Morgunblaðið - 09.10.2001, Síða 34

Morgunblaðið - 09.10.2001, Síða 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ S agt er að sannleikurinn sé ávallt fyrsta „fórn- arlambið“ í stríði. Margir telja að það hafi sannast í Flóa- stríðinu þar sem vestrænir fjöl- miðlar gáfu ritskoðaða og að mörgu leyti ranga mynd af því sem var að gerast. Allt bendir til þess að það sama sé að gerast nú, þó með öðrum og öfgafyllri hætti. Bush Bandaríkjaforseti varaði raunar fjölmiðla við og bað þá um að undirbúa sig undir allt öðruvísi stríð en hingað til hefur þekkst, stríð sem yrði ósýnilegt. Í þessu stríði yrði aðgangur að upplýs- ingum mun takmarkaðri en í fyrri stríðum sem þýðir að fjölmiðlum verður ekki gefinn kostur á að fylgjast náið með aðgerðum. Þar með munu þeir vitanlega ekki geta sannreynt þær upplýsingar sem þeir munu þó fá. Aðgerðir verða ósýni- legar fjöl- miðlum og því getur hvað sem er gerst eða ekki gerst. „Þetta verður mest ritskoðaða stríð sögunnar,“ segir John Mac- Arthur í danska blaðinu Politiken en hann er ritstjóri bandaríska mánaðarritsins Harper’s Magazine og höfundur bókar- innar Second Front sem fjallar um ritskoðun í Flóastríðinu. Bandaríkjastjórn kenndi á sínum tíma fjölmiðlum um að Víetnam- stríðið tapaðist. Viðtöl við her- menn sem lýstu tilgangsleysi stríðsins og myndir sem sýndu hræðileg fjöldamorð og árásir á saklausar bændafjölskyldur hefðu orðið til þess að Banda- ríkjamenn þurftu að draga sig í hlé. MacArthur segir að þessi áróður Bandaríkjastjórnar gegn fjölmiðlum eftir Víetnamstríðið hafi haft þau áhrif að bandarískir blaðamenn taki síður gagnrýna afstöðu til ríkisstjórnarinnar á átakatímum til þess að eiga ekki á hættu að verða taldir andþjóð- ernislegir og vinna gegn hags- munum föðurlandsins. „Þeir [blaðamennirnir] beita sjálfa sig hættulegri sjálfsritskoðun. Þetta mátti sjá í Flóastríðinu á tíunda áratugnum og aftur nú [eftir at- burðina 11. september] þegar blaðamenn og fjölmiðlar styðja ógagnrýnið aðgerðir Bandaríkja- forseta. Yfirdrifin þjóðern- ishyggjan hefur blindað þá og forheimskað,“ segir MacArthur. Gagnrýni MacArthurs er hörð og kannski ekki að öllu leyti sann- gjörn en hún fjallar eigi að síður um hugarástand sem ber nokkuð á í bandarískum fjölmiðlum um þessar mundir. Það var til dæmis undarlegt að sjá umsjónarmann þjóðmálaþáttarins Politically In- correct á ABC-sjónvarpsstöðinni mæta í viðtal til Jay Leno um daginn og biðjast afsökunar á því að hafa gagnrýnt bandarísk stjórnvöld eftir atburðina 11. september. Umsjónarmaðurinn hafði haldið því fram að Banda- ríkjamenn gætu að einhverju leyti sjálfum sér um kennt. Þeir Jay Leno héldu uppi löngum samræðum sem voru mettaðar þjóðernislegri hugtakanotkun og sérstaka athygli vakti tal þeirra um að hegðun margra, þar á með- al umsjónarmannsins og sumra stjórnmálamanna, væri óamerísk. Sjálfsritskoðun er merki um að fjölmiðlar séu hættir að starfa eins og fjölmiðlar; þeir eru hættir að reyna að segja frá hlutunum eins og þeir eru og eru teknir að fjalla um þá eins og valdamenn (og stundum almenningur) vildu að þeir væru. Hún er tilkomin vegna þrýstings sem fjölmiðlar verða að þola. En kannski er erfiðara að glíma við sjálfsritskoðun fjöl- miðlamanna en ritskoðun sem kemur utan frá (þótt þarna á milli sé alltaf eitthvert samhengi). Skömmu eftir atburðina reyndi Bandaríkjastjórn að