Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 27
Reuters
Sýnt hvernig greina á kúariðu.
HEILDARFJÖLDI tilfella af heila-
rýrnunarsjúkdómnum Creutzfeld-
Jakob gæti verið mun minni, en
áður var talið, að því er fram kem-
ur í nýrri könnun vísindamanna
frá London School of Hygiene and
Tropical Medicine.
Sérstakt afbrigði af Creutzfeld-
Jakob smitast við að menn borða
nautakjöt sýkt af kúariðu. Því
hafði verið spáð að tugir þúsunda
manna myndu greinast með hið
nýja afbrigði af sjúkdómnum, sem
á ensku er skammstafað vCJD, en
samkvæmt könnuninni er líklegra
að aðeins verði um nokkur þúsund
tilfelli að ræða. Til þessa hafa
rúmlega hundrað manns látist af
völdum sjúkdómsins á Bretlandi
þar sem hann var fyrst greindur
um miðjan síðasta áratug. Vís-
indamenn við Imperial College á
Bretlandi höfðu áður sagt að allt
að hundrað þúsund manns gætu
orðið sjúkdómnum að bráð.
Nýju niðurstöðurnar voru birt-
ar í tímaritinu Science og var not-
uð tölfræðileg aðferð, sem kalla
mætti bakreikning. Horft var á
hvernig sjúkdómurinn væri að
þróast um þessar mundir og síðan
reiknað út framhaldið. Bent var á
að tilfellum af vCJD hefði fjölgað
lítið milli ára og fremur fáir hefðu
látist af sjúkdómnum til þessa.
Sögðu vísindamennirnir að þetta
mynstur mætti aðeins skýra með
því að sá tími, sem það tæki ein-
kennin að koma fram, væri mjög
langur. Ef sú væri raunin gætu
þeir, sem væru smitaðir, hæglega
látist af öðrum sökum áður en ein-
kennin kæmu fram. Önnur skýr-
ing gæti verið að fáir hefðu borð-
að kjöt af skepnu með kúariðu.
Samkvæmt fréttavef BBC telja
vísindamennirnir við Imperial
College að keppinautar þeirra
hafi vanmetið hve mikið af sýktu
kjöti hafi verið í umferð. Báðir
hóparnir viðurkenna þó að spár
þeirra séu langt frá því að vera
skotheldar. Því sé ástæðulaust að
slaka á í öryggiskröfum.
Færri tilfelli af Creutz-
feld-Jakob en óttast var?
HEILSA
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 27
Hver er munurinn á kvíða og hræðslu? Er hollt
að vera hræddur eða kvíðinn almennt eða get-
ur það breyst í taugaveiklun og þunglyndi?
SVAR Kvíði er samansettur úr margskonar líffræðilegum við-
brögðum, vitrænum viðbrögðum og hegðun
fremur en að hann sé eitt ákveðið viðbragð.
Kvíði er almennur og þarf ekki að tengjast
ákveðnu áreiti eða aðstæðum. Hræðsla er
sértæk og tengist ákveðnum stað, aðstæðum,
einstaklingi eða atferli. Hræðsla er eðlilegt
viðbragð við yfirvofandi hættu eða ógnun og
þarf ekki að hamla athafnafrelsi. Hræðsla er
mjög algeng jafnt hjá konum sem körlum.
Hún er einnig algeng meðal barna og hverfur
með tímanum.
Kvíði getur verið æskilegur, hvatt til dáða
og bætt árangur, en þegar kvíðinn fer yfir
ákveðin mörk snýst hann í andhverfu sína og
fer að hafa letjandi áhrif á færni. Kvíði, ótti,
hræðsla, spenna og reiði eru ólíkar tilfinn-
ingar sem framkalla áþekk lífeðlisleg við-
brögð og hægt er að söðla um í tilfinningum í
einu vetfangi.
