Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 8-18 • LAUGARDAGA KL. 10-16
Skeifunni 17, 108 Reykjavík Sími 550 4100
Furuvöllum 5, 600 Akureyri Sími 461 5000
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, hóf umræðuna
með því að lýsa áhyggjum sínum af
þróun mála. „Heimurinn vill allur
sjá Osama bin Laden og samverka-
menn hans dregna fyrir lög og dóm
til þess að gjalda illra verka sinna,“
sagði Össur. Hann lét í ljósi áhyggj-
ur af almenningi í Afganistan sem
væri bráð hætta búin um þessar
mundir af völdum hungursneyðar
og örbirgðar. Benti hann á sam-
þykkt stjórnvalda um stuðning við
flóttamenn þar í landi með fjár-
framlögum, en sagði að meira þyrfti
að koma til, t.d. aðstoð við uppbygg-
ingu.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
lét í ljósi ánægju með stuðning for-
manns Samfylkingarinnar í þessu
máli. Sagði hann ríkisstjórnina þeg-
ar hafa ákveðið að verja 10 millj-
ónum kr. til verkefna af þessu tagi.
Skilaboð frá breska
forsætisráðherranum
Upplýsti forsætisráðherra að fyrr
í gærdag hefði hann átt samtal við
sendiherra Breta hér á landi sem
færði honum skilaboð frá Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands.
Fram kom í máli forsætisráð-
herra að Íslendingum var ekki sér-
staklega tilkynnt um árásina á Afg-
anistan á sunnudag, fremur en
mörgum öðrum ríkisstjórnum.
Íslensk stjórnvöld vissu að til þeirra
myndi draga, en ekki nákvæma
tímasetningu. Vísaði hann aftur til
skilaboða frá breska forsætisráð-
herranum og sagði: „Þetta er aðeins
fyrsta aðgerð. Ef þetta væri hefnd-
araðgerð, þá mætti láta hana duga.
En þetta er ekki hefndaraðgerð,
heldur refsiaðgerð og þvingunar-
aðgerð til þess að knýja talibana-
stjórnina til samstarfs og hvetja
hana til þess að skila af sér þeim
hermdarverkamönnum sem hún
hefur skotið skjóli yfir.“
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður VG, sagði mikil vonbrigði að
svona væri komið og að hafin væri
árás á þetta stríðsþjáða land og þær
soltnu þjóðir sem það byggja.
Árásir án nokkurrar
lokaviðvörunar
Sagði Steingrímur vekja athygli
að þessar árásir væru hafnar án
nokkurrar lokaviðvörunar, þær
væru einhliða aðgerðir og ákvarð-
anir Bandaríkjamanna og Breta án
undangenginnar umfjöllunar í
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Lýsti hann yfir vonbrigðum með
að ríkisstjórn Íslands hefði lýst yfir
stuðningi við þessar árásir svo fljótt
og án nokkurs samráðs við utan-
ríkismálanefnd.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
svaraði því til að þessar aðgerðir
væru í samræmi við yfirlýsta stefnu
ríkisstjórnarinnar, öryggisráðs og
allsherjarþings SÞ og í raun þá
niðurstöðu utanríkismálanefndar að
við þessum voðaverkum yrði að
bregðast. Gagnrýndi hann formann
VG fyrir sérstöðu sína gagnvart
þessum aðgerðum. Þessi sérstaða
væri afskaplega óviðfelldin og gengi
gegn stefnu hins siðaða heims auk
þess að vera algjörlega á skjön við
önnur stjórnmálaöfl hér á landi.
HANN var dreyminn á svip, mað-
urinn sem sat með hönd undir
kinn á rauðu ljósi á gatnamótum
Hringbrautar og Njarðargötu síð-
degis í gær og horfði á bílana
fara hjá. Kannski hefur hann ver-
ið á leiðinni heim að loknum erf-
iðum vinnudegi og átt von á ein-
hverju góðu í kvöldmatinn, eins
og t.d. fiskibollum eða bjúgum.
Hann virðist samt ekkert vera að
flýta sér um of, hann bíður ein-
faldlega átekta eftir því að rautt
ljós breytist í gult og síðan
grænt, þannig að hann geti hald-
ið för sinni áfram.
Að loknum
vinnudegi
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Loftárásirnar á Afganistan ræddar á Alþingi
Ekki hefndaraðgerð
heldur refsiaðgerð
Aðgerðir sem/10
FORMAÐUR Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs gagn-
rýndi loftárásir Bandaríkjamanna og Breta á Afganistan og stuðn-
ing íslenskra stjórnvalda við þær í umræðum á Alþingi í gær. Dav-
íð Oddsson forsætisráðherra sagði að aðgerðir Bandaríkjamanna
væru ekki hefndaraðgerð heldur refsi- og þvingunaraðgerð.
ÁFENGISSALA Áfengis- og tób-
aksverslunar ríkisins dróst saman
í septembermánuði um 7,44% í
lítrum talið frá sama mánuði í
fyrra. Engar skýringar liggja fyr-
ir á þessum samdrætti en hugs-
anlegt er talið að rekja megi hann
til áhrifa hryðjuverkaárásanna í
Bandaríkjunum 11. september.
