Morgunblaðið - 09.10.2001, Síða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 41
Aldarminni á Stokkseyri, Arnheið-
ur, Ragnheiður og Guðríður, sem
var þeirra yngst og var tæpra níutíu
og níu ára þegar hún lést. Fallegar
voru þær systur og vel af guði gerð-
ar, eins og hún amma mín hefði
sagt.
Það var ákaflega kært með Ragn-
heiði, móður minni, og Guðríði, eða
Bubbu eins og hún var ævinlega
kölluð. Báðar lifðu þær og hrærðust
í heimi bóka allt frá barnsaldri, lásu
af ástríðu allt sem þær komu hönd-
um yfir. Móðir mín sagði mér ein-
hverntíma að hún hefði verið skelf-
ing löt og hyskin við störf sem í
æsku hennar þótti sjálfsagt að láta
börn og unglinga annast. Hún sagð-
ist því hafa óspart nýtt sér bók-
þorsta litlu systur sem fúslega gekk
í verkin, reytti arfa og skrúbbaði
gólf og hlustaði á meðan stóreyg á
systur sína rekja söguþráðinn úr
bókinni sem hún var að lesa, eða
spinna ævintýri úr eigin hugar-
heimi. Og bækurnar héldu áfram að
gefa lífinu lit og tengja systurnar
sterkum böndum. Þær urðu tryggir
förunautar Bubbu allt lífið; leið
hennar til þroska og sjálfsmenntun-
ar og athvarf í gleði og sorg. Móðir
mín hélt áfram að segja sögur, ekki
bara litlu systur, heldur urðu njót-
endur þeirra fleiri þegar hún sneri
sér af alvöru að ritstörfum. Bubba
var ævinlega hennar trúnaðarvinur,
fylgdist með fyrstu skrefunum á rit-
höfundarbrautinni, var henni stuðn-
ingur í erfiðleikum og gladdist með
henni þegar vel gekk.
Árið 1918 fluttist Bubba með for-
eldrum sínum til Reykjavíkur.
Bernskuárin á Stokkseyri voru að
baki, eldri systurnar giftar og flutt-
ar suður. Bubba giftist ung Birni
Benediktssyni prentara og þau
byggðu í félagi við foreldra mína og
afa og ömmu húsið við Tjarnargötu
47. Þar ólust upp börnin þeirra
Björns og Bubbu, Jón Gunnar, Ing-
ólfur og Sigrún, og Gunnvör sem var
þeirra langyngst. Afi og amma nutu
ástar og umönnunar Bubbu allt til
dauðadags. Foreldrar mínir fluttu
með okkur systkinin til Hafnar-
fjarðar þegar ég var fimm ára, en
Tjarnargatan var mér ævinlega sem
annað heimili. Að vísu var þá ekki
jafn auðvelt og nú að bregða sér
milli bæja en samgangur fjölskyldn-
anna var samt mikill. Í Tjarnargöt-
unni var afi með hvíta skeggið sitt,
brosið í augunum og allar þulurnar
og sögurnar, þar voru frændsystkini
mín sem ævinlega tóku mér sem
systur, og þar var Bubba með hlýjan
og traustan faðminn.
Sár var sorgin sem lagðist yfir
fjölskylduna þegar Gunnar, auga-
steinn foreldra sinna, glæsilegur og
traustur sautján ára piltur, fórst ár-
ið 1941 með togaranum Sviða. Sorg-
ina báru Bubba og Björn af ótrú-
legri reisn og æðruleysi, og fæðing
yngstu dótturinnar, Gunnvarar,
varð þeim mikil harmabót. En það
var skammt stórra högga milli.
Nokkrum árum síðar fórst Ingólfur,
yngri sonurinn, af slysförum í New
York. Ingólfur var gullfallegur ung-
ur maður og hvers manns hugljúfi,
nýkvæntur og nýorðinn vélstjóri á
Tröllafossi. Þetta nýja áfall hvíldi
lengi eins og skuggi yfir fjölskyld-
unni, en Bubba og Björn áttu þann
styrk sem þurfti til að bera sorgina
og söknuðinn.
Þótt afi og amma féllu frá varð
Tjarnargatan áfram heimili stórfjöl-
skyldunnar. Þar bjó bróðir minn sín
fyrstu búskaparár, og var eins kært
með þeim Bubbu sem móður og
syni. Þar ól Sigrún upp börnin sín,
sem öll nutu kærleika og umhyggju
Bubbu og veittu henni síðar ást og
stuðning í ellinni.
Þær systur, Bubba og móðir mín,
áttu ekki aðeins lestrarástríðuna
sameiginlega. Þær sameinuðust líka
í hugsjóninni um uppreisn lítilmagn-
ans gegn kúgun og örbirgð og sam-
an gengu þær undir merkjum
verkalýðsbaráttunnar í fyrstu
kröfugöngunni árið 1923. Aldrei
hvikaði Bubba frá sínum gömlu hug-
sjónum, en fylgdi ævinlega þeim að
málum sem henni þóttu trúverðug-
astir í baráttumálum alþýðunnar.
Stóryrði voru Bubbu ekki að skapi,
en tvennt þoldi hún illa; yfirgang og
lítilsvirðingu gagnvart lítilmagnan-
um og dramb og stærilæti yfir eigin
verðleikum. Það lýsir vel þraut-
seigju Bubbu og ekki síður hugul-
semi fólksins hennar að hún fékk að
sitja í hjólastólnum sínum undir
blaktandi fánum og lúðraþyt og
hlusta á gömlu baráttusöngvana í 1.
maí göngunni á Akranesi vorið 2001,
næstum níutíu og níu ára að aldri.
