Morgunblaðið - 27.10.2001, Side 6

Morgunblaðið - 27.10.2001, Side 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MILTISBRANDUR er ekki eina sýklavopnið sem raunveruleg ógn stafar af. Engin leið er að útiloka að hryðjuverkamenn noti ýmsar fleiri tegundir sýklavopna til árása á fólk að ótöldum eiturefnum sem geta valdið miklu manntjóni á takmörkuðu svæði. Þetta kom fram á opnum fræðslu- fundi um sýkla- og eiturefnavopn sem læknaráð Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) stóð fyrir í gær. Starfsfólk LSH fjölmennti á fund- inn en þar fluttu Gísli H. Sigurðsson, prófessor á svæfinga- og gjörgæslu- deild LSH, og Haraldur Briem sótt- varnalæknir fyrirlestra um sýkla- og eiturefnaógnina, afleiðingar og nauð- synlegan viðbúnað vegna hugsan- legra hryðjuverka. Hótunin um notkun sýklavopna og viðbrögðin við beitingu þeirra geta valdið því sem Haraldur nefndi „far- aldur skelfingar“ meðal íbúa. Gísli sagðist hafa miklar áhyggjur af þeirri miklu hræðslu sem gæti gripið um sig meðal fólks vegna hótunarinnar um beitingu þessara vopna, og lamað gæti heilu þjóðfélögin. Sýklavopn geta valdið meira manntjóni en flest önnur vopn Haraldur sagði að skv. skilgrein- ingu Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- arinnar (WHO) væri sýklavopnum ætlað að valda skaða með sýkingu af völdum sýkla, sýkjandi kjarnasýra eða smitefna á borð við príon. Eitur- efnavopn væru annars vegar vopn sem byggðust á eiturefnum sýkla og hins vegar á öðrum kemískum efnum. Fram kom í máli hans að þrátt fyrir undirritun samnings um stöðvun framleiðslu sýkla- og eiturefna til hernaðarnota 1972 hefðu Sovétmenn verið stórtækir í framleiðslu sýkla- vopna allt þar til þau liðu undir lok og talið væri víst að Írakar hefðu fram- leitt sýklavopn undanfarna tvo ára- tugi. „Svo er talið að rússneskir vísinda- menn með þekkingu á framleiðslu slíkra vopna hafi verið ráðnir til starfa í öðrum löndum eftir hrun Sovétríkj- anna og það er ekki ótrúlegt að sam- tök hryðjuverkamanna með gnótt fjár hafi getað keypt slíka þekkingu,“ sagði hann. Haraldur sagði að sýklavopn gætu valdið meira manntjóni en flest önnur vopn. Ýmsar tegundir slíkra vopna væru til, bæði bakteríur og veirur. Meðal baktería sem unnt er að nota sem sýklavopn eru miltisbrandur, svarti dauði, brucellosis, tularemia, q- fever, kólera og hugsanlega berkla- bakterían. Bólusóttarveiran er það sýklavopn sem menn óttast hvað mest, að því er fram kom í máli Har- aldar. Aðrar veirutegundir sem koma til greina sem sýklavopn eru m.a. ýmsar svonefndar blæðandi veiru- hitasóttir, s.s. gula og ebola. Ósennilegt að bólusetningin virki að fullu í dag Í framhaldi af miltisbrandsárásun- um í Bandaríkjunum eru uppi vax- andi áhyggjur í mörgum löndum af að hryðjuverkamenn komist yfir og reyni að dreifa bólusóttarveirunni, sem veldur einum mannskæðasta sjúkdómi sem herjað hefur á mann- kynið. Bólusótt var útrýmt í heimin- um seint á áttunda áratugnum og var bólusetningum hætt. Hér á landi var bólusetning aflögð í byrjun áttunda áratugarins. Bólusóttarveiran hefur verið geymd á rannsóknarstofum í Bretlandi og Rússlandi en grunur leikur á að hún sé einnig til í Írak, Norður-Kóreu og jafnvel víðar. Fram kom í máli Haraldar að Rússar hefðu framleitt bólusóttar- veiruna í tonnavís. Til eru um 15 milljónir bóluefna- skammta í Bandaríkjunum og til- kynntu yfirvöld í vikunni að ákveðið hefði verið að framleiða allt að 300 milljónir skammta vegna viðbúnaðar við mögulegum hryðjuverkaárásum, en langan tíma tekur, jafnvel tvö til þrjú ár, að koma framleiðslu bóluefna á fullan skrið. Einnig hafa fjölmörg Evrópulönd ákveðið að fara yfir og auka