koma í veg fyrir útsendingu á viðtali við for- ystumann talibana, Mohammed Omar, í útvarpsstöðinni Voice of America, sem er ríkisstyrkt. Rík- isstjórnin taldi að viðtalið myndi rugla bandarískan almenning í ríminu. Útvarpsstöðin stóð þenn- an þrýsting af sér og sendi út við- talið. Af þessu má þó ljóst vera að valdamenn í Bandaríkjunum eru tilbúnir til þess að beita öllum brögðum til þess að hafa betur í „stríðinu“ sem nú er skollið á. Þeir hafa lært það af reynslunni að ef þeir hafa ekki almennings- álitið heimafyrir með sér og sam- þykki alþjóðasamfélagsins munu aðgerðir þeirra í besta falli ekki skila tilætluðum árangri. Það nægir ekki að gera vel heppnaðar árásir á óvininn; það verður að vera ljóst að árásirnar voru það eina rétta í stöðunni, að þær voru á réttan stað og rétta menn og auk þess réttlætanlegar. Eins og bent er á í nýjasta tölu- blaði breska vikublaðsins The Economist háði Bandaríkjastjórn áróðursstríð fyrstu vikurnar eftir ódæðið í New York og Wash- ington þar sem jarðvegurinn und- ir árásirnar á Afganistan var undirbúinn. The Economist segir að í áróðursstríði sé markmiðið yfirleitt að blekkja en Banda- ríkjamenn hafi nú þurft að reka áróður fyrir því sem þeir ætla í raun og veru að gera, fyrir raun- verulegum ástæðum árásanna, fyrir því hvað þeir hafa í raun og veru gert í Ísrael og Írak og fyrir því hvaða skoðun þeir hafa í raun og veru á íslam. Þeir hafi með öðrum orðum viljað koma sann- leikanum á framfæri. Hvort sem þetta er rétt metið hjá The Economist eða ekki þá leikur enginn vafi á því að hlut- verk fjölmiðla í þessu áróð- ursstríði, sem er hvergi nærri lokið, er mikið. Blaðið bendir á að fjölmiðlar hafi fyrst og fremst verið farvegur áróðursins eða sían sem hann hefur runnið í gegnum. Ef marka má orð Bush um að stríðið sem nú er skollið á verði ósýnilegt munu fréttir af hernaðaraðgerðum verða ræki- lega síaðar áður en þær berast fjölmiðlum. Þetta gerir fjöl- miðlum erfitt fyrir að sinna hlut- verki sínu við að fjalla um veru- leikann eins og hann er. Þótt flestir kunni að vera sammála Bandaríkjastjórn um nauðsyn þess að vinna bug á hryðjuverka- mönnum er fæstum sama um hvernig það verður gert. Hlut- verk fjölmiðla verður að veita eins nákvæmar upplýsingar um það og hægt er en ekki að vera farvegur áróðurs. Ósýnilega stríðið Aðgerðir verða ósýnilegar fjöl- miðlum og því getur hvað sem er gerst eða ekki gerst. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is ÞVAGLEKI hefur verið skil- greindur sem ástand þar sem ósjálf- ráður leki á þvagi orsakar bæði fé- lagsleg og hreinlætisleg vandamál fyrir viðkomandi einstakling. Þessi kvilli hefur veruleg áhrif á líf og lífs- gæði fjölmargra Íslendinga og er auk þess mörgum mikið feimnismál. Þvagleki er líklega miklu algeng- ara sjúkdómseinkenni í okkar þjóð- félagi en margir halda, er þrisvar sinnum algengari hjá konum en körl- um og eykst tíðnin með aldrinum. Tíðnitölur fara þó mjög eftir því hvernig vandamálið er skilgreint. Erlendar kannanir hafa sýnt að allt að um 30–40% kvenna finna fyrir þvagleka. Lítið er vitað um tíðni þvagleka meðal íslenskra kvenna. Í könnun sem gerð var hjá konum tutt- ugu ára og eldri í Öxarfjarðarhéraði fyrir nokkrum árum kom þó í ljós að um þriðjungur þeirra hafði þvagleka daglega. Talið er að lítill hluti sjúk- linga með þvagleka leiti til læknis þrátt fyrir