Morgunblaðið - 09.10.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.10.2001, Qupperneq 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 21 KÖNNUN ASÍ á verði matvöru í net- verslunum á Íslandi og í Danmörku leiðir í ljós að 65% vörutegunda sem athugaðar voru eru dýrari á Íslandi, eða 55 af þeim 84 sem nú er greint frá. Um er að ræða annan hluta verð- könnunar ASÍ á 242 tegundum í 25 vöruflokkum, en greint er frá verð- mun á ís, ferskum og unnum ávöxt- um, grænmeti og kartöflum, ávaxta- safa og öðrum matvörum að þessu sinni. Mestur verðmunur er á niðursoðn- um tómötum, sem eru 364,57% dýrari á Íslandi en í Danmörku. Minnstur verðmunur er á einu rauðu epli, eða 0,25%. Verðkönnunin var framkvæmd föstudaginn 14. september og var borið saman verð í netverslun Hag- kaups og ISO í Danmörku. Aðeins fundust tvær tegundir af ís og frostpinnum sem voru sambæri- legar og reyndust báðar tegundirnar dýrari á Íslandi. 10 stykki af Sun- Lolly frostpinnum voru 30,31% dýrari og einn lítri af vanilluís 22,24% dýrari. Rauðlaukur og eggaldin dýrara í Danmörku Í vöruflokknum ávextir, grænmeti og kartöflur voru 28 af 33 vöruteg- undum dýrari á Íslandi og fimm í Danmörku. Mestur verðmunur var á einu stykki af Galía melónum, eða 293,41%. Eitt kíló af lauk var 135,43% dýrara í Danmörku og minnsti verð- munurinn var á einu stykki af íssalati, eða 2,98% og var það einnig dýrara í Danmörku. Einnig voru rauðlaukur og eggaldin dýrari í Danmörku. Hvítar kartöflur voru 68,93% dýrari á Íslandi. Hvað unnar vörur úr ávöxtum, grænmeti og kartöflum varðar voru 12 af 17 vöruflokkum dýrari á Íslandi en sveppir í sneiðum jafndýrir. Mest- ur verðmunur var á 1 kílói af mauk- uðum tómötum, sem voru 364,57% dýrari á Íslandi. Minnsti verðmunur var á Del Monte blönduðum ávöxtum, sem voru 1,85% dýrari í Danmörku. Fjórar af fimm gerðum ávaxtasafa voru dýrari á Íslandi, mestu munaði á einum lítra af ódýrustu tegund af eplasafa sem var 93,66% dýrari hér. Í vöruflokknum aðrar matvörur eru ýmsar gerðir af sósum, sultur, marmelaði, hunang, ýmsar pakkavör- ur í duftformi, krydd, edik og frosnir tilbúnir réttir. Af 27 vörutegundum í þeim flokki voru 17 dýrari á Íslandi. Mestur munur var á Frigodan far- falle pastarétti, sem var 69,97% dýr- ari á Íslandi. Minnsti munurinn var 0,64% á Knorr pasta/pitsukryddi, sem var dýrara á Íslandi. Ekki borið saman kílóverð á grænmeti Eins og fram kom í fyrsta hluta könnunarinnar, sem birtur var fyrir viku, var ákveðið að bera saman ákveðnar vörutegundir, til þes að koma í veg fyrir misræmi vegna mis- munandi vægis. Ekki er reiknað heildarverð allra vörutegunda, eða hvers flokks, heldur hver og ein vöru- tegund borin saman og verðmunur fundinn, segir um aðferðafræði verð- könnunarinnar í fréttatilkynningu frá ASÍ. Ekki var hægt að bera saman kíló- verð af grænmeti þar sem það er ekki gefið upp í dönsku netversluninni og því ákveðið að bera saman verð á einu stykki. Þótt ekki sé hægt að fullyrða að um sé að ræða sömu þyngd í hverju tilviki fyrir sig fá neytendur engu að síður eitt stykki af viðkom- andi tegund fyrir uppgefið verð, segir ennfremur í verðkönnun ASÍ. Verð var umreiknað í samræmi við opinbert viðmiðunargengi Seðla- banka Íslands. Verð er borið saman án virðisaukaskatts, sem er 25% í Danmörku og 14% á Íslandi, í ein- hverjum tilvikum 24,5%. Tæplega 365% verðmunur á niðursoðnum tómötum ASÍ kannar verð í netverslunum á ís, ávöxtum, grænmeti og unnum vörum   !  "# $  #    " %   $ &"!         !"    #$%&   #' (  )  *    +    ,     -&.& "   ,& "   /. %   /.& ".   /. &   01 %   #   #2 "  34. 5 " ' !!  " #" 6 *7 & ( '8 7  9"$ &! " 8() * )* + + (+ ,(* (*  +) )* * ) ) *+ + ( ( +*  * +(  ) ) )) + +( ) ) ) * )( + (+   +  :    :  :  :  :  :  : :   :  :  :  :  : : HOLLUSTUVERND ríkisins hefur ásamt fleirum látið vinna bækling um köfnunarhættu vegna sælgætis og smáhluta og rétt viðbrögð vegna að- skotahlutar í hálsi. Bæklingnum verður dreift á alla leikskóla, auk þess sem hann mun liggja frammi á heilsu- gæslustöðvum, en í honum er að finna ábendingar og upplýsingar til for- eldra og forráðamanna barna. Sesselja María Sveinsdóttir, mat- vælafræðingur hjá Hollustuvernd, segir að fjöldi barna hér á landi hafi verið hætt kominn vegna sælgætis sem staðið hafi í koki. Því hafi verið gerð könnun á sælgæti á íslenskum markaði síðasta haust, hvað varðar stærð, lögun og aðra eiginleika. Að því búnu var gefin út skýrsla um verkefnið, sem nú er að finna á heimasíðu stofnana sem komu að verkefninu, og nú síðast umræddur bæklingur. „Markmiðið er að skil- greina hættuleg matvæli, sérstaklega þau sem hönnuð eru, framleidd og markaðssett fyrir börn, svo sem sæl- gæti. Ennfremur að upplýsa almenn- ing um hvers beri að gæta þegar sæl- gæti og leikföng eru valin og hvernig eigi að bregðast við festist aðskota- hlutur í koki barns. Ástæða þess að fjallað er sérstaklega um sælgæti er sú að komið hefur upp fjöldi tilvika þar sem börn hafa verið hætt komin við neyslu sælgætis,“ segir hún. Öll matvæli geta hrokkið ofan í kok en tíðni köfnunarslysa þar sem börn hafa verið hætt komin við að borða sælgæti er mest hjá tveggja ára börn- um. Árin 1998-1999 komu 28 börn á slysadeild Landspítala í Fossvogi vegna aðskotahluta í hálsi, en vitað er að mun fleiri börn hafi orðið fyrir samskonar slysum, segir Sesselja ennfremur. Sjá nánar: hollver.is, hr.is, rvk.is, ls.is og redcross.is. Köfnunarhætta vegna aðskota- hluta í koki er mest hjá 2 ára. Varasamur risabrjóstsykur. Sælgæti og smáhlutir geta valdið köfnun Engjateigi 5, sími 581 2141

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.