Eftir lát móður minnar urðu
tengsl okkar Bubbu enn sterkari og
vináttan dýpri. Ég naut þess að sitja
hjá henni í gömlu stofunni sem
amma og afi áttu áður fyrr, rifja upp
gamla daga og spjalla um bækur.
Bubba sagði skemmtilega frá með
sinni sérstöku, góðlátlegu kímni.
Þetta voru yndislegar stundir sem
ég er þakklát fyrir að hafa fengið að
njóta. Síðustu mánuðina var hugur
Bubbu smám saman að hverfa burt
frá líðandi stundu, hún var að mestu
horfin til Stokkseyrar æsku sinnar
þar sem hún undi við sögur og leik.
Sigrún Guðjónsdóttir.
Í dag verður jarðsungin fyrrver-
andi tengdamóðir mín Guðríður
Jónsdóttir.
Það var rétt fyrir 1970 að ég og
dóttir hennar Gunnvör rugluðum
saman reytum. Þá kynntist ég hjón-
unum í Tjarnargötu 47, þeim Bubbu
eins og hún var jafnan kölluð og
Birni Benediktssyni manni hennar.
Ég var hálfgerður villingur norðan
af Ströndum en er ég kom inn á
heimili þeirra var mér strax vel tek-
ið. Björn, sem er löngu látinn, var
ræðinn og fróðleiksfús, en Bubba
dulari og varfærnari í allri hegðun.
Heimili þeirra vakti athygli mína
fyrir fágað yfirbragð, þar var á
veggjum margt málverka og mynda
eftir frægustu snillinga þjóðarinnar
og bækur voru í hávegum hafðar.
Þau hjón voru upprunnin úr ís-
lenskri alþýðustétt, en yfir vötnum
sveif mennta- og menningarandi
sem svo oft einkenndi fólk af þeirra
kynslóð.
Bubba var um margt einstök
kona. Hún var að dagfari hljóðlát og
hlédræg, en strax fann maður að
hún var sjóðfróð um margvísleg
efni, bráðgreind og tilfinninganæm,
hafði unun af lestri bóka og var list-
unnandi. Hún hafði kímnigáfu í
besta lagi, oft var húmorinn dálítið
kaldhamraður og sjaldan hló hún
upphátt, heldur sá maður þetta inn-
hverfa bros í augum hennar. Hún
var skapmikil undir niðri og ef henni
mislíkaði gekk hún enn hljóðlátar
um en að öðru jöfnu. Hún bjó yfir
ríkri réttlætiskennd, stóð alltaf með
þeim er þurftu að verja rétt sinn og
hafði róttækar skoðanir í þjóð-
félagsmálum.
Þau hjón, Björn og Guðríður,
voru um margt gæfufólk, en urðu þó
fyrir miklum harmi í lífi sínu. Þau
misstu báða syni sína af slysförum í
blóma lífsins með tíu ára millibili.
Voru þeir miklir efnismenn og öllum
harmdauði. Þessi sorg fylgdi þeim
hjónum og þó að ekki væri um rætt
fann ég að þessir hörmulegu atburð-
ir settu óafmáanleg merki á líf
þeirra.
Guðríður var eftirminnileg kona.
Hún hafði yfir sér eitthvert dular-
bragð, stundum fannst manni að
hún væri ekki af þessum heimi. Í
hógværð sinni og yfirvegaðri hegð-
un hafði hún svo mikil áhrif á þá sem
umgengust hana. Eitt snöggt
augnaráð frá henni sagði meira en
löng orðræða.
Guðríður varð háöldruð. Hún
hefði orðið 99 ára á þessu ári. Fyrir
löngu sagði hún mér að ekki vildi
hún verða gömul, óttaðist að verða
utangátta og rugluð. Hún varð þó sú
gæfumanneskja að halda að mestu
andlegu atgervi fram á síðustu ár og
aldrei missti hún alveg sína
skemmtilegustu eiginleika, stutt til-
svör og óvenjulega kímnigáfu.
Það var þroskandi að verða sam-
ferða þeim heiðurshjónum Guðríði
og Birni og fyrir þau kynni skal að
lokum þakkað.
Öllum ástvinum Guðríðar votta ég
samúð mína.
Blessuð sé minning hennar.
Sveinn Kristinsson.
Davíð Osvaldsson
útfararstjóri
Sími 551 3485 • Fax 568 1129
Áratuga reynsla
í umsjón útfara
Önnumst alla þætti
Vaktsími allan sólarhringinn
896 8284
LEGSTEINAR
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
/
/9
:
&# # A
=3>&
#
' #
1
2 +--.
#- $"
" ) 25## #> ( : $"
*3+ ) (& #> $"
: #> ( " (#* : $"
* *+ () * * *+ .
!
4 1/
5 != #
>#
)
& 35 $"
#3 ;" 43 $"
)*3+ ) 43 $" .
41B1 04' 4C ,$$ &#(
/* $ 3
4 # 5
,&
6*
% $3
"
4 #1
++& '7 *
#
& 4 ) .
!
4 /B0
= >. 5 =3"
4"# -#& 6D
=3>&
1
, #
8
++ +--.
9 #
$
1 '7 *
) & -( #E .
9*
:
#
*
*
0?
1
/F0 ;F1/; ;># -# #$
4( ) .
1
#
; &# $$( #+ F#$"
: 1. ; &#$" " (*(
#+ & " $" ; &# $ " ( .
3 1**1 :
:
#
$
*
/
= >. "#3"
( * : 6
=3>&.
43+ ) !( $"
5## "( $$ % $"
(
43+ ) $"
4 ) !( "( 0 $"
"#*( ) 4 )$"
43 )= 4 )$" .