Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 29 NÍNA Margrét Grímsdóttir píanó- leikari hlaut á dögunum töluvert lof fyrir flutning sinn á píanóverkum Páls Ísólfssonar í danska tónlistar- tímaritinu High Fidelity, sem segir hana hæfileikaríkan einleikara. Er það plata með safni píanó- tónverka Páls sem vakti athygli blaðsins og segir gagnrýnandinn plötuna innihalda sitt lítið af hvoru, bæði í stílfræðilegum skilningi og eins hvað píanóleikinn varðar. Þrjú píanóverk í ópus 5 leiði hugann til dæmis að verkum Chopin, enda séu þau „alvöru píanótónlist sem eru virkilega þess virði að hlýða á“. Verk eins og Svipmyndir minni þá á norrænu tónskáldin Carl Nielsen og Grieg, en verkin á plötunni séu allt frá því að skipta litlu máli og yf- ir í að teljast mjög svo áhugaverð. Tónlistarhæfileikar Nínu Mar- grétar leyni sér þá ekki. „Hún skar- ar fram úr með óvenju fallegum áslætti, ljómandi góðu tóneyra, skammlausri tækni og skilningi á sérkennum tónlistarinnar,“ segir gagnrýnandi High Fidelity sem lýk- ur umfjöllun sinni á orðunum: „Hún lætur vel að jafnvel minnstu smáat- riðum – og ég tel að hún geri tón- listina enn betri en hún er af hendi tónskáldsins.“ Fær góða dóma í High Fidelity Nína Margrét Grímsdóttir AKADEMIA non Grata, hóp- ur gjörningalistamanna frá Eistlandi, flytur fyrirlestur í LHÍ, Laugarnesi, nk. mánu- dag kl. 12.30. Non Grata-hóp- urinn hefur framið gjörninga víða um lönd. Fyrirlesturinn nefna þau: „Non Grata Pres- ents“ og munu sýna mynd- bönd og fjalla um gjörninga í heimalandi sínu. Valgerður Tinna Gunnars- dóttir, iðnhönnuður og kennari við LHÍ, fjallar um sýninguna „Kollur í kassanum“ á fyrir- lestri í Skipholti 1 nk. mið- vikudag, kl. 12.30. Sýninguna vann hún í samstarfi við Kar- en Chekerdjian kollega sinn í Beirút og um þátttöku þeirra í hinni árlegu húsgagnasýningu Salone Del Mobile í Mílanó í apríl síðastliðnum. Námskeið Endurmenntunarnámskeið fyrir textíllistamenn hefst 8. nóvember. Kennari er Sirrý Örvarsdóttir, hönnuður og textíkennari. Námskeiðið Rýmishönnun hefst 6. nóvem- ber. Kennari Elísabet V. Ingv- arsdóttir, innanhússarkitekt FHI. Námskeið í áferðarmál- un hefst 2. nóvember. Kennari Victor G. Cilia myndlistarmað- ur. Árni Pétur Guðjónsson leikari leiðbeinir á námskeið- inu Spuni – list augnabliksins sem hefst 5. nóvember. Fyrirlestrar og nám- skeið hjá LHÍ ÞRENNUM tónleikum á Sunnu- dags-matinée, sem vera áttu í Tón- listarhúsinu Ými fram að áramótum, er frestað vegna meiðsla en Gerrit Schuil píanóleikari varð fyrir því óhappi á tónleikaferð sinni um Þýskaland og Holland að fingur- brotna og getur þar af leiðandi ekki leikið á hljóðfærið fyrr en eftir ára- mót. Tónleikar Gerrits og hollenska bassabarítonsöngvarans Hans Zom- er, sem fyrirhugaðir voru hinn 28. október nk., verða haldnir sunnu- daginn 10. febrúar á næsta ári. Þeir Gerrit og Hans Zomer flytja þá Vetrarferðina eftir Franz Schubert, en það verk hljóðrituðu þeir nýlega á geisladisk sem kom út í Hollandi nú í mánuðinum. Tónleikum í Ými frestað BJÖRN Hafberg, sagnfræðingur og frístundamálari, opnar málverka- sýningu á veitingastaðnum Horninu í Hafnarstræti, í dag kl. 