldur ekki gleyma að 80% kvótans hefðu skipt um eigend- ur frá því að kvótakerf- inu var komið á. Það hefði alla tíð verið ætl- unin að láta útgerðar- menn sjálfa sjá um að hagræða innan greinar- innar. Sumar þessar veiðiheimildir hefðu rýrnað í verði. Rækjukvóti hefði t.d. á fáum árum rýrnað mjög mikið. Bæði hefði heild- arkvótinn minnkað úr 75.000 tonn- um í 25.000 tonn og verðið lækkað úr 450 kr. í rúmlega 300 kr. Þorskkvóti hefði einnig lækkað umtalsvert. Friðrik gagnrýndi hugmyndir um upptöku auðlindagjalds, en útgerð- armenn hefðu hins vegar lýst sig til- búna til að greiða hóflegt gjald ef það mætti að skapa sátt. mtíðarsýn n sagði að erfiðleik- algjörlega tu bátaút- sterkasta ði alla tíð ans, þ.e. t við áföll- óttast að að glata fram með Vinstri- yrði fyrn- líkt leiddi ess vegna u á 20 ár- kurinn að ðarétt yfir mildum og l þeirra. sáttaleið ingmaður hann átti dinni, lýsti ð tillögur Þessar til- Sjálfstæð- meirihluta u gerðar í u við þjóð- r óbreytt æki yrðu á fyrirtæki a baráttu engu út- efði þess veiðiheim- 5 árum. markaður nar yrðu dstæðing- hefðu hins ðiheimild- tt fyrir út- ki þola egna hafa þetta fæli en henni uti nefnd- æða þetta. að hafa í ndurskoð- iðurkenn- að leigja Af þessu erjir aðrir með þessi rétt á að sjávarútvegsmál ða um arinnar unar- r sem ar um ávar- tingar um. aðið/Ásdís .), Frið- thiesen. ands. Fulltrúar stjórnarand- stöðu vilja fara fyrningarleið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.