Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ REKSTUR Norðuráls hf. skilaði 5 milljóna dollara, 525 milljóna króna, hagnaði á síðasta ári, miðað við gengi í dag, og fyrstu níu mánuði yfirstand- andi árs hefur félagið verið rekið með 8 milljóna dollara, 840 milljóna króna, hagnaði. Nettóvelta fyrirtækisins var 70 milljónir dollara, 7,4 milljarðar króna, á síðasta ári en fyrstu níu mán- uði þessa árs var veltan 62 milljónir dollara, 6,5 milljarðar króna. Fram- leiðsla á áli var 58 þúsund tonn á síð- asta ári en þegar hafa verið framleidd 52 þúsund tonn á þessu ári. Framleiðslugeta álversins jókst á ársgrundvelli úr 60 þúsund tonnum í 90 þúsund tonn með öðrum bygging- aráfanga sem fól í sér að bætt var 60 kerum við þau 120 sem fyrir voru. Framleiðsla í nýjum kerum hófst hinn 11. júní síðastliðinn og lauk gangsetningu þeirra fyrir júlílok. Með stækkuninni hefur stöðugildum fjölgað úr 164 í liðlega 200 á árinu 2001. Framkvæmdakostnaður var undir áætlun og framkvæmdatími heldur styttri en áætlað var. Lækkandi verð Álverð var þokkalegt á síðasta ári og framan af þessu ári en hefur farið ört lækkandi undanfarið og er nú undir 1.300 dollurum, 136.500 krónur, á tonn. Meðalverðið fyrstu níu mán- uði þessa árs var tæpir 1.500 dollarar, 157.500 krónur, sem er heldur lægra en meðalverð ársins 2000 sem var um 1.550 dollarar, 162.750 krónur. Norð- urál keypti á síðastliðnu ári vilnanir sem verja félagið gegn verðfalli á ál- mörkuðum á þessu ári. Í þessu felst að félagið tryggir sér ákveðnar lág- markstekjur óháðar álverði á mörk- uðum. Þessi aðgerð hefur jákvæð áhrif um þessar mundir þar sem ál- verð hefur lækkað mikið. „Sterk staða dollara hefur haft já- kvæð áhrif á afkomuna á þessu ári. Þá hefur náðst verulegur árangur í að ná niður kostnaði á ýmsum sviðum og vegur þar þyngst áhugi og aukin reynsla starfsmanna. Félagið hefur hvatt starfsmenn til kostnaðarað- halds með því að þeir fá hlutdeild í sparnaði auk annarra þátta. Þannig hefur ábati starfsmanna verið ríflega 14% ofan á samningsbunding laun það sem af er árinu. Útlitið á álmörkuðum ekki bjart Aukning framleiðslugetu á miðju ári hefur þegar sýnt sig að vera mjög hagkvæm aðgerð fyrir reksturinn og er mikilvægur liður í því að tryggja samkeppnisfærni og auka arðsemi eiginfjár. Útlitið fyrir síðustu þrjá mánuði ársins er ekki bjart á álmörk- uðum. Þrátt fyrir það er áfram gert ráð fyrir hagnaði af rekstri Norður- áls, meðal annars vegna þess að félag- ið hefur tryggt sér lágmarksverð út þetta ár sem er hærra en núverandi markaðsverð,“ segir Ragnar Guð- mundsson, framkvæmdastjóri fjár- mála- og stjórnunarsviðs Norðuráls, í samtali við Morgunblaðið. Hvaða áhrif hefði enn frekari stækkun Norðuráls á afkomu fyrir- tækisins? „Stækkun eins og hugmyndir eru um, upp í 200.000 til 300.000 tonn, myndi hafa í för með sér enn frekari hagkvæmni. Fyrirtækið væri þá kom- ið í þá stærð að vera fyllilega sam- keppnisfært á alþjóðlegum markaði. Núverandi stærð er í það minnsta,“ segir Ragnar. Hagnaður 840 milljónir króna Aukning afkastagetu Norðuráls reyn- ist mjög hagkvæm fyrir reksturinn        <+  +%! ) * F( ( ) FF+#F* -+#F* I  +%! ) FF'(( <+ ((  %    "  #    $  %  &        CA0C B@0C ?D0A H0? AD0H H0G  G0A  ./ 01/. AHD0C HB0? 01/. B?0 H0 ?    !" !# ! $ $  '!  '! !"" "!  '!  % # % !