Morgunblaðið - 09.10.2001, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.10.2001, Qupperneq 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 19 Nám fyrir þig? Námunni, Endurmenntun H.Í. Dunhaga 7, 107 Reykjavík. Dagskrá Háskóli Íslands Vi›skipta- og hagfræ›ideild Viðskiptafræði í 60 ár Y D D A / S ÍA Ágúst Einarsson, prófessor og deildarforseti Viðskipta- og hagfræðideildar Una Eyþórsdóttir, starfsmannastjóri Flugleiða, nemandi í MBA náminu Runólfur Smári Steinþórsson, dósent og forstöðumaður MBA námsins Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala Háskólasjúkrahúss Sigurður Garðarsson, verkfræðingur og ráðgjafi, nemandi í MBA náminu Gunnar Ármannsson, lögfræðingur og forstöðumaður InnheimtusviðsTollstjórans í Reykjavík, nemandi í MBA náminu Fundarstjóri: Svafa Grönfeldt, lektor og framkvæmdastjóri hjá IMG Boðið er upp á veitingar að kynningu lokinni. Við það tækifæri gefst fundargestum kostur á að spjalla við nemendur og kennara í MBA náminu og skoða sýnishorn af námsgögnum. Næsti hópur byrjar í september 2002, sjá www.mba.is Laugardaginn 20.október kl.14:00 Kynningarfundur um MBA nám í Háskóla Íslands FJÁRMÁLARÁÐHERRA skipaði í gær nefnd sem vinna skal að því að skoða skipan vörslu- og uppgjörs- mála innlendra ríkistryggðra skuldabréfa. Nefndinni er ætlað að setja fram tillögur um leiðir til að auðvelda aðgang erlendra aðila að innlendum skuldabréfamarkaði. Ástæða nefndarskipunarinnar er sú að útlendingar eiga erfitt með að kaupa íslensk verðbréf þegar teng- ing er ekki fyrir hendi við erlend greiðslumiðlunarfyrirtæki. Að sögn Þórðar Jónassonar, for- stjóra Lánasýslu ríkisins og for- manns nefndarinnar, er sumum er- lendum fjárfestum, til dæmis verðbréfasjóðum, beinlínis óheimilt að kaupa verðbréf nema nýta þjón- ustu viðurkennds greiðslumiðlunar- og verðbréfavörslufyrirtækis á borð við Euroclear eða Cedel. Aðrir kjósa að nota slík fyrirtæki þótt þeim sé það ekki skylt. Án einhvers konar tengingar við slíkt fyrirtæki má því segja að tæknileg viðskiptahindrun dragi úr viðskiptum útlendinga með íslensk verðbréf. Þórður segir að þess vegna sé nefndarskipunin nú bæði þörf og tímabær og hún geti orðið til að fjölga þeim erlendu fjár- festum sem kaupa íslensk verðbréf. Þórður segir að bæði Lánasýslan og Verðbréfaskráning Íslands hafi unn- ið að könnun á þessu síðasta árið og hann telji að þrjár leiðir komi helst til greina. Í fyrsta lagi sé að tengja Verð- bréfaskráningu Íslands við erlenda verðbréfaskráningu eins og Euro- clear. Þetta kalli á mikla samræm- ingu reglna og kerfa og Euroclear hafi sýnt þessari leið takmarkaðan áhuga. Það stafi meðal annars af því að íslenski markaðurinn sé lítill og að fyrirtækjum sem sjái um verðbréfa- skráningu hafi farið fækkandi er- lendis að undanförnu. En jafnvel þótt um þetta semdist yrði þetta seinlegt og gæti hæglega tekið lang- an tíma. VÞÍ gæti samið við erlenda skráningu sem þegar er tengd Önnur leið sé að færa skráningu íslenskra verðbréfa til erlends verð- bréfavörslufyrirtækis þannig að eignarréttarskráningin yrði erlend, en Verðbréfaskráning Íslands kæmi þó áfram að skráningunni. Þetta seg- ist Þórður álíta býsna stórt skref, en þriðja leiðin gæti að hans áliti verið nokkuð góður kostur, til