Morgunblaðið - 09.10.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Til sölu Audi TT qauttro, 1.8
bensín, nýskráður 16.09.1999
ekinn 38 þ. km, svartur, 2 dyra,
6 diska cd, 6 gíra, 4x4.
Ásett verð 2.970.000
MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Ís-
lands segir í ályktun frá fundi sínum í
gær að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í
skattamálum þýði að kjarasamningar
á almennum markaði hafi verið settir
í uppnám. Hækkun tryggingagjalds á
fyrirtækjum muni fara beint út í verð-
lagið, auka verðbólgu og leiða til
beinnar kaupmáttarskerðingar fyrir
almenning í landinu. Grétar Þor-
steinsson, forseti ASÍ, telur að lækka
hefði átt óbeina skatta eins og ASÍ
lagði til fyrr á þessu ári, það væri
fljótvirkasta leiðin til lækkunar verð-
bólgu.
„Ríkisstjórnin er ekki aðeins að
þrengja mjög að möguleikum verka-
lýðshreyfingarinnar til að ná til baka
þeirri kjaraskerðingu sem orðið hefur
undanfarna mánuði, heldur auka
hana enn frekar,“ segir í ályktuninni.
„Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar
nú ganga þannig þvert á kröfur
verkalýðshreyfingarinnar um aðgerð-
ir sem leiddu til lækkunar verðbólgu.
Gangi boðaðar aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar eftir er vandséð hvern-
ig verkalýðshreyfingin getur komist
hjá því að setja upp launalið kjara-
samninga í byrjun næsta árs og beita
samtakamætti sínum til að sækja
kjarabætur fyrir félagsmenn sína.“
Þá segir að skattalækkanirnar muni
fyrst og fremst skila sér til hátekju-
fólks og eignamanna á sama tíma og
skattleysismörkum væri haldið
óbreyttum. „Niðurstaðan er sú að
venjulegt fólk á að taka á sig kjara-
skerðinguna.“
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda-
stjóri ASÍ, sagði að með því að hækka
tryggingagjald um 0,77% væri tekið
frá fyrirtækjunum svigrúm þeirra til
hækkunar launa. Sagði hann kostnað
fyrirtækjanna því fara hækkandi og
samkeppnisstöðu þeirra minnka og
kaupmáttur launafólks væri ekki
bættur. Gylfi sagði það reynsluna að
fyrirtæki gengju lengra í hækkun á
verði og þjónustu en gjaldahækkanir
gæfu tilefni til. Reiknað væri með að
verðlagshækkun vegna breytinganna
væri á bilinu 0,3 til 0,35%. Hann sagði
skattabreytingarnar einkum snúast
að eignarlega sterkum fyrirtækjum,
svo sem bönkum og tryggingafélög-
um svo og hátekju- og stóreignafólki
sem væri með mikla neyslu og myndi
breytingin því ekki leiða til aukinna
viðskipta eða neyslu þessara hópa.
„Hins vegar situr almennt launafólk,
sem ekki fær neina breytingu á sínum
kjörum, uppi með verðlagsáhrifin á
hækkun tryggingagjaldsins og þeim
skertu viðskiptum sem af því leiðir.
Þess vegna er það mat okkar að að-
gerðin sem slík, sem hefur þá yfir-
skrift að efla íslenskt atvinnulíf, muni
auka samdrátt í fyrirtækjunum vegna
kjaraskerðingar sem leiðir af aðgerð-
inni.“
Grétar Þorsteinsson rifjaði upp það
álit ASÍ að yrði ekki unnt að lækka
verðbólgu verulega fyrir árslok væri
vandséð hvernig komast mætti hjá
því að komast gegnum endurskoðun á
launalið samninga í febrúar án þess
að segja honum upp. Taldi hann að
lækkun óbeinna skatta myndi hafa
mun skjótari áhrif til lækkunar verð-
bólgu á næstu mánuðum svo og lækk-
un vaxta.
Þá lýstu forráðamenn ASÍ
óánægju með að ekkert samráð hefði
verið haft við ASÍ af hálfu ríkisstjórn-
arinnar um þessar viðamiklu aðgerðir
í skattamálum þrátt fyrir góð orð þar
um.
Leiðir til minni
umsvifa og samdráttar
Í lok ályktunar miðstjórnar ASÍ
segir síðan:
„Alþýðusamband Íslands telur
miklar líkur á því að boðaðar aðgerðir
ríkisstjórnarinnar leiði til minni um-
svifa og samdráttar í viðskiptum.
