Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 39
urfélagi Suðurlands á Selfossi. Heim- ili sitt annaðist hún af miklum mynd- arbrag. Hún var mikil hannyrðakona og margur fallegur hluturinn prýddi bæði hennar heimili og annarra ætt- ingja og vina. Allt fram á síðasta dag var hún að vinna handavinnu og ekki eru margir dagar síðan hún var að gefa mér góðar hugmyndir að gluggatjöldum sem ég er að vinna að. Á heimili þeirra Sigrúnar og Stef- áns manns hennar var gestkvæmt, enda þau hjón vinmörg og ræktarsöm við vini og ættingja. Börnum sínum var hún góð móðir og þeirra afkom- endum góð amma og langamma, og nutu þau umhyggju hennar á ýmsa lund. Stefán veiktist þegar hann var aðeins liðlega 60 ára. Sigrún annaðist og studdi mann sinn í hans veikindum af mikilli natni og umhyggju. Sigrún var 17 árum eldri en ég þannig að hún var orðin uppkomin kona þegar ég man hana fyrst. Sam- band okkar var þrátt fyrir þennan aldursmun alla tíð mjög náið. Hún studdi mig með ráðum og dáð og reyndist hún mér oft sem önnur móð- ir bæði á gleði- og sorgarstundum. Tilfinningar sínar lét hún ekki alltaf í ljós, en seinni árin sýndi hún þær þó meira. Fyrir skömmu fór ég til út- landa og var nokkuð óörugg, en sú Guðsblessun og tilfinningahlýja sem hún sýndi mér áður en ég lagði af stað fylgdu mér alla ferðina. Sigrún hélt góðri heilsu þar til fyrir rúmu ári og hafði aldrei legið á spítala fyrr en hún var 83 ára gömul. Það var hennar ein- læga ósk að fá að halda eigið heimili og geta séð um sig sjálf. Það gat hún gert með góðum stuðningi barna sinna og ættingja. Sigrún var með af- brigðum fróð kona. Hún mundi allt sem hún hafði lært og upplifað um ævina og var gott að sækja í visku- brunn hennar. Við áttum sameigin- legt áhugamál þar sem ættfræðin er og hef ég getað sótt margan vísdóm til hennar, því hún var mjög fróð um menn og málefni. Hún hélt reisn sinni allt fram á síðustu stund. Þegar ég kvaddi hana örfáum klukkustundum fyrir andlát hennar sagði hún við mig „Farðu varlega“. Ég þurfti þó aðeins að keyra örfáa kílómetra heim. Þann- ig var hún alltaf að hugsa um velferð annarra. Eftirlifandi systkini hennar þakka henni samfylgdina og allt það sem hún hefur verið þeim. Elsku systir, Guð blessi minningu þína. Kveðja, Guðrún og fjölskylda. Það var alltaf svo ósköp notalegt að heimsækja hana ömmu Sigrúnu. Bökunarilmurinn mætti manni strax úti á hlaði og þegar inn var komið úr kuldanum í hlýjuna settist maður við eldhúsborðið og fékk ávallt fram- reidda mjólk og heitar pönnukökur, kleinur eða kökur. Stundum jafnvel gos og súkkulaði. Í heimsóknum hjá ömmu var maður alltaf tekinn í full- orðinna manna tölu, litið á mann sem jafningja og maður virtist jafnvel hafa stækkað örlítið að heimsókn lok- inni. Í heimsóknunum var alltaf spjallað um heima og geima og amma hafði ávallt mikinn áhuga á öllu sem maður var að gera á hverjum tíma. Hún fylgdist vel með öllu allt sitt líf og var með eindæmum minnug á alla skapaða hluti. Eitt af því skemmtileg- asta sem ég veit var þegar amma komst á flug í að segja frá atburðum úr uppvexti sínum á Eyrarbakka og það var ótrúlegt hvað hún gat verið minnug á minnstu smáatriði. Amma notaði líka ansi mörg skondin orð í sínum frásögnum sem ég ætla að muna og segja börnunum mínum frá síðar. Amma var mikil félagsvera og það var ávallt mjög gestkvæmt á hennar heimili. Sem barni þótti mér þessi gestagangur afar skemmtilegur þar sem amma leyfði mér alltaf að hjálpa til við að hella upp á kaffi fyrir gestina, leggja á borðið og vaska upp á eftir. Þegar ekki voru gestir hjá ömmu fór hún í heimsóknir. Mér var oft boðið með í þessar heimsóknir og þær voru ófáar ferðirnar sem ég fór í með ömmu í heimsóknir til ættingja í Þykkvabænum, á Eyrarbakka, í Þor- lákshöfn og mörgum fleiri stöðum. Þetta voru auðvitað óskaplega spenn- andi og skemmtilegar ferðir og marg- ar góðar minningar á ég úr þeim. Eftir að