# 2    3 +4  0               BFHF BAFA?F     BRESKIR fjölmiðlar segja markað- inn hafa litla trú á að Baugur hafi fjárhagslegt bolmagn til yfirtöku Arcadia, ef viðræður Baugs og Arc- adia leiða til þess að Baugur geri til- boð í útistandandi hluti í Arcadia. Fram kom í fréttum Guardian í gær að orðrómur væri á kreiki á breska markaðnum um að Deutsche Bank myndi taka þátt í fjármögnun kaupanna á Arcadia, ef af þeim yrði. Getgátur þessar virðast sprottnar af því að bankinn veitir Baugi ráðgjöf í viðræðunum við Arcadia. Guardian segir að þrátt fyrir að efast sé um fjárstyrk Baugs og trú- verðugleika viðræðnanna séu heim- ildir fyrir því að Baugur hafi myndað sterk tengsl við hóp íslenskra fjár- festa. Þá segir að Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs, vilji ekkert tjá sig um fjármögnunina. Áherslan á unga fólkið Fjallað er um hvort hér verði um óvinveitta yfirtöku að ræða en Jón Ásgeir er sagður standa fast á því að hugsanleg yfirtaka verði vinveitt og sagt er að hann hafi lýst vilja til að halda í yfirstjórnendur fyrirtækisins. Á fréttavef Financial Times er haft eftir Jóni Ásgeiri að Baugur vilji leggja megináherslu á þær verslun- arkeðjur Arcadia sem selja tískufatn- að fyrir ungt fólk, þ.e. Top Shop og Miss Selfridge. Þetta telji hann sterkustu merkin og í þeim felist mik- il tækifæri á alþjóðamarkaði. Þar að auki sé reksturinn á Arcadia traustur og vel hafi verið að verki staðið á und- anförnum tólf mánuðum. Verðið umdeilt Skiptar skoðanir eru á breskum markaði um hvort verðið sem Baugur er tilbúinn að greiða fyrir hlutabréfin, 280–300 pens, sé nægilega hátt. Til að mynda hefur Guardian eftir Richard Ratner, sérfræðingi hjá Seymour Pierce, að hann telji 330 pens réttara verð fyrir bréfin. Hann viðurkenndi samt sem áður að 300 pensa tilboð gæti verið aðlaðandi fyrir fjárþurfi stofnanafjárfesta. Í dálkinum Lex í Financial Times er fjallað um hugsanlega yfirtöku Baugs á Arcadia. Þar segir að óvíst sé hvort Baugur geti fjármagnað kaupin á Arcadia, en Arcadia sé að vísu með gott fjárstreymi og eignir sem komið gætu á mótu skuldum. Lex fjallar einnig um hvort verðið sé ásættan- legt. Ef horft sé til baka virðist verðið ágætt, en sé miðað við áætlanir um framtíðarhagnað sé það ekki eins spennandi. Í því sambandi beri þó að hafa í huga að töluverð hætta sé á að Arcadia nái ekki markmiðum sínum. Morgunblaðið leitaði í gær eftir viðbrögðum frá stærstu hluthöfum í Arcadia, fyrir utan Baug, við þreif- ingum Baugs. Forsvarsmaður Barclays Global Investors, sem á 10,1% og er annar stærsti hluthafinn á eftir Baugi, sagði: „Ef formlegt til- boð verður lagt fram vegna Arcadia munum við bregðast við því á þann hátt sem kemur viðskiptavinum okk- ar best.“ Verði tilboð Baugs að veruleika getur Stuart Rose, forstjóri Arcadia, hagnast verulega, að sögn Guardian og Financial Times. Rose keypti 622 þúsund hluti í Arc- adia á u.þ.b. 64 pens eftir að hann gekk til liðs við fyrirtækið í nóvember í fyrra, til viðbótar við þær 6,5 millj- ónir hluta sem hann hefur fengið á 51 pens í gegnum kaupréttarsamninga, að því er fram kemur í Financial Tim- es. Hann hefur því greitt u.þ.b. 3,7 milljónir punda fyrir sinn eignarhlut. Sé miðað við efri mörk hugsanlegs tilboðs Baugs gæti hlutur Rose orðið um 21,3 milljóna punda virði og hagn- aður hans af sölu bréfanna orðið um 17,6 milljónir punda eða ríflega 2,6 milljarðar íslenskra króna. Rannsókn á viðskiptum með bréf Arcadia? Í Daily Telegraph segir frá því að talið sé að kauphöllin í Lundúnum, London Stock Exchange (LSE), sé að rannsaka Arcadia vegna gruns um að leki hafi valdið því að upplýst var um viðræður við Baug um hugsanlega yf- irtöku. Í fréttinni segir að álitið sé að LSE hafi hafið rannsókn á viðskipt- um með bréf í Arcadia skömmu fyrir viðræðurnar við Baug. Haft er eftir talsmanni LSE að hann geti ekki tjáð sig um einstök mál og Arcadia er sagt hafa neitað að ræða þetta mál. Sam- kvæmt frétt blaðsins var það að kröfu Takeover Panel, sem er aðili sem fylgist með yfirtökum í Bretlandi, að Arcadia tilkynnti að viðræður ættu sér stað við Baug. Efast um að Baugur ráði við kaupin Í GÆR rann út frestur til að skila inn óbindandi verðtil- boðum í 25% hluta- fjár í Landssíma Ís- lands hf., en eins og greint hefur verið frá átti fresturinn að renna út síðastliðinn mánudag, en var framlengdur að beiðni bjóðenda. Tilboð bárust frá sjö bjóðendum, og