Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ UMHVERFISRÁÐHERRA, Siv Friðleifsdóttir, hvetur sveitarfélög á Suðurnesjum til að taka þátt í um- hverfisverkefninu Staðardagskrá 21 en nú er aðeins Reykjanesbær þátt- takandi. Lét hún þess getið á fundi með fulltrúum sveitarfélaganna að Reykjanesbær væri í hópi þeirra sveitarfélaga sem lengst væru komin í verkefninu. Fulltrúar sveitarfélaganna fimm sem mynda Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) sitja aðalfund í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Kefla- vík en fundurinn stendur í tvo daga. Í gær var flutt skýrsla stjórnar og reikningar samþykktir og lagðar fram tillögur sem fjallað verður um á fundinum í dag. Þá ávarpaði Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra fundar- menn en umhverfismál eru þema fundarins. Enn vantar fjármagn í D-álmu Skúli Þ. Skúlason, formaður SSS, sagði frá þeim málum sem stjórnin hefur unnið að á árinu. Hann sagði meðal annars frá gangi mála vegna D- álmu Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja en framkvæmdir við hana eru á lokastigi. Sveitarfélögin komu að framkvæmdinni með flýtifjármögnun. Skúli sagði að nú hefði fengist heimild til að hefja rekstur á neðstu hæð hússins en þar verður sjúkra- þjálfun og tengd starfsemi. Starfsemi legudeildar fyrir sjúka aldraða verður á annarri hæð og þar á starfsemi að hefjast 1. júní á næsta ári. Skúli gat þess að samkvæmt drögum að skýrslu um framtíðarhlutverk Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja og D- álmu vantaði enn 130 milljónir til að ljúka endanlega framkvæmdum við álmuna. Þar væri um að ræða búnað, frágang í risi, þjálfunarlaug og fram- kvæmdir við lóð. Fram kom hjá Skúla að kostnaður við 3.000 fermetra viðbyggingu sem talin er nauðsynleg við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja sé lauslega áætlað- ur 440 milljónir kr. og 90 milljónir kr. að auki vegna tengdra breytinga á eldra húsnæðinu. Sveitarfélögin þyrftu að greiða 193 milljónir af þess- um kostnaði, samkvæmt núgildandi kostnaðarskiptingu. Hins vegar kom fram hjá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, formanni Sambands íslenskra sveit- arfélaga, að forystumenn sveitarfé- laganna vildu að þessari kostnaðar- skiptingu yrði breytt þannig að ríkið greiddi alfarið stofnkostnað fram- haldsskóla. Vilhjálmur sagði að sveitarfélögin í landinu yrðu af mörg hundruð millj- ónum kr. í fasteignasköttum vegna skattfrelsis opinberra bygginga, svo sem sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, skóla og meira að segja Rafmagns- veitna ríkisins. Taldi hann rétt að af- nema þessi fríðindi sem allra mest til að tryggja sveitarfélögunum auknar tekjur og gera kostnað við opinberan rekstur sýnilegri. Reykjanesbær framarlega Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagði meðal annars að mikil og góð samvinna væri milli ráðuneytis- ins og sveitarfélaganna um Staðar- dagskrá 21. Þrjátíu sveitarfélög tækju þátt í verkefninu, þar af eitt á Suðurnesjum, en það er Reykjanes- bær. Lét hún þess getið að Reykja- nesbær væri eitt af þeim sveitarfélög- um sem væru komin lengst í þessu verkefni. Hvatti ráðherra önnur sveitarfélög til að bætast í hópinn, það væri enn hægt. Með því væri unnt að efla sam- starf sveitarfélaganna og þau gætu nýtt betur fjármuni sína, auk þess að standa sig betur í umhverfismálum. Þá greindi hún frá því að búið væri að framlengja samstarf Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og umhverfis- ráðuneytisins um verkefnisstjóra Staðardagskrár 21. Umhverfismálin aðalefni aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum Hvattir til að taka þátt í Staðardagskrá 21 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þrír fulltrúar úr Reykjanesbæ á fundinum, Kristján Gunnarsson, Ellert Eiríksson bæjarstjóri