Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær mann í þriggja og hálfs
árs fangelsi fyrir ítrekuð kynferðis-
brot gegn stjúpdóttur sinni á árunum
1983 til 1987. Á þeim tíma hafði hann
margoft samræði eða önnur kynferð-
ismök við stúlkuna en hún var níu ára
gömul þegar brotin hófust. Hún
kærði brotin til lögreglu í fyrra.
Maðurinn neitaði alfarið sök, bæði
hjá lögreglu og fyrir dómi. Dómnum
þótti hins vegar sannað með grein-
argóðum vitnisburði stúlkunnar, sem
fékk stoð í vitnisburði móður hennar
og hálfsystur, og af öðrum gögnum
málsins, að hann hafi gerst sekur um
gróft kynferðislegt ofbeldi gegn
henni.
Fyrir dómi lýsti stúlkan því að
maðurinn hefði fyrst haft kynferðis-
legt samneyti við hana árið 1982 en
móðir hennar lá þá á fæðingardeild-
inni í Reykjavík. Í dómnum er greint
frá margháttuðum kynferðisbrotum
mannsins gegn stúlkunni sem áttu
sér stað á heimili þeirra, heimili móð-
ur mannsins, í skipi sem hann var
skipverji á og víðar. Þeim lauk ekki
fyrr en stúlkan var á 16. ári.
Í dómnum kemur fram að maður-
inn hafi farið með hana á heilsu-
gæslustöð til að láta athuga hvort hún
væri þunguð skömmu áður en hún
varð 14 ára. Stjúpfaðir hennar hafi
sagt lækninum að hún vildi ekki segja
með hvaða strák hún hefði verið en
hún ekki verið með neinum strák á
þessum tíma.
Við ákvörðun refsingar var litið til
þess að maðurinn var stjúpfaðir
stúlkunnar og hafði því foreldra-
skyldum að gegna gagnvart henni.
Þeim skyldum brást hann algerlega
og misnotaði sér gróflega vald full-
orðins manns yfir barni. Brotið hafi
ennfremur verið til þess fallið að
valda henni erfiðleikum í lífinu.
Dómnum þóttu miskabætur hæfileg-
ar ein milljón króna en stúlkan hafði
farið fram á að maðurinn yrði dæmd-
ur til að greiða henni 4,2 milljónir
króna.
Héraðsdómararnir Valtýr Sigurðs-
son, Guðjón St. Marteinsson og Páll
Þorsteinsson kváðu upp dóminn. Sig-
mundur Hannesson hrl. var réttar-
gæslumaður kæranda og Örn Clau-
sen hrl. var skipaður verjandi manns-
ins, en Ragnheiður Harðardóttir sótti
málið.
Þriggja og hálfs árs fang-
elsi fyrir kynferðisbrot
ÍSLANDSPÓSTUR og bréfberinn
sem bar út bréfið til Davíðs Odds-
sonar, forsætisráðherra, sem á tíma-
bili var talið að gæti innihaldið smit-
efni miltisbrands fréttu af því í
fjölmiðlum að í bréfinu umrædda
hefði fundist torkennilegt hvítt duft.
Einar Þorsteinsson, forstjóri Ís-
landspósts, segir að fyrirtækinu hafi
hvorki borist upplýsingar um málið
frá lögreglu né fyrirmæli um við-
brögð.
Jón H. Snorrason, yfirmaður efna-
hagsbrotadeildar ríkislögreglu-
stjóra, segir að misskilningur hafi
komið upp í samskiptum milli Ís-
landspósts og lögreglu en því sé búið
að kippa í liðinn og ljóst að hann end-
urtaki sig ekki. Misskilningurinn hafi
verið á báða bóga en hann vildi ekki
ræða efnislega um hvernig hann hafi
borið að.
Þetta hafi verið óheppilegt og
embættinu og Íslandspósti þyki mið-
ur að svo hafi farið.
„Það verður að segjast eins og er
að nú eru hlutir að gerast sem ekki
hafa gerst áður, allstaðar í heimin-
um. Fyrri og þekktari ógnanir falla í
farveg sem ekki er búið að skilgreina
en þetta er dæmi um vettvang sem
ekki hefur verið tengdur þessum við-
bragðsáætlunum,“ segir Jón.
Hefði ekki orðið þessi misskilning-
ur hefði verið gripið til varúðarráð-
stafana varðandi þá starfsmenn Ís-
landspósts sem hugsanlega komust í
snertingu við efnið.
„Mjög skrýtin vinnubrögð“
Sigríður Sigurðardóttir, bréfberi,
bar út hið umrædda bréf. Sigríður
frétti hins vegar ekki af því að tor-
kennilegt hvítt duft hefði verið í bréf-
inu fyrr en á miðvikudagskvöld þeg-
ar hún horfði á tíu-fréttir Sjón-
varpsins.
„Þegar ég sá þetta í fréttunum
varð ég rosalega reið,“ sagði Sigríður
í samtali við Morgunblaðið. Þá hafi
henni verið hugsað til þess að henni
fannst hún verða vör við eitthvert
efni á fingrunum þegar hún bar út
póstinn á þriðjudagsmorgun. „Ég
hugsaði bara að ég væri að verða eitt-
hvað ímyndunarveik, svona bréf
væru ekki á Íslandi.“ Hún hafi þurrk-
að efnið af sér og ekki hugsað nánar
út í það. „Svo sé ég að þetta bréf er í
rannsókn og búið er að gera allar
ráðstafanir. Þá hugsaði ég með mér:
Af hverju sit ég þá hérna og frétti af
þessu í sjónvarpsfréttunum? Af
hverju er ekki búið að hafa samband
við mig þegar þrír menn í Ameríku
eru dánir og tveir af þeim póstburð-
armenn?“ segir Sigríður. „Mér þykja
þetta mjög skrítin vinnubrögð.“
Hún segist þó frekar hafa orðið
reið en hrædd. Hræðslan var þó til
staðar og henni hafi verið nægilega
órótt til þess að hún leitaði á Netinu
eftir upplýsingum um miltisbrand,
m.a. á heimasíðu Landlæknisemb-
ættisins.
Reyndar telur Sigríður upplýs-
ingagjöf til almennings ábótavant,
t.d. um hve langt líði frá smiti og þar
til einkenni koma í ljós, um smitleiðir,
lyfjagjöf o.fl. Á þriðjudag og mið-
vikudag umgekkst Sigríður fjölda
fólks, þ.m.t. son sinn, bróður og ungt
barn hans. Fjölskylda hennar hafi
orðið reið og hrædd fyrir sína hönd.
„Þetta snýst ekki bara um mig held-
ur líka um fólkið í kringum mann.“
Á fimmtudagsmorgun hringdi Sig-
ríður í Íslandspóst en komst þá að því
að þar vissu menn ekki meira en hún.
„Ég vil vekja athygli á þessu af því
að þetta er öryggismál, þarna bregst
greinilega upplýsingaflæðið,“ segir
Sigríður.
Hún segist vera alveg búin að
jafna sig á þessu atviki og rétt eins og
aðra daga bar hún bréf til forsætis-
ráðherra í gær. Einar Þorsteinsson,
forstjóri Íslandspósts, sagði í samtali
við Morgunblaðið að starfsmenn fyr-
irtækisins hafi fregnað af bréfinu í
fjölmiðlum á miðvikudag. Einar segir
að í slíkum tilfellum sé viðbragð-
sáætlun Íslandspósts mjög einföld.
Ef eitthvert tilvik varðandi póstsend-
ingar kemur í ljós utan fyrirtækisins
sé beðið eftir fyrirmælum frá yfir-
völdum. Fyrirtækið eigi í samvinnu
við aðila hjá almannavörnum, land-
lækni, lögreglu og fleirum. Enginn
þeirra hafi haft samband við Íslands-
póst vegna málsins.
„Við metum það einfaldlega þann-
ig að það hafi verið mat einhverra
þeirra sem að málinu koma að þetta
hafi ekki verið hættulegt.“
Aðspurður um hvað honum finnist
um það að lögreglan hafi ekki veitt
fyrirtækinu upplýsingar um málið
segir Einar að sér hefði þótt eðlilegt
að haft væri samband við fyrirtækið.
„Og þá eins fljótt og hægt er, ég get
ekki annað sagt. Ég hins vegar get
ekkert metið hvers vegna það var
ekki gert en ég mun láta spyrjast fyr-
ir um það.“
Hann segir að viðbragðsáætlun Ís-
landspósts sé sambærileg við það
sem gerist hjá póstfyrirtækjum t.d. á
Norðurlöndunum.
Inntur eftir því hve margir hafi
meðhöndlað bréfið áður en það barst
til forsætisráðherra segir að hann að
líklega megi búast við að 5–10 manns
hafi gert það.
Bréfið sem barst á heimili Davíðs Oddssonar forsætisráðherra með hvítu dufti
Bréfberinn var
ekki látinn vita
KONA brenndist á fótum þegar eldur
kom upp í íbúð sem hún var í í fjór-
býlishúsi við Klukkurima í Grafarvogi
um eittleytið í gær. Íbúðin stór-
skemmdist og innbúið er allt meira og
minna ónýtt. Upptök eldsins eru
ókunn en talið að þau megi rekja til
eldhúss íbúðarinnar, sem er á neðri
hæð. Samkvæmt upplýsingum læknis
á gjörgæsludeild Landspítalans við
Hringbraut, en þangað var konan
flutt til öryggis af lýtalækningadeild,
eru brunasár hennar ekki alvarleg.
Stigagangur hússins skemmdist
mikið og töluverður reykur barst
einnig í hinar þrjár íbúðirnar. Fyrir
ofan þá íbúð sem brann var ein kona
heima með sjö vikna gamalt barn.
Komust þau út í tæka tíð og sakaði
ekki.
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæð-
inu, sem að þessu sinni kom frá Skóg-
arhlíð og Hafnarfirði, gekk greiðlega
að ráða niðurlögum eldsins en
slökkvistarfi lauk á rúmum hálftíma,
auk þess sem íbúðirnar fjórar voru
reykræstar.
Skömmu eftir að kviknaði í húsinu
við Klukkurima var tilkynnt um eld á
Hallveigarstöðum við Túngötu. Þar
hafði verið kveikt í ruslatunnu við
húsvegg. Vegna útkallsins í Klukku-
rima og banaslyssins á Hafravatns-
vegi voru slökkviliðsmenn af Reykja-
víkurflugvelli kallaðir að Hall-
veigarstöðum og voru þeir skamma
stund að slökkva bálið. Hlaust lítið
sem ekkert tjón af því.
Íbúð í fjórbýlishúsi í Grafarvogi stórskemmdist í eldsvoða í gær
Morgunblaðið/Kristinn
Slökkviliðsmenn börðust við eld og mikinn reyk í íbúðinni í Klukkurima í gær.
Kona
brennd-
ist á
fótum
TVEIR sextán ára piltar hafa játað
að hafa sent bréf sem innihélt hvítt
duft og hótun til Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra.
Í fréttatilkynningu frá ríkislög-
reglustjóra kemur fram að við yfir-
heyrslur hafi piltarnir borið við að
sendingin hafi átt að vera spaug og
að þeim væri ekki ljóst hve alvarlegt
málið væri.
Umslagið barst til forsætisráð-
herra á þriðjudagsmorgun. Í því var
bréf og í því var hótun og hvítt duft
sem talið var tilefni til að ætla að
gæti verið smitefni miltisbrands.
Niðurstöður sýklafræðirannsóknar
sem lágu fyrir á fimmtudag leiddu í
ljós að duftið var meinlaust.
Fjórir piltar voru yfirheyrðir í
tengslum við rannsókn málsins og
húsleitir gerðar á miðvikudag og
fimmtudag. Þar fundust sönnunar-
gögn um aðild tveggja þeirra að
bréfasendingunni. Hinir grunuðu
játuðu verknaðinn við yfirheyrslur á
fimmtudagskvöld. Málið telst að
fullu upplýst og verða rannsóknar-
gögn send til ríkissaksóknara í
næstu viku.
Tveir piltar játa
að hafa sent forsætis-
ráðherra bréfið
Sendingin
átti að vera
spaug