Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 41
í aðra heimsálfu. Þar getur Ísland
hrósað happi þegar litið er á þann
fjölda merkra afkomenda sem frá
henni eru komnir hér á landi.
Þegar Jón var tíu vetra varð fjöl-
skyldan fyrir þeirri miklu ógæfu að
faðir hans og fyrirvinna heimilisins
missti annan fótinn skammt neðan
við mjöðm. Eftir það hlaut Jón
Karlsson að ganga á hækjum, en fór
þó allra sinna ferða og sinnti flestum
fyrri störfum af frábærum dugnaði.
Það kom í hlut Jóns litla að fylgja
föður sínum svo að segja hvert fót-
mál, bæði heima og heiman. Minn-
isstæðar voru honum ferðirnar til
kirkjunnar á Lundarbekku, en faðir
hans var forsöngvari við kirkjuna,
gæddur ágætum tónlistargáfum
sem gengið hafa í arf til niðja hans.
Af þessum sökum varð Jón yngri
einkar nákominn föður sínum, og
þótt hann ætti eldri bræður gerðist
hann brjóst fyrir búi foreldranna
þegar hann hafði aldur til. Þótt hann
væri heillaður af dýrð náttúrunnar
var honum ríkt í huga síðar á ævinni
hve lífsbaráttan hefði verið erfið á
þessari miklu og afskekktu öræfa-
jörð.
Nær þrítugu staðfesti hann ráð
sitt og gekk að eiga Friðriku Krist-
jánsdóttur frá Fremstafelli í Köldu-
kinn. Tvíburabróðir Jóns, Páll
Helgi, var fóstraður í Stafni í
Reykjadal, en þeir bræður kynntust
er þeir stálpuðust og náðu vel sam-
an. Páll giftist ungur Rannveigu
systur Friðriku, og reistu þau bú á
hluta Fremstafells og byggðu þar
lítið hús. Þegar hér var komið sögu
var Páll orðinn kennari við Lauga-
skóla, og árið 1940 fluttust þau Jón
og Friðrika í hús systkina sinna,
fengu jarðarhlutann og bjuggu síð-
an í Fremstafelli langa ævi, allt þar
til er sonur þeirra Þorgeir tók við
búinu en þau fluttust til vistar í dval-
arheimilinu Hvammi á Húsavík. Í
Fremstafelli uxu börn þeirra úr
grasi hvert af öðru, fimm að tölu,
þar efldi Jón búskap sinn og tók þátt
í margvíslegu félagslífi sveitarinnar.
Hann bast Kinninni tryggðaböndum
ekki síður en æskubyggðinni Bárð-
ardal.
En búskapurinn fullnægði aldrei
þörf hans og þrá. Frá ungum aldri
brá hann því fyrir sig að stíga í
pontu við ýmis tækifæri, meðal ann-
ars yfir moldum genginna granna.
Kryddaði hann þá stundum mál sitt
með vísum og kviðlingum sem
sýndu að hann hafði einnig vald yfir
því formi tungunnar. Og þegar aldur
færðist yfir og hann fór að hægja
ferðina við líkamlegt strit, þá fór
hann að leggja meiri rækt við rit-
störf af ýmsu tagi. Hann birti ljóð-
mæli sín í tveimur bókum sem bera
nöfnin Hjartsláttur á þorra og Við-
kvæm er jörð. Jafnframt skrifaði
hann fjölda greina og ritgerða um
ýmis áhugamál sín, einkum í blöðin
Dag og Víkurblaðið meðan þeirra
naut við, en mest þó í tímaritið
Heima er best. Og sérstaklega er
vert að nefna ræður þær sem hann
flutti við ýmis tækifæri, en hann var
maður félagslyndur og kom víða við.