ég eignaðist strákana mína heimsóttum við mæðginin ömmu oft. Þetta voru notalegar heimsóknir og amma naut þeirra í hvívetna, naut þess að tala við langömmustrákana, fylgjast með öllum framförum hjá þeim og gefa þeim eitthvað gott í munninn. Þessara heimsókna á ég eftir að sakna mikið. Amma var mikil listakona í höndunum og það liggja eftir hana ógrynni af handavinnu. Hún var nánast alltaf með prjónana eða heklunálina í höndunum. Hún var líka þeim eiginleikum gædd að hún gat prjónað eða heklað á meðan hún horfði á sjónvarpið og hlustaði á út- varpið hvort tveggja í senn. Við fjöl- skyldan eigum eftir hana margar peysur, húfur, teppi, sokka og vett- linga sem eiga eftir að ylja okkur með minningum og halda á okkur hita um ókomin ár. Það verður skrítið að eiga ekki lengur hana ömmu Sigrúnu að sem alltaf hefur verið traust stoð í lífinu. Ég hefði kosið að fá að njóta samvista við hana lengur og að litlu strákarnir mínir hefðu getað fengið að kynnast henni betur. En svona er lífið og ég er þakklát fyrir að hafa alltaf búið í ná- grenni við ömmu og hafa getað notið samvista við hana í 31 ár. Megi allt sem gott er vaka yfir minningu ömmu minnar, Sigrúnar Ólafsdóttur. Arna Ír Gunnarsdóttir. Elsku amma! Takk fyrir að vera amma mín svona lengi. Takk fyrir að taka alltaf svona vel á móti mér og finna alltaf til eitthvert góðgæti með kaffinu. Takk fyrir að reyna að kenna mér að prjóna og gefast ekki upp þó ég væri nú hálfgerður klaufi,. Takk fyrir að segja mér minningaranar þínar frá Þorvaldseyri og öllu fólkinu sem bjó á Eyrarbakka í gamla daga. Takk fyrir alla vettlingana, sokkana, húfurnar og peysurnar sem þú bjóst til handa mér og nú seinni ár það sem þú prjónaðir og heklaðir fyrir börnin mín. Þegar öll handavinnan þín er tekin saman fyllir hún marga skápa. Takk fyrir að hafa alltaf sagt svona mörg skrítin orð. Það var þín sér- staða, þau ætla ég alltaf að geyma og segja börnunum mínum frá þegar ég minnist þín. Takk fyrir allar góðu minningarn- ar um þig. Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Sig- rúnu Ólafsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 39 Ömmu lang, eins og hún var gjarn- an kölluð af okkur systrum eftir að barnabarnabörnin birtust, verður ekki minnst á mælistiku hinna stóru afreka heldur vegna alls sem við og aðrir samferðamenn hennar fengu að njóta. Það er trúlega engin tilviljun að á sama tíma og síðustu blóm sumars- ins fölna og lauf trjánna falla og fjúka burt slæst amma með í för. Hún veit að þau eru góðir ferðafélagar. Elsku amma lang, um leið og við þökkum þér samfylgdina ljúkum við þessum orðum með bæn sem frá þér er komin til okkar: Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vakir þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Blessuð sé minning Gunnhildar Jónsdóttur. Hrönn, Fjóla og Gunnhildur. Þau eru ekki mörg langömmubörn- in sem gefst það einstaka tækifæri að kynnast vel ættfeðrum sínum og sjá hvaða mann þeir hafa að geyma. Ég er ein af þessum heppnu langömmu- börnum sem hef orðið þess heiðurs aðnjótandi. Í tuttugu og fjögur ár hef ég notið ömmu lang, en hún er einn af tryggustu og einlægustu einstakling- um sem ég hef kynnst. Góðvild, hlýja, þrautseigja og þolinmæði eru orð sem lýsa vel hennar stórbrotnu per- sónu. Það má með sanni segja að lífið sé hverfult því ekki hvarflaði að mér, elsku amma mín, að okkar hinsta kveðjustund yrði snemma á haust- dögum. Draumur minn um að færa þér fimmta ættliðinn í fjölskylduna verður því ekki að veruleika, allavega ekki í þessu lífi. Eins og þú veist, amma mín, var sambandið okkar í milli ákaflega sér- stakt m.a. vegna þess að ég er fyrsta langömmu barnið þitt og hitti þig og Sæmund heitinn oft er þið bjugguð í Keflavík. Ein af mínum fyrstu minn- ingum eru laufabrauðsferðirnar, sem annaðhvort voru farnar seint í nóv- ember eða í byrjun desember. Ég, mamma og pabbi, Fjóla frænka og stundum