Morgunblaðið - 09.10.2001, Side 8

Morgunblaðið - 09.10.2001, Side 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Það er komin lítil dama sem langar að verða lögga þegar hún verður stór, hr. stjóri. ÍSTAK hf. átti lægsta tilboð í gerð vegar milli Bangastaða og Víkinga- vatns, þegar tilboð í verkið voru opn- uð hjá Vegagerðinni, en ellefu tilboð bárust í verkið. Tilboð Ístaks hljóð- aði upp á 376,4 milljónir króna og var 175 milljónum undir kostnaðaráætl- un Vegagerðarinnar sem var tæpar 552 milljónir. Norðurtak á Sauðár- króki átti hæsta tilboðið, 580 millj- ónir króna. Um er að ræða lagningu 10,4 km langs vegar sem mun koma í stað Auðbjargarstaðabrekku sem liggur af Tjörnesi niður í Kelduhverfi. Sig- urður Oddsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni á Akureyri, segir að brekkan sé erfið, þar sé þrælbratt og geti skapast mikil snjóflóðahætta og hálka að vetri til. Nýi vegurinn mun fara af þeim gamla við Gerðibrekku, norðar á Tjörnesinu og fara niður í Kelduhverfi við Fjallahöfn. Þar verður byggð brú yfir Lónsós, sem er þó ekki hluti af þessu verkefni. Vegurinn mun koma inn á núverandi veg rétt austan við Víkingavatn. Nýi vegurinn á að verða tilbúinn hinn 1. október 2003. Í apríl á næsta ári skal undirbyggingu vegarins austan Lónsóss vera lokið þannig að hægt verði að hefjast handa við brú- arsmíðina, en gert er ráð fyrir 100 metra langri steyptri tvíbreiðri brú. Hinn 1. nóvember 2002 á vegurinn síðan að vera orðinn vetrarfær. Nýi vegurinn mun koma í stað hættulegrar brekku Afmæli viðskipta- og hagfræðideildar HÍ Þurfum að skerpa skilning VIÐSKIPTA- oghagfræðideild Há-skóla Íslands held- ur upp á 60 ára afmæli sitt um þessar mundir og efnir til ýmislegs mannfagnaðar og fundarhalds af því til- efni. Meðal annars mun Þorvaldur Gylfason rann- sóknarprófessor í deildinni halda tvo opinbera fyrir- lestra um hagvöxt. Morg- unblaðið hafði samband við Þorvald vegna þessa og óskaði eftir inntakslýsingu á fyrirlestrunum. Þetta eru ekki fyrstu op- inberu fyrirlestrar þínir um hagvöxt í Háskóla Ís- lands eða hvað? „Nei, ég hélt fyrsta op- inbera fyrirlesturinn í þessari syrpu í fyrrahaust og nefndist hann „Hagvöxtur um heiminn“. Þar skýrði ég í grófum dráttum frá rannsóknum mínum og margra annarra í hagvaxtar- fræðum síðustu ár. Það hefur ver- ið mikil gróska í hagvaxtarfræðum víða um heiminn að undanförnu. Hagfræðingar hafa eins og aðrir orðið vitni að því hversu lífskjör- um fleygir fram í sumum löndum, á meðan önnur lönd vaxa hægt, standa í stað eða jafnvel drabbast niður. Þessi mikli munur á hag- vexti milli landa vekur áleitnar spurningar um það, hvernig á þessu geti staðið. Sums staðar er skýringuna að finna í ólíku hags- kipulagi. Þannig hefur markaðs- búskapur sýnt sig hafa ótvíræða yfirburði umfram miðstýrðan áætlunarbúskap. En þetta dugir þó ekki til að skýra, hvers vegna lönd með svipað markaðsbúskap- arlag, t.d. Írland og Grikkland, vaxa mjög mishratt langtímum saman. Ég færði rök fyrir því í fyr- irlestrinum í fyrra, að fjárfesting, menntun og frjáls viðskipti hefðu sýnilega áhrif á hagvöxt um heim- inn til langs tíma litið.“ Yfirskrift fyrri fyrirlestursins núna er „Móðir náttúra: Menntar hún börnin sín? Eflir hún vöxt og viðgang?“ Hvað felst í þessu? „Við vitum, eða þykjumst vita, að meiri og betri menntun örvar hagvöxt og bætir með því móti lífs- kjör almennings. En hvers vegna leggja þjóðir heimsins mismikið upp úr menntun barna sinna? Í at- hugunum mínum og annarra und- angengin ár hefur athyglin beinst að náttúruauðlindagnægð og þeim áhrifum sem hún kann að hafa á hagvöxt, meðal annars í gegn um menntun. Reynslan virðist benda til þess, að þjóðir, sem eiga gnægð náttúruauðlinda, hneigist til að fyllast falskri öryggiskennd, sem freistar þeirra til að vanrækja ým- islegt af því sem mestu skiptir fyr- ir öran hagvöxt til langs tíma litið, þar á meðal menntun. Við vitum að ríkir foreldrar eiga það til að spilla börnum sínum. Móðir nátt- úra er alveg eins. Ég mun reifa þessi tengsl milli nátt- úruauðlindagnægðar, menntunar og hag- vaxtar í fyrri fyrirlestr- inum og sýna myndir máli mínu til stuðn- ings.“ Síðari fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Stendur jöfnuður í vegi fyrir vexti?“ Við hvað er átt með því? „Hagvöxtur er ofinn úr mörgum þráðum. Við höfum nefnt fjárfest- ingu, menntun, fríverslun og nátt- úrugnótt í þessu spjalli, en margt annað orkar einnig á hagvöxt, þar á meðal einkarekstur og frjálst framtak. Reynslan virðist benda til þess, að einkarekstur örvi hag- vöxt umfram ríkisrekstur, enda þótt almannavaldið hafi ýmsum augljósum skyldum að gegna í blönduðum markaðsbúskap og efli hagvöxtinn, t.d. í gegn um menntakerfið og heilbrigðisþjón- ustu. Og alveg eins og skipting framleiðslunnar milli einkafyrir- tækja og almannavalds getur haft áhrif á hagvöxt, hefur sú spurning vaknað hvort skipting tekna og eigna milli þegna þjóðfélagsins geti ekki með líku lagi orkað á hagvöxtinn. Er aukinn ójöfnuður milli þegnanna til þess fallinn að örva hagvöxt, eins og sumir hafa haldið fram. Eða getur það verið, að aukinn ójöfnuður hneigist til að ala á sundrungu í þjóðfélaginu, draga úr menntun og hamla hag- vexti með því móti? Þessar spurn- ingar ætla ég að glíma við í síðari fyrirlestrinum, en við Gylfi Zoëga, dósent í Birkbeck College í Lond- on, erum einmitt að fást við sam- band jafnaðar og hagvaxtar um þessar mundir.“ Á almenningur erindi á svona fyrirlestra? „Um það verða áheyrendur að dæma. Hagvöxtur skiptir máli. Í fátækum löndum skiptir hann meira máli en næstum allt annað. Við þurfum því að reyna að skerpa skilning okkar á því, hvað skilur á milli mik- ils og lítils hagvaxtar um heiminn. Efnið er í eðli sínu ekki flóknara en svo, að það á að vera hægt að koma því til skila á mannamáli. Ég ætla mér að minnsta kosti að reyna það.“ Þess má svo að lokum geta, að báðir fyrirlestrarnir verða fluttir í Lögbergi, sá fyrri á morgun 10. október klukkan 16.15 og sá seinni miðvikudaginn 7. nóvember, einn- ig klukkan 16.15. Þorvaldur Gylfason  Þorvaldur Gylfason hefur ver- ið prófesoor í Háskóla Íslands síðan 1983 og rannsókn- arprófessor þar síðan 1998. Hann starfaði áður sem hagfræð- ingur hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum í Washington og hefur unnið við háskóla og rannsókn- arstofnanir víða um lönd um lengri eða skemmri tíma. Eftir hann liggja 13 bækur, bráðum 14, á 17 tungumálum auk rösk- lega 100 ritgerða í erlendum og innlendum tímaritum og bókum. Þorvaldur starfar einnig í hjá- verkum sem ráðgjafi ýmissa al- þjóðastofnana víða um heim. Hann er kvæntur Önnu K. Bjarnadóttur deildarstjóra í Samábyrgð hf. og fósturbörn hans eru Jóhanna A. Jónsdóttir og Bjarni Jónsson. Í fátækum löndum skipt- ir hagvöxtur meira máli en næstum allt annað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.