Í daglegu tali má finna myndlíkingar um
líffræðileg viðbrögð kvíða; að vera „rauður
sem karfi“, „eins og eldhnöttur í framan“, að
„setja dreyrrauðan“ og „vera undirlagður af
vöðvagigt“. Aðrar myndlíkingar vísa fremur
til hegðunar; að vera eins og „hengdur upp á
þráð“, „blakta eins og strá í vindi“ og vera „á
nálum“ og til eru myndlíkingar sem skírskota
til almenns kvíðaástands, svo sem að vera „á
tauginni“, „ofsaspenntur“ eða „í kerfi“.
Helstu líffræðilegu viðbrögð við kvíða eru
sviti, roði í andliti, hjartsláttaróregla og
-köst, ör andardráttur eða andnauð, vöðva-
spenna, óþægindi í kviðarholi, tíð þvaglát, að
kyngja munnvatni óvenjuoft, verkir og sárs-
auki og einbeitingarskortur.
Kvíði kemur fram í atferli sem skjálfti,
titringur, málhelti, stam, hlé milli orða og
spurningar sem endurspegla kvíða. Stund-
arminni skerðist í kvíða, það dregur úr við-
bragðsflýti og hæfni til að læra flókið efni.
Þegar fólk er kvíðið aukast líkur á að beita
gömlum, vel æfðum viðbrögðum sem eiga þó
ef til vill ekki við. Þetta er sambærilegt við
það sem gerist þegar akstursskilyrði breyt-
ast seint á haustin, skyndilega frýs og verður
launhált. Þá eru viðbrögð sem voru rétt að
sumarlagi ekki lengur viðeigandi.
Kvíði getur ýmist verið tímabundinn eða
langvarandi. Sem dæmi um hinn fyrrnefnda
má nefna kvíða fyrir próf eða mikilvæga at-
burði og hverfur hann þegar álaginu linnir.
Langvarandi kvíði er verri viðureignar og
getur haft neikvæð áhrif á líf einstaklings
vegna þess óöryggis sem honum fylgir.
Kvíðnir einstaklingar hafa oft áhyggjur af
áliti annarra, eiga erfitt með að taka ákvarð-
anir, eru nákvæmir, leita eftir fullkomnun,
finna til óeirðar og röskunar á svefni, finnst
lítið til sín koma og eru sjálfum sér ónógir.
Þótt kvíði geti verið vel til þess fallinn að
koma einstaklingi í viðbragðsstöðu og verjast
yfirvofandi ógn telst varla æskilegt að vera
almennt kvíðinn eða hræddur.
Kvíði er að jafnaði fylgifiskur þunglyndis
en erfitt er að sýna fram á að hann leiði til
þunglyndis.
Munurinn á kvíða og hræðslu
eftir Eirík Örn Arnarson
...........................................................
persona@persona.is
Höfundur er yfirsálfræðingur á
Landspítala – háskólasjúkrahúsi.
Lesendur Morg-
unblaðsins geta
komið spurn-
ingum varðandi
sálfræði-, fé-
lagsleg og vinnu-
tengd málefni til sérfræðinga
á vegum persona.is. Senda
skal tölvupóst á persona@per-
sona.is og verður svarið jafn-
framt birt á persona.is.
NÝRNAÍGRÆÐSLUR fara oftar út
um þúfur á fyrsta árinu eftir að þær
eru gerðar ef nýrað, sem var grætt í
sjúklinginn, var flutt langan veg og
hentaði sjúklingnum ekki fullkom-
lega, samkvæmt nýrri rannsókn.
Vísindamenn við University of
Pennsylvania rannsökuðu 5.446 til-
felli þar sem nýru höfðu verið tekin
úr látnum líffæragjöfum. Í hverju til-
felli var annað nýrað grætt í á sama
svæðinu í Bandaríkjunum, en hitt
flutt til sjúklings í öðrum landshluta
og virtist hættan á að ígræðslan tæk-
ist ekki aukast eftir því sem líffærið
var geymt lengur í kulda.
Þessar niðurstöður komu fram í
læknaritinu New England Journal of
Medicine á fimmtudag og sagði að
hættan á að ígræðsla tækist ekki yk-
ist um 17% við flutning langar leiðir.
Ef nýrað hentaði sjúklingnum full-
komlega var hins vegar enginn mun-
ur á áhættu.
Flutningur líffæra langar
leiðir getur aukið áhættu
Boston. AP.