Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 51
DAGBÓK
Félags Snæfellinga og
Hnappdæla í Reykjavík
verður haldin laugardaginn 3. nóvember 2001
í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Húsið opnað kl.19.00. Fordrykkur.
Borðhald hefst kl. 20.00
Hátíðarkvöldverður
Heiðursgestir:
Stefán Jóhann Sigurðsson og
Guðrún Alexandersdóttir frá Ólafsvík.
Veislustjóri: Jóhann Jón Ísleifsson
frá Stykkishólmi.
Hinir eldhressu
Sex í sveit frá Gundarfirði skemmta gestum.
Grétar Guðmundsson leikur fyrir dansi.
Miðaverð kr. 4.000.
Miðar eru seldir í Verinu, Njálsgötu 86, s. 552 0978,
miðvikudag 31. okt. og fimmtudag 1. nóv. frá kl. 16.00 - 18.00.
Árshátíð
Einnig er tekið við miðapöntunum hjá
Ásthildi s. 586 8311, Guðbjörgu s. 587 7092,
Guðnýju s. 864 1234, Hrafnhildi s. 554 5354.
TILBOÐ
Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518
Ný sending
Ullar- og kasmírkápur
Flottir aðskornir heilsársfrakkar
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
SPORÐDREKI
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert skemmtilegur félagi
en átt það til að vera full-
kærulaus sem kemur sér
stundum mjög illa.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú vilt forðast að hitta náinn
vin þinn, en þú getur ekki
endalaust skotið fundi ykkar
á frest. Taktu í þig kjark og
dug til að ganga frá málum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Misstu ekki sjónar á heils-
unni. Það er best að vera
stöðugt að, en ekki sleppa
fram af sér beislinu og þurfa
svo að lifa við harðræði.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þótt freistandi sé skaltu láta
hlut sem þig langar í lönd og
leið. Aðstæður eru ekki
heppilegar núna en hver veit
nema það breytist.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það er ekki hægt að hafa allt
á hornum sér út af einhverju
sem ekki er. Sættu þig við
það sem er og njóttu þess
sem lífið hefur að bjóða.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Til þín verður leitað um að-
stoð en í stað þess að hlaupa
strax til eins og venjulega
skaltu hugsa þig um áður en
þú ákveður hvað þú gerir.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Freistingarnar eru margar
en þú sýnir kjark með því að
vísa þeim á bug. Ekki láta
aðra segja þér fyrir verkum,
þú átt að vera þinn eigin
herra.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þér líður eins og þú getir
sigrað heiminn og átt að
njóta þess meðbyrs sem þú
hefur. Gættu þess samt í
gleðinni að ganga ekki á rétt
annarra.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Áætlanir þínar eru ekki
nógu nákvæmar. Sestu nið-
ur og gefðu þér tíma til þess
að fara í gegn um þær og
kippa því í liðinn sem þarf
að lagfæra.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Láttu ekki örlæti vinar þíns
slá þig út af laginu. Þú hefur
oft fært honum eitt og annað
og nú er hann í færum til að
endurgjalda þér.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Hikaðu ekki við að leita ráða
hjá þeim sem eldri eru og
reynslumeiri. Það getur
aldrei skaðað og aldrei að
vita nema þú græðir eitt-
hvað á því.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Láttu hvergi deigan síga við
að kynna málefni þitt. Það
er engin ástæða til þess að
láta hugfallast þótt ein-
hverjir séu með úrtölur.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það getur stundum verið
erfitt að fá sannleikann fram
og ekki víst að öllum líki út-
koman jafn vel. En þú mátt
vel við una, þinn skjöldur er
hreinn.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Árnað heilla
80 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 29. október
er áttræð Lilja Eygló Karls-
dóttir, Efstalundi 6, Garða-
bæ. Hún tekur á móti ætt-
ingjum og vinum sunnu-
daginn 28. október frá kl.
15-18 í Stjörnuheimilinu
Garðabæ.
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 27. október, eiga
50 ára hjúskaparafmæli hjónin Björg Bjarndís Sigurðar-
dóttir og Jón Jónsson, Boðahlein 15, Garðabæ. Þau verða
að heiman í dag.
LJÓÐABROT
VIÐLÖG
Fuglarnir syngja
fagurt á aldinkvist.
Lukkan ber menn langt í burt
frá angist.
Úti ertu við eyjar blár,
en eg er setztur að dröngum.
Blómin fagur kvenna klár,
kalla eg til þín löngum.
Blindsker og boða
ber vel að sjá.
Fær þar liggur leiðin við
í landið inn hjá.