skamms tíma að minnsta kosti. Þar væri um að ræða að Verðbréfaskráning Ís- lands myndi semja við erlenda skráningu, til dæmis á Norðurlönd- um, sem þegar hafi tengingu við Euroclear. Mat Þórðar er að þessi lausn gæti þjónað íslenska markaðn- um jafnvel og að tengjast beint, en gæti verið einfaldari og fljótlegri. Spurður hvenær nefndin muni ljúka störfum og hvenær líkur séu á að tenging náist við erlent verð- bréfavörslufyrirtæki segir Þórður Jónasson að nefndin geri ráð fyrir að ljúka störfum fyrir áramót eins og mælt er fyrir um í skipunarbréfi hennar. Nefndin skili fjármálaráð- herra niðurstöðu sinni en ekki sé hægt að segja fyrir um hversu lang- an tíma mun taka að ganga endan- lega frá tengingunni. Greiðslumiðlun við útlönd Nefnd skilar áliti fyrir árslok ÚT ER komið ritið 300 stærstu, sem er sérútgáfa Frjálsrar versl- unar og inniheldur meðal annars lista yfir 300 stærstu fyrirtæki landsins. Í ritinu kemur fram að velta þessara fyrirtækja hafi aukist um 13% milli áranna 1999 og 2000 og hafi verið 852 milljarðar króna í fyrra. Heildarskuldir jukust um 178 milljarða króna en heildareign- ir um 215 milljarða króna og voru heildareignir 1.654 milljarðar króna í árslok 2000, eða 329 millj- örðum króna hærri en skuldirnar. Mesti hagnaður ársins 2000 var hjá Íslenska álfélaginu, 4,3 millj- arðar króna, þá kom Landsbanki Íslands með rúmlega 1,5 milljarða króna og í þriðja sæti var Pharma- co með tæplega 1,5 milljarða króna. SÍF velti mestu í fyrra, 53 millj- örðum króna, þá kom SH með 44 milljarða króna og Flugleiðir voru í þriðja sæti með 35 milljarða króna og er þetta sama röð og árið áður. Flestir starfsmenn voru hjá Landsspítalanum – háskólasjúkra- húsi, 4.127, þá komu Flugleiðir með 2.632, SÍF með 1.652, Íslands- póstur með 1.317 og Baugur var í fimmta sæti með 1.306 starfsmenn. Frjáls verslun gefur út 300 stærstu Ísal hagnaðist mest en SÍF velti mestu KRÓNAN sveiflaðist talsvert í gær, að því er fram kom í 1⁄2fimm-fréttum Búnaðarbankans. Í upphafi dags var gengisvísitalan 143,7 stig, en krónan veiktist þegar líða tók á daginn og fór hæst í 146 stig, sem er 1,6% veik- ing. Gengisvísitalan mælir verð er- lends gjaldmiðils, þannig að hækkun hennar þýðir veikingu krónunnar. Seðlabankinn keypti krónur sex sinnum í gær fyrir samtals 36 millj- ónir Bandaríkjadala, sem jafngildir rúmlega 3,6 milljörðum króna. Í kjölfarið styrktist krónan og fór vísi- talan lægst í 143,3 stig. Krónan veiktist svo lítillega aftur og endaði í sama gildi og hún byrjaði daginn í, eða 143,7 stigum. Úrvalsvísitala Verðbréfaþings Ís- lands hækkaði um 2% og var lokað í 1.087 stigum og hefur ekki verið hærri frá því í lok maí. Mest hækkun var á bréfum Össurar hf., 7,1%, og næst kom Marel hf. með 3,4%. Viðskipti hafin með Landssímann á Tilboðsmarkaði Verðbréfaþings Hlutabréf Landssíma Íslands hf. voru skráð á Tilboðsmarkað Verð- bréfaþings í gær og fóru fram fern viðskipti með þau, alls að fjárhæð tæplega 1.678 þúsund krónur. Loka- gengi bréfanna var 6,10 krónur, sem er jafnt lægsta gengi sem ríkissjóður býður bréfin á, en gengi bréfanna í útboði ríkisins á dögunum var 5,75. Úrvalsvísitalan hækkar um 2% Krónan óbreytt eftir inngrip

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.