Kaupmáttarskerðing vegna hækkun-
ar tryggingagjalds minnkar einfald-
lega kaupgetu almennings á vöru og
þjónustu. Heildaráhrif breytinganna
eru þeim mun neikvæðari sem þáttur
launa er meiri, t.d. í vaxtargreinum í
iðnaði og þjónustu. Þá mun hækkun
tryggingagjaldsins þrengja að ný-
stofnuðum fyrirtækjum, sem ekki eru
farin að skila hagnaði, en myndu að
öðru jöfnu standa undir hagvexti
komandi ára. Þetta gildir einnig um
atvinnuuppbyggingu á landsbyggð-
inni. Það eru hinsvegar fyrst og
fremst fjármála- og tryggingafyrir-
tæki sem njóta munu þessara breyt-
inga.“
ASÍ telur hækkun tryggingagjalds leiða til kaupmáttarskerðingar
Telur kjarasamninga
vera setta í uppnám
Morgunblaðið/Þorkell
Þau kynntu afstöðu ASÍ til fyrirhugaðra skattabreytinga ríkisstjórn-
arinnar. Frá vinstri: Gylfi Arnbjörnsson, Halldór Björnsson, Grétar
Þorsteinsson og Rannveig Sigurðardóttir.
ROLF Linkhor, forseti Orkustofn-
unar Evrópu og þingmaður á Evr-
ópuþinginu, telur að vetnistilraun-
ir Íslendinga geti fært þeim
einstakt tækifæri í ljósi aukinnar
eftirspurnar eftir nýorku. Linkhor,
sem kom hingað til lands í þriggja
daga heimsókn ásamt 14 fulltrúum
Evrópuþingsins, framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins og
nokkurra erlendra stórfyrirtækja,
sagði að með samvinnu Íslendinga
og Daimler-Chrysler, Norsk
Hydro og Shell og styrkveitingum
frá ESB hæfist nýtt skeið í þróun
á nýrri orku, en sérstaða landsins í
þeim efnum hefur meðal annars
vakið athygli innan Evrópusam-
bandsins. Þannig hefur vaknað
áhugi hjá þingmönnum Evrópu-
þingsins á „hreinni“ framleiðslu á
vetni með jarðhita eða vatnsorku, í
stað kovetnissambanda eða kjarn-
orku, sem og verkefni sem snúa að
nýtingu á vetni sem aflgjafa á al-
menningsfarartæki. Hópurinn,
sem lauk formlegri heimsókn sinni
á sunnudag, kynnti sér starfsemi
fyrirtækja og orkuvera í þrjá
daga, með áherslu á vetnisrann-
sóknir.
„Það eru áhugaverðir hlutir sem
Íslendingar vinna að og okkur
langaði til að kynnast,“ sagði
Linkhor á blaðamannafundi í Bláa
lóninu á sunnudag, en hann hafði
forgöngu um heimsóknina hingað
til lands. Hann sagði að Íslend-
ingar hefðu mikla möguleika í
framleiðslu á vetni með nýtingu
vatnsorku, sem væri ódýr leið, en
það væri leið sem bifreiðaiðnaður-
inn í Evrópu hefði sýnt áhuga.
„Bílaiðnaðurinn er undir vax-
andi þrýstingi því sífellt fleiri bílar
eru nú framleiddir og því hefur
eftirspurn eftir eldsneyti aukist.
Þá er þess einnig krafist að dregið
sé úr koltvíoxíði í andrúmsloftinu
með samþykkt Kyoto-bókunarinn-
ar, en það verður ekki hægt án
þess að kynna nýja orku til sög-
unnar, meðal annars vetni, en
ESB hefur leitað leiða til þess.“
Linkhor sagði að ekki væri hægt
að vinna efnið úr koltvíoxíði því þá
væri allt unnið fyrir gíg en með
því að framleiða það úr auðlindum
sem eru fyrir hér á landi væri
hægt að búa til svokallað grænt
vetni. Hann sagði möguleika Ís-
lendinga einstaka ef þeir gætu
framleitt vetnisorku á góðu verði.
Einstakt tækifæri Íslend-
inga í framleiðslu á vetni
Morgunblaðið/Hilmar Bragi
Evrópuþingmaðurinn dr. Rolf
Linkhor segir að Íslendingar
hafi unnið að áhugaverðum til-
raunum á vetni.
FULLTRÚAR frá Evrópuþinginu,
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins og nokkurra erlendra fyr-
irtækja, sem staddir eru hér á landi
til þess að kynnast notkun og rann-
sóknum Íslendinga á umhverf-
isvænni orku, eru sammála um að
Íslendingar séu í fararbroddi og
hafi unnið brautryðjendastarf á því
sviði. Hjálmar Árnason, formaður
iðnaðarnefndar Alþingis, segir að
heimsókn þessa hóps sé gulls ígildi
fyrir það starf sem er unnið hér á
landi.
