Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ F átt er jafnfallegt og miðborg Reykjavíkur á heiðskírum haust- degi. Miðbærinn á samt undir högg að sækja sem verslunarstaður, sér- staklega þegar byljandi regn, stór- hríð eða tímaskortur herjar á okk- ur. Þetta er meðal þess sem fælir okkur frá því að versla í miðborg- inni og ýtir okkur inn í Kringlur og Lindir þar sem alltaf er hlýtt og bjart og „hægt er að gera öll inn- kaupin á einum stað“. Skipulag borgarsvæðis hefur mikið að segja. Borgargæði er orð sem oftar hefur heyrst í um- ræðunni undanfarið, en einkenni miðborgar og aðdráttarafl gegna stóru hlutverki við að auka borg- argæði. Versl- unarmið- stöðvar eru alls staðar eins en mið- borgirnar og náttúruleg sérkenni segja til um hvar fólk er statt í ver- öldinni. Eitthvað á þessa leið voru orð borgarstjórans í Reykjavík á ráðstefnu um verslun og svæð- isskipulag í vikunni. Þar kom fram að bundnar eru vonir við nýtt svæðisskipulag fyrir höfuðborg- arsvæðið en það er í samræmi við nýjar áherslur í þróun borga sem komið hafa fram í nágrannalönd- unum á síðustu fimm til tíu árum. Þá er dregið úr útþenslu borg- arsvæða, þéttleiki byggðar aukinn, miðborgir styrktar og almennings- samgöngur efldar. Og svo mælti borgarstjóri: „Í sjálfu sér má segja að tilkoma Smáralindar sé í mikilli mótsögn við allar þessar áherslur, en við því er bara ekkert að segja. Hún er orðinn hlutur en vonandi verða mótsagnirnar ekki miklu fleiri í bráð.“ Borgarstjóri sagði einnig að sterkt borgarsvæði væri forsenda öflugs efnahags- og atvinnulífs í sérhverju nútímasamfélagi. Þessi veruleiki verði að endurspeglast í öllu samstarfi stjórnvalda, al- mennri stefnumótun hins op- inbera, grunngerð samfélagsins, hinu landfræðilega skipulagi og aðgerðum í efnahagsmálum. Borg- arstjóri taldi nokkuð skorta á skilning á þessum gildum hér á landi. Hjartanlega er hér tekið undir öll þessi orð borgarstjóra. Jafn- framt er harmað hve hamrað er á því að verslunarmiðstöðvar séu samverustaðir fjölskyldunnar, af- þreyingarstaðir og eitthvað miklu meira en verslunarmiðstövar. Eru forsvarsmenn miðstöðvanna enn að reyna að líkja þeim við miðbæ? Miðbær er allt í senn, versl- unarkjarni, samverustaður fjöl- skyldunnar og afþreyingarstaður. Miðbær hefur eitthvað með sál og tilfinningu að gera og versl- unarmiðstöð getur ekki staðist miðbæjarsálinni og -stemningunni snúning hvað sem hún reynir. Á áðurnefndri ráðstefnu kom fram í máli breska prófessorsins Ian Clarke að til sérstakrar skoð- unar er í Bretlandi að áhrif og völd verslunarfyrirtækja eru að aukast og ýmsum finnst þau vera farin að ráða of miklu í sambandi við skipu- lagsmál. Því þurfi að samhæfa stefnumótun sem nái bæði til skipulags- og samkeppnismála. Clarke sagði einnig að með sam- keppni við stórar verslunarmið- stöðvar væri þróunin sú að eldri verslunarkjarnar endurskil- greindu stöðu sína og færu ekki í beina samkeppni við miðstöðv- arnar. Við ánægjulega göngu upp Laugaveginn kemur þetta að hluta til í ljós. Tískuverslanir eru t.d. að stórum hluta allt aðrar í gamla miðbænum en „nýju miðbæj- unum“ Kringlunni og Smáralind. Á Laugaveginum eru flestar búð- irnar frekar litlar, hafa sérstakan en mismunandi stíl sem ekki er allra, og þar selja íslensku hönn- uðirnir afrakstur vinnu sinnar. Í miðstöðvunum eru alþjóðlegu merkin og tískuverslanir þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi en þetta er að hverfa af Laugaveginum og nágrenni. Það gæti svo sannast sem haldið hefur verið á lofti að eldri versl- unarmiðstöðvar fari fremur hall- oka í samkeppninni við þær nýju. Sú þróun að eldri kjarnar end- urskilgreini sig er alls ekki nei- kvæð, svo lengi sem verslun helst í miðbænum sem hún vonandi gerir þrátt fyrir allt. Öll kaffihúsin og veitingastaðirnir eru í miðbænum og útlit er fyrir enn fleiri hótel. Miðbæir eru líka það sem ferða- menn sækjast eftir, eins og flestir Íslendingar sem eru ferðamenn