og Jónína A. Sanders, formaður bæjarráðs. UMHVERFISRÁÐHERRA vonast til að geta úrskurðað í kærum vegna umhverfismats Kára- hnúkavirkjunar um 15. desember. Siv Friðleifsdóttir var spurð um það á aðalfundi SSS í gær hvenær mætti búast við úrskurði um Kára- hnúkavirkjun en fyrir fundinum liggur ályktun frá stjórnar sam- bandsins þar sem lýst er yfir stuðningi við nýtingu orkulinda til atvinnuuppbyggingar á Austur- landi. Siv sagði ljóst að ekki næð- ist að kveða upp úrskurðinn innan þess tíma sem lög kveða á um. Málið væri gríðarlega umfangs- mikið auk þess sem framkvæmd- araðilinn hefði sent inn ný gögn. Ráðuneytið hefur fengið inn- lenda og erlenda sérfræðinga til að fara yfir ýmsa þætti málsins. Kvaðst hún vona að það tækist að ljúka málinu um miðjan desem- ber. Von á úrskurði um miðjan desember TILLAGA um að tryggja betur lög- gæslu á Suðurnesjum var meðal ályktunartillagna sem lagðar voru fram á aðalfundi Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum í gær. Fram komu áhyggjur sveitarstjórnar- manna af ástandinu. Í tillögu stjórnar SSS er hvatt til þess að dómsmálaráðherra tryggi sýslumannsembættinu í Keflavík nægilegt fjármagn og skilyrði til að lögreglan geti sinnt sívaxandi álagi og mikilvægri grenndarþjónustu. Fram kom í máli Sigurðar Jóns- sonar, sveitarstjóra í Garði, að stjórnin hefði miklar áhyggjur af löggæslumálum, ekki síst þegar fréttir bærust af fækkun í lög- regluliðinu. Fram kom hjá Hjálmari Árnasyni alþingismanni að fækkað hefði um fimm stöðugildi hjá sýslu- manninum í Keflavík. Lét hann þess getið að löggæslumálin hefðu brunn- ið mjög á sveitarstjórnarmönnum í yfirreið þingmanna Reykjanes- kjördæmis um Suðurnesin í vikunni. Hafa áhyggjur af löggæslu GUÐJÓN Viktor Guðmundsson í Grindavík á kind sem bar nú á dög- unum. Þetta væri kannski ekki frétt nema vegna þess að dagsetningin var 2. október sem lambið kom í heiminn. Ærin Grána er tveggja vetra, hún lét lömbum í vor en betur gekk núna. Guðjón hugsar vel um ána og lambið og segir að þeim sé gefið tvisvar á dag. Fóðrið er fjölbreytt en auk þess að gefa kindunum hey gefur hann þeim brauð og gras- köggla. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Guðjón Viktor Guðmundsson með haustlambið. Haustlamb í heiminn borið Grindavík Reykjanes UNGLINGAMÓTTAKA verður opnuð í Reykjanesbæ næstkom- andi mánudag. Þar getur ungt fólk leitað ráða um ýmis málefni, heilsu og þroska. Mótttakan er opin í klukkutíma á hverjum einasta mánudegi. Heilsugæslusvið Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja stendur fyr- ir opnun unglingamótttökunnar en Reykjanesbær tekur þátt í rekstri hennar og leggur til húsnæðið. Móttakan er í Hafnargötu 15, ann- arri hæð, á milli verslunarinnar Kóda og veitingastaðarins Olsen, Olsen. Unglingamóttakan er opin alla mánudaga frá klukkan 16.30 til 17.30. Sif Gunnarsdóttir skóla- hjúkrunarfræðingur og læknar heilsugæslusviðs annast þjón- ustuna. Án endurgjalds Móttakan er ætluð ungu fólki, á aldrinum 14 til 20 ára. Þar verður hægt að leita ráða hjá hjúkrunar- fræðingi eða lækni um allt sem snertir málefni og þroska ungs fólks. Þjónustan er veitt án endur- gjalds. Í fréttatilkynningu er nefnd fræðsla og ráðgjöf um getn- aðarvarnir, kynsjúkdóma, sam- skipti, félagsleg vandamál af ýmsu tagi, almennt heilsufar (þó ekki umgangspestir), húðvandamál, líð- an og fleira. Unglinga- móttaka opnuð á mánudag Reykjanesbær VARNARLIÐIÐ hyggst bjóða út rakaraþjónustu á varnarsvæðinu á Keflavíkur- flugvelli. Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna útboðs hárskeraþjónustunnar. Einungis íslenskum lögaðil- um er gefinn kostur á þátt- töku. Gerður verður samning- ur til eins árs en möguleikar á framlengingu fjórum sinnum. Bjóða út rakara- þjónustu Keflavíkurflugvöllur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.