ÞÝSKA konan Daniela
Von Arnim vakti létt á
spil suðurs og fékk fyrir
vikið það erfiða verkefni
að spila sex hjörtu.
Suður gefur; AV á
hættu.
Norður
♠ ÁG987
♥ K87
♦ 3
♣ÁK52
Vestur Austur
♠ K1052 ♠ D64
♥ D962 ♥ 4
♦ D105 ♦ K9862
♣D6 ♣G974
Suður
♠ 3
♥ ÁG1053
♦ ÁG74
♣1083
Spilið er kom upp í
fjórðu umferð HM í Par-
ís á þriðjudaginn. Al-
mennt voru spiluð 4
hjörtu í NS, en í leik
Þjóðverja og Bandaríkja-
manna í kvennaflokki
sögðu Von Arnim og
Sabina Auken slemmu:
Vestur Norður Austur Suður
Breed Auken Quinn Von Ar-
nim
-- -- -- 1 hjarta
Pass 1 spaði Pass 2 tíglar
Pass 2 grönd Pass 3 lauf
Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu
Pass 4 spaðar Pass 5 tíglar
Pass 6 hjörtu Allir pass
Útspil í trompi er ban-
vænt, en Von Arnim fékk
út lítið lauf. Hún gaf sér
góðan tíma í upphafi, en
lagði svo af stað: Laufás,
spaðaás og spaði tromp-
aður. Tígulás og tígul-
trompun. Spaði trompað-
ur og tígull trompaður.
Svo laufkóngur, spaða-
stunga og tígull í þessari
stöðu:
Norður
♠ G
♥ K
♦ --
♣52
Vestur Austur
♠ -- ♠ --
♥ D962 ♥ 4
♦ -- ♦ K
♣ -- ♣G9
Suður
♠ --
♥ ÁG
♦ G
♣10
Vestur var altrompa
og trompaði tígulgosann.
Yfirtrompað í borði með
kóng og laufi spilað.
Vestur gat ekki annað en
trompað og varð svo að
spila hjarta frá Dx upp í
ÁG. Glæsilegt.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4.
Bg2 Bb4+ 5. Bd2 Be7 6. Rf3
O-O 7. O-O c6 8. Bf4 b6 9.
Db3 Rbd7 10. Hd1 a5 11. Rc3
Ba6 12. cxd5 exd5 13. Hac1
Hc8 14. Bh3 Bc4 15. Dc2 c5
16. dxc5 Bxc5 17. Bg5 Hc6
18. Bxd7 Dxd7 19. Bxf6 Hxf6
Staðan kom upp í atskák-
keppni Evrópu og Asíu
sem lauk fyrir nokkru.
Rustam Kasimdzhanov
(2704) hafði hvítt gegn
Mikhail Gurevich (2633).
20. Re4! De7 20...He6
gekk ekki upp sökum 21.
Rxc5 bxc5 22. Dxc4 og
hvítur vinnur. 21. Rxf6+
Dxf6 22. b3 Ba6 23. Hxd5
He8 24. Hf5 Dh6 25. Hxc5
bxc5 26. Hd1 Hc8 27. De4
f5 28. Dd5+ Kf8 29. Re5
og svartur gafst upp. Um-
ferð í minningarmóti Jó-
hanns Þóris fer fram í dag,
27. október, í Ráðhúsi
Reykjavíkur. Áhorfendur
eru velkomnir.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
SILFURBRÚÐKAUP. Í dag, fyrsta vetrardag, eiga 25 ára
hjúskaparafmæli Fjóla Guðrún Friðriksdóttir og Haraldur
Jóhannsson, Neströð 7, Seltjarnarnesi. Þau fagna með fjöl-
skyldu sinni og vinum í brúðkaupi dóttur sinnar og tengda-
sonar.
Með morgunkaffinu
... og gef oss í dag það af brauðinu sem skatturinn
leyfir okkur að halda eftir.
FRÉTTIR
VINSTRIHREYFINGIN – grænt
framboð í Fjarðabyggð heldur op-
inn fræðslufund um hóflega og
vistvæna nýtingu fiskistofna í Safn-
aðarheimilinu í Neskaupstað í dag,
laugardaginn 27. október, kl. 14.
Jakob Jakobsson fiskifræðingur
fjallar um reynsluna af stjórnun
síldveiða og Árni Steinar Jóhanns-
son alþingismaður flytur erindi um
auðlindanefndina og tillögur VG.
Að loknum erindum svara frum-
mælendur fyrirspurnum fundar-
manna.
Allir eru velkomnir, segir í
fréttatilkynningu.
Fræðslufundur í Neskaupstað