Þessa íþrótt iðkaði hann fram í háa
elli. Ætíð talaði hann þá blaðalaust
og líklega oft án mikils undirbún-
ings. Fræg er ræða sem hann flutti
á síðasta ári á gleðisamkomu heima í
æskusveit sinni. Þá hafði hann tvo
um nírætt, og líkaminn var svo
hrumur að hann stumraði með
stuðningi upp í ræðustólinn. En
þegar hann tók til máls var sem
hann kastaði ellibelgnum, röddin
var enn sterk og þrumandi, og
gneistarnir kviknuðu hver af öðrum
og glæddust í loga. Svo hafa áheyr-
endur sagt mér að þeim hafi þótt
sem þeir væru fullkomlega horfnir
aftur í tímann til þess lífs sem lifað
var í Bárðardal sjötíu árum fyrr.
Þannig hélt Jón Jónsson andlegu
þreki og heilbrigði nálega til hinstu
stundar. Síðustu færslu í dagbók
sína reit hann daginn fyrir andlát
sitt, en þá náði hann raunar aðeins
að skrifa dagsetninguna. Svo vel
tókst til að við dánarbeð hans voru
Friðrika og öll börn þeirra saman
komin til að kveðja hann.
Jón var trúaður maður, og meðal
þess sem hann studdi vel í Köldu-
kinn var kristnihald og messugjörð
á Ljósavatni. Áratugum saman var
hann þar allt í senn: sóknarnefnd-
armaður, meðhjálpari, hringjari og
söngmaður í kirkjukórnum. Á síð-
astliðnu ári fagnaði hann með sveit-
ungum og vinum þegar hin nýja og
fagra Þorgeirskirkja var vígð, en
bygging hennar hafði lengi verið
honum mikið áhugamál. Og nú skal
hann liðinn lagður til hinstu hvíldar í
gamla kirkjugarðinum á Ljósavatni.
Margs er að minnast og margt að
þakka frá ljúfum samverustundum
við systur mína og mág heima í
Fremstafelli. Við Sigríður sendum
Friðriku, börnum hennar og fjöl-
skyldu allri innilegar samúðarkveðj-
ur, og biðjum þeim blessunar Guðs.
Jónas Kristjánsson.
Frá því Jón ríki gerði Mýri í
Bárðardal að ágætisjörð eftir móðu-
harðindi, þrátt fyrir afskekkju,
sýndist mér ungum að bændur þar
hefðu jafnan heitið annaðhvort Jón
eða Karl. Voru áhöld um hvor væri
betri bóndi, sá sem gegndi karls-
nafni eða jóns. Þegar fæddust tvö
sveinbörn árið 1908 og öðru þeirra
var ætlað fóstur í annarri sveit hjá
frændum þótti henni Aðalbjörgu
ömmu minni skynsamlegt að hitt
fengi Jónsnafnið og gæti orðið Mýr-
arbóndi, þó svo að hún ætti þegar
Karl. Það var kallað að eiga fyrir af-
föllum. Sá drengurinn sem settur
var í fóstur fékk nafn frænda síns
þess sem fóstrinu réð og hét Páll.
Jón föðurbróðir minn, sem þarna
fæddist á einum afskekktasta bæ
norðanlands, Mýri í Bárðardal, 5.
apríl árið 1908, varð einn ágætasti
heimsborgari sem ég hef átt kynni
við. Að honum virtist ævinlega
þrengt því hann þurfti mikið and-
rými, hvort heldur var í veraldleg-
um efnum eða andlegum. Hann
barðist í efnalegum bökkum og and-
legum. En hann reis hátt yfir um-
hverfið með sínum hætti.
Hann var bóndi og unni því starfi;
samt undi hann aldrei því hokri sem
fjölmargir íslenskir bændur létu sér
lynda. Hann vildi stórt, svo stórt að
öðrum reyndist örðugt að fylgja.