bóluefna- birgðir sínar vegna mögulegra hryðjuverka. WHO beindi því til ríkja heims um seinustu helgi að birgja sig á ný upp af bóluefn- um. Haraldur Briem sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að eftir því sem hann kæmist næst væru engar gaml- ar birgðir af bóluefni gegn bólusótt til hér á landi. Hann sagði að Íslending- ar yrðu eins og aðrar þjóðir að gera ráð fyrir því að bólusóttarveiran kynni að verða notuð í hryðjuverka- árásum og því þyrfti að gera ráðstaf- anir til að afla bóluefna. „Þau yrðu sennilega ekki notuð í fjöldabólusetn- ingu heldur til að stöðva útbreiðslu bólusóttar ef svo ólíklega vildi til að hún birtist,“ sagði hann. Bólusótt er bráðsmitandi og dreif- ist á milli manna. Eingöngu fólk yfir 35 ára aldri er bólusett gegn veirunni og fram hafa komið efasemdir í um- ræðu í Bandaríkjunum um að ónæmið sé enn fyrir hendi. Aðspurður um þetta segir Haraldur að skv. mati WHO endist bólusetning í fimm til tíu ár og því sé hæpið að hún muni koma í veg fyrir bólusótt í dag. ,,Hins vegar tel ég líklegt að hún dragi eitthvað úr dánartíðni vegna sjúkdómsins,“ segir hann. Mikilvægt að þekkja einkenni miltisbrands og bólusóttar Haraldur fjallaði nokkuð um ein- kenni og greiningu bólusóttar í fyr- irlestri sínum meðal starfsfólks LSH í gær. Fram kom í máli hans að með- göngutími bólusóttar væri yfirleitt um tólf dagar. Mikilvægt væri að þekkja einkennin, því villast mætti á þeim og t.d. hlaupabólu. Haraldur fjallaði ítarlega í fyrir- lestri sínum um miltisbrandssýking- ar, einkenni hennar eftir því hvort um sýkingu um húð, meltingarveg eða öndunarveg er að ræða og viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks ef grunur kemur upp um smit af völdum miltisbrands. Alvarlegustu afleið- ingar notkunar miltis- brands til árása á fólk eru ef sýking fer um öndunarveg. Veldur sjúkdómurinn þá dauða 95% þeirra sem sýkjast ef með- ferð hefst ekki fyrr en 48 klst. eftir að fyrstu einkenni koma fram. Haraldur lagði áherslu á að miltisbrandur smit- aðist ekki frá manni til manns og ekki þyrfti að bólusetja eða gefa fyrir- byggjandi sýklalyf til þeirra sem um- gengjust smitaða. Fjallaði hann einnig um mat sér- fræðinga á hugsanlegum afleiðingum þess ef miltisbrandssporum er úðað út í andrúmsloftið við hagstæð skil- yrði til árása. Sýndi hann útbreiðslu- svæði mögulegrar sýkingar á korti af Íslandi skv. útreikningum þar sem miðað er við dreifingu 10 kg af milt- isbrandsdufti samanborið við áhrif af 10 kg kjarnorkusprengju (sjá með- fylgjandi kort). Afleiðingar sýkla- vopnaárásarinnar gætu orðið síst minni en af kjarnorkusprengingunni. Haraldur sagði einnig að skv. út- reikningum sem gerðir hefðu verið væri áætlað að ef 50 kg af miltis- brandsgróum væri úðað undan vindi yfir 5 millj. manna borg ylli það dauða um 95 þúsund manna og 125 þús. myndu veikjast. Reiknað væri með að dreifing 100 kg af gróum yfir Wash- ingtonborg gæti leitt til dauða allt að þriggja milljóna manna, sem jafna mætti við áhrif vetnissprengjuárásar. Upplifði ótta almennings við eiturefnavopn í Kúveit Gísli H. Sigurðsson fjallaði um eit- urefnavopn í fyrirlestri sínum og greindi m.a. frá reynslu sinni sem læknir í Kúveit um árabil af þeim ótta og skelfingu við mögulegar eitur- vopnaárásir Íraka og Írana sem gróf um sig meðal íbúa. Saddam Hussein hefði notað sarín-taugagas á Kúrda og heyrst hefði að um 5.500 manns hefðu látið lífið. „Þótt það hafi ekki verið mikið í fréttum á Vesturlöndum voru menn óskaplega hræddir við þetta á öllu svæðinu. Þótt flestir væru mjög hræddir við menn Saddams Husseins var aðalhræðslan við sýkla- og eiturefnavopn. Það var algjör terr- or í borginni. Það