Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SKURÐAÐGERÐUM hefur verið fækkað um tvo þriðju hluta frá því sjúkraliðar hófu verkfallsaðgerðir 1. október og hafa verk- föllin haft alvarlega áhrif á starfsemi Land- spítala – háskólasjúkrahúss. Á miðnætti ann- að kvöld hefst þriðja verkfall sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu og stendur það í þrjá daga. Jóhannes M. Gunnarsson, lækninga- forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir mjög erfitt ástand á sumum deildum, nær einungis hafi verið hægt að framkvæma bráðaaðgerðir, en yfirleitt er mikil fram- leiðni á skurðstofum spítalans á haustin. Valaðgerðir breytast í bráðaaðgerðir Jónas Magnússon, prófessor og sviðsstjóri skurðlækningasviðs, segir að skurðstofur í Fossvogi hafi nýlega verið endurnýjaðar, því hafi aðgerðum verið fækkað á árinu. Nú hafi stofurnar aftur verið teknar í notkun, en ekki hafi verið hægt að fullnýta þær vegna verkfallsins. Jónas segir slæmt þegar val- aðgerðir eru látnar bíða þar sem þær geti breyst í neyðaraðgerðir. Þannig megi sjúk- lingar með gallsteina t.d. ekki bíða of lengi eftir aðgerð. Fjölmargir sjúkraliðar hafa sagt upp störfum við sjúkrahúsið og segir Anna Stef- ánsdóttir hjúkrunarforstjóri að illa gangi að ráða í stöður þeirra. Alls hafi um 100 sjúkraliðar hætt, t.d. hafi næstum allir sjúkraliðar á skurðstofunum í Fossvogi hætt og á legudeildum sé hlutfallið um 60%. Hún segist hafa miklar áhyggjur verði áframhald á verkföllum, en sjúkraliðar hafa samþykkt að boða til þriggja verkfalla til viðbótar. Þannig verða verkföll reglu- lega, fram í miðjan desember, en það síð- asta hefst 10. desember. Jónas segir að það taki tíma að draga úr starfsemi sjúkrahússins áður en til hvers verkfalls kemur og síðan aftur að koma starfseminni í fullan gang að nýju að loknu verkfalli. Þannig sé starfsemi sjúkrahússins lömuð þar sem aðeins tólf dagar eru á millli verkfalla. Jónas segir að þannig hafi t.d. ekki verið hægt að framkvæma jafn marg- ar aðgerðir í gær og annars hefði verið ge næ þa he Þ hjú Ás rún ge fal sta að uta seg tve áh á þ að an ne ver Alvarlegt ástand á sjúkra FESTA Í FASTEIGNAVIÐSKIPTUM LOFSVERT FRAMTAK ÁÞREIFANLEGUR ÁRANGUR Í JAFNRÉTTISMÁLUM Rúmlega 85% nýbakaðra feðrahafa tekið sér fæðingarorlof tilað vera með litlum börnum sín- um á þessu ári, að því er fram kemur í frétt í Morgunblaðinu í gær. Tölur frá Tryggingastofnun sýna jafnframt að 14% þeirra feðra, sem taka fæðingaror- lof, kjósa að taka hluta af sameiginleg- um rétti foreldra til fæðingarorlofs, þ.e. meira en bara mánuðinn, sem stendur þeim til boða á þessu ári. Þetta er stórkostleg breyting frá því, sem áður var, og einkar ánægjulegur árangur af nýjum lögum um fæðingar- og foreldraorlof, sem tóku gildi um ára- mótin. Jafnframt er ljóst að nýting ís- lenzkra karla á möguleikum sínum til fæðingarorlofs er talsvert meiri en ger- ist í hinum norrænu ríkjunum, sem hingað til hafa staðið fremst í þessum efnum. Að verulegu leyti má þakka þennan árangur þeim ákvæðum nýju laganna, sem kveða á um sjálfstæðan rétt hvors foreldris um sig til fæðingarorlofs, sem ekki verður framseldur til hins foreldr- isins, og um að Fæðingarorlofssjóður greiði foreldrum 80% af tekjum í orlof- inu. Ef lenging fæðingarorlofsins hefði tekið gildi, án þess að sjálfstæði rétt- urinn og tekjutenging greiðslnanna hefði komið til, má ætla að vegna marg- staðfests launamunar kynjanna hefði það í flestum tilfellum áfram verið svo að móðirin hefði orðið fyrir valinu til að vera heima hjá litlu barni allan tímann, vegna þess að með því móti hefði heim- ilið misst minni tekjur. Sá