Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 43 þetta var Ford-blæjubíll sem síðar var notaður í ferðir, m.a. milli Selja- lands og Víkur í Mýrdal áður en vold- ugar brýr tengdu þessar byggðir saman. Árið 1930 keypti kaupmaður- inn enn eina bifreiðina, sem strax kom í góðar þarfir við að koma Rang- æingum á Alþingishátíðina miklu á Þingvöllum árið 1930, þessa hátíðar- daga, sem öllum voru ógleymanlegir og umtalsefni svo lengi og gat jafnvel hrifið þá, sem heima sátu. Í Dals- hverfinu voru það ekki lítil tíðindi þegar Dalselssystkinin komu á gæð- ingum sínum austur yfir Markarfljót síðsumars til að heyja á Neðradals- mýrinni, en þar átti Dalselsbóndinn slægjulönd. Tjöld risu skammt frá bæjarlæknum og eitt stórt tjald, sem Auðunn kaupmaður hafði keypt á Al- þingishátíðinni, og hrífandi harmon- ikkutónlist barst út í kvöldrökkrið að liðnum vinnudögum, ný lög lærðust og víst var hann Valdimar góður laga- smiður og nú heyrast lögin hans svo oft í útvarpinu. Samhentur systkina- hópur frá Dalsseli bar foreldrum sín- um fagurt vitni, umtalsfrómt fólk, háttprútt og af vörum þess heyrðist aldrei blótsyrði. Í Dalsseli var hæfi- leikaríkt fólk, músíkalskt og ljóðelskt. Hæfileika sína báru þau systkinin ekki á torg. Á vordögum árið 1939 reis tjaldborg upp við Seljalandsmúl- ann. Hálfdan orðinn bíleigandi og mættur til vinnu með fyrsta bílinn sinn. Bílar hans urðu margir í áranna rás. Þetta sumar var varnargarður- inn sem hindrar Markarfljót í að renna austur með Eyjafjöllum lengd- ur og styrktur. Þetta vor var upphafið að bílaútgerð Hálfdans Auðunssonar sem varði í meira en hálfa öld með mikilli farsæld. Hálfdan var og vin- sæll meðal samstarfsmanna sinna, það fór ekki á milli mála. Þetta sumar kynntist hann elstu heimasætunni á Seljalandi, Sigríði Kristjánsdóttur, bráðduglegri myndarlegri stúlku sem síðar varð eiginkona hans og bjó hon- um traust og gott heimili. Hún var dóttir Arnlaugar Samúelsdóttur og Kristjáns Ólafssonar en þau hjón bjuggu alþekktu rausnarbúi á þessari öndvegisjörð sem Seljalandið er. Á Seljalandi var heimarafstöð með þeim fyrstu undir Fjöllunum og heimilið umsvifamikið, á árum áður viðkomustaður við þjóðbraut þar sem langferðamenn áttu vísan næturstað og viðgjörning góðan. Ungu hjónin, Sigríður og Hálfdan, fengu hluta af jörðinni og stofnuðu nýbýli og nefndu það Ytra-Seljaland. Myndarlegt íbúð- arhús reis frá grunni með tilheyrandi stórum útihúsum. Þessi reisulegu hús fara vel í umhverfi sínu og horfa vel við sól. Hofsáin var enn virkjuð og fór að veita ljós og yl. Efnileg börn uxu úr grasi og tóku þátt í bústörfunum með foreldrum sínum. Gamlir vatnsfar- vegir Markarfljóts, svartir sandar, urðu að grænum túnum. Hjónin voru samhent frá fyrstu kynnum. Ótalið er mesta lífslán þeirra hjóna, hinn ein- staklega myndarlegi systkinahópur sem hvarvetna er til dæmdar, ljúft, vandað og velmenntað fólk. Sigríður og Hálfdan á Seljalandi lifðu langa gæfusama ævi. Þau hafa nú bæði kvatt þessa jarðvist. Sigríður hús- freyja kvaddi á vordögum í fyrra en Hálfdan nú einn sólríkan haustblíðu- dag þegar Fjöllin okkar í austri skörtuðu litadýrð. Ég hitti hann deg- inum áður en kallið kom, teinréttan og glaðan, ekki hef ég séð annan öld- ung bera níutíu árin betur. Hann var sáttur við tilveruna, Guð og menn. Það er bjart yfir minningu hjónanna á Ytra-Seljalandi og þau lifa áfram í myndarlegum afkomendahópi. Pálmi Eyjólfsson. Hálfdan Auðunsson, bóndi á Selja- landi undir Eyjaföllum, er látinn. Hann náði hárri elli, en engu að síður kom fréttin um andlát hans á óvart. Hann var nefnilega ungur að mörgu leyti þótt aldurinn segði annað. Hann bar sig vel, svo virðulegur og hvít- hærður sem hann var. Hann var vel ern og fylgdist með öllu sem fram fór, hvort sem um var að ræða þjóðmál eða mál sem vörðuðu fjölskyldu hans og einkahagi. Hálfdan var maður framkvæmda og vildi koma hlutunum í verk þegar ákvörðun hafði verið tek- in. Hann var alla tíð stórhuga