Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 1
246. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 27. OKTÓBER 2001
TALSMENN talibana tilkynntu í
gær, að þeir hefðu handtekið og tek-
ið af lífi Abdul Haq, fyrrum frægan
skæruliðafor-
ingja í stríðinu
við Rússa og
mikilvægan leið-
toga stjórnar-
andstöðunnar í
landinu. Sökuðu
þeir hann um
njósnir og að
hvetja til upp-
reisnar gegn tal-
ibanastjórninni með aðstoð Banda-
ríkjamanna.
Bakhtar, fréttastofa talibana-
stjórnarinnar, sagði fyrst, að Haq
hefði fallið í skotbardaga, en síðar,
að hann hefði verið handtekinn og
tekinn af lífi ásamt tveimur manna
sinna í Kabúl. Sagt var, að fundist
hefðu á honum mikilvæg skjöl, sem
sýndu fyrir hverja hann hefði unnið,
og gervihnattasími. Um hann hefði
hann haft samband við bandarískar
þyrlur, sem hefðu reynt að lenda til
að bjarga honum, en orðið frá að
hverfa.
Haq var ein af mestu hetjum Afg-
ana í stríðinu við Rússa en hefur ekki
haft nein afskipti af afgönskum mál-
efnum síðan 1992 og búið erlendis.
Ættingjar hans segja, að honum hafi
snúist hugur er hann frétti, að talib-
anar hefðu líflátið konu hans og son.
Vildi semja við
hófsama talibana
Haft er eftir sumum heimildum,
að hann hafi komið til Afganistans sl.
sunnudag, en aðrar segja, að hann
hafi komið þangað 21. september
ásamt 100 mönnum til að semja við
ættbálkahöfðingja og hófsama talib-
ana um andstöðu við Kabúlstjórnina
og notið við það stuðnings banda-
rísku og pakistönsku leyniþjónust-
unnar.
Afganska fréttastofan AIP sagði í
gær, að hermenn talibana sætu enn
um 50 fylgismenn Haqs í Azro í Log-
ar-héraði. Haq studdi Mohammed
Zaher Shah, fyrrverandi konung
Afganistans, og er dauði hans áfall
fyrir alþjóðlegar tilraunir til að koma
saman nýrri stjórn í stað talibana-
stjórnarinnar.
Talibanar handtóku mikilvægan andstöðuleiðtoga
Sakaður um njósnir
og líflátinn í Kabúl
Kabúl. AP, AFP.
Abdul Haq
BRESKA stjórnin tilkynnti í gær, að
200 breskir sérsveitamenn væru til-
búnir til aðgerða í Afganistan og unnt
að flytja þangað aðra 600 með litlum
fyrirvara. Talið er, að farið verði að
beita sérsveitunum af fullum krafti
innan skamms.
Breskir embættismenn og hernað-
arsérfræðingar sögðu, að skotmörk
sérsveitanna yrðu fyrst og fremst
birgðastöðvar og herstöðvar talibana
og leiðtogar þeirra og al-Qaeda-
hryðjuverkasamtakanna. Sögðu þeir,
að hernaðurinn gæti staðið mánuðum
saman og hugsanlega fram á vor.
Bandarískar orrustu- og sprengju-
flugvélar héldu uppi hörðum árásum
á Kabúl í gær og fréttir eru um, að að-
albirgðastöð Rauða krossins í borg-
inni hafi orðið fyrir sprengju í annað
sinn. Rauði krossinn fordæmdi þess-
ar árásir í gær og benti á, að húsin
hefðu verið auðkennd með rauðum
krossum. Þá fordæmdi Rauði kross-
inn einnig, að talibanar skyldu hafa
rænt birgðastöð samtakanna í Mazar-
i-Sharif. Peter Kessler, talsmaður
Flóttamannastofnunar Sameinuðu
þjóðanna, sagði í gær, að talibanar
hefðu rænt skrifstofur og birgða-
stöðvar samtakanna í Kandahar.
Bin Laden með efni til að
smíða kjarnorkusprengju?
Breska dagblaðið The Times hafði í
gær eftir leyniþjónustuheimildum, að
Osama bin Laden og al-Qaeda hefðu
komist yfir efni til að smíða kjarn-
orkusprengju og líklega fengið það
frá Pakistan. Segir blaðið, að þessi
vitneskja sé hugsanlega skýringin á
því hve fljótt var ákveðið að reyna að
hafa hendur í hári hans þótt það
Rauði krossinn fordæmir árás á birgðastöð í Kabúl í annað sinn
Búist við hernaði sér-
sveita innan skamms
Reuters
Þessi mynd, sem Al-jazeera-sjónvarpsstöðin í Qatar birti, sýnir birgðastöð Rauða krossins í Kabúl eftir loft-
árásir í gær. Hún varð einnig fyrir sprengjum fyrr í mánuðinum.