14. Innpakkað land og verðfallin gildi eru helstu viðfangsefni myndanna tuttugu sem sýndar eru að þessu sinni. Ennfremur sýnir Björn um þessar mundir myndröð sem nefnist menntavegurinn, í Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem um þessar mundir heldur upp á 20 ára afmæli sitt. Innpakkað land á Horninu PÍKUSÖGUR verða sýndar í Fjöl- brautaskólanum á Sauðárkróki í dag og á sunnudag kl. 17 í Félagsheim- ilinu á Blönduósi. Í nóvember munu Píkusögur fara í leikferð til Kirkju- bæjarklausturs og Víkur í Mýrdal. Á milli leikferða eru sýningar í Borg- arleikhúsinu. Það eru Halldóra Geirharðsdóttir, Sóley Elíasdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem segja sögurnar í leikstjórn Sigrúnar Eddu Björns- dóttur. Píkusögur á leið norður SJÖ kórar frá Kópavogi og Reykja- vík halda tónleika í Hjallakirkju í dag kl. 17. Þetta eru kórar Árbæj- arkirkju, Breiðholtskirkju, Digra- neskirkju, Fella- og Hólakirkju, Grafarvogskirkju, Hjallakirkju og Seljakirkju. Kórarnir munu syngja hver í sínu lagi, undir stjórn síns söngstjóra. Sjö kóra tónleikar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ SIGURGEIR Agnarsson sellóleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari halda tónleika í Hásöl- um, safnaðarheimili Hafnarfjarðar- kirkju, á morgun kl. 16. Á efnisskránni er sónata nr. 6 í C dúr eftir Luigi Boccherini, sónata op. 102 nr. 1 eftir L.v. Beethoven, Sol- itaire eftir Hafliða Hallgrímsson og Le Grand Tango eftir Astor Piazz- olla. Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari verður þeim tveimur til full- tingis við flutning eins verkanna. Steinunn Birna Ragnarsdóttir Sigurgeir Agnarsson Tónleikar í Hásölum Nýlistasafnið Hjálmar Sveinsson, annar tveggja sýningarstjóra sýningarinnar Omd- úrman, Margmiðlaður Megas í Nýló, verður með leiðsögn um sýninguna á morgun kl. 15. Aðgangur er ókeypis. Safnið er opið frá 12-17. Hafnarborg Leiðsögn um sýninguna ListVerk- un í Hafnarborg, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, verður á morgun kl. 16. Leiðsögn um sýningar DJASSTÓNLEIKAR verða haldnir í Listasafni Reykjavík- ur – Kjarvalsstöðum á morgun kl. 16. Tónleikarnir eru tileink- aðir Kristjáni Guðmundssyni myndlistarmanni, en í safninu stendur nú yfir sýning á verk- um hans. Þar leikur kvartett kontra- bassaleikarans Tómasar R. Einarssonar, en auk hans skipa hljómsveitina þeir Jóel Páls- son, tenórsaxófón, Eyþór Gunnarsson, píanó og Matthías M.D. Hemstock, trommur. Áð- ur en tónleikar Berlínarkvart- ettsins hefjast, eða kl. 15, verð- ur leiðsögn um sýningu Krist- jáns Guðmundssonar. Djasstón- leikar á Kjar- valsstöðum MÁLVERK TIL SÖLU Einnig verk eftir:  Einar Hákonarson  Georg Guðna  Gunnlaug Blöndal  Hafstein Austmann  Hörpu Björnsdóttur  Karólínu Lárusdóttur  Pétur Gaut  Sigurbjörn Jónsson  Svavar Guðnason  Valgarð Gunnarsson 10% afsl. af allri innrömmun út nóv. SMIÐJAN Innrömmun - Listhús Ármúla 36, sími 568 3890. Muggur Jón Engilberts Gunnlaugur Scheving Júlíana Sveinsdóttir Opið í dag, laugardag, frá kl. 14-18 Fyrir fjársterkan aðila leitum við að góðri Kjarvalsmynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.