Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 49
BRAUTSKRÁNING kandídata frá
Háskóla Íslands verður í Háskóla-
bíói í dag, fyrsta vetrardag, og
hefst kl. 14. 233 kandídatar braut-
skrást að þessu sinni, auk þess sem
9 hafa lokið starfsréttindanámi í fé-
lagsvísindadeild og þrír diplóma-
námi.
Húsið verður opnað kl. 13.15.
Hefðbundin dagskrá hefst með leik
Blásarakvintetts Tónlistarskólans í
Reykjavík. Þá verða afhent próf-
skírteini og að því loknu ávarpar
rektor kandídata.
Athöfninni lýkur með söng Há-
skólakórsins undir stjórn Hákonar
Leifssonar.
Brautskráning
frá Háskóla
Íslands
STJÓRN Sjálfsbjargar harmar að-
gerðaleysi stjórnvalda í yfirstand-
andi kjaradeilu sjúkraliða, sem
komið hefur fram í verkföllum og
fjölda uppsagna í stéttinni. Sjálfs-
björg lýsir yfir fullum stuðningi við
kjarabaráttu Sjúkraliðafélags Ís-
lands og leggur áherslu á mikil-
vægi starfs sjúkraliða, m.a. fyrir
hreyfihamlað fólk, á sjúkrastofn-
unum, í heimahúsum og heimilis-
einingum svo sem Sjálfsbjargar-
heimilinu.
Undanfarið hafa Morgunblaðinu
m.a. borist stuðningsyfirlýsingar
við kjarabaráttu sjúkraliða frá eft-
irtöldum aðilum: Fagdeild skurð-
hjúkrunarfræðinga, Félagi hjúkr-
unarfræðinga, Starfsmannafélagi
ríkisstofnana, Verkalýðsfélaginu
Baldri, Ísafirði, hjúkrunarfræðing-
um á Heilsugæslustöðinni í Efsta-
leiti, hjúkrunarfræðingum á Heil-
brigðisstofnun Vestmannaeyja,
Starfsmannafélagi Akureyrarbæj-
ar, Eflingu – stéttarfélagi, Félagi
eldri borgara í Reykjavík og ná-
grenni og stjórn hjúkrunarráðs
Landspítala – háskólasjúkrahúss
og BSRB.
Stuðningur
við kjarabaráttu
sjúkraliða
NÝ umferðarljós verða tekin í notk-
un á mótum Lækjargötu – Öldugötu
í Hafnarfirði á laugardaginn 27.
október kl. 10.
Ljósin verða umferðarstýrð að
hluta. Umferðarskynjarar verða á
Hverfisgötu – Öldugötu og beygju-
rein á Lækjargötu. Ef engin þver-
umferð er logar að jafnaði grænt
fyrir umferð á Lækjargötu.
Fótgangendur geta „kallað“ á
grænt ljós yfir Lækjargötu með því
að ýta á hnapp, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Ný umferðarljós
í Hafnarfirði
GÖMUL þjóðleið, Rauðamelsstíg-
ur- Lambfellsgjá-Höskuldarvellir,
verður gegnin á vegum Ferða-
félags Íslands sunnudaginn 28.
október.
Gangan hefst á Rauðamel við
Gvendarbrunn. Brottför frá BSÍ
kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6.
Áætlað er að gangan taki um 4–6
klst. Fararstjóri er Jónas Haralds-
son.
Gömul þjóðleið
gengin
KYNNINGARFUNDUR um inn-
tökuskilyrði í framhaldsskóla og
framhaldsskólanám, verður í Menn-
ingarmiðstöð Kópavogsskóla mánu-
daginn 29. október kl. 20.
Fundurinn er einkum ætlaður
nemendum í 8. – 10. bekk og for-
eldrum þeirra – en er öllum opinn.
Námsráðgjafar Menntaskólans í
Kópavogi munu annast þessa kynn-
ingu en auk þess munu námsráð-
gjafi, aðstoðarskólastjóri og skóla-
stjóri Kópavogsskóla sitja fyrir
svörum.
Kynning á inn-
tökuskilyrðum í
framhaldsskóla