að í flestum tilfellum sé hægt að veita einhverja hjálp. Afleiðingar þvagleka eru margs konar, bæði fyrir viðkomandi ein- stakling og samfélagið. Einstakling- ar geta misst sjálfstraustið, orðið fé- lagslega einangraðir og þunglyndir. Meðal aldraðra með dvínandi heilsu verður þvagleki oft til þess að þeir hætta að geta dvalist heima hjá sér og þarfnast vistunar á öldrunarstofn- un. Þvagleki getur haft í för með sér útbrot, legusár, þvagfærasýkingar, dettni og beinbrot. Kostnaður vegna þvagleka er mjög hár. Í könnun sem gerð var í Svíþjóð árið 1990 var kostnaður talinn vera um um 2% út- gjalda til heilbrigðismála það árið. Þetta mundi samsvara árlegum kostnaði hér á landi upp á um 1,2 milljarða ísl. króna. Þvagleka er skipt upp í tvo meg- inflokka, þ.e. áreynsluleka og bráða- leka. Áreynsluleki er algengasta teg- und þvagleka meðal yngri og miðaldra kvenna en er sjaldgæfur meðal karla. Hjá konum verður áreynsluleki vegna slappleika í grindarbotnsvöðvum, oft afleiðing margra og erfiðra barnsfæðinga. Um er að ræða veikleika í upphengingu aftari hluta þvagrásar og blöðruháls. Þetta leiðir til þess að lokunarkerfið frá blöðru heldur ekki við áreynslu, svo sem hósta og hopp, og leki verð- ur. Bráðaleki er algengastur meðal eldra fólks af báðum kynjum, sér- staklega sjúklinga með ýmsa sjúk- dóma í taugakerfi eins og MS, Park- inson-sjúkdóm, blóðtappa eða blæðingu í heila. Þessir sjúklingar hafa bráðamigu og tíð þvaglát. Oft fá þeir ekki þvaglátsþörf fyrr en lekinn er byrjaður og geta þeir þá ekki ham- ið blöðruna sjálfrátt (óhamin blaðra). Hvers konar erting á blöðru eða þvagrás getur einnig leitt til bráða- leka án þess að blaðra sé ofvirk t.d. sýkingar, steinar og æxli. Hjá mið- aldra og eldri konum verður þynning á þekju þvagrásar og í leggöngum. Þetta gerist vegna minnkandi fram- leiðslu kvenhormóna eftir tíðahvörf. Einkennin eru óþægindi í leggöngum og þvagrás með tíðum þvaglátum. Sumir eru með sambland af áreynslu- og bráðaleka, t.d. algengt hjá eldri konum. Þessir sjúklingar hafa þá áreynslubundinn leka og auk þess bráðamigu og tíð þvaglát. Eins og áður sagði er hægt að hjálpa flestum sjúklingum með þvag- leka. Ýmsum aðferðum er beitt, svo sem lyfjameðferð, þjálfun og skurð- aðgerðum. Einnig eru til hjálpartæki svo sem bleiur og þvagleggir sem sjúklingar geta fengið ókeypis hafi þeir leyfi frá Tryggingastofnun rík- isins að undangenginni beiðni frá lækni. Greinarhöfundar hafa ákveðið í samvinnu við Gallup að framkvæma fjölmenna rannsókn á þvagleka með- al íslenskra kvenna. Spurningalistar verða sendir út úr úrtaki 10.000 ís- lenskra kvenna sem tekið er úr þjóð- skrá. Þær verða beðnar að fylla í listana og senda til baka í pósti í sér- stöku svarumslagi. Könnunin er stutt og tekur aðeins nokkrar mín- útur að svara henni. Nauðsynlegt er að allar konur sem fá bréf í pósti taki þátt í könnuninni. Rannsóknin er gerð með leyfi persónuverndar og farið verður með öll svör sem full- komið trúnaðarmál. Áríðandi er að sem flestar konur taki þátt í þessari rannsókn enda brýnt að bæta úr þeim þekkingarskorti sem ríkir um þetta ástand meðal íslenskra kvenna. Guðmundur Vikar Einarsson Rannsókn Áríðandi er að sem flestar konur taki þátt í rannsókninni, segja Guðmundur Geirsson, Guðmundur Vikar Ein- arsson og Þorsteinn Gíslason, því brýnt er að bæta úr þeim þekking- arskorti sem