Hópurinn hefur undanfarna
daga heimsótt fyrirtæki og orkuver
til þess að kynna sér það starf sem
er unnið hér á landi, með áherslu á
vetnisrannsóknir. Í hópnum, sem er
staddur hér í þrjá daga, eru m.a.
fulltrúar frá þýska þinginu og fyr-
irtækja, en Daimler Chrysler, Shell
og Norsk Hydro hafa látið vetn-
isrannsóknir sig máli skipta.
Framleiðsla á umhverfisvænni
orku hér á landi hefur vakið at-
hygli innan Evrópusambandins.
Meðal annars kynnti hópurinn sér
rannsóknir fyrirtækisins Nýorku á
efnarafalstækni, sem er notuð til
þess að knýja strætisvagna með
vetni, en gert er ráð fyrir að þrír
strætisvagnar, knúnir vetni, muni
koma á göturnar í Reykjavík á
næsta ári. Einnig kynnti hópurinn
sér framleiðslu á varmaorku á
Nesjavöllum.
Fram kom á blaðamannafundi í
Bláa lóninu að hópurinn er ánægð-
ur með það starf sem er unnið á
sviði nýorku og meðal annars velti
Belginn Ward Beysen, sem á sæti á
Evrópuþinginu, því fyrir sér hvort
Ísland gæti orðið „Kísildalur“ á því
sviði og líkti því við Kísildalinn í
Kaliforníu, sem hefur verið í far-
arbroddi í tölvutækni. Beysen sagði
hins vegar að margar hindranir
væru á veginum og það réðist með-
al annars af því hvernig Íslend-
ingum tækist að kynna rannsóknir
og framleiðslu sína á erlendum
vettvangi. Hann sagði Íslendinga í
fararbroddi í vetnisframleiðslu og
undir það tók breski Evrópuþing-
maðurinn Den Dover, sem benti
jafnframt á að Íslendingar hefðu í
raun unnið brautryðjendastarf,
ekki síst á sviði varmaorku.
Hefur mikla þýðingu
fyrir Ísland
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið
annaðist skipulagningu heimsókn-
ar hópsins. Hjálmar Árnason, for-
maður iðnaðarnefndar Alþingis,
sagði að heimsóknin væri við-
urkenning á því starfi sem væri
unnið hér á landi og væri hvetjandi
fyrir áframhaldandi starf. Hann
sagði að heimsóknin tryggði Ís-
lendingum ekki aðeins pólitískan
stuðning heldur einnig opnaði hún
landinu dyr að fjárframlagi fyrir
áframhaldandi rannsóknum á vetni
og nýorku, því fulltrúar í hópnum
hefðu áhrif á styrkveitingar frá
framkvæmdastjórn ESB. Nokkrar
umsóknir Íslendinga um vetn-
isrannsóknir fyrir bifreiðar, fiski-
skipaflota og framleiðslu vetnis til
útflutnings verða lagar fyrir fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins
á næstunni. Fram að þessu hefur
Evrópusambandið og þau fyrirtæki
sem hlut eiga að máli í vetnisrann-
sóknum hér á landi lagt fram um
700 milljónir ísl. króna í styrki.
Fulltrúar evrópskra fyrirtækja og
stofnana kynna sér nýorku
Íslendingar
brautryðjendur
BIFREIÐ, sem ekið var um Óshlíð-
arveg á áttunda tímanum í gær-
morgun, skemmdist talsvert er hún
rakst á grjót, sem hafði hrunið hafði
úr hlíðinni. Nokkurt vatnsveður var
vestra öðru hverju um helgina með
tilheyrandi grjóthruni úr hlíðum
fjalla. Ekki reyndist þörf á að loka
veginum meðan hreinsað, en bifreið-
in var óökufær eftir. Ökumanninn
sakaði ekki.
Ók á grjót á
Óshlíðarvegi
TÓLF ára stúlka, sem lenti í alvar-
legu umferðarslysi þegar ekið var á
hana á gangbraut á Háaleitisbraut
hinn 14. september, er enn á gjör-
gæsludeild Landspítalans í Foss-
vogi. Hún er ekki lengur í öndunar-
vél, en að sögn svæfingalæknis á
vakt, er hún enn alvarlega veik og
erfitt að segja til um hvort líðan
hennar verði betri fyrr en lengri tími
hefur liðið. Stúlkan fékk mikla höf-
uðáverka.
Enn á gjör-
gæsludeild
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
BANDARÍSK kona var flutt á
Landspítala – háskólasjúkrahús með
sjúkrabifreið á sunnudag eftir slys
er hún féll um 50 metra í Þvergili í
Þórsmörk. Hún var í gönguferð með
hópi fólks þegar slysið varð. Konan,
sem býr á varnarstöðinni í Keflavík,
var talsvert slösuð, hrufluð víða á lík-
amanum og talið að hún hafi fót-
brotnað.
Slasaðist í
Þórsmörk