í útlöndum. Á allra síðustu árum hafa skipu- lagsfrömuðir lagt áherslu á að þétta þurfi byggðina og draga úr út- hverfatilhneigingunni með allri þeirri bílaumferð sem henni fylgir. (Vinir bílsins búa líklega í úthverf- unum og hafa því tengst bílunum sínum nánum tilfinningaböndum og vilja veg þeirra sem mestan.) Þetta er núna að skila sér inn í skipulag höfuðborgarsvæðisins og er það vel. En allar skipulagsbreytingar taka óratíma. Þannig þurfum við t.d. að bíða a.m.k. til ársins 2016 með að byggja í Vatnsmýrinni. Fimmtán ár til viðbótar með flug- vélagný yfir miðborginni er óratími. Sem íbúi í hundraðogeinum vil ég veg miðborgar Reykjavíkur sem mestan. Og þótt ég væri íbúi í tvöhundruð vildi ég veg miðborgar Reykjavíkur sem mestan. Kópa- vogsbúar klóra svosem í bakkann og segja Smárann miðsvæðis á „höfuðborgarsvæðinu“. Gott og vel, en að búa til nýjan miðbæ hef- ur ekki reynst vel. Búseta og vinnustaður hefur m.a. áhrif á hvar við verslum. Við sem viljum veg miðborgarinnar sem mestan verð- um að sýna það í verki og versla, dvelja og reka okkar erindi í mið- bænum sem mest við megum. Nú má ekki túlka orð mín svo að ég fari gangandi allra minna ferða, hafi aldrei stigið fæti inn í versl- unarmiðstöð og reyni að blandast iðandi mannlífi miðbæjarins (?) við hvert tækifæri. Hreint ekki, ég er ágætis vinur bílsins míns, hef kom- ið tvisvar í Smáralind, kem næst- um daglega í Kringluna en bara í miðbæinn um helgar. En æ hvað ég vildi að Mogginn væri kominn aftur í Aðalstrætið. Borgar- miðjan Með samkeppni við stórar verslunarmið- stöðvar verður þróunin sú að eldri versl- unarkjarnar endurskilgreina stöðu sína og fara ekki í beina samkeppni við miðstöðv- arnar. Við ánægjulega göngu upp Lauga- veginn kemur þetta að hluta til í ljós. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur @mbl.is FJÖLDI fatlaðra barna hér á landi fær ekki lögbundna þjón- ustu vegna þess að Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins fær ekki nægt fjármagn til að sinna þeim verkefn- um sem henni eru fal- in. Þetta staðfesti fé- lagsmálaráherra á Alþingi í síðustu viku. Þrátt fyrir þessa stað- reynd eru ekki áform um að ráða bót á ástandinu því fjár- framlög í fjárlaga- frumvarpi næsta árs eru rétt nægileg til að halda úti þeirri skertu þjónustu sem nú er veitt. Helmingi fleiri fötluð börn Greiningar- og ráðgjafarstöð rík- isins hefur búið við verulega aukna eftirspurn og þörf fyrir þjónustu á sama tíma og hún hefur verið að- kreppt fjárhagslega. Atgervisflótti háir starfsemi stöðvarinnar, hún er ekki sam- keppnishæf í launum og ekki hefur verið unnt að ráða staðgengla und- anfarið fyrir þá sem hættu störfum eða fóru í barneignarfrí. Í greiningu og meðferð fatlaðra eru miklar framfarir og því mikilvægt að starfsmenn stöðvarinnar eigi þess kost að fylgjast með því sem er að gerast í greininni. Það hafa þeir ekki getað, sem kemur niður á þeim fötluðu börnum sem þurfa þjónustu. Á sama tíma og börnum sem stöðin þjónar fjölgar um meira en 100% og tilvísanir til hennar tvöfaldast, fjölg- ar stöðugildum um tvö, úr tæplega 28 í um 30 stöður. Verkefnum fjölgar Verkefni Greining- arstöðvarinnar hafa aukist gífurlega án þess að fjárveitingar hafi fylgt sem skyldi. Fyrir fjórum árum tók stöðin við þjónustu við einhverf börn af barna- og unglingageð- deild Landspítala og hefur nú fyrst fengið jafnmargar stöður til að sinna þeirri þjón- ustu og BUGL var með þegar hún gafst upp vegna starfsmannafæðar. Auk þess hafa nýjar skilgreiningar og skilningur á einhverfu orðið til þess að fleiri börn greinast með þá fötlun og hið sama á við um Asberg- er-heilkenni. Þörfin fyrir þjónustu við börn og ungmenni á skólaaldri hefur aukist verulega, en slíkar til- vísanir hafa tvöfaldast á síðustu 4 árum. Það segir sig sjálft að blönd- un fatlaðra barna í skólakerfinu kallar á aukna þjónustu stöðvarinn- ar. Ákall frá foreldrum Foreldrar barna sem bíða eftir þjónustu eða fá