Morgunblaðið - 27.10.2001, Síða 29

Morgunblaðið - 27.10.2001, Síða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 29 NÍNA Margrét Grímsdóttir píanó- leikari hlaut á dögunum töluvert lof fyrir flutning sinn á píanóverkum Páls Ísólfssonar í danska tónlistar- tímaritinu High Fidelity, sem segir hana hæfileikaríkan einleikara. Er það plata með safni píanó- tónverka Páls sem vakti athygli blaðsins og segir gagnrýnandinn plötuna innihalda sitt lítið af hvoru, bæði í stílfræðilegum skilningi og eins hvað píanóleikinn varðar. Þrjú píanóverk í ópus 5 leiði hugann til dæmis að verkum Chopin, enda séu þau „alvöru píanótónlist sem eru virkilega þess virði að hlýða á“. Verk eins og Svipmyndir minni þá á norrænu tónskáldin Carl Nielsen og Grieg, en verkin á plötunni séu allt frá því að skipta litlu máli og yf- ir í að teljast mjög svo áhugaverð. Tónlistarhæfileikar Nínu Mar- grétar leyni sér þá ekki. „Hún skar- ar fram úr með óvenju fallegum áslætti, ljómandi góðu tóneyra, skammlausri tækni og skilningi á sérkennum tónlistarinnar,“ segir gagnrýnandi High Fidelity sem lýk- ur umfjöllun sinni á orðunum: „Hún lætur vel að jafnvel minnstu smáat- riðum – og ég tel að hún geri tón- listina enn betri en hún er af hendi tónskáldsins.“ Fær góða dóma í High Fidelity Nína Margrét Grímsdóttir AKADEMIA non Grata, hóp- ur gjörningalistamanna frá Eistlandi, flytur fyrirlestur í LHÍ, Laugarnesi, nk. mánu- dag kl. 12.30. Non Grata-hóp- urinn hefur framið gjörninga víða um lönd. Fyrirlesturinn nefna þau: „Non Grata Pres- ents“ og munu sýna mynd- bönd og fjalla um gjörninga í heimalandi sínu. Valgerður Tinna Gunnars- dóttir, iðnhönnuður og kennari við LHÍ, fjallar um sýninguna „Kollur í kassanum“ á fyrir- lestri í Skipholti 1 nk. mið- vikudag, kl. 12.30. Sýninguna vann hún í samstarfi við Kar- en Chekerdjian kollega sinn í Beirút og um þátttöku þeirra í hinni árlegu húsgagnasýningu Salone Del Mobile í Mílanó í apríl síðastliðnum. Námskeið Endurmenntunarnámskeið fyrir textíllistamenn hefst 8. nóvember. Kennari er Sirrý Örvarsdóttir, hönnuður og textíkennari. Námskeiðið Rýmishönnun hefst 6. nóvem- ber. Kennari Elísabet V. Ingv- arsdóttir, innanhússarkitekt FHI. Námskeið í áferðarmál- un hefst 2. nóvember. Kennari Victor G. Cilia myndlistarmað- ur. Árni Pétur Guðjónsson leikari leiðbeinir á námskeið- inu Spuni – list augnabliksins sem hefst 5. nóvember. Fyrirlestrar og nám- skeið hjá LHÍ ÞRENNUM tónleikum á Sunnu- dags-matinée, sem vera áttu í Tón- listarhúsinu Ými fram að áramótum, er frestað vegna meiðsla en Gerrit Schuil píanóleikari varð fyrir því óhappi á tónleikaferð sinni um Þýskaland og Holland að fingur- brotna og getur þar af leiðandi ekki leikið á hljóðfærið fyrr en eftir ára- mót. Tónleikar Gerrits og hollenska bassabarítonsöngvarans Hans Zom- er, sem fyrirhugaðir voru hinn 28. október nk., verða haldnir sunnu- daginn 10. febrúar á næsta ári. Þeir Gerrit og Hans Zomer flytja þá Vetrarferðina eftir Franz Schubert, en það verk hljóðrituðu þeir nýlega á geisladisk sem kom út í Hollandi nú í mánuðinum. Tónleikum í Ými frestað BJÖRN Hafberg, sagnfræðingur og frístundamálari, opnar málverka- sýningu á veitingastaðnum