Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HINN 16. október birtist bréf eftir Guðvarð Jónsson þar sem hann op- inberar speki sína um vetrardekk. Ég verð að benda á nokkrar brota- lamir í málflutningi hans. Í fyrsta lagi heldur hann að erlendar rann- sóknir eigi ekki við á Íslandi: „Þær rannsóknir tel ég ekki vera mjög traustvekjandi fyrir okkur Íslend- inga þar sem þær eru gerðar við allt aðrar veðurfarsaðstæður en hér eru.“ Þetta er rökvilla, sem á ensku kallast „provincialism“, gjarna þýtt sem heimska og felur í sér að allt ut- anaðkomandi sé meira eða minna tortryggilegt (heimskt er heimaalið barn). Að allt sé svo sérstakt á Ís- landi er einmitt séríslensk heimska: „Á blautu svelli er vatnslag undir dekkjunum og aðeins oddar nagl- anna ná niður í svellið, dekkin sjálf veita lítið sem ekkert viðnám. Harð- kornadekk gera lítið gagn við þessar aðstæður. Þessi svellalög eru sér- íslenskt fyrirbæri, því koma rann- sóknir erlendis að litlu gagni fyrir okkur Íslendinga.“ Þetta er þvætt- ingur, eða heldur G.J. virkilega að svell sé óþekkt fyrirbæri utan hans séríslensku landsteina? Þar sem snjóar rignir líka. Þar sem frýs þiðnar yfirleitt líka. Sænska um- ferðarrannsóknastofnunin VTI hef- ur prófað vetrardekk áratugum saman við allar hugsanlegar aðstæð- ur, ekki síst á blautu svelli, sem ég held að sé alveg eins og blautt svell á Íslandi. Þar að auki liggja fyrir ís- lenskar rannsóknir sem benda ekki til þess að nagladekk auki öryggi í vetrarumferð (sjá greinar eftir Frið- rik Vigfússon og undirr. í Mbl.12. þ.m.). G.J. nefnir harðkornadekk, sem eru valkostur þeirra sem vilja hlífa umhverfi sínu án þess að fórna ör- ygginu. Hann fer með fleipur, harð- kornadekk og splunkuný nagladekk hafa svipaða virkni á blautu svelli, en hin síðarnefndu missa hins vegar eiginleika sína fljótt og veita eftir það aðeins falskt öryggi. G.J. ber saman einangrun í hús- um og nagladekk. Þessi samlíking er út í hött, þar sem hið fyrrnefnda er augljóslega af hinu góða, á meðan öryggisþáttur nagladekkja er veru- lega umdeildur. Nafni minn Helga- son hjá Umferðarráði lagði einhvern tíma að jöfnu öryggisbelti og nagla- dekk, það er jafnfáránlegt. G.J. minnist á ryk, svifryk í lofti er langt yfir viðmiðunarmörkum þegar loft er stillt, það vandamál væri minni háttar ef nagladekk væru ekki notuð af tugþúsundum bíleigenda. „... En að eyða stórfé í það að fækka öryggisþáttum“ er óskiljan- leg setning, viðhald gatna vegna naglanna kostar einmitt hundruð milljóna á ári, sem annars mætti nota til þarfari hluta. Ég get verið sammála Guðvarði um að kenna þurfi fólki að keyra, en vondur ökumaður verður ekkert betri þótt hann sé á negldum hjól- börðum. SIGURÐUR HRAFN GUÐMUNDSSON, Njálsgötu 110, Reykjavík. Aftur um nagladekk Frá Sigurði Hrafni Guðmundssyni: GUÐVARÐUR Jónsson heldur því fram í Morgunblaðinu 16. septem- ber sl. að nagladekk séu einu dekkin sem ráði við vatnslag á ís. Máli sínu til stuðnings setur hann fram þá at- hyglisverðu kenningu að erlendar rannsóknir komi að litlu gagni fyrir okkur Íslendinga. Þessi ummæli ber að túlka sem höfnun á niðurstöðum á mjög viðamikilli rannsókn á ónegldum dekkjum sem Nýiðn hf. með stuðningi frá Vegagerðinni gekkst fyrir. Markmiðið var að rannsaka bremsu- og hliðarviðnám (stýrihæfni) harðkornadekkja ann- ars vegar og viðnámsdekkja hins vegar (þar á meðal svo kallaðra loft- bóludekkja) á blautu svelli (þykku svelli, til fróðleiks fyrir G.J., alveg jafnsleipu svelli og verst gerist á Ís- landi, jafnvel þótt miðað sé við höfðatölu). Til verksins var fengin Vega- og umferðarrannsóknastofn- un sænska ríkisins (VTI, sjá www.vti.se). Sú stofnun er önnur tveggja í heiminum sem hafa ISO- viðurkenningu til slíkra prófana. Ekki þekki ég til hæfni G.J. til þess að dæma dekkjaprófanir, en á það skal bent að undirritaður hefur nú um tveggja ára skeið komið að máli við fjölmarga í dekkjaiðnaðinum sem hafa doktorsgráðu í þessum fræðum og enn sem komið er hefur enginn dregið ágæti rannsókna VTI í efa. Orðspor VTI er með þeim hætti, að enginn sem hefur minnsta vit á hjólbörðum leyfir sér að tor- tryggja niðurstöður hennar, nema ef til vill nokkrir Íslendingar! Til þess að gera langa sögu stutta stóð- ust harðkornadekkin prófið, önnur ekki. Niðurstöðurnar í heild sinni er hægt að nálgast á vef VTI (www.vti.se og á vef Nýiðnar hf. www.newind.is). Sú fullyrðing Guð- varðar Jónssonar þess efnis að harðkornadekk komi ekki að gagni á blautu svelli er því með öllu ósönn og honum ekki til framdráttar í mál- flutningi sínum. Öðrum staðhæfing- um G.J. um nagladekk, svo sem um ósannaða loftmengun af þeirra völd- um, læt ég hjá líða að svara, enda sama bullið á ferðinni, þ.e.a.s. raka- laus málflutningur og bendi ég á rannsókn Ylfu Thordarson frá síð- astliðnum vetri. Ég veit ekki betur en hún sé alveg jafníslensk og lopa- peysan. Nagladekk tilheyra liðinni öld. FRIÐRIK H. VIGFÚSSON, framkvstj. Nýiðnar hf. Nagladekk Frá Friðriki H. Vigfússyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.