Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Síðasti dagur sérpantana fyrir jól er 27 okt. Opið mánudaga - föstudaga frá 10:00 til 18:00 laugardaga frá 10:00 til 16:00 R E Y K J A V Í K - O S L Ó exó húsgaganvaerslun Fákafeni 9 108 Reykjavík sími 568 2866 fax 568 2866 www.exo.is exo@exo. is Nýtt tímarit um íþróttir Sportlíf fyrir almenning FYRSTA tölublaðtímaritsins Sport-líf kom út um miðjan október. Tímaritið fjallar um almennings- íþróttir, m.a. hvernig á að koma sér í gott líkamlegt form. Blaðið er gefið út af Sporti og heilsu ehf., en eigendur þess eru Hann- es Ingi Guðmundsson, ritstjóri og ábyrgðarmað- ur Sportlífs, og Hafsteinn Sigurþórsson fram- kvæmdastjóri. – Hvernig kviknaði hugmyndin að útgáfu Sportlífs? „Við Hafsteinn sáum þetta tímarit fyrst á Spáni fyrir tveimur árum, en þar hefur það verið á markaði um allangt skeið og notið mikilla vinsælda. Mán- aðarlegt upplag þar er 150 þús- und eintök. Blaðið er einnig gefið út í Portúgal, Argentínu, Brasilíu og í Bandaríkjunum. Við fórum í höfuðstöðvar útgefendanna, Mot- orpress-Ibérica í Madríd og náð- um samningum um að gefa blaðið út hér á landi. Við sáum strax í hendi okkar að svona blað vantaði alveg á íslenska tímaritamarkað- inn og töldum tíma til kominn að bæta þar úr. Fyrir rúmum mán- uði hófum við vinnu við fyrsta tölublaðið, sem nú hefur litið dagsins ljós.“ – Er efni blaðsins allt fengið frá Spáni? „Já, við getum valið úr miklum fjölda greina sem birst hafa í Sport Life á Spáni. Þar er gefið út 140 síðna blað mánaðarlega, en fyrsta tölublað Sportlífs er 76 síð- ur. Fjórir þýðendur sjá um að snara textanum yfir á íslensku og staðfæra hann. Við verðum að sjálfsögðu að sníða blaðið að ís- lenskum markaði. Á Spáni er sumar í níu mánuði á ári, en hérna er því öfugt farið og við stefnum auðvitað að því að birta greinar um þær íþróttagreinar, sem fólk vill og getur lagt stund á hér á landi. Í þessu fyrsta tölublaði er grein um hvernig fólk sem stund- ar hlaup getur orðið sinn eigin einkaþjálfari og greininni fylgir tafla með æfingaáætlun og skýr- ingamyndir sem sýna góðar teygjuæfingar. Önnur grein fjallar um hvernig bæta megi sundtökin, sú þriðja um fjöl- breyttar æfingar sem hægt er að gera með einum lyftingabekk og lóðum, við birtum uppskriftir að léttum og fljótlegum réttum, kennum réttar magaæfingar, fjöllum um kolvetni, útskýrum starfsemi hjartans og leiðbeinum um þær teygjuæfingar sem henta hverri íþrótt. Og er þó ekki allt talið af efni þessa tölublaðs.“ – Til hvaða lesendahóps ætlið þið að ná? „Sportlíf er sniðið að þörfum allra aldurshópa, jafn almennings sem keppnisfólks í íþróttum. Núna er greinilega mikil heilsu- vakning hjá Íslendingum, sem sést skýrt á fjölbreytilegri um- fjöllun í fjölmiðlum, og við teljum mikinn markað fyrir blað af þessu tagi, þar sem farið er nákvæmlega í æskilegar æfingaáætl- anir og hvernig eigi að beita lík- amanum við æfingar. Uppsetning tímaritsins er með þeim hætti að upplýsingarnar eru mjög að- gengilegar öllum og auðvelt að vinna eftir skýringarmyndunum.“ – Verður Sportlíf með umfjöll- un um líkamsrækt á Íslandi? „Ef lesendur hafa áhuga á um- fjöllun um tiltekið efni er þeim velkomið að láta okkur vita, því við getum nálgast mjög fjöl- breyttar greinar hjá Sport Life. Greinarnar eru mjög vel unnar og við myndum aldrei hafa bolmagn til að gefa út svo ítarlegt og vand- að efni ef það væri allt unnið hér á landi. Hins vegar stefnum við að því að taka ýmislegt íslenskt efni inn í blaðið, eftir því sem efni og ástæður eru til.“ – Hvernig hefur blaðinu verið tekið? „Fyrsta tölublaðið kom út 15. október og salan hefur gengið framar öllum vonum. Við prent- uðum blaðið í sjö þúsund eintök- um og það er víða uppselt. Það staðfestir það sem við vissum, að svona blað vantaði alveg á mark- aðinn hér, enda var fólk farið að spyrjast fyrir um blaðið í versl- unum áður en fyrsta tölublaðið kom úr prentun. Það er því ljóst að næsta tölublað verður prentað í stærra upplagi og við gerum okkur vonir um að upplag desem- berblaðsins verði 10–12 þúsund eintök. Auglýsingasöfnun hefur gengið ótrúlega vel og okkur hef- ur gengið ágætlega að safna áskrifendum. Þegar fólk kynnist blaðinu betur sér það sér áreið- anlega hag í að gerast áskrifend- ur og fá hvert blað á 699 krónur, í stað 899 króna í lausasölu.