Hann hugsaði aldrei smátt: var
skáld, söngmaður, hugsjónamaður,
rithöfundur til hinsta dags. Talaði
heitur fyrir hverju málefni, hvort
sem það var kornrækt eða laxastigi,
túlkun Íslendingasagna eða Þor-
geirskirkja. Faðmaði mann alltaf
með sama innileik, viss um að í
frændum og niðjum ætti hann sam-
herja og samvinnumenn.
Tvíburarnir Páll og Jón voru bæði
einir og tveir, líkir og ólíkir. Engan
frænda átti ég sem mér leið eins vel
í hans návist og Jón. En samt fann
ég alltaf til þess, jafnvel barnið, að
þeir tvíburarnir sem ekki fengu að
alast upp samtýnis höfðu ekki
þroskast í sömu átt. Því varð alltaf
fjörður milli frænda, hversu innilega
vænt sem þeim þótti hvorum um
annan, enda kvæntir systrum.
Að ferðalokum á ég Jóni í
Fremstafelli eða Jónssyni, eins og
hann var ævinlega kallaður heima til
aðgreiningar frá hinum frænda mín-
um í Fremstafelli, Jóni Kristjáns-
syni, meira að þakka en orðum verð-
ur tjáð. Mestu varðar að hafa fengið
að kynnast trúmennsku hans og
trausti á íslenska bændamenningu
og samvinnuhreyfingu. Til þess að
bera virðingu fyrir skoðunum hans
þurfti maður ekki að vera sammála
þeim. Þær voru bornar fram af slíkri
sannfæringu og þvílíkum heiðarleik
að minnti á falleg trúarbrögð. Í því
samhengi skildi ég sjónvarpsviðtal
við hann þegar Kaupfélag Þingey-
inga hlaut að lúta lágt. Ekki hafði
hann fremur áhyggjur af þeirri sam-
vinnuhreyfingu sem þar leið undir
lok en sjálfum sér. Bæði ættu þau
sér endurreisnar og annars lífs von.
Nú veit ég að hann er þangað kom-
inn og er að hefjast handa við að
stofna Kaupfélag Þingeyinga í
himnaríkinu. Þar vona ég að ég eigi
eftir að eiga smáaura í stofnsjóði.
Þeim orðum þakka ég þessum ynd-
islega frænda mínum fyrir rösklega
hálfrar aldar samvistir í kaupfélagi
þessa heims, og það geri ég líka fyr-
ir hönd systkina minna, barna Páls
og Rannveigar í Hvítafelli. Og um
leið sendum við Friðriku móðursyst-
ur okkar og öllum afkomendum
Jóns innilegar samúðarkveðjur.
Heimir Pálsson.
✝ Sigurveig Þor-steinsdóttir
fæddist á Vestdals-
eyri í Seyðisfirði 11.
9. 1914. Hún lést á
Sjúkrahúsi Seyðis-
fjarðar 22.10. 2001.
Foreldrar hennar
voru Vigfúsína Sig-
urðardóttir Jónas-
sonar trésmiðs á
Seyðisfirði f. 28.10.
1887, d. 28.4. 1967 og
Þorsteinn Ólafsson,
sem um tíma var
leigjandi á Þórarins-
stöðum, f. 11.5. 1862,
d. 28.10. 1949. Kona hans var
Sveinhildur Hávarðardóttir frá
Þinghóli í Mjóafirði, f. 20.11. 1860.
Hún er látin fyrir 1913. Þeirra
börn og hálfsystkini Sigurveigar
voru: 1) Ólafur Steinar f. 19. 3., d.
fyrir 1910. 2) Sigurlaug Ágústína
f. 12. 8. 1887,
d. 14. 12. 1974. 3) Hávarður
Þórarinn f. 14. 6. 1891, d. 24.1.
1970. 4) Jón Óskar f.