að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá einkavæðingarnefnd eru þar á með- al sum af öflugustu síma- og fjar- skiptafyrirtækjum Evrópu. Ekki er gefið upp nánar hverjir bjóðendur eru. Sala á þeim 25% hlutafjár sem nú er verið að selja er annar áfangi í einkavæðingu Landssímans og er markmiðið með þeim áfanga að finna kjölfestufjárfesti. Val á kjöl- festufjárfestinum fer fram í lok nóvember eftir að lokatilboðum hefur verið skilað inn. Kjölfestu- fjárfestinum mun svo standa til boða að kaupa 10% hlutafjár í Landssímanum til viðbótar á tíma- bilinu 1. nóvember 2002 til 1. febrúar 2003 á sama verði og felst í lokatil- boði hans. Ríkið mun bjóða kjöl- festufjárfestinum að tryggja honum meirihluta stjórnar Landssímans á meðan ríkið og hann fara saman með meirihluta hlutafjár. Nýti kjölfestufjárfestir- inn sér ekki réttinn til að kaupa þau 10% hlutafjár til viðbótar sem í boði verða missir hann þó stuðning ríkisins til að halda meirihluta stjórnar. Stefnt að því að ganga frá sölunni fyrir lok ársins Í fréttatilkynningu frá einkavæð- ingarnefnd segir að söluferli í þess- um áfanga einkavæðingar Lands- síma Íslands hafi hafist síðastliðið sumar þegar auglýst hafi verið eftir áhugasömum fjárfestum. Áhuga- samir hafi svo skilað inn yfirlýsingu þar að lútandi 24. september síð- astliðinn. Alls hafi borist 17 slíkar yfirlýsingar. Þeim sem hafi uppfyllt skilyrði til áframhaldandi þátttöku hafi gefist kostur á að fá sendar nánari upplýsingar í sérstakri skýrslu sem Pricewaterhouse Coopers hafi útbúið í samvinnu við Landssímann og einkavæðingar- nefnd. Á grundvelli þeirra upplýs- inga hafi þeir svo átt að skila inn óbindandi verðtilboðum. Eins og að framan segir hafa nú borist óbind- andi tilboð frá 7 bjóðendum. „Á grundvelli þeirra óbindandi tilboða sem nú hafa borist gefst 2-4 tilboðsgjöfum kostur á að fá frekari upplýsingar um Landssíma Íslands hf. og starfsemi hans í gegnum kynningar, heimsóknir og kost- gæfnisathuganir. Framkvæmda- nefnd um einkavæðingu mun taka afstöðu til þeirra óbindandi tilboða sem nú hafa borist á næstu dög- um,“ segir í fréttatilkynningunni. Þar segir einnig að bindandi loka- tilboð eigi að berast í lok nóvember næstkomandi. Að lokinni skoðun á þeim sé ráðgert að ganga til samn- inga við einn aðila og stefnt að frá- gangi samningsins fyrir lok ársins. Jafnvel meiri áhugi en búist hafði verið við Hreinn Loftsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir að þau óbindandi tilboð sem borist hafi staðfesti að sá áhugi sem fram kom í upphafi sé til staðar. Þeir sem skilað hafi inn tilboðunum séu að lýsa yfir áhuga á að taka þátt í seinni hlutanum og því fylgi mikil alvara af þeirra hálfu. Hreinn segir aðspurður að nið- urstaðan úr þessum þætti kjöl- festufjárfestahlutans sé jafnvel enn betri en hann hafi þorað að vona. Hann sé mjög sáttur við þennan gang mála og vongóður um fram- haldið. Sjö óbindandi verðtilboð í Landssímann lögð fram í gær 2–4 af 7 bjóðendum fá að halda áfram NETFYRIRTÆKIÐ Kveikir sem starfaði á sviði veflausna og útlits- hönnunar á netinu hefur hætt starf- semi. Benedikt Svavarsson fram- kvæmdastjóri Kveikja staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Olgeir Kristjónsson stjórnarfor- maður Kveikja og forstjóri EJS segir líklegt að fyrirtækið verði tek- ið til gjaldþrotaskipta. Aðspurður um ástæður gjaldþrotsins segir Ol- geir að ekki hafi verið rekstrar- grundvöllur fyrir fyrirtækið, það hafi ekki einungis verið verkefna- skortur heldur hafi ekki tekist að innheimta viðskiptakröfur. Starfsmenn Kveikja voru 19 und- ir það síðasta. Þegar mest var voru þeir 36 talsins. Kveikir urðu til fyrr á árinu þeg- ar EJS keypti netlausnahluta markaðssamskiptafyrirtækisins Mekkano í byrjun árs. Mekkano var tekið til gjaldþrotaskipta í júní síðastliðnum. Slokknar á Kveikjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.