Morgunblaðið - 28.09.2001, Síða 42

Morgunblaðið - 28.09.2001, Síða 42
DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Vædderen og Sæbjörg koma í dag. Mánafoss, Örfirisey og Helgafell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Hrafn fór á veiðar í gær. Hvilvtenni kom í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 14 bingó. Árskógar 4. Bingó kl. 13.30. Kl. 13–16.30 er smíðastofan opin. Allar upplýsingar í síma 535- 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 bað, kl. 9–12 bók- band, kl. 9–16 handa- vinna og fótaaðgerð, kl.13–16 spilað í sal og glerlist. Opið hús fimmtudaginn 4. okt. kl. 19–21. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir syngur lög af geisladiski föður síns. Upplestur og dans. Allir velkomnir. María Mar- teinsdóttir fótaaðgerða- fræðingur byrjar 1. okt. Pantanir í s. 691-0659. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- dögum og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og fönd- ur. Jóga á föstudögum kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Tíma- pöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566-8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við bað, kl. 9– 16.45 er hárgreiðslu- stofan opin, kl. 9 er handavinnustofan opn- uð. Félagsstarfið Furugerði 1 Kl. 9 er aðstoð við bað, smíðar og útskurður, kl. 14 kynnir Ágústa Ágústsdóttir geisladisk- inn „Hittumst heil“ með lögum eftir Ágúst Pét- ursson. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjá- bakka) kl. 20.30. Haust- litaferð. Farið verður í haustlitaferð þriðjudag- inn 2. október ef veður leyfir. Farið verður frá Gjábakka kl. 13 og Gull- smára kl. 13.15. Boðið uppá kaffi í ferðinni. Þátttökulistar í Gjá- bakka, sími 554 3400, og Gullsmára, sími 564 5260. Skráið ykkur sem fyrst. Ferðanefnd. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 er verslunin opin, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Myndlist kl. 13, brids kl. 13.30 og pútt á vellinum hjá Hrafnistu kl. 14. Í kvöld verður dansleikur kl. 20.30. Caprí tríó leik- ur fyrir dansi. Að- göngumiði gildir sem happdrættismiði. Á morgun er ganga kl. 10. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga kl. 10– 13. Matur í hádeginu. Fræðslunefnd FEB efn- ir til heimsóknar og fræðslukynningar hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag, föstudag. Brottför frá Ásgarði í Glæsibæ kl. 14. Skrifstofa félags- ins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði í Glæsibæ. Upplýsingar og skráning í ferðir og námskeið á skrifstofu FEB kl. 10–16, s. 588- 2111. Félag eldri borgara Garðabæ. Kór aldraðra í Garðabæ vantar bæði kven- og karlaraddir. Æfingar mánudaga kl. 17. Upplýsingar í síma 565-6424. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Leshringur á Bókasafni Garðabæjar byrjar 1. okt. kl. 10.30. Bútasaumur byrjar 3. okt. kl. 16 í Garðaskóla. Leshringur á Bókasafni Álftaness byrjar 10. okt. kl. 15. Nánari upplýs- ingar á www.fag.is. Sími 565 6622. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14. brids. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 eru vinnu- stofur opnar, frá hádegi er spilasalur opinn, föstudaginn 28. sept. kl. 16: „Leitað í sandinn“. Dagskrá vegna útkomu bókar Ólafs Kr. Þórð- arsonar, m.a. upplestur, Gerðubergskórinn syngur ljóð Ólafs við lag Kára Friðrikssonar kór- stjóra og félagar úr Tón- horninu leika létt lög. Allir velkomnir. Allar veitingar í veitingabúð Gerðubergs. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband, kl. 9.15 rammavefnaður. Gullsmári Gullsmára 13. Glerlistahópur kl. 10. Gleðigjafarnir syngja í Gullsmára kl. 14. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 9 handa- vinna, bútasaumur, kl. 10–12 pútt, kl. 11–12 leikfimi og spurt og spjallað. Kynning á vetrarferðum í dag kl. 14. Árni Norðfjörð skemmtanastjóri kynnir haust- og vetrarferðir á vegum ferðaskrifstof- unnar Sólar. Árni mun einnig spila nokkur lög á harmónikku. Happ- drætti gildir sem þátt- taka í ferð. Kaffiveit- ingar. Allir velkomnir. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 bað, leikfimi og postulín, kl. 12.30 postulín. Fót- snyrting og hársnyrting. Haustferð. Farið verður í haustferð miðvikudaginn 3. okt. nk. Lagt verður af stað frá VR-húsinu með við- komu á Sléttuvegi kl. 13.30. Ekið um Heið- mörk og farið í heimsókn að Jaðri. Gvend- arbrunnar skoðaðir og þar verða kaffiveitingar. Skráning fer fram á skrifstofunni í Hvassa- leiti og í síma 588-9335. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 10–11 kánt- rídans, kl. 11–12 stepp, kl. 9.15–14.30 handa- vinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal. Helgistund fimmtudag- inn 4. október kl. 10.30 í umsjón séra Hjálmars Jónssonar dóm- kirkjuprests, kór Fé- lagsstarfs aldraðra syng- ur undir stjórn Sigurbjargar P. Hólm- grímsd. Ath.! Nýtt á Vesturgötu 7. Leirmótun hefst í október, kennt verður á fimmtudögum kl. 17–20. Leiðbeinandi Hafdís Benediktsdóttir, upplýsingar og skráning í síma 562-7077. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaað- gerðir, kl. 12.30 leir- mótun, kl.13.30 bingó. Háteigskirkja, aldraðir. Samvera í Setrinu kl. 13– 15. Söngur með Jónu, vöfflur með kaffinu. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt Húsið býður ungum foreldrum (ca. 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laug- ardögum kl.15–17 á Geysi, Kakóbar, Að- alstræti 2 (Gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík. Fundur og óvissuferð laugardaginn 29. sept., mæting kl. 11.30 í Höllubúð. Boðið upp á léttan hádegismat. Lagt af stað í óvissuferð- ina kl. 13. Söngvinir – kór aldraðra í Kópavogi mun hefja vetrarstarfið 1. október. Söngæfing verður mánu- daginn l. okt. og hefst kl. 17.15 í Gjábakka. Mæt- um öll með bros á vör! Í dag er föstudagur 28. september, 271. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Svo segir Drottinn: Varðveitið réttinn og gjörið það, sem rétt er, því að hjálpræði mitt er í nánd og réttlæti mitt birtist bráðlega. (Jes. 56, 16.) K r o s s g á t a 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 baggi, 4 þrífa, 7 hluta, 8 niðurinn, 9 brotleg, 11 húsleifar, 13 nagli, 14 hyggja, 15 greinilegur, 17 skoðun, 20 bókstafur, 22 var fastur við, 23 skyn- færin, 24 kona, 25 búa nesti. LÓÐRÉTT: 1 sleppa naumlega, 2 af- rennsli, 3 sæti, 4 kná, 5 seint, 6 hagnaður, 10 skorturinn, 12 hreinn, 13 gyðja, 15 hamingjan, 16 rotnunarlyktin, 18 vind- leysu, 19 kvarssteinn, 20 hlífa, 21 heiti. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 þrælmenni, 8 eimur, 9 innbú, 10 kyn, 11 tauta, 13 skaða, 15 gangs, 18 útlit, 21 kær, 22 matta, 23 ildið, 24 æðikollur. Lóðrétt: 2 remmu, 3 lurka, 4 efins, 5 nenna, 6 tekt, 7 húfa, 12 tog, 13 kát, 15 góma, 16 notið, 17 skark, 18 úrill, 19 lyddu, 20 tuða. Fyrirspurn Á SAMA tíma og RÚV er að berjast við fjárhagsvanda gefa þeir eftir til eftirlauna- þega 20% af afnotagjöldun- um en Landssíminn sem mokar inn milljörðum til ríkisins gleymir afslættin- um til eftirlaunaþega. Regl- an er sú að RÚV gerir þetta sjálfvirkt þegar viðkomandi er orðinn 67 ára gamall en Landssíminn ætlast til þess að eftirlaunaþeginn sendi þeim skilaboð um að hann sé orðinn 67 ára gamall. Bæði þessi fyrirtæki hafa hingað til verið í eigu ríkisins. Hver er skýringin á þessu? Eftirlaunaþegi. Ástkæra íslenskan MEGAS verðlaunaður og Bubbi með fyrirlestra í skól- um. Húsmóðir í Bolungarvík. Dýrahald Gulur og loðinn köttur í óskilum GULUR, loðinn köttur með hvítar loppur fannst á Blóm- vangi í Hafnarfirði sl. laug- ardag. Þeir sem kannast við kisa hafi samband í síma 565-1943. Angórukanína í óskilum ANGÓRUKANÍNA fannst í Seljahverfi þriðjudag 21. sept. Uppl. í síma 557-3248. Tapað/fundið Óskilamunir Karlmannshettuúlpa með prjónahúfu og ullarbelg- vettlingum í vösum fannst í bíl frá Erlingi á Eyrar- bakka. Ennfremur fannst barnarúllukragapeysa og ullarfingravettlingur í Tungnaréttum. Uppl. í s. 486-8896. Kvengleraugu týndust KVENGLERAUGU, tví- skipt með blárri og glærri umgjörð týndust sl. föstu- dag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 557-4181. Silfurkross í óskilum Lítill og fallegur silfur- kross fannst við Digranes- veg í vor, á svæðinu milli pósthússins og blindra- bókasafnsins. Upplýsing- ar í s. 588-6838 eftir kl. 14. Golfjakki týndist GOLFJAKKI, blár með grænu stykki á ermum, týndist líklega fyrir tveimur vikum. Skilvís finnandi hafi samband við Soffíu í síma 862-8347. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... Í SÍÐUSTU viku birtist í Velvak-anda bréf frá „Íslendingi“, sem furðaði sig á því að í nýju vegabréf- unum skyldu litir þjóðfánans í skjaldarmerkinu vera vitlausir, blár, rauður og grár í stað blás, rauðs og hvíts. Spurði bréfritari hvort fána- lögin ættu ekki að koma í veg fyrir svona vitleysu. Það rifjaðist upp fyr- ir Víkverja að í forsetaúrskurði um skjaldarmerkið frá 17. júní 1944 er einmitt skýrt kveðið á um að þar skuli fánalitirnir vera aðrir en í þjóðfánanum sjálfum: „Skjaldar- merki Íslands er silfurlitur kross í heiðbláum feldi með eldrauðum krossi innan í silfurlita krossinum.“ Þar höfum við það svart á hvítu; það sem „Íslendingi“ sýnist grátt í vega- bréfinu, á að vera silfurlitt. Ekki veit Víkverji hins vegar hvers vegna ákveðið var á sínum tíma að hafa silfurlitan kross í skjaldarmerkinu á sínum tíma, í stað hvíta krossins í þjóðfánanum. x x x FRÉTTIR um að hryðjuverka-menn hafi sýnt áhuga á áburð- ar- og eiturdreifingarflugvélum í Bandaríkjunum með það í huga að ástunda efna- eða sýklavopnahernað gegn almenningi, hljóta að vekja ugg með fólki. Í Bandaríkjunum hafa þessar flugvélar verið kyrrsett- ar og lögregluvörður settur um þær. Víkverji veltir því fyrir sér hvort ekki þurfi að grípa til ráðstafana hér á landi, t.d. að setja einu áburð- arflugvél Íslendinga, Pál Sveinsson, í sérstaka gæzlu. En kannski er Páll, sem er af gerðinni Douglas DC-3 og telst orðið til flugminja, of fornfálegur til að hryðjuverkamenn geti auðveldlega rænt honum og notað til myrkraverka. Aldrei er þó of varlega farið. x x x STARFSMANNASTEFNA Ikeaí Danmörku hefur vakið mikla athygli þar í landi að undanförnu. Ikea ákvað nýlega að hætta að bjóða starfsfólki í jólahlaðborð, því að það væri kristinn siður, sem gæti móðg- að t.d. múslima í hópi starfsmanna. Þá ætlar fyrirtækið ekki að gefa neinar afmælisgjafir, því að það gæti móðgað votta Jehóva og það mun ekki heldur gefa brúðkaups- gjafir, því að með því er gefið í skyn að það sé eitthvað fínna að vera gift- ur en í sambúð eða bara einhleypur. Ikea í Danmörku ætlar vissulega að halda áfram að halda veizlur og gefa starfsfólki gjafir, en það á að vera á „hlutlausum“ dögum. x x x ÞESSI ákvörðun Ikea hlýtur aðvekja fólk til umhugsunar um það hvort kasta þurfi gömlum hefð- um fyrir róða til þess að geta skap- að jafnrétti meðal þjóðernis-, trúar- og samfélagshópa. Víkverja finnst að það yrði harla flatneskjulegt ef fyrirtæki hættu að halda í heiðri gamlar hefðir á borð við það að vinnufélagarnir fari saman í jóla- hlaðborð – sú hefð á sér reyndar miklu dýpri rætur í Danmörku en á Íslandi. Er ekki nær að í fyrirtækj- um, þar sem starfar fólk af mismun- andi uppruna, fái starfsmenn að kynnast ólíkum hefðum og venjum fólks af mismunandi þjóðerni og trúarbrögðum, þannig að ýtt sé undir fjölbreytnina í stað þess að búa til fábreytta menningarflat- neskju? NÚ er sá tími þegar haustuppskeran ætti að vera komin í hús hjá flestum bændum og garðyrkjuáhugamönn- um. Í nokkuð mörg ár hef ég leigt land hjá Garðlöndum Reykjavík- urborgar í Skammadal til að rækta kartöflur og fleira og þó að arðsemin sé ekki mikil þá er ánægjan því meiri af þessu dútli mínu. Þarna blasa við kartöflugarðar og smáhýsi þar sem fólk er búið að setja niður alls konar garðagræn- meti og skrautblóm en því miður virðast ein- hverjir ökuþórar úr nærliggjandi byggðum hafa einstaka ánægju af því að koma þarna upp eftir, pikka upp kart- öflur og ræna og rupla rabarbara og rófum, eins og segir í vísunni. Hvernig stendur á því að fólk getur ekki séð þetta smáræði sem við erum að rækta þarna upp frá í friði? Ég er með all- stóran kartöflugarð og fallegan rabarbara og það er hending ef þetta fær að vera í friði tvö ár í röð. Ef svona er kom- ið fyrir fólki, að það þurfi að stunda það að keyra marga kíló- metra til að ræna upp- skeru af rab- arbara og kartöflum sem getur nú varla talist dýr matur, ja, þá held ég að fá- tæktin sé orðin meiri en almenningur gerir sér grein fyrir og við ættum að fara að koma upp súpueldhúsum við dyr næstu stórmarkaða til að hjálpa þessu hungraða fólki. Virðingarfyllst, Eyrún Ragnarsdóttir. Ræna og rupla rabarbara og rófum Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.