5. 10. 1900, d.? Sig-
urveig ólst að mestu
leyti upp fram á ung-
lingsaldurinn hjá
móðurforeldrum
sínum á Seyðisfirði,
Munnveigu Andrés-
dóttur og Sigurði
Jónassyni. Allt fram
undir 1968 er hún í
vinnu- og lausa-
mennsku, dvaldi um
alllangt skeið á Þór-
arinsstöðum hjá
Þórarni Sigurðssyni
og Guðfinnu Sigurð-
ardóttur, og auk þess að vera
vinnukona hjá ýmsu fólki á Seyð-
isfirði vann hún um tíma við ræst-
ingar í barnaskólanum. Skömmu
fyrir 1970 eignast hún fastan
dvalarstað á Sjúkrahúsi Seyðis-
fjarðar. Jarðarför Sigurveigar fer
fram frá Seyðisfjarðarkirkju
laugardaginn 27. október 2001 kl.
14.
Heimsókn með móður minni til afa
og ömmu á Seyðisfirði tengist mínum
fyrstu bernskuminningum. Þá sá ég
og kynntist fyrst frænkum mínum,
Vigfúsínu, sem gjarnan var kölluð
Sína, og dóttur hennar, Sigurveigu,
sem í daglegu tali var nefnd Sigra.
Við Sigra vorum systrabörn. Hún
var ekki hjónabandsbarn og foreldr-
ar hennar höfðu ekki tök á að sjá fyr-
ir henni. Hún dvaldi því uppvaxtar-
árin hjá afa okkar og ömmu, og þar
var ekki auður í garði frekar en víða
annars staðar á þessum tímum. Hún
var því snemma sett til vinnu og
kornung fór hún út á vinnumarkað
þeirra tíma, sem fólst fyrst og fremst
í vinnu- og lausamennsku. Frænka
mín batt ekki bagga sína að öllu leyti
sömu hnútum og samferðamennirn-
ir, en eigi að síður skilaði hún sínu
dagsverki af samviskusemi og dugn-
aði. Eftir að ég kom austur 1977 bar
fundum okkar oftar saman og þá rifj-
aði hún stundum upp ýmislegt úr
lífshlaupi sínu. Hún var einlæg í frá-
sögn sinni og þakklát var hún þeim,
sem vel reyndust henni, og þeir voru
margir. Á Þórarinsstaðaárum Sigru
dvaldi þar stundum drengur, sem
hún tók miklu ástfóstri við, og var
það gagnkvæmt, enda hafði hún ver-
ið í vist hjá foreldrum hans. Hann hét
Steinar Sigurðsson, f. 1949, og flutt-
ist síðar vestur á Dýrafjörð. Hann er
látinn fyrir nokkrum árum. Sigra
mín gerði ekki víðreist um dagana,
en engin regla er án undantekningar.
Í samráði og með stuðningi Steinars
lagði hún eitt sinn upp í langferð og
heimsótti vini sína vestra og var ferð-
in henni mikils virði, hreint ævintýri.
En Sigra átti ekki alltaf sjö dagana
sæla, og stundum rifjaði hún upp at-
riði, þegar réttlætiskennd hennar
var misboðið og á hana var hallað að
ósekju. Sigra var viðkvæm í lund, og
það var ekki auðvelt á hennar yngri
árum að svara fyrir sig, þeir, sem
minni máttar voru, höfðu sjaldnast í
mörg hús að venda. Þrátt fyrir and-
legar hömlur frænku minnar er ég
þess fullviss, að hún hefði getað náð
miklu lengra á þroskabrautinni, ef
nútíma þekking í kennslu- og uppeld-
isfræði hefði verið til staðar á æsku-
árum hennar. Kaflaskipti urðu í lífi
Sigru 1968. Fyrir atbeina Hrólfs Ing-
ólfssonar, þáverandi bæjarstjóra á
Seyðisfirði, fékk hún fastan dvalar-
stað á sjúkrahúsi staðarins. Þar leið
henni alla tíð vel og heill og heiður sé
þeim, sem hafa annast hana í gegn-
um tíðina. Fyrstu árin fór hún í
sendiferðir fyrir stofnunina, t.d. sótti
hún og fór með póst og náði í meðul í
apótekið. Þetta annaðist hún af
stakri samviskusemi og kom öllu til
skila. Sigra kom alloft í heimsókn til
okkar Önnu á Reyðarfirði og var au-
fúsugestur. Broshýr með ljóma í
augum og þakklát kvaddi hún okkur
ævinlega, og vel var tekið á móti okk-
ur, þegar við endurguldum henni
heimsóknirnar. Sigra frænka mín
var einstaklega frændrækin, vildi
gjarnan fylgjast með skyldfólki sínu,
var trygglynd og vinur vina sinna.
