Morgunblaðið - 09.10.2001, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
HVENÆR í ósköpunum ætla for-
ráðamenn þessa lands að fara að átta
sig á því að það er ekki hægt að reka
heilbrigðiskerfi með hagnaði? Við
hljótum að gera ákveðnar kröfur um
þjónustu sem við viljum fá þegar við
förum á sjúkrahús og vera örugg um
að hún sé óaðfinnanleg. Mér fannst
það forkastanleg vanvirðing gagn-
vart þeim sem um sárt eiga að binda
vegna ástvina, sem annaðhvort
liggja þungt haldnir eða hafa látist af
völdum slysa, þegar stjórnarformað-
ur Landspítalans, Guðný Sverris-
dóttir, sagði í Dagblaðinu 25.8. sl. að
hallarekstur sjúkrahússins í fyrra
mætti að stærstum hluta rekja til
slysaöldu sem gekk yfir. Sjá menn
þetta ekki í hendi sér? Ég er nú ekki
hagfræðimenntaður en ef það mynd-
ast halli vegna slysaöldu er það
vegna aukinnar þjónustu sem
sjúkrahúsin verða að sinna og þá
komum við að þeirri spurningu; hvað
ætlum við að reka fullkomið heil-
brigðiskerfi? Viljum við hafa það
besta sem völ er á eða viljum við vera
í meðalmennskunni? Ég held að allir
vilji það besta og þá verðum við að
sætta okkur við að það kostar pen-
inga. Þá peninga verður að leggja til
frá ríkinu, sem er sameiginlegur
pottur okkar allra. Það er mikill
munur á því að hafa stjórn á því pen-
ingaflæði eða ætla að láta það skila
hagnaði. Mér persónulega finnst það
ekki vera spurning að það verði að
halda um taumana með fjármagni
því sem til þessarar þjónustu fer. Ef
það er ekki gert getur það auðveld-
lega farið úr böndunum. En að vera
óbeint að kenna slysum um að halli
skapist á sjúkrahúsum finnst mér al-
veg fyrir neðan allar hellur. Fólk
sem svona talar hugsar sennilega;
„það kemur ekkert fyrir mig, ég þarf
ekki að nota þessa þjónustu“, eða þá
ef vera skyldi að ráðamennirnir
fengju þjónustuna ókeypis vegna
stöðu sinnar! Ég er sjálfur lækna-
sonur þannig að ég veit nú ýmislegt
um það hvernig hlutirnir ganga fyrir
sig á sjúkrahúsi. En er ekki kominn
tími til að hætta þessari vitleysu og
hætta að berja hausnum við steininn
endalaust. Það hlýtur að vera orðið
illilega sárt eftir þetta langan tíma,
alla vega komnar nokkrar kúlur á
hann og heilahristingur á alvarlegu
stigi þegar þetta er komið út í svona
athugasemdir. Mér finnst að nú sé
mál að linni. Ráðamenn, hættið að
hugsa um að reka megi sjúkrahús
með hagnaði og farið að sinna þessu
af einhverju viti. Þessi geiri þarf
ákveðið fjármagn til að fullkominni
þjónustu sé haldið uppi og ekki séu
biðlistar eftir því að komast inn á
þessar stofnanir. Er ekki kominn
tími til að eyða þeirri óvissu sem
þetta fólk býr við? Það hlýtur hins
vegar að vera skýlaus krafa til þeirra
sem hafa umsjón með fjármagninu,
að því sé varið á sem bestan hátt
hverju sinni. Ég efast ekki um að þið
getið fundið flöt á því eins og svo
mörgu öðru sem þið takið ykkur fyr-
ir hendur, öðru eins Grettistaki hef-
ur verið lyft í stjórnmálasögunni.
SNORRI P. SNORRASON,
vélfræðingur, Vestmannaeyjum.
Hallarekstur
Landspítalans
Frá Snorra P. Snorrasyni:
ÞAÐ ER eins og músartíst að leggja
umræðunni til orð um Osama bin
Laden á þessum síðum, slík hefur
umfjöllun fjölmiðla heimsins verið
um gjörðir þessa manns. Þessa dag-
ana eru margir reiðir og vilja mann-
inn helst feigan.
Nú stöndum við frammi fyrir sið-
ferðislegri aðgerð. Á að drepa mann
sem hefur drepið aðra eða eiga fé-
lagsleg öfl þjóðfélaga að reyna að
tala um fyrir slíkum mönnum og
jafnvel að reyna að lækna þá af löst-
um sínum? Þegar glæpamaður er
gripinn er hann látinn sæta einangr-
un sem refsingu. Honum er ekki gert
að þola þær þjáningar sem hann hef-
ur valdið öðrum. Eru a.m.k. þúsund
ár síðan þjóð hefur beitt þeirri ljótu
reglu.
Því tel ég mikilvægt að menn reyni
að handsama Osama bin Laden en
hafi það ekki að markmiði að deyða
hann. Vil ég að kappkostað verði að
lækna manninn þannig að hann geti
orðið nýtur þjóðfélagsþegn. Hann á
sína ættingja í Sádi-Arabíu og móður
sem enn ber tilfinningar til hans.
Bræður hans hittust nýlega í Cannes
til að ræða skammarverk mannsins.
Sýnum bræðralag og mannsástina
í verki með því að handsama Osama
bin Laden án þess að deyða hann.
Reynum að virða mannslífið og að
leggja það til við manninn að hann
hætti öllu vafasömu vafstri. Með
þessu hlýtur virðing okkar að aukast
hvers á öðru sem mannverum og þar
með skilningur okkar á ólíkum þörf-
um nágrannanna.
GUÐMUNDUR HELGASON,
nemi í fjölmiðlun,
299 Queen Street West
Toronto, ON M5V 2Z5
Kanada.
Ekki sama
um Osama
Frá Guðmundi Helgasyni: