Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Þorkell
Forystumenn í verkalýðshreyfingunni á fundi með þremur ráðherrum ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum
í gær. Vinstra megin borðs eru Halldór Björnsson varaforseti ASÍ, Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ og Gylfi
Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ og á móti þeim sitja Illugi Gunnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra,
Geir Haarde fjármálaráðherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
kallaði forystumenn verkalýðs-
hreyfingarinnar til sín í Ráð-
herrabústaðinn í gær til að ræða
efnahagsmál og samráð í aðgerð-
um vegna þeirra. Með Davíð á
fundinum voru Geir Haarde fjár-
málaráðherra og Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra auk embætt-
ismanna úr forsætisráðuneytinu.
Fulltrúar verkalýðshreyfing-
arinnar voru Grétar Þorsteinsson,
forseti ASÍ, Halldór Björnsson, for-
maður Starfsgreinasambandsins
og varaforseti ASÍ, og Gylfi Arn-
björnsson, framkvæmdastjóri ASÍ.
Davíð sagði við Morgunblaðið að
til fundarins hefði verið boðað m.a.
til að bæta fyrir þá „yfirsjón“ að
hafa ekki haft verkalýðsforystuna
með í ráðum þegar ríkisstjórnin
kynnti aðgerðir í skattamálum á
dögunum. Hann sagði fundinn hafa
verið gagnlegan og hreinskilinn,
menn hefðu skipst á skoðunum um
til hvaða aðgerða ætti að grípa í
efnahagsmálum. Rætt hefði verið
um skattalagabreytingar ríkis-
stjórnarinnar, verðlagsmál, for-
sendur vaxtastigs í landinu og end-
urskoðun launaliðs kjarasamninga.
Davíð sagði fátt vera brýnna fyrir
fyrirtækin og fólkið í landinu en að
skilyrði sköpuðust til vaxtalækk-
unar.
„Það var nauðsynlegt að halda
þennan samráðsfund og ég tel að
mál séu nú komin í ákveðinn far-
veg. Við skýrðum þá yfirsjón að
hafa ekki boðað verkalýðshreyf-
inguna til okkar. Við setjum það
mínusmegin á okkar reikning,“
sagði Davíð.
Óttumst hvað er framundan
Grétar Þorsteinsson sagði fund-
inn hafa verið ánægjulegan og
helstu tíðindin að hans mati að for-
sætisráðherra hefði boðað til hans
að fyrra bragði. Forystumenn ASÍ
hefðu gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir
að hafa ekki haft samráð við kynn-
ingu skattalagafrumvarpsins.
„Ekki er annað að skilja en að
fullur vilji sé til þess af hálfu ríkis-
stjórnarinnar að eiga samráð við
bæði Alþýðusambandið og aðila
vinnumarkaðarins um stöðu mála
og horfur. Við væntum þess að
heyra aftur frá ráðherrunum á
næstu dögum. Við gerðum afdrátt-
arlaust grein fyrir því hvaða aug-
um við lítum þessi mál í dag. Við
óttumst meir og meir hvað er
framundan. Við höfum talað fyrir
því síðan í sumar hversu mikilvægt
það væri að eitthvað gerðist með
haustinu til lækkunar á verðbólg-
unni og við færum að sjá markviss-
ar aðgerðir í þá veru. Það er orðið
meira en tímabært að vextir lækki
og áhyggjuefni hvað slík aðgerð
hefur dregist. Yfirgnæfandi líkur
eru á að menn verði of seinir ef það
á að bíða til endurskoðunar launa-
liðs kjarasamninga í febrúar á
næsta ári,“ sagði Grétar.
Forseti ASÍ sagði ljóst að verka-
lýðshreyfingin hefði ýmsar at-
hugasemdir uppi við fjárlaga-
frumvarpið og skattaaðgerðirnar.
Hann sagði það á valdi stjórnvalda
að auka líkur á að Seðlabankinn
ákveddi vaxtalækkanir. Menn væru
sammála um að forsendur væru til
staðar til að stíga fyrsta skrefið.
Forsætisráðherra
boðaði verkalýðs-
forystuna til sam-
ráðsfundar um
efnahagsmál
Yfirsjón að hafa ekki samráð
við kynningu skattaaðgerða
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isFjórir nýliðar í handknattleiks-
landsliðinu / B1
Meistarar Hauka halda
áfram sigurgöngu / B2
4 SÍÐUR16 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r27.
o k t ó b e r ˜ 2 0 0 1
SVEINN Einarsson rithöfundur
hefur verið kosinn í framkvæmda-
stjórn Menningarmálastofnunar
Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) til
næstu fjögurra ára. Verður Sveinn
eini norræni fulltrúinn.
Ísland hefur einu sinni áður átt
sæti í framkvæmdastjórninni þegar
Andri Ísaksson prófessor sat þar á
árunum 1983–1987. Ísland hlaut
mjög góða kosningu á 31. aðalráð-
stefnu stofnunarinnar, sem stendur
nú yfir í París, og lenti í þriðja sæti í
sínum valhópi með 148 atkvæði, á
eftir Þýskalandi sem hlaut 151 at-
kvæði og Tyrklandi sem hlaut 149 at-
kvæði og í fjórða sæti yfir heildina en
Senegal hlaut flest atkvæði, eða 155.
Á ráðstefnunni
ber hæst umræðu
um DAKAR-yfir-
lýsinguna um
grunnmenntun
fyrir alla fyrir ár-
ið 2015, ályktun
um menningar-
lega fjölbreytni,
samning um
menningarverð-
mæti í vatni, fjöl-
breytni tungumála í netheimum og
siðfræði í lífvísindum. Björn Bjarna-
son menntamálaráðherra tók þátt í
hringborðsumræðum vísindamála-
ráðherra um siðfræði í lífvísindum
og stjórnaði lokafundi þeirra.
Kjörinn í fram-
kvæmdastjórn
UNESCO
Sveinn
Einarsson
ÓLAFUR Ingi Jónsson forvörður
sagði á myndlistarþingi í gær að tvö
málverk, sem kennd voru við Sigurð
Guðmundsson málara og seld sem
slík á vegum Gallerís Borgar árið
1990, væru greinilega ekki eftir lista-
manninn. Verkin voru ágreinings-
efni í „Pressumálinu“ svokallaða,
meiðyrðamáli sem eigendur fyrrum
Gallerís Borgar unnu gegn tveimur
blaðamönnum Pressunnar, sem
dregið höfðu í efa í blaðagrein að
málverkin tvö væru eftir Sigurð
Guðmundsson.
Þetta sagðist Ólafur geta fullyrt
eftir að hafa skoðað málverkin.
Beindi hann jafnframt þeim tilmæl-
um til fyrrum eigenda Gallerís Borg-
ar að þeir gerðu nákvæma grein fyr-
ir á hvaða rökum þeir byggðu þá
fullvissu sína að
verkin væru eftir
Sigurð, m.a. með
því að gefa upp
eigendasögu
verkanna, og taldi
hann dóm Hæsta-
réttar í málinu
ekki færa nægi-
lega sannfærandi
rök fyrir því að
málverkin væru
eftir Sigurð Guðmundsson.
900 fölsuð málverk?
Á myndlistarþinginu, sem haldið
var á vegum Sambands íslenskra
myndlistarmanna í gær, hélt Ólafur
Ingi erindi um fölsunarmálið svo-
kallaða og gerði grein fyrir þeim
rannsóknum sem hann hefur unnið á
málverkum sem seld voru á vegum
Gallerís Borgar og sýnt hefur verið
fram á að eru eða eru talin vera föls-
uð. Sagðist hann telja að umfang
málsins, sem hann taldi að tæki til
a.m.k. 900 falsaðra málverka sem
seld hefðu verið á uppboðum á veg-
um gallerísins, og aðstæður þess
bentu til að um skipulagða fjársvika-
starfsemi hefði verið að ræða og að-
kallandi væri að dómsyfirvöld sýndu
meiri skilvirkni í afgreiðslu kæru-
mála vegna gruns um falsanir.
Í kjölfar erindis Ólafs beindi
myndlistarþing þeim formlegu til-
mælum til dómsmálaráðherra að
greint yrði frá því opinberlega
hvernig rannsóknum á kærum
tengdum fölsunarmálinu miðaði.
Segir tvö verk eftir
Sigurð málara fölsuð
Sigurður
málari
Samfylkingin
Tillaga um
nýtt nafn á
flokkinn
GUÐMUNDUR Árni Stefánsson
og Lúðvík Bergvinsson, þingmenn
Samfylkingarinnar, vilja að flokk-
urinn fái nýtt nafn; Samfylkingin –
Jafnaðarmannaflokkur Íslands,
með áherslu á síðara nafnið. Til-
lögu þessa efnis hafa þeir sent
laganefnd flokksins og vilja af-
greiðslu á henni á flokksþingi
Samfylkingarinnar sem fram fer
um miðjan nóvember næstkom-
andi.
Helstu rök þeirra fyrir tillögunni
eru að flokkurinn eigi að heita það
sem hann sé. „Samfylkingin er
flokkur jafnaðarmanna, enda hluti
af hinni alþjóðlegu hreyfingu jafn-
aðarmanna og sem slíkur aðili að
Alþjóðasambandi jafnaðarmanna.“
Október
óvenju hlýr
FYRSTI vetrardagur er í dag
og mátti greina á spá Veð-
urstofu Íslands að vetur er í
nánd. Október hefur þó verið
með afbrigðum hlýr mánuður
og reyndar verið hlýtt um allt
land það sem af er hausti.
Samkvæmt upplýsingum
frá Veðurstofunni má vænta
þess að október verði einn af
tíu hlýjustu októbermánuðum
frá því að mælingar hófust.
Í heild var sumarið fremur
hagstætt á öllu landinu,
lengst af var hægviðrasamt
þótt lítið væri um mjög hlýja
daga.
Vetur gengur
í garð í dag