Horninu í Hafnarstræti, í dag kl. 14. Innpakkað land og verðfallin gildi eru helstu viðfangsefni myndanna tuttugu sem sýndar eru að þessu sinni. Ennfremur sýnir Björn um þessar mundir myndröð sem nefnist menntavegurinn, í Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem um þessar mundir heldur upp á 20 ára afmæli sitt. Innpakkað land á Horninu PÍKUSÖGUR verða sýndar í Fjöl- brautaskólanum á Sauðárkróki í dag og á sunnudag kl. 17 í Félagsheim- ilinu á Blönduósi. Í nóvember munu Píkusögur fara í leikferð til Kirkju- bæjarklausturs og Víkur í Mýrdal. Á milli leikferða eru sýningar í Borg- arleikhúsinu. Það eru Halldóra Geirharðsdóttir, Sóley Elíasdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem segja sögurnar í leikstjórn Sigrúnar Eddu Björns- dóttur. Píkusögur á leið norður SJÖ kórar frá Kópavogi og Reykja- vík halda tónleika í Hjallakirkju í dag kl. 17. Þetta eru kórar Árbæj- arkirkju, Breiðholtskirkju, Digra- neskirkju, Fella- og Hólakirkju, Grafarvogskirkju, Hjallakirkju og Seljakirkju. Kórarnir munu syngja hver í sínu lagi, undir stjórn síns söngstjóra. Sjö kóra tónleikar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ SIGURGEIR Agnarsson sellóleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari halda tónleika í Hásöl- um, safnaðarheimili Hafnarfjarðar- kirkju, á morgun kl. 16. Á efnisskránni er sónata nr. 6 í C dúr eftir Luigi Boccherini, sónata op. 102 nr. 1 eftir L.v. Beethoven, Sol- itaire eftir Hafliða Hallgrímsson og Le Grand Tango eftir Astor Piazz- olla. Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari verður þeim tveimur til full- tingis við flutning eins verkanna. Steinunn Birna Ragnarsdóttir Sigurgeir Agnarsson Tónleikar í Hásölum Nýlistasafnið Hjálmar Sveinsson, annar tveggja sýningarstjóra sýningarinnar Omd- úrman, Margmiðlaður Megas í Nýló, verður með leiðsögn um sýninguna á morgun kl. 15. Aðgangur er ókeypis. Safnið er opið frá 12-17. Hafnarborg Leiðsögn um sýninguna ListVerk- un í Hafnarborg, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, verður á morgun kl. 16. Leiðsögn um sýningar DJASSTÓNLEIKAR verða haldnir í Listasafni Reykjavík- ur – Kjarvalsstöðum á morgun kl. 16. Tónleikarnir eru tileink- aðir Kristjáni Guðmundssyni myndlistarmanni, en í safninu stendur nú yfir sýning á verk- um hans. Þar leikur kvartett kontra- bassaleikarans Tómasar R. Einarssonar, en auk hans skipa hljómsveitina þeir Jóel Páls- son, tenórsaxófón, Eyþór Gunnarsson, píanó og Matthías M.D. Hemstock, trommur. Áð- ur en tónleikar Berlínarkvart- ettsins hefjast, eða kl. 15, verð- ur leiðsögn um sýningu Krist- jáns Guðmundssonar. Djasstón- leikar á Kjar- valsstöðum MÁLVERK TIL SÖLU Einnig verk eftir:  Einar Hákonarson  Georg Guðna  Gunnlaug Blöndal  Hafstein Austmann  Hörpu Björnsdóttur  Karólínu Lárusdóttur  Pétur Gaut  Sigurbjörn Jónsson  Svavar Guðnason  Valgarð Gunnarsson 10% afsl. af allri innrömmun út nóv. SMIÐJAN Innrömmun - Listhús Ármúla 36, sími 568 3890. Muggur Jón Engilberts Gunnlaugur Scheving Júlíana Sveinsdóttir Opið í dag, laugardag, frá kl. 14-18 Fyrir fjársterkan aðila leitum við að góðri Kjarvalsmynd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.