maður sem sést ef til vill best á því að hann byggði þegar um 1950 einkarafstöð fyrir nýbýli sitt. Sú stöð veitti heimili hans orku og yl í rúma hálfa öld og dugar enn. Hálfdan var með áform um að stækka hana og endurbæta svo að hún dygði enn betur á nýrri öld, þótt hann hafi ekki lifað að sjá það verða að veruleika. Já, hugurinn var alltaf mikill og við kynni af börnum hans læðist sá grunur að manni að þessi eiginleiki hafi erfst til barna hans, sem betur fer að sjálfsögðu. Hálfdan þurfti oft að gera við hvers konar vélar og hann var mjög nýtinn eins og títt er um fólk af hans kynslóð, enda aldrei að vita hvenær nota mætti síðar hluta úr vél eða öðru í eitthvað annað. Það var enda ósjaldan að hann fann ótrúlegustu hluti fyrir sveitunga sína sem komu til hans og vantaði varahlut í bíl eða vinnuvél. Líklega er margt forvitnilegt að finna í Vesturveri, útihúsi við hliðina á íbúð- arhúsinu, þar sem hann geymdi gam- alt dót, lagfærði margt og sýslaði ým- islegt. Sumt af því gæti eflaust sómt sér vel á byggðasafni eða tæknisögu- safni. Hálfdan átti tíu börn. Hann, og Sigríður kona hans, sem lést fyrir rúmu hálfu öðru ári, studdu þau til náms þegar grunnskólagöngu þeirra lauk og hlutu þau öll þá menntun sem hugur þeirra stefndi til. Barnabörnin eru nú komin á þriðja tug og barna- barnabörnin voru orðin tæpur tugur þegar afi í sveitinni lést. Hálfdan hafði frekar hrjúft yfirborð og við fyrstu kynni vissu börn ekki alltaf hvernig þau áttu að taka honum. Barnabörnin hafa kynnst afa sínum misvel, þar sem sum hafa búið erlend- is eða í öðrum landshluta í skemmri eða lengri tíma. Þau sem hafa orðið þess aðnjótandi að umgangast hann og kynnast honum náið hafa komist að því að þar áttu þau hauk í horni. Í ljós kom að undir brynjunni var mjög traustur og hlýr maður sem hafði lúmskt gaman af börnum þótt hann kysi oftast að fylgjast með þeim úr svolítilli fjarlægð. Hann hafði mjög skemmtilega kímnigáfu sem fékk að njóta sín á hans persónulega hátt. Hann var alla tíð myndarlegur, jafnvel fallegur, maður að mínu mati, hvort sem skoð- aðar eru myndir af honum ungum manni eða nýrri myndir frá síðustu árum hans. Í þessu sambandi er ekki hægt að láta hjá líða að minnast þess að í nóvember 1998 voru þau hjónin Hálfdan og Sigríður og við Ómar í fylgdarliði forseta Íslands þegar hann fór í opinbera heimsókn til Ítal- íu. Þá höfðu sumir samferðamenn okkar orð á því að Hálfdan minnti frekar á ítalskan greifa en íslenskan bónda, svo glæsilegur þótti hann. Á níræðisafmæli hans síðastliðið vor mættu margir í veislu á Heimalandi og samglöddust honum. Hann var ákaflega þakklátur fyrir þá virðingu og vinsemd sem honum voru sýnd af því tilefni og rifjaði oft upp síðustu mánuðina hve ánægður hann hafi verið með daginn. Sjónarsviptir verð- ur að honum í sveitinni hans og hans verður sárt saknað. Megi Hálfdan á Seljalandi hvíla í friði og blessuð sé minning hans. Þuríður Þorbjarnardóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Elsku karlinn. Þú varst nú alltaf fljóthuga og þannig fórst þú líka. Fórst á fætur og borðaðir morgun- mat og dreifst þig svo út að ganga í góða veðrinu. Þú komst við hjá Siggu mágkonu þinni og varst þá kominn með verk. Hún hjálpaði þér að kom- ast aftur heim en þá var nú ekki langt eftir hjá þér í þessu jarðlífi. Allir gerðu sitt besta til að hjálpa þér en tíminn var kominn og þú dreifst þig í þína síðustu ferð í þessu jarðlífi. Ekki var dvölin á Kirkjuhvoli löng en þú varst að aðlagast nýju heimili og far- inn að taka heima. Það var svo gott að vita af þér hér og geta skroppið til þín. Þú varst líka duglegur að kíkja til okkar. Við Kristján vorum farin að hlakka til að hafa þig hjá okkur á jól- unum og fara á Seljaland og elda skötuna á Þorláksmessu. Síðasta samtalið okkar var um hvort rétt væri að fara til miðils og freista þess að ná sambandi við framliðna. En þú dreifst þig bara sjálfur. Alltaf fljót- huga. Árin voru orðin mörg og níutíu ára