var notuð ákveðin aðferð við fréttamiðlun í þessari tveggja milljóna manna borg. Engar fréttir bárust utan frá heldur ein- göngu frá fréttamiðli Husseins, þar sem hann hræddi þjóðina skipulega og lamaði venjulegt fólk. Það var ótrúlegt að horfa upp á fólk lamast af hræðslu,“ sagði Gísli. Hann fjallaði m.a. um möguleikana á árásum með eiturefnum á borð við sarín-taugagasið sem Aum Shinri Kyo-hryðjuverkaflokkurinn úðaði í neðanjarðarlestakerfi Tókýóborgar 1995. „Sarín er mjög eitrað, það er til- tölulega auðvelt að búa það til og það er auðvelt að komast yfir efnið. Að minnsta kosti fimmtán lönd eiga efni í sarín eða eiga sarínið sjálft,“ sagði Gísli. Fjallaði hann um fleiri kemísk efni sem líklegast mætti telja að notuð yrðu í eiturefnaárásum. Sagði hann að auðveldara væri að búa til ýmis slík efni en t.d. að hreinsa ópíum yfir í heróín. Gísli sagði að markmið hryðju- verkamanna væri að skapa ringulreið og ótta við árásir í fjölmenni, s.s. á samgöngutæki, í neðanjarðarlestum eða stórhýsum. Afleiðingarnar gætu orðið þær að heilu þjóðfélögin löm- uðust ef fólk þyrði ekki lengur að fara upp í flugvélar eða nota lestarkerfin. Sagðist Gísli hafa miklar áhyggjur af þeim ótta sem gæti gripið um sig. Það hefði verið nánast ólýsanlegt að upp- lifa þetta í Kúveit, þar sem fólk sem hann þekkti hefði verið lamað af hræðslu. „Ég tel að fjölmiðlar verði að vara sig á að birta ekki allar tilkynn- ingar frá þessum hópum vegna þess að þá eru þeir í rauninni að hjálpa þeim að hræða fólk,“ sagði hann. Rætt um sýkla- og eiturefnavopn á opnum fræðslufundi læknaráðs LSH í gær Áhyggjur af faraldri skelfingar Ekki eru til bóluefnabirgðir gegn bólusótt hér á landi eftir því sem næst verður komist og þarf að gera ráðstafanir til að afla bólu- efna vegna viðbúnaðar við mögulegum afleiðingum hryðjuverka skv. upplýsingum Haraldar Briem sóttvarnalæknis. Ómar Friðriksson fylgdist með fræðslu- fundi um sýkla- og eiturefnavopn í gær.           !  " #$% & '( & '  )  * ) )  %   ( &+   ,    -.*      /  ( ) +%*   !#((                                                       ! omfr@mbl.is ’ Bólusóttar-veiran það sýkla- vopn sem menn óttast mest ‘ STARFSMÖNNUM Stálsmiðj- unnar í Reykjavík, 55 að tölu, var kynnt sú ákvörðun fyrirtækisins á fundi í gær að þeim yrði sagt upp frá og með næstu mánaðamótum. Stálsmiðjan er eitt dótturfyrir- tækja Stáltaks, sem hefur verið í greiðslustöðvun frá því í lok sept- ember sl. vegna mikilla rekstr- arerfiðleika. Fyrr í vikunni var greiðslustöðvunin framlengd fram í janúar 2002. Aðeins eru rúmir tveir mánuðir síðan Stáltak stofn- aði þrjú dótturfélög um rekstur fyrirtækisins, þ.e. Slippstöðina á Akureyri, Stálsmiðjuna í Reykja- vík og Kælismiðjuna í Garðabæ og á Akureyri. Alls hafa tæplega 200 manns starfað hjá þessum félögum þannig að rúmur fjórðungur starfsmanna á vegum Stáltaks fær uppsagnarbréf eftir helgi. Uppsagnirnar hluti af endurskipulagningu Að sögn Ólafs Hilmars Sverris- sonar, framkvæmdastjóra Stál- taks, eru uppsagnirnar hluti af þeirri endurskipulagninu sem fyr- irtækið þurfti að ráðast í eftir greiðslustöðvunina. Hann sagði að starfsmönnum Stálsmiðjunnar hefði í gær jafnframt verið boðið að koma að nýju fyrirtæki sem hlut- hafar, ef grundvöllur reyndist vera fyrir því. Aðspurður um önnur dótturfélög Stáltaks sagði Ólafur engin áform uppi um uppsagnir þar að svo stöddu. Þar væri unnið að því að fá aðra aðila til samstarfs um reksturinn. Stáltak varð til á árunum 1999 og 2000 með samruna Slippstöðvarinnar á Akureyri, Stálsmiðjunnar í Reykjavík og Kælismiðjunnar Frosts. Öllum sagt upp í Stálsmiðjunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.