Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 47 Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum Lífrænar jurtasnyrtivörur Hálskremið — hálskremið BIODROGA NÝR hópur mun hefja alþjóðlegt MBA-nám við Háskólann í Reykja- vík í byrjun janúar 2002. Í dag kl. 17.15 verður haldinn opinn kynning- arfundur í skólanum. „MBA-námið er samstarfsverk- efni tíu virtra háskóla beggja vegna Atlantshafs og eru námstefnur og verkefnavinna með nemendum hinna skólanna hluti af náminu,“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá Há- skólanum í Reykjavík. Kynningarfundurinn um MBA- námið verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2. Nýr bæklingur um MBA-námið liggur frammi á fundinum. Hægt er að nálgast frekari upp- lýsingar um MBA-námið á www.ru.is/mba eða með tölvupósti á mba@ru.is. Háskólinn í Reykjavík Kynningar- fundur um MBA-nám ÍSLANDSDEILD Amnesty Inter- national efnir til kynningar- og um- ræðufundar í Borgarleikhúsinu í dag kl. 20 um niðurstöður heimsþings samtakanna. Huld Magnúsdóttir, formaður deildarinnar, mun kynna þær stefnubreytingar sem samþykktar voru á nýafstöðnu heimsþingi Am- nesty International. Allir sem áhuga hafa á mannrétt- indastarfi Amnesty International eru hvattir til að mæta. Íslandsdeild Amnesty International Niðurstöður heimsþingsins LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir að tjónvaldar, sem nýlega skemmdu tvær mannlausar bifreiðar í Reykjavík og stungu af, gefi sig fram. Jafnframt er lýst eftir vitnum að atvikunum. Fyrra atvikið varð við bifreiða- stæði við Sólheima 42, þar sem ekið var á vinstri hurð bifreiðarinnar KT-997, sem er BMW fólksbifreið. Talið er að þetta hafi átt sér stað á tímabilinu frá kl. 22.15 þann 5. okt til kl. 09.15 þann 6. okt. Seinna atvikið varð við bifreiða- stæði við Flúðasel, þar sem ekið var á framhluta bifreiðarinnar UU-604, sem er hvít Toyota fólksbifreið. Talið er að þetta hafi átt sér stað á tíma- bilinu frá kl. 17 þann 6. okt. til kl. 10.30 þann 7. okt. Þeir sem geta gefið frekari upp- lýsingar eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦TVÖ íslensk danspör náðu góðum árangri í opinni danskeppni, Lond- on Open, sem haldin var í Brent- wood rétt fyrir utan London. Karl Bernburg og Helga Soffía Guðjóns- dóttir, dansdeild ÍR unnu til silf- urverðlauna í sígildum samkvæm- isdönsum. Í þriðja sæti urðu Björn Ingi Pálsson og Ásta Magnúsdóttir. Í suður-amerísku dönsunum urðu Björn Ingi og Ásta, dansfélaginu Kvistum, í 2. sæti og fengu í silf- urverðlaun og Karl og Helga Soffía náðu því þriðja. Ljósmynd/Jón Svavarsson Karl Bernburg og Helga Guðjónsdóttir. Tvö íslensk danspör í silfurverð- launasætum „TAI-Chi-kennarinn, Khinthisa, er væntanleg til landsins og heldur námskeið fyrir byrjendur og lengra komna í húsi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 11–13. Námskeiðið verður haldið 12.–15. október,“ segir í fréttatilkynningu. Námskeið í Tai-Chi VIÐ vinnslu greinar í Daglegu lífi sl. föstudag um fyrstu krossgátuna frá árinu 1913, vantaði hluta af vísbend- ingunum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Vísbendingarnar í heild eru þessar: Lárétt: 2-3. What bargain hunters enjoy. 4-5. A written acknowledgement. 6-7. Such and nothing more. 10-11. A bird. 14-15. Opposed to less. 18-19. What this puzzle is. 22-23. An animal of prey. 26-27. The close of a day. 28- 29. To elude. 30-31. The plural of is. 8-9. To cultivate. 12-13. A bar of wood or iron. 16-17. What artists learn to do. 20-21. Fastened. 24-25. Found on the seashore. 10-18. The fibre of the gomuti palm. Lóðrétt: 6-22. What we all should be. 4-26. A day dream. 2-11. A talon. 19-28. A pigeon. F-7. Part of your head. 23- 30. A river in Russia. 1-32. To govern. 33-34. An aromatic plant. N-8. A fist. 24-31. To agree with. 3- 12. Part of a ship. 20-29. One. 5-27. Exchanging. 9-25. To sink in mud. 13-21. A boy. LEIÐRÉTT OPINN kynningarfundur með fram- bjóðendum í skoðanakönnun Sam- fylkingarinnar í Hafnarfirði verður haldinn í dag kl. 20 í Álfafelli í íþróttahúsinu við Strandgötu. Hver frambjóðandi fær 3 mín. til að kynna sig og áhugamál sín, auk þess sem tilhögun skoðanakönnunarinnar verður kynnt. Fundur með frambjóðendum ♦ ♦ ♦ BENEDIKTA S. Hafliðadóttir flyt- ur fyrirlestur til meistaraprófs við líffræðiskor Háskóla Íslands í dag kl. 16.00 á Grensásvegi 12, stofu G-6. Efni fyrirlestrarins er gerð hjúp- próteins mæði-visnuveirunnar. Benedikta lauk BS-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands á vormisseri ár- ið 1998. Vinnu við MS-rannsóknar- verkefnið hóf hún sumarið 1998 á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum. Mæði-visnuveiran
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.