Morgunblaðið - 09.10.2001, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 09.10.2001, Qupperneq 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 43 HELZTI viðburður á liðnu sumri í röðum íslenzkra frímerkja- safnara var landsþing þeirra 9. maí sl. og stjórnarskipti, sem þá urðu. Er einsætt að hefja þennan þátt að nýju á því að minnast á eitthvað af því, sem þar gerðist, en þó verður geymt til næsta þáttar að segja frá ýmsu umræðuefni, sem þar kom fram og hugleiðingum mínum í því sambandi. Segja má í fullri hreinskilni, að heldur dauflegt var yfir síðasta landsþingi og þingsókn léleg. Að mínum dómi er mjög slæmt, þegar slíkt gerist, enda þurfa frímerkjasafnarar ekki síður en aðrir að ræða margs konar mál sín á milli. En hvað sem því líður, fór þetta þing vel fram og þau mál rædd, sem helzt brenna á söfnur- um um þessar mundir. Formaður LÍF, Sigurður R. Pétursson, flutti skýrslu stjórnar sinnar fyrir liðið starfsár og kom víða við. Hann ræddi sérstaklega um svonefnt rammamál, sem virð- ist vera orðið nokkurt vandamál milli Póstsins og LÍF. Fram að þessu hafa póstyfirvöld geymt í húsakynnum sínum sýn- ingarramma þá, sem notaðir hafa verið á frímerkjasýningum hér á landi. Nú mun Pósturinn ekki telja sig hafa tök á að geyma þá öllu lengur sökum húsnæðisleysis og verður því að koma þeim fyrir ann- ars staðar. Þá vék formaður LÍF að kynn- ingarfundum, sem haldnir voru á árinu, en þátttakan varð léleg. Hið sama má segja um fulltrúafund, sem haldin var. Því miður eru þetta heldur dap- urlegar fréttir fyrir frímerkjasöfn- un hér á landi. Verður auðvitað að bæta úr því með einhverjum ráð- um á næstu árum. Formaður minntist á fyrirhug- aða NORDIU-sýningu hér á landi árið 2003, en fyrir mun liggja fyr- irheit um styrk úr Frímerkja- og póstsögusjóði til sýningarhaldsins. Ætti þessi sýning að verða vel við- ráðanleg, þar sem ekki er gert ráð fyrir nema 500 sýningarrömmum. Annað það efni, sem formaður LÍF tók fyrir í ræðu sinni, bíður næsta þáttar. Sigurður R. Pétursson, sem hafði tilkynnt fyrir þingið, að hann hefði ákveðið að hætta sem for- maður LÍF, þakkaði í lok ræðu sinnar samstarf við alla þá, sem hann hafði unnið með á liðnum ár- um, en hann hafði verið formaður LÍF um tólf ár, raunar í tveimur áföngum. Voru honum færðar þakkir fyrir þau störf sín á vegum frímerkjasafnara, sem hann hverfur nú frá, en hann mun enn um sinn sitja í dómaranefnd LÍF og þá væntanlega einnig taka að sér störf á frí- merkjasýningum á vegum samtaka okkar. Stjórnarkjör fór síðan fram, og er hún skipuð þessum mönnum: Formaður er Gunnar Rafn Einars- son til eins árs, en varaformaður Rúnar Þór Stefánsson, Bolli Dav- íðsson er gjaldkeri og Hrafn Hall- grímsson ritari. Þór Þorsteins er meðstjórnandi til eins árs og vara- maður til jafnlangs tíma Eiður Árnason. Endurskoðendur eru Sighvatur Halldórsson og Sigfús Gunnarsson og varaskoðunarmað- ur Benedikt Antonsson. Mörg og áhugaverð verkefni bíða nýrrar stjórnar LÍF og sum- hver brýn. Er ég ekki í vafa um, að stjórnin mun valda þeim, enda val- inn maður í hverju rúmi. Veit ég , að safnarar taka undir frómar ósk- ir mínar til hennar um velfarnað í starfi. Í næsta þætti, sem ætlunin er að birtist fljótlega eftir þennan þátt, verður greint frá HAFNIU 01, al- þjóðasýningu frænda okkar í Dan- mörku, sem stendur fyrir