Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 25 www.lipfinity.com BYLTINGARKENND NÝJUNG Helst á lengur en nokkur annar varalitur Förðunarfræðingur veitir faglega ráðgjöf í Lyfju, Smáralind, í dag laugardag og morgun sunnudag kl. 12-16. Kvikmyndir þar sem, Max Factor hefur séð um förðun, eru m.a. Bridget Jones’s Diary, Charlie’s Angels, Anna and the King, Notting Hill, Titanic, The English Patient, Evita, Ever After, Bugsy Malone, Alien, Interview with a Vampire, Midnight Express... Nýir geisladiskar Karlakórsins Heimis og Álftagerðisbræðra sem eru væntanlegir verða kynntir. Fjölbreytt söngskrá. Kynnir: Örn Árnason. Forsala aðgöngumiða verður í miðasölu Háskólabíós. Miðasalan opin daglega. Karlakórinn Heimir og Álftagerðisbræður. Útgáfutónleikar í Háskólabíói laugardaginn 3. nóv. nk. kl. 16.00. ÞEGAR Sovétmenn réðust inn í Afganistan þurftu hermenn þeirra að skríða skelfingu lostnir í gegnum hundruð hella, sem voru alsettir hnífum og sprengigildrum, í leit að íslömskum skæruliðum sem virtust renna saman við fjöllin eins og nótt- in. Þótt leiðtogar talibana segist ætla að beita sömu aðferð gegn Bandaríkjaher telja hernaðarsér- fræðingar ólíklegt að hún dugi gegn háþróuðum vopnum og vel þjálfuð- um hersveitum Bandaríkjamanna. Þeir segja það goðsögn frekar en veruleika að ógjörningur sé að sigr- ast á stríðsmönnum sem hola sér niður í fjöllum Afganistans. Bandarískir embættismenn við- urkenna að til eru hundruð, ef ekki þúsundir, hella, ganga og neðan- jarðarbyrgja í fjöllum og eyðimörk- um Afganistans. Mörg þessara ganga eru leifar margra alda ófrið- ar og fornra landbúnaðaraðferða sem byggðust á neðanjarðarvatns- birgðum. Geta beitt háþróuðum vopnum á hellana Reyni talibanar og liðsmenn al- Qaeda, samtaka bin Ladens, að komast undan með því að fela sig í hellunum geta njósnavélar Banda- ríkjahers fundið þá með hitasækn- um myndavélum þegar þeir kveikja elda til að orna sér. Herflugvélar geta síðan skotið á þá leysistýrðum flugskeytum eða svokölluðum „byrgjabönum“, 250 kílóa leysi- stýrðum sprengjum sem beitt var í Flóastríðinu 1991. Sérfræðingarnir telja að Banda- ríkjaher hafi lært af mistökum Sov- étmanna, sem höfðu ekki yfir jafn- háþróuðum vopnum að ráða. Þótt líklega verði erfitt að finna óvinina í fjöllunum fari því fjarri að það sé ómögulegt. Geta falið sig á mörgum öðrum stöðum „Tæknilega er Bandaríkjaher fær um finna og eyðileggja þessa hella,“ sagði John Pike, fram- kvæmdastjóri GlobalSecurity.org, fyrirtækis sem sérhæfir sig í rann- sóknum á sviði varnarmála. „En sú hugmynd að við getum fundið bin Laden í „virki einsemdarinnar“ og að allir 5.000 fylgismenn hans verði þarna niðri hjá dropasteinunum er hreint fáránleg. Hellarnir eru á meðal fjölmargra staða þar sem þessir menn geta falið sig.