munur, sem er á greiðslum til mæðra og feðra í fæðingarorlofi það sem af er árinu, undirstrikar þetta en greiðslur til feðranna eru að meðaltali 60% hærri en til mæðranna. Til lengri tíma litið hefði slík þróun auðvitað ein- göngu orðið til þess að veikja stöðu kvenna á vinnumarkaði. Með hinu nýja fyrirkomulagi er sjálf- stæði rétturinn aftur á móti feðrum rík hvatning til að taka sér fæðingarorlof og tekjumissirinn fyrir heimilið er ekki óyfirstíganlegur. Með aukinni þátttöku feðra í barnaumönnun strax á fyrstu mánuðunum má gera ráð fyrir að þeir taki jafnframt frekar ábyrgð á börnum og heimili til jafns við mæður þegar börnin verða eldri. Þannig er stoðunum kippt undan þeirri réttlætingu fyrir ójafnri stöðu kynjanna á vinnumarkaðn- um að mæður séu óáreiðanlegri starfs- kraftur en feður vegna þess að ábyrgð þeirra á fjölskyldu og heimili sé meiri. Þessi stóraukna þátttaka feðra í umönnun barna sinna er einhver áþreif- anlegasti árangurinn, sem náðst hefur í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna hér á landi og þótt víðar væri leitað. Þegar fram líða stundir mun hún stuðla að meira jafnrétti, bæði á vinnumarkaðn- um og á heimilunum. Íslenzkir feður hafa á undraskömmum tíma sýnt fram á að þær efasemdir, sem ýmsir höfðu um að nýju fæðingarorlofslögin myndu skila árangri, voru ástæðulausar. Frumvarp Sólveigar Pétursdótturdómsmálaráðherra til nýrra laga um fasteignakaup verður mikil réttarbót, verði það að lögum. Með frumvarpinu er ætlunin að skýra rækilega réttarstöðu aðila í fast- eignaviðskiptum, jafnt kaupenda sem seljenda og þeirra, sem hafa atvinnu af að byggja og selja fasteignir. Lengi hefur verið rætt um að heildstæða og skýra löggjöf um fast- eignakaup skorti hér á landi. Rétt- arstaða aðila í fasteignakaupum hef- ur ekki byggzt á skýrum reglum sem almenningur hefur átt auðvelt með að kynna sér, heldur hefur ákvæðum lausafjárkaupalaga verið beitt með lögjöfnun og ýmiss konar ólögfestum reglum og sjónarmiðum, dómafor- dæmum o.s.frv. Þetta hefur leitt af sér að kaupendum og seljendum fasteigna hefur ekki verið ljós rétt- arstaða þeirra og óþarflega oft hafa risið málaferli vegna eftirmála fast- eignakaupa. Í frumvarpi dómsmálaráðherra er tekið á þessu, m.a. með nákvæmari skilgreiningu á því hvenær húseign geti talizt gölluð og með reglum um úrræði kaupenda og seljenda vegna vanefnda hins aðilans. Þá eru í frum- varpinu ákvæði um gerð mats- skýrslna um ástand fasteigna, sem löggiltir matsmenn myndu annast. Það er verulegt framfaraskref, en lýsingar á ástandi fasteigna hafa oft farið fram munnlega, sem hefur boð- ið heim ágreiningi kaupenda og selj- enda um hvað þeim hafi farið á milli. Samningar um fasteignakaup eru að jafnaði þýðingarmestu samningar, sem fólk gerir, og ríður því mikið á að festa ríki í slíkum viðskiptum og reglur séu skýrar. Það var löngu orð- ið tímabært að sett yrðu heildstæð lög um þessi mikilvægu mál. Greint var frá árlegum haustfundiFiskmiðlunar Norðurlands í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum. Í fréttinni kom fram að fyrirtækið hefði tekið ákvörðun um að láta fé af hendi rakna til mannúðarmála í Nígeríu. Fyr- irtækið mun hefja samstarf á sviði mannúðarmála við samstarfsfyrirtæki sitt í Nígeríu sem rekur styrktarsjóð á því sviði. Með því vill fyrirtækið tryggja að fjármunirnir sem lagðir eru í sjóðinn skili sér til góðra verka. Framleiðend- um, sem eiga aðild að Fiskmiðlun Norð- urlands, mun verða gefinn kostur á að gefa fjárframlög til sjóðsins sem renna beint til mannúðarmála í Nígeru. Framtak fyrirtækisins er lofsvert. Auk þess er merkilegt að hreyfing