“ – Er næsta tölublað Sportlífs komið í vinnslu? „Já, við erum búnir að leggja línurnar og nú er kom- inn tími fyrir vetrar- íþróttirnar. Við ætlum því að fjalla meðal ann- ars um skíði og snjó- bretti, en líka borð- tennis og lófalestur. Lófalest- urinn flokkast nú seint undir íþróttir, en við viljum lauma ým- iss konar fróðleik með annarri umfjöllun. Svo eru kenndar jóga slökunaræfingar sem hægt er að gera á skrifstofunni, fjallað um mataræði og líkamsræktarleynd- armál ofurfyrirsætunnar Cindy Crawford upplýst.“ Hannes Ingi Guðmundsson  Hannes Ingi Guðmundsson fæddist í Reykjavík 30. sept- ember 1963. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR og hefur lagt hönd á margt, m.a. selt bíla hjá B&L, starfað hjá tollgæslunni í Reykjavík, lært spænsku við HÍ og verið fararstjóri á Spáni. Þá rak hann eigið markaðs- og sölufyrirtæki, Gula punktinn. Frá 1998 var hann markaðs- og sölustjóri tímaritsins Lif- andi vísindi. Eiginkona hans er Ingibjörg Elísabet Jóhanns- dóttir hárgreiðslukona. Sonur þeirra er Jóhann Snær, 5 ára. Hannes Ingi á einnig Andreu Björk, 13 ára. Vantaði alveg svona tímarit á Íslandi Áfram kristmenn krossmenn. Sektaður fyrir að rækta kann- abisplöntur HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í fyrradag hálffertugan karl- mann til að greiða 25.000 króna sekt til ríkissjóðs fyrir að rækta fjórar kannabisplöntur á heimili sínu. Lögregla fann og lagði hald á kannabisplönturnar við húsleit á heimili mannsins í janúar sl. Játaði hann greiðlega að hafa ræktað plönt- urnar og hafa haft þær í sínum vörslum. Undir rekstri málsins leið- rétti lögreglustjórinn í Reykjavík ákæru sína þannig að fallið var frá ákæru sérstaklega vegna 146,15 gramma af maríjúana. Í niðurstöðum dómara segir að rannsókn lögreglu hafi verið nokkuð ábótavant varðandi viðleitni til að sýna fram á umfang og alvöru brots- ins. Hafi því verið haldið fram af hálfu ákæruvaldsins að plönturnar hafi samsvarað 146,15 g af maríj- úana. Plönturnar hafi verið klipptar niður og vigtaðar án þess að greina þær frekar og án þess að tiltekið væri hvort þar væri um að ræða bæði stilka og blöð og ekki væri til- greint hvort þær voru vigtaðar ferskar eða þurrkaðar. Sagði dómari að af þessum ástæðum væri óljóst hversu mikið magn af maríjúana plönturnar hefðu í raun gefið af sér. Af þeim sökum yrði manninum ein- ungis gerð lágmarksrefsing fyrir brot af þessu tagi, eða 25.000 króna sekt í ríkissjóð. Yrði sektin ekki greidd innan fjög- urra vikna skyldi ákærði sæta fang- elsi í sex daga. Hjördís Hákonardóttir kvað upp dóminn. Svavar Pálsson sótti málið fyrir hönd lögreglustjórans í Reykjavík en Brynjar Níelsson hrl. var til varnar. Stikur sett- ar upp á Kjalvegi VEGAGERÐIN hefur sett plaststik- ur á um 10 km kafla á Bláfellshálsi á Kjalvegi og auka þær öryggi í vetr- arferðum um veginn. Það var fyrir tilstuðlan Ferða- klúbbsins 4x4, áhugamannasamtaka jeppaeiganda sem ferðast mikið um hálendið, að Vegagerðin fór út í þess- ar framkvæmdir. Þóttu þær orðnar nauðsynlegar svo jeppamenn gætu farið um Kjalveg allan ársins hring án þess að lenda utan vegar og jafnvel að villast, að sögn Arnþórs Þórðarsonar, varamanns í stjórn félagsins. Ferðaklúbburinn 4x4 hefur verið starfræktur í 17 ár og eru deildir um allt land. Í honum eru hátt í 2.000 manns og hefur félagsmönnum fjölg- að mikið síðustu árin, en áhugi á jeppaferðum um hálendið að vetrar- lagi hefur aukist mikið í kjölfarið. Arnþór segir að það sé von fé- lagsmanna að stikurnar á Bláfells- hálsi séu aðeins byrjunin á enn meiri framkvæmdum hjá Vegagerðinni á hálendinu, svo hægt verði að ferðast þar um á veturna og af meira öryggi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.