“ Embættismenn bandaríska varnarmálaráðuneytisins gera sér grein fyrir þessu. Þeir hafa varað við því opinberlega á síðustu dögum að talibanar og al-Qaeda hafi falið liðsmenn sína og vopn á heimilum og moskum í bæjum og borgum Afganistans. Þeir eru þó sannfærð- ir um að nauðsynlegt sé að gera árásir á hugsanleg fylgsni þeirra í fjöllunum og eyðimörkunum. Hellarnir eru flestir í austur- og suðurhluta Afganistans, meðal ann- ars í Paktia-héraði nálægt Kandah- ar, höfuðvígi talibana. Þar eru einn- ig mörg þröng göng, sum margra km löng og djúpt í jörðinni, en önn- ur eru lítið annað en byrgi rétt neð- an við yfirborðið, að sögn jarðfræð- ingsins Jacks Shroders, sem hefur starfað í Afganistan. Þótt hella- og gangakerfin séu mjög flókin telja nokkrir sérfræð- ingar í málefnum Afganistans og hernaði að þau ættu ekki að vera óvinnanleg hindrun fyrir sérsveitir Bandaríkjahers sem undirbúa áhlaup á fylgsni talibana og liðs- manna al-Qaeda í vetur. Mark Kramer, prófessor í rúss- neskum fræðum við Harvard-há- skóla, segir að sovésku hersveitun- um í Afganistan hafi orðið á mistök sem ólíklegt sé að Bandaríkjaher endurtaki. Sovésku hermennirnir hafi ekki fengið næga þjálfun og verið illa vopnum búnir. „Sovésku hersveitirnar og bandarísku sér- sveitirnar eru einfaldlega ekki sam- bærilegar.“ Kramer og fleiri sérfræðingar segja að mótspyrna Afgana hafi ekki ráðið úrslitum um að Sovét- menn kölluðu innrásarlið sitt frá Afganistan 1989. Þeir rekja frekar ósigur Sovét- manna til annarra þátta, svo sem erfiðleika í Sovétríkjunum sem urðu seinna til þess að þau liðu und- ir lok. Hellarnir eru ekki taldir óvinn- anleg fyrirstaða Washington. Los Angeles Times. Bandarískir sérfræðingar um fylgsni talibana og stuðningsmanna Osama bin Ladens í Afganistan VIÐRÆÐUR hófust í Belgrad í gær milli ráðamanna í Serbíu og Svart- fjallalandi um framtíð júgóslavneska ríkjasambandsins. Milo Djukanovic, forseti Svart- fjallalands, þáði á fimmtudag boð Vojislavs Kostunica Júgóslavíufor- seta um að koma til viðræðnanna, en auk þeirra sátu fundinn í gær þeir Zoran Djindjic og Filip Vujanovic, forsætisráðherrar Serbíu og Svart- fjallalands. Djukanovic og stjórn hans vilja að Svartfjallaland fái fullt sjálfstæði og viðurkenna ekki júgóslavnesku stjórnina. Lýsti forsetinn því yfir fyrir upphaf fundarins í gær að það væri aðeins tímaspursmál hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin í Svartfjallalandi um framtíð ríkja- sambandsins, en á svartfellska þinginu eru þegar í smíðum lög sem heimila myndu framkvæmd hennar. Ríkjasamband Serbíu og Svart- fjallalands var stofnað eftir upplausn gömlu Júgóslavíu árið 1992, en á síð- ustu árum hefur sjálfstæðishreyf- ingunni í Svartfjallalandi vaxið fisk- ur um hrygg. Nú er svo komið að ríkjasambandið felst varla í neinu öðru en sameiginlegum her og flug- umferðarstjórn, en Svartfellingar hafa meðal annars tekið upp þýska markið sem gjaldmiðil í stað serb- neska dínarsins og halda uppi eigin utanríkisstefnu. Þó eru skiptar skoðanir meðal Svartfellinga um aðskilnaðinn. Sjálf- stæðissinnar unnu aðeins nauman sigur í kosningum fyrr á þessu ári og skoðanakönnunum ber ekki saman um hver úrslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar yrðu. Serbar eru um 10 milljónir og Svartfellingar 650.000, en þeim fyrr- nefndu er umhugað um að viðhalda ríkjasambandinu. Ríkjasamband Serbíu og Svartfjallalands í uppnámi Viðræður hafnar um framtíð Júgóslavíu Djukanovic Belgrad. AFP. Kostunica
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.