Gunnhildur og Elías fórum öll til Keflavíkur til ömmu lang í laufabrauð. Fyrsta verk ömmu og Sæmundar var að gefa öllum vel að borða áður en haldið var til verks og passaði amma alltaf að allir fengju nú nóg. Jólaplata Svanhildar var sett á spilarann og á meðan jólalögin fylltu Melteiginn, sátum við inni í stofu með kertaljós og smákökur og skárum út herlegheitin. Síðan fékk yfirstjórn- andinn og steikingameistarinn út- skornu kökurnar og steikti þær. Amma stjórnaði verkinu af mikilli kostgæfni og minnist ég ábendinga eins og „ekki pota í kökurnar“, „pass- aðu þig á heitri feitinni, góða mín“, „þetta má ekki borða fyrr en um jól, Sara mín“. Það eru ekki bara ljúfar minningar tengdar þér í gegnum laufa- brauðsgerð, heldur líka í gegnum ull- arsokka og vettlinga. Nánast um hver einustu jól er ég var krakki fékk ég nýjar hosur og vettlinga í jólagjöf. Amma skildi ekkert hverslags sokka- böðull ég væri enda urðu sokkarnir mjög fljótlega gatslitnir. Ég sagði ömmu að þar sem ég væri bókstaf- lega alltaf í sokkunum hennar væri nú ekkert skrítið að þeir slitnuðu. Ég minnist þess eitt sinn, er ég kom í heimsókn á Melteiginn, að amma var vinna að hekluðu bútateppi handa sjálfri sér, meðal annars til að sveipa utan um sig fyrir framan sjón- varpið. Bútarnir voru með svörtum grunni og úr allavega litríku garni. Ég gat ekki leynt hrifningu minni á þessu fallega handverki hennar og hrósaði ömmu fyrir teppið. Viti menn, í næsta jólapakka frá ömmu lang kom annað eins teppi. Ég átti ekki til eitt aukatekið orð yfir gjöfinni og þegar ég þakkaði ömmu fyrir sagði ég henni að þessi gjöf væri ein sú dýrmætasta sem ég hefði nokkurn tíma fengið. Þetta eru yndislegar minningar, elsku amma mín. Þitt hlýja hjarta, faðmlög, laufabrauðsgerð, bútatepp- ið, ömmulang kleinur, sokkar, vett- lingar, guðs orð og endalaus vænt- umþykja, á eftir að fylgja mér að eilífu. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa kynnst þér eins vel og lengi og raun bar vitni. Ég ætla að kveðja þig eins og ég gerði alltaf: „Elsku amma mín, farðu nú vel með þig og þú veist að mér þykir alveg óendanlega vænt um þig. Við sjáumst seinna.“ Ávallt þín Sara (litla snús). Elsku amma lang, minningarnar um þig og þína persónu á ég alltaf eft- ir að geyma. Þegar ég kom í heim- sókn til þín, fyrst í Ártún og síðan á Dalbæ, fékk ég yfirleitt alltaf sokka eða vettlinga, ýmiss konar kræsingar, jólaköku, kleinur og randalínu og allt- af fékk ég mola, hvort heldur það var brjóstsykur eða súkkulaðirúsínur. Og mikið er ég glöð að hafa fengið að fara með þér, mömmu, ömmu, Fjólu, Rabba, Binnu, Erlu og Arnóri að Dettifossi í sumar. Þú varst búin að tala lengi um að fara, fá að sitja og horfa á fossinn, þó ekki væri nema í smá stund. Það er líka ofboðslega notalegt að geta farið með bænirnar sem þú kenndir ömmu, amma kenndi mömmu og mamma kenndi mér. Svona eiga þær örugglega eftir að ganga mann fram af manni. Ég á eftir að geyma lengi, lengi svæfilsverið sem þú gafst mér og mál- aðir á: Guð geymi þig. Hvert sem ég fer tek ég svæfilinn með mér. Þitt langömmubarn Olga.  Fleiri minningargreinar um Gunnhildi Jónsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                           !  " #$  "     %    &    '!  " !('! '! )%"      *+!            !       "      # "         "         $%  &'($)  *+# ,          $ "      )       !  " -  .  / 0.  "    / 1 *  -   2 3 4 / -      "  $  !-!   "     " -   5 !  -*  " 3   -! . 67    #     "         &)'& &5#5$ $  4 4 78 . !1 9  3      %"   )  ,      -!  "   .   !#' "  -  .   5  .  5 !  8 .#.  +  :             # . "  " - /  *+# 4     ;<  *4+!4 )"     )" "   &   /!  " * !    =  /#$ .- " *  -  " /    -  5 ! ' "  " /           # .  5$ >6?& 0 9 8!@;  *4+!4 "  ! A!6:  6:-#0 (!  ' : +  -   7  6: !  -    5 ! 6:   0  " 0   B8,.  0  B   "   -  . /8 6:   7     7  *  + B8,. #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.