skerta þjónustu hafa skrifað þingmönnum og beðið um að stöðinni verði gert kleift að rækja hlutverk sitt. Hér er kafli úr bréfi frá móður, sem bíður eftir þjónustu fyrir barn sitt. Hún segir: „Yngsta barn mitt, 8 ára drengur í Laugarnesskóla, bíður eftir grein- ingu hjá Greiningarstöð ríkisins vegna gruns um að hann sé ann- aðhvort með Asperger-heilkenni eða einhvers staðar á einhverfu- rófinu eins og sagt er. Beiðni frá skólasérfræðingi er frá í maí í vor og mér er sagt að það sé engin von um greiningu á þessu skólaári. Þetta er algjörlega óviðunandi. Heilt ár í námi og þroska barns fer algjörlega í vaskinn vegna þess að réttur stuðningur frá réttum aðilum fæst ekki fyrr en greining liggur fyrir og því glatast mikilvægt tæki- færi til að koma honum til þroska á heilu ári. “ Faðir lítillar telpu á öðru ári, sem haldin er ógreindum vöðvasjúk- dómi, segir m.a. í bréfi til formanna flokka á Alþingi þar sem hann biður um að Greiningarstöðin fái nægt fé til að sinna þeim fötluðu börnum sem þarfnast þjónustu hennar: „Dóttir mín er með alvarlegan sjúk- dóm og Greiningarstöðin spilar stórt hlutverk í lífi hennar jafnt sem okkar foreldra hennar. Veiking á stöðu Greingarstöðvarinnar þýðir Greiningarstöð eða gæluverkefni? Ásta R. Jóhannesdóttir Börn Þessum gæluverkefnum ríkisstjórnarinnar mætti fresta, segir Ásta R. Jóhannesdóttir, svo fötluð börn fái lögbundna þjónustu við hæfi. LÍKLEGA er bíllinn það „heimilistæki“ sem fæstir vildu án vera. Þjóðfélagið hefur þróast þannig að fáir geta verið án þess að hafa afnot af bíl. Þetta sést einna best í fjölda bíla hér á landi. Bílar eru talsvert fleiri en heimili. Fólk leggur á sig talsverða fyrirhöfn til að eignast og reka bíl, vegna þess ávinn- ings sem það hefur af bílnum. Fæstir hugsa mikið um stöðu bílsins í þjóð- félaginu. Flestir eru bara ánægðir með að geta sest upp í bíl og komist á leiðarenda. Í sjálfu sér þarf ekki að hafa mörg orð um það. Þetta er hlutverk bílsins. Á neikvæðu nótunum En þegar umræður skapast um bílinn eru þær oftar en ekki á nei- kvæðu nótunum. Því miður. Sumir agnúast út í fjölda bílanna, aðrir út í umferðina á háannatímum. Sumir agnúast út í mengun á meðan aðrir láta bílastæðaskort fara í taugarnar á sér. Margir furða sig á því að fólk skuli ekki nota strætó meira. En viljum við í raun vera án bílsins? Viljum við láta skammta okkur bíla til að fækka þeim í umferðinni? Hver gef- ur sig fram? Vissulega skapast ýmis vandamál vegna notkunar bílsins. En kostirnir yfirgnæfa vandkvæðin. Við búum í heimi sem reiðir sig á bílinn. Bíllinn á stærst- an þátt í að skapa það nútímaþjóðfélag sem við lifum í. Bíllinn spar- ar okkur gríðarlega mikinn tíma. Hann eykur afköst okkar í daglegu lífi með því að gera okkur kleift að komast fljótt og örugglega á milli staða. Skjól fyrir skúrum Íslenskt veðurfar er ein helsta ástæðan fyrir því hvað bíllinn er okk- ur mikilvægur. Bíllinn er skjól og yf- irhöfn fjölskyldunnar. Bíllinn er tækið sem ver okkur fyrir slyddu, rigningu, skafrenningi, nístandi kulda, hvassviðri og hríðarbyljum. Hlýr og notalegur bíllinn er tækið sem hjálpar okkur Íslendingum í glímunni við vetrarskammdegið og gerir okkur lífið bærilegt í vályndum veðrum. Bíllinn fer batnandi Bílar hafa tekið miklum framför- um síðustu ár. Bílaframleiðendur hafa lagt í verulega þróunarvinnu til að mæta kröfum um aukið öryggi og minni mengun. Jafnframt hefur eldsneytisnýting batnað til muna. Það sem áður var aukabúnaður er nú fastur búnaður. Þægindi hafa vaxið og nýjungar komið til skjalanna. Bílar endast betur en áður og bila sjaldnar. Með auknum kaupmætti eiga stöðugt fleiri þess kost að eign- ast bíl. Bíllinn er nauðsyn og bílar fara batnandi. Njótum þess að eiga góða og örugga bíla. Njótum bílsins Erna Gísladóttir Akstur Njótum þess, segir Erna Gísladóttir, að eiga góða og örugga bíla. Höfundur er formaður Bílgreina- sambandsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.