„Tölur okkar fyrir september
eru mjög furðulegar. Þetta er í
fyrsta skipti í langan tíma sem
sala fellur í mánuði frá sama mán-
uði árið á undan, án þess að við
höfum nokkrar tiltækar skýringar
á því,“ segir Höskuldur Jónsson,
forstjóri ÁTVR.
Samkvæmt athugun SVÞ – Sam-
taka verslunar og þjónustu dróst
sala í sérvöruverslunum verulega
saman hér á landi fyrstu vikuna
eftir atburðina í Bandaríkjunum.
Minni
áfengis-
neysla eft-
ir hryðju-
verkin?
Samdráttur/12
SPÁÐ er töluverðri fólksfjölg-
un á höfuðborgarsvæðinu á
næstu árum og má reikna með
að íbúar verði orðnir 228 þús-
und talsins árið 2024 en þeir
voru 168 þúsund árið 1998.
Þetta kemur fram í nýju
svæðisskipulagi fyrir höfuð-
borgarsvæðið sem kynnt verð-
ur í dag. Við gerð þess var gerð
ítarleg spá um íbúaþróun fram
til ársins 2032. Samkvæmt
henni fjölgar fólki um 60 þús-
und manns frá árinu 1998 fram
til ársins 2024.
Helming íbúaaukningarinn-
ar má rekja til náttúrulegrar
fjölgunar en gert er ráð fyrir að
hinn helmingurinn verði til
kominn vegna aðflutts fólks, af
landsbyggðinni eða frá út-
löndum.
Íbúar um
228 þúsund
árið 2024
Fjölgun um/14
Byggja þarf/22C
Mikilli fólksfjölgun
spáð á höfuðborg-
arsvæðinu
Á ÞRIÐJA tug íslenskra lækna er í
sérnámi í heimilislækningum og er
bjart framundan á þessu sviði, en
ástæðan er fyrst og fremst eflt sér-
nám í heimilislækningum hérlendis,
að sögn Jóhanns Ágústs Sigurðs-
sonar prófessors.
Undanfarin ár hefur verið vaxandi
skortur á heimilislæknum. Jóhann
Ágúst Sigurðsson segir að til að
bregðast við þeim vanda hafi sér-
námið hérlendis verið eflt, en fyrir
fimm árum hafi heilbrigðisráðu-
neytið komið á fót fjórum námsstöð-
um til sérnáms í heimilislækningum
á Íslandi. Um er að ræða starfsnám á
heilbrigðisstofnunum en bóklega
námið fer fram við Háskóla Íslands.
Jóhann Ágúst segir að á síðasta ári
hafi 10 læknar verið í skipulögðu sér-
námi í heimilislækningum hérlendis,
jafnmargir séu að ljúka slíku námi
erlendis og tveir við það að skipta
yfir í heimilislækningar úr öðru sér-
námi, en væntanlega útskrifist átta
úr þessum hópi innan árs.
Jóhann Ágúst segir að í efldu sér-
námi felist sú breyting að nú verði
nemendur að sækja 100 bóklega tíma
á ári og ákveðinn fjölda námskeiða.
Boðið sé upp á persónulega hand-
leiðslu, fóstra eða umsjónarkennara,
sem sjái um daglega handleiðslu og
hjálpi viðkomandi að skipuleggja
námið í heild sinni.
Áhuginn á þessu sérnámi hefur
aukist eftir nokkra lægð undanfarin
fimm ár og segir Jóhann Ágúst að
þessi efling á náminu hérlendis hafi
skipt sköpum fyrir marga, sem hefðu
annars jafnvel ekki farið í neitt sér-
nám eða ekki treyst sér í það erlend-
is vegna ýmissa ástæðna. Hann segir
ennfremur að búið sé að byggja upp
sambærilega kennslufærni hérlendis
og þekkist erlendis.
Þar til í fyrra voru aðeins fjórir í
fyrrnefndum námsstöðum en
Jóhann Ágúst segir að nú hafi orðið
mikil aukning og áhugi á að komast í
þetta nám hafi aukist. Með aðstoð
yfirlækna hafi tekist að fjölga stöð-
unum úr fjórum í 10 en lögð verði
aukin áhersla á það við heilbrigðis-
ráðuneytið að komið verði á fleiri
námsstöðum og að það aðstoði við að
móta þetta sérnám betur. Eins verði
leitað eftir samstarfi við ýmsar
menntastofnanir eins og Endur-
menntunarstofnun. Í þessu sam-
bandi nefnir hann að uppbygging á
námsstöðum úti á landi sé langt á veg
komin og sé m.a. horft til Akureyrar.
Góð kennsla mikill hvati
Sólveig Dóra Magnúsdóttir gerir
ráð fyrir að ljúka sérfræðinámi í
heimilislækningum hér á landi um
önnur áramót. Hún segir að kennsl-
an sé mjög góð í sérnáminu og það sé
mikill hvati til að auka áhuga á
faginu.
Ragnar Logi Magnason segir að
sérnámið hérlendis sé jákvæð þróun.
Þetta sé skemmtilegt og fjölbreytt
fag sem veiti visst frjálsræði. Búseta
skipti ekki svo miklu máli og fag-
legur sveigjanleiki sé mikill.
Stefnt að fjölgun í stétt heimilislækna hérlendis
Yfir 20 í sérnámi í
heimilislækningum