Kabúl, Washington, London. AP, AFP
þýddi, að fyrst yrði að steypa talib-
anastjórninni í Afganistan.
Stjórnvöld í Pakistan sögðu í gær,
að tveir pakistanskir kjarnorkuvís-
indamenn hefðu verið teknir til yfir-
heyrslu en haft er eftir heimildum, að
þeir hafi aðstoðað talibanastjórnina í
Afganistan í vísindalegum efnum.
Fullyrt var í Pakistan í gær, að
starfsmaður í banka í Karachi hefði
sýkst af miltisbrandi eftir að hafa
handleikið grunsamlegt bréf. Bank-
inn var ekki nefndur á nafn, aðeins, að
um væri að ræða útibú stórrar, al-
þjóðlegrar fjármálastofnunar.
ABC-sjónvarpsstöðin bandaríska
sagði í gær og hafði eftir þremur ólík-
um heimildum, að rannsóknir á milt-
isbrandsgróum, sem send voru Tom
Daschle, forseta öldungadeildarinn-
ar, sýndu, að í þeim væri svifefni, sem
eru einkennandi fyrir sýklavopna-
framleiðslu Saddams Husseins Íraks-
forseta. Ekki er þó útilokað, að þessi
efni hafi verið notuð annars staðar.
Ekki hugmynd/24
BJÖRGUNARMENN komust í gær
á slysstaðinn í St. Gotthards-jarð-
göngunum í Sviss og virðist nú
ljóst, að slysið kostaði 11 manns
lífið. Í fyrradag var jafnvel óttast,
að tugir manna hefðu farist í um
100 bílum en björgunarmenn
töldu 23 bíla á slysstaðnum í gær,
þar af 13 flutningabíla. Hafði
flestum þeirra, sem í þeim voru,
tekist að forða sér. Talið er, að
göngin verði lokuð umferð í tvo
eða þrjá mánuði. Myndin var tek-
in á slysstaðnum í gær.
Reuters
Jarðgangaslysið í Sviss
kostaði 11 manns lífið
WOLFANG Schüssel, kanslari
Austurríkis, sagði í gær að hlutleys-
isstefna væri fyrirbrigði sem til-
heyrði liðinni tíð
og ætti engan
veginn við í nú-
tímanum. Kansl-
arinn lét þessi orð
falla í sjónvarps-
ávarpi á þjóðhá-
tíðardegi Austur-
ríkismanna en 26.
október 1955
voru samþykkt
lög um „ævarandi
hlutleysi“ Austurríkis.
Kanslarinn sagði hlutleysisstefn-
una „gamaldags hefð“ og líkti henni
við önnur rótgróin austurrísk fyrir-
brigði á borð við Mozart-kúlur og
Lippizaner-hestakynið fræga. Hún
væri hins vegar í engu samræmi við
þann flókna veruleika, sem við blasti
við upphaf 21. aldarinnar.
Á þjóðhátíðardaginn er jafnan
fagnað sérstaklega hlutleysi Austur-
ríkis, sem lýst var yfir 1955 þegar
gengið var frá samkomulagi um
brotthvarf herja bandamanna, sem
höfðu hersetið landið frá lokum síð-
ari heimsstyrjaldar.
Umræður um gildi hlutleysis hafa
aukist mjög eftir árás hryðjuverka-
manna á Bandaríkin 11. fyrra mán-
aðar. Stjórnmálamenn og sérfræð-
ingar hafa deilt um hversu langt
Austurríkismenn geti gengið í stuðn-
ingi við þá alþjóðlegu baráttu, sem
hafin er gegn hryðjuverkaógninni,
án þess að kasta hlutleysinu.
Íhaldsmenn og Frelsisflokkurinn
eru í stjórn og þeir hafa verið áfram
um að styðja Bandaríkjamenn í
stríði því sem þeir hafa lýst yfir gegn
hryðjuverkamönnum. Stjórnin hefur
á hinn bóginn ekki þann stuðning á
þingi sem nauðsynlegur er til að fá
breytt stjórnarskrá landsins.
Hlutleysi
á ekki
lengur við
Vín. AFP.
Wolfgang
Schüssel