virð- ist komast á mál af þessu tagi þegar stjórnendur hafa kynnst fátæktinni og vandamálunum sem henni fylgja af eig- in raun. Í fréttinni segir Hilmar Dan- íelsson framkvæmdastjóri Fiskmiðlun- ar Norðurlands frá því að hann hafi fengið hugmynd að samstarfinu þegar hann kynntist fátæktinni í Nígeríu á ferðum sínum um landið. Framtak Fiskmiðlunarinnar ber vott um skilning á aðstæðum og þörfum þeirra milljóna sem búa við sára fátækt víða um heim. Með stuðningi sínum mun fyrirtækið án efa hafa góð áhrif á líf fjölda fólks í Nígeríu. Það setur auk þess gott fordæmi meðal íslenskra fyr- irtækja sem gætu tekið sér þetta fram- tak til eftirbreytni. SJÚKRALIÐAR hafa sam-þykkt að boða til þriggjaverkfalla til viðbótar viðþau sem þegar hefur verið boðað til. Alls munu um 1.200 sjúkraliðar leggja niður störf í þessum verkföllum hjá 26 vinnu- veitendum, en til þessa hafa ein- ungis starfsmenn ríkisins og sjálfs- eignarstofnananna Grundar og Áss í Hveragerði lagt niður störf. Hvert verkfall verður í þrjá sól- arhringa, eins og tíðkast hefur til þessa. Hið fyrsta hefst 12. nóvem- ber, annað 26. nóvember og það síðasta 10. desember. Áður hafði verði boðað til þriggja verkfalla með sama hætti og hefst þriðja verkfallið í þeirri lotu á miðnætti á morgun. Sjúkraliðar fjölmenntu fyrir ut- an fjármálaráðuneytið í gær og tók Ragnheiður Árnadóttir, aðstoðar- kona Geirs Haarde fjármálaráð- herra, við niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar fyrir hönd ráðherra. 94% starfsmanna ríkisins sem greiddu atkvæði samþykktu verk- fallsboðun og var 66% þáttaka. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags Íslands, sagði samninga sjúkraliða hafa verið lausa í eitt ár og að stéttar- félagið muni eiga 10 ára afmæli í næsta mánuði. „Við hefðum vænst einhvers annars af fjármálaráðu- neytinu en mínus í afmælisgjöf,“ sagði Kristín. Ragnheiður óskaði sjúkraliðum til hamingju með af- mælið og sagði að samningar yrðu að nást. „Sjúkraliðar eru með breitt bak“ Frá fjármálaráðuneytinu var gengið fylktu liði í Ráðhús Reykja- víkur og taldist blaðamanni Morg- unblaðsins til að um 130 sjúkraliðar væru þarna mættir til að minna á kjarabaráttu sína. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri veitti nið- urstöðu atkvæðagreiðslu starfs- manna borgarinnar móttöku. 87% samþykktu verkfallsboðun, 11% sögðu nei og var þátttaka 75%. Ingibjörg Sólrún tók á mó með niðurstöðunni og léði Ingibjörgu bak sitt svo h undirritað skjalið. „Sjúkra með breitt bak,“ sagði Kr uppskar mikið klapp og fög staddra. Kristín sagði ei borgarstjóra að mínus vær mælisgjöfin sem sjúkrali vonast eftir. Ingibjörg sagði mikla s hjá sjúkraliðum, sem end kjaramálum. „Ég vona auð áður en til vinnustöðvuna beri okkur gæfa til þess að an í þessum kjaramálum o að samninganefndir borgar sjúkraliðafélagsins hafa v Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti ver Morgunblaðið/K Um 130 sjúkraliðar minntu á kjarabaráttu sína í gær. Samningar sjúkraliða hafa verið lausir í Sjúkraliðafélag Íslands verður 10 ára í næsta mánuði og segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður ins, félagið hafa vonast eftir einhverju öðru en mínus í afmælisgjöf frá hinu opinbera. Boða allsherjar- verkfall sjúkralið Sjúkraliðar hafa samþykkt að boða áframhaldandi verkfallsaðgerða, sem gæta fram í miðjan desember. Verkf mun taka til allra sjúkraliða í Sjúkr liðafélagi Íslands, en hingað til hafa v föllin einungis bitnað á stofnunum ríkisins og tveimur sjálfseignarstofnu Kjaradeilan hefur alvarleg áhrif á starfsemi sjúkrahúsanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.