ríkir um þetta ástand. Höfundar eru sérfræðingar í þvag- færaskurðlækningum og starfa allir á þvagfæraskurðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Þorsteinn Gíslason Guðmundur Geirsson Konur og þvagleki ÞAÐ segir mikið um forgang stjórnvalda hvernig búið er að fötluð- um og hvaða möguleika fátækt fólk hefur til að koma yfir sig húsaskjóli. Áður en framsóknar- menn, með Pál Péturs- son í broddi fylkingar, gengu í björg hjá íhald- inu höfðu þeir sæmilegan skilning á málefnum fatl- aðra og að fólk með lág laun þyrfti að eiga kost á leiguíbúðum á viðráðan- legum kjörum. Þá voru þeir líka í félagsskap með Alþýðuflokknum sem stýrði félagsmálaráðu- neytinu, en þá var það fogangsmál að hlífa málefnum fatlaðra og leigu- íbúðakerfinu við niðurskurði, þrátt fyrir verulegan samdrátt þjóðartekna á þeim árum. Blaut tuska framan í fatlaða Nú lýsa Landssamtökin Þroska- hjálp því svo að fjárlagafrumvarpið sé mesta áfall sem dunið hefur á skjól- stæðingum þeirra í 25 ára sögu sam- takanna, en niðurskurður á framlög- um til málefna fatlaðra hefur sett þjónustu við þá í algjört uppnám. Nærri þrír milljarðar króna af framlögum til fatlaðra hafa verið teknir í ríkissjóð á undanförnum ár- um. Draga verður í efa að það stand- ist jafnréttisákvæði stjórnarskrárinn- ar eða lög um málefni fatlaðra. Lögin skuldbinda ríkið til að veita fötluðum ákveðna þjónstu, sem ríkið ekki veitir þeim, vegna þess að fjár- magn sem lögbundið hefur verið til þessara verkefna er tekið í rík- issjóð. 660 fatlaðir eru nú á biðlistum eftir bú- setuúrræðum og í heild bíða nálægt eitt þúsund fatlaðir ein- staklingar eftir hús- næði og lögbundinni þjónustu. Staðan nú er sú að 209 fatlaðir eru á bið- lista eftir búsetuúr- ræðum, bæði sambýlum og þjónustu- íbúðum. Þar fyrir utan eru 450 öryrkjar á biðlistum hjá Öryrkja- bandalaginu eftir húsnæði, en þar hafa biðlistar tvöfaldast á sl. 2–3 ár- um. 10.800 dvalarsólarhringa vantar í skammtímavistun fyrir fatlaða og 206 fatlaðir voru á biðlista eftir dagþjón- ustu. Bak við þær tölur sem hér hefur verið lýst eru erfiðleikar nálægt þús- und fatlaðra einstaklinga og fjöl- skyldna þeirra, sem ekki fá tilskilda þjónustu sem kveðið er á um í lögum sem Alþingi hefur samþykkt. Með þeim framlögum sem ríkið hefur sl. sex ár tekið af lögbundnum framlögum í Framkvæmdasjóð fatl- aðra og án þess mikla niðurskurðar sem orðið hefur á framlögum til hús- næðismála í tíð þessarar ríkisstjórnar hefði verið hægt að koma þjónustu við fatlaða í viðunandi horf og fara langt með að tæma biðlista. Leiguíbúðakerfið eyðilagt Leiguíbúðakerfið var eyðilagt 1997. Sjálfstæðismönnum tókst án mikillar fyrirhafnar að fá framsóknarmenn með sér í þann verknað. Hann hefur nú leitt til 2000 manna biðlista eftir leiguíbúðum, verðsprengingar á leigumarkaði og fimmföldunar á vöxt- um af lánum til leiguíbúða og þar með okurleigu fyrir láglaunafólk. Þannig má nefna að leiguverð á íbúð með 3,5% vöxtum í stað 1% eins og áður var hækkar leigu að jafnaði um 15 þúsund krónur á mánuði og enn meira með 4,9% vöxtum á leigu- Félagsleg sýn framsóknarmanna Jóhanna Sigurðardóttir Fatlaðir 660 fatlaðir eru nú á biðlistum eftir búsetu- úrræðum, segir Jóhanna Sigurðar- dóttir, og í heild bíða nálægt þúsund fatlaðir einstaklingar eftir hús- næði og lögbundinni þjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.