afmælið eftirminnilegt. Hvað þú varst reffilegur og fallegur í íslenska hátíðarbúningnum innan um alla vin- ina þína. Við vorum að hafa áhyggjur af að þú yrðir of þreyttur en það voru óþarfa áhyggjur. Við Kristján þökk- um þér fyrir góða samfylgd og alla þína umhyggju. Góður Guð styrki þinn stóra afkomendahóp og vini þína. Ó, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu’ í Drottins skaut. Ó, það slys því hnossi’ að hafna, hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. (M. Joch.) Þín tengdadóttir, Jóna. Nú er Hálfdan horfinn á vit feðra sinna og í faðm konu sinnar sem þangað fór tæpu einu og hálfu ári á undan honum. Þetta er víst lífsins gangur, en alltaf jafnerfitt að sætta sig við hann. Ég kynntist tengdaföður mínum fyrir réttum þrettán árum. Sá ég þar teinréttan reffilegan karl með mikið og fallegt snjóhvítt hár sem stundum var kallað „biskupshár“. Eitt sinn er ég kom á Seljaland þóttist Hálfdan nú aldeilis hafa verkefni handa mér. Rauk hann til og náði í skæri, rétti mér þau, skellti sér í stól og sagði mér að klippa. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, en hann kvaðst ekki hafa komist í bæinn svo lengi og lubbinn kominn út um allt svo einhver varð að klippa. Ég þorði ekki annað en að hlýða tengdaföður mínum svo eitt- hvað myndaðist ég við að klippa og hann varð hæstánægður. Í „rakara- stólnum“ komst á þetta innilega sam- band milli „kúnna“ og „klippara“ og varði það alla tíð eftir það þótt ekki fengist ég til að klippa hann aftur. Hann Hálfdan var glettinn mjög og gaman að fylgjast með því hvernig hann í seinni tíð gaf sér tíma til að gantast við barnabörnin sín, þau þekktu afa sinn vel og vissu að hann var að grínast þegar hann þóttist vera að skamma þau, detta um dótið þeirra eða klípa aðeins í þau. Svo var hann farinn að luma á sælgæti hér og hvar handa þeim, því hann fylgdist með hvað hreif ungdóminn í dag. Ég er þó ekki frá því að þeim hafi þótt meira varið í að fá að laumast í kandísinn hans sem ávallt var til uppi í skáp, hvort sem var í Bólstaðarhlíð eða á Seljalandi. Einu tók ég vel eftir í fari Hálfdans en það var hversu nýtinn hann var og aldrei mátti henda neinu, það gæti komið í góðar þarfir seinna. Og ég sá ekki betur en að þetta væri rétt hjá honum því ekki leið það skipti sem ég var stödd á Seljalandi án þess að einhvern bæri að garði með bil- aðan hlut og þá var farið út í „Vest- urver“ og leitað leiða til að laga það sem bilað var. Þeir voru ekki sviknir sem leituðu til Hálfdans. Nú er tómlegt á Seljalandi. Þegar ég minntist tengdamóður minnar í fyrra á þessum sömu síðum fannst mér sérlega sárt að vita til þess að ekki stæði hún á tröppunum á Selja- landi þegar mann bæri að garði eða þegar kvatt yrði. Eftir stóð Hálfdan einn, nú er þar enginn. Minningin um yndislega tengdaforeldra lifir og börnin mín eru lánsöm að hafa átt afa og ömmu sem bjuggu í sveitinni sem gefur svo margt. Nú verður Hálfdan lagður til hinstu hvílu við hlið konu sinnar og saman munu þau vaka yfir öllum börnunum sínum, barnabörnum og öðrum ástvinum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Inga Lára Pétursdóttir.  Fleiri minningargreinar um Hálfdan Auðunsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. 3 "         "      ,    %    ,$ %( $ 5$ '& - ;#     A14    -%  $ /8     A%   3 ' "       # 3 "         "      , % 1%      ,$ "    $  " $  '-> /0 4 + @C@  *4+!4# A *A       - 8'8!    +'F* # 3 "      "1  ,  % 1%      ,$ "     /0- /0  *+# + 44  D  *4+!4# 8 4 # 4            "        )(/G 6- > 0 78 . 74. H "  $   (5!  "  !  "              5!  " !( ! '! !    * #!  $    3 8 !    I 0G#!  " .        # 3 "     6   1   ,   % 1%      ,$   "  " "         $   " $    ($   , D 9# ' :5 4-  &  !.  ' :6 5 4(   - (  & 5 4(   5 7 67(  -+ -+  - 45 4 ' :5 4-+  9# 3 "    $ "  "1 %    , % 1%       ,$   "            "   $  $ 1$( 5$ /3 0 '8 C A 8 # -45  85  . -.  =5       #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.