Við leiðarlok færi ég henni bestu
þakkir fyrir margar ánægjulegar
samverustundir og bið henni bless-
unar Guðs.
Guðmundur Magnússon.
Mig langar í fáum orðum að minn-
ast minnar gömlu vinkonu Sigurveig-
ar Þorsteinsdóttur. Þau eru orðin
mörg árin síðan leiðir okkar lágu
fyrst saman, reyndar hafa kynni mín
af henni varað frá því ég var smá-
krakki, þar sem hún var tíður gestur
á heimili foreldra minna. Sigra, eins
og hún ætíð var kölluð, var aufúsu
gestur hvar sem hún kom. Kornung
var Sigra farin að vinna hjá öðrum,
þá mikið við að gæta barna á heim-
ilum fólks. Þau eru orðin mörg börn-
in sem að hún gætti. Um langt árabil
bjó hún hjá Björgu Ásgrímsdóttur
sem var húsvörður Barnaskóla Seyð-
isfjarðar og aðstoðaði hana við ræst-
ingar á skólanum. Bjuggu þær á
efstu hæð skólans.
Nú eru nær 3 áratugir síðan sam-
skipti okkar Sigru urðu mun meiri.
Er ég hóf störf við Sjúkrahús Seyð-
isfjarðar var hún búin að vera vist-
maður þar í mörg ár. Alltaf var Sigra
boðin og búin að hlaupa út í bæ, eins
og við kölluðum það, ef eitthvað
þurfti að sendast, því hún var fótfrá
mjög og viljug til hlaupanna. „Ertu
nokkuð reið við mig“ eða „ertu nokk-
uð móðguð við mig“ var ætíð við-
kvæðið hjá henni ef ekki þurfti að
sendast. Ekki þurfti hún þó að hafa
áhyggjur af því að við værum reiðar,
það var fjarri okkur starfsstúlkun-
um. Eftir að heilsu hennar fór að
hraka svo að hún hætti að geta farið
um bæinn, er óhætt að segja að eitt-
hvað vantaði í bæjarmyndina og
margur maðurinn spurði um Sigru
og hvers vegna hún væri alveg hætt
að sjást. Á þessu var hægt að sjá að
fólk saknaði þess að sjá hana ekki
lengur á ferðum sínum um bæinn.
Skarð er nú höggvið í „hópinn okkar
á spítalanum“ við brottför Sigru og
ekki lengur spurt: „er Inga Hrefna á
vakt?“ og verð ég að segja að ég
sakna þess í aðra röndina.
Ég vil með þessum fátæklegu orð-
um þakka minni kæru vinkonu sam-
veruna í gegnum tíðina, bið henni
guðs blessunar og góðrar heimkomu
á eilífðarströndu.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
(E. Ben.)
Inga Hrefna.
SIGURVEIG
ÞORSTEINSDÓTTIR
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
0
" 1
"
% 1%
,
,$
$
$
" $
63( A0$ /0-
+8
. 5
4
*
78
. 71
CD
*4+!4#
2 0 67 .
" 3
*/ (7
#
3 "
" 1
,
% 1%
,$" "
"
$
" $
A0)-$$5
EE
4
*#
+
3"
" A / -
3
- 4A / 5 ! .
0 A! /
- 4- 4 #