dyrum í næsta mánuði. Frímerkjasýningin FRÍMSÝN 2001 verður haldin í Síðumúla 17 í samvinnu við Íslandspóst hf. dag- ana 9. - 10. október nk í tilefni Dags frímerkisins. Sýningin verð- ur opin frá kl. 17 - 21 báða dagana. Safnaðarmarkaður verður hald- inn sunnudaginn 14. okt. nk. Frá kl. 13 - 17 í Iðnó. Ný stjórn í Lands- sambandi íslenzkra frímerkjasafnara FRÍMERKI L a n d s þ i n g L Í F í m a í s l . Frímerkjaþáttur Mbl. hefur tek- ið sér óvenjulangt sumarleyfi að þessu sinni. Ýmislegt hefur samt gerzt í frímerkjamálum Póstsins og í samtökum íslenzkra frí- merkjasafnara á liðnum mán- uðum, sem þörf verður að minn- ast á smám saman. Þess vegna er rétt nú á haustdögum að snúa sér aftur að frímerkjasöfnun okkar og ýmsu öðru henni tengt. Jón Aðalsteinn Jónsson UM helgina var sérstakt útivistarátak í gangi sem unnið var í samstarfi Fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík, Íþrótta- og tómstunda- ráðs og lögreglunnar. Börn sem voru úti eftir að útivistartíma þeirra lauk og eldri börn undir áhrifum áfengis voru flutt í sérstakt athvarf þar sem þau biðu eftir að foreldrar sæktu þau. Höfð voru afskipti af tugum barna um helgina, flestum þeirra í miðborg- inni. Þeir sem unnu að þessu voru ánægðir með árangurinn og allir for- eldrar sem rætt var við lýstu ánægju sinni með átakið. Aðfaranótt sunnudags var ölvun í meðallagi í miðborginni og ástandið þokkalegt. Fjórir menn voru hand- teknir vegna ölvunar og óspekta en fimm voru fluttir á slysadeild. 10 ökumenn grunaðir um ölvun Um helgina voru 10 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur og 11 um of hraðan akstur. Á sunnudagmorgun varð árekstur tveggja bifreiða á Kringlumýrar- braut/Miklubraut. Báðir ökumenn fundu til verkja eftir áreksturinn og voru fluttir á slysadeild. Á föstudags- kvöld var tilkynnt að karlmaður hafi skollið á höfuðið framan við aðalinn- gang BSÍ og væri meðvitundarlaus. Maðurinn var ölvaður að stíga út úr leigubifreið þegar hann datt. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysa- deild. Þá var tilkynnt um ölvaðan mann í Austurstræti en hann hafði tekið sig til og rispað mannlausa bif- reið. Þarna var búið að rispa tvær bifreiðir. Maðurinn var handtekinn. Maður kvaðst hafa verið sleginn utan við veitingastað í miðborginni snemma á laugardagsmorgun. Reyndist hann hafa fengið högg á andlit og var m.a. brotin framtönn. Hann var fluttur á slysadeild. Ókunnugir menn voru sofandi í íbúðinni Á laugardagsmorgun hringdi kona í austurborginni og sagði að hún hefði verið að vakna og væru tveir ókunnugir menn inni hjá henni sof- andi. Þeim var vísað út og er ekki vit- að hvernig þeir komust inn en þeir voru ölvaðir og héldu að þeir væru hjá vinkonu sinni, sem líklega á heima á sama stigagangi. Eftir hádegi á laugardag varð vinnuslys við nýbyggingu í Baugs- hlíð. Þarna var verið að hífa upp rör, vírinn í krananum slitnaði og rörið slóst í tvo menn. Annar þeirra fann til eymsla í hægri fæti en hinn fann til eymsla víðar um líkamann. Þeir voru báðir fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild. Þá var tilkynnt um inn- brot í hús í vesturbænum. Þar hafði verið farið inn um glugga og stolið dýru tæki.Tilkynnt var um dreng sem hafði hjólað fram af hitaveitu- stokki í Elliðaárdalnum þar sem stokkurinn var um 150 cm hár. Drengurinn mun hafa misst meðvit- und í 2-3 mín. og fann til eymsla í vinstra fæti. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Fífluðust með Bandaríkjafána Á laugardagskvöld var tilkynnt um 3 pilta er væru að fíflast með fána Bandaríkja Norður-Ameríku. Pilt- arnir fengu tiltal frá lögreglumönn- um og lofuðu þeir að láta af fíflagang- inum. Dyraverðir á veitingastað í mið- borginni óskuðu eftir lögreglu, en þar hafði maður slegið annan í höf- uðið með flösku. Maðurinn hlaut áverka á eyra og augnloki. Átök urðu á milli gesta á veitingastað í miðborg- inni. Þar var maður sleginn í höfuðið með glasi og skarst hann. Tilkynnt var um átök á Laugavegi á sunnu- dagsmorgun og að tveir lægju í valn- um. Tveir menn voru fluttir á slysa- deild af lögreglu en árásarmenn voru farnir. Þá var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr bifreið. Stolið var stórri verkfæratösku með talsverðu magni af verkfærum. Úr dagbók lögreglu, 5.–8. október Nokkuð um slagsmál og átök milli manna GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi stóð nýverið fyrir tveggja daga námskeiði um trjáumhirðu og vistfræði. Nám- skeiðið var haldið í húsakynnum skólans en leiðbeinendurnir komu frá Danmörku, þeir Sten Porse og Jens Thejsen, en þeir eru kennarar við Dansk Center for Jordbrugs- uddannelse (DCJ). „Um sjötíu manns sóttu námskeiðið, sem tókst í alla staði mjög vel. Námskeiðið endaði á vettvangsferð til Reykja- víkur þar sem trjágróður í kirkju- garðinum við Suðurgötu var skoð- aður og nokkur tré í miðborginni en lokapunkturinn var hjá garð- yrkjudeild Kirkjugarða Reykjavík- urprófastsdæma í Fossvogi, þar sem boðið var upp á veitingar og starfsemin var kynnt,“ segir í fréttatilkynningu. Þátttakendur á námskeiðinu „Trjáumhirða og vistfræði“, sem haldið var á vegum Garðyrkjuskólans. 70 manns á námskeiði um trjáumhirðu og vistfræði NÝTT tölublað fjr.is, vefrits fjár- málaráðuneytisins, er komið út. Þar er fjallað um eftirfarandi mál: 1. Víðtækar umbætur í skattamál- um. 2. Efnahagsforsendur fjárlagafrum- varps 2002. Vakin er athygli á því að fjármála- ráðuneytið hefur nú hafið útgáfu út- drátts á ensku úr vefritinu sem verð- ur framvegis birtur á vefsíðu ráðuneytisins á föstudögum, sam- kvæmt því sem fram kemur í frétta- tilkynningu. Vefritið er á pdf-formi sem unnt er að lesa með forritinu Adobe Acrobat Reader, en það fæst ókeypis á vef- fangi: http://www.adobe.com/pro- ducts/acrobat/readstep.html Nýtt tölublað fjr.is AÐALFUNDUR kjördæmis- félags Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Suðurlandi var haldinn nýlega á Hótel Selfossi. Steingrímur J. Sigfússon ávarp- aði fundinn og gerði grein fyrir stjórnmálaviðhorfunum í upphafi þingtímans. Einn stjórnarmaður baðst und- an endurkjöri, en annars var stjórnin endurkjörin og er Þor- steinn Ólafsson á Selfossi formað- ur kjördæmisfélagsins. Fundarmenn voru sammála um að skerpa þyrfti áherslur í sveitarstjórnarmálum og var ákveðið að hefja undirbúning að framboði undir merkjum flokks- ins eða í samstarfi við aðra í Ár- borg og víðar í kjördæminu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Bæjarmálahópur VG í Árborg mun hefja fundaröð í þessum mánuði og verður byrjað á því að ræða skólamál í Árborg. Vilja skerpa áherslur í sveitarstjórnarmálum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.