Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 49 BRAUTSKRÁNING kandídata frá Háskóla Íslands verður í Háskóla- bíói í dag, fyrsta vetrardag, og hefst kl. 14. 233 kandídatar braut- skrást að þessu sinni, auk þess sem 9 hafa lokið starfsréttindanámi í fé- lagsvísindadeild og þrír diplóma- námi. Húsið verður opnað kl. 13.15. Hefðbundin dagskrá hefst með leik Blásarakvintetts Tónlistarskólans í Reykjavík. Þá verða afhent próf- skírteini og að því loknu ávarpar rektor kandídata. Athöfninni lýkur með söng Há- skólakórsins undir stjórn Hákonar Leifssonar. Brautskráning frá Háskóla Íslands STJÓRN Sjálfsbjargar harmar að- gerðaleysi stjórnvalda í yfirstand- andi kjaradeilu sjúkraliða, sem komið hefur fram í verkföllum og fjölda uppsagna í stéttinni. Sjálfs- björg lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu Sjúkraliðafélags Ís- lands og leggur áherslu á mikil- vægi starfs sjúkraliða, m.a. fyrir hreyfihamlað fólk, á sjúkrastofn- unum, í heimahúsum og heimilis- einingum svo sem Sjálfsbjargar- heimilinu. Undanfarið hafa Morgunblaðinu m.a. borist stuðningsyfirlýsingar við kjarabaráttu sjúkraliða frá eft- irtöldum aðilum: Fagdeild skurð- hjúkrunarfræðinga, Félagi hjúkr- unarfræðinga, Starfsmannafélagi ríkisstofnana, Verkalýðsfélaginu Baldri, Ísafirði, hjúkrunarfræðing- um á Heilsugæslustöðinni í Efsta- leiti, hjúkrunarfræðingum á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja, Starfsmannafélagi Akureyrarbæj- ar, Eflingu – stéttarfélagi, Félagi eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni og stjórn hjúkrunarráðs Landspítala – háskólasjúkrahúss og BSRB. Stuðningur við kjarabaráttu sjúkraliða NÝ umferðarljós verða tekin í notk- un á mótum Lækjargötu – Öldugötu í Hafnarfirði á laugardaginn 27. október kl. 10. Ljósin verða umferðarstýrð að hluta. Umferðarskynjarar verða á Hverfisgötu – Öldugötu og beygju- rein á Lækjargötu. Ef engin þver- umferð er logar að jafnaði grænt fyrir umferð á Lækjargötu. Fótgangendur geta „kallað“ á grænt ljós yfir Lækjargötu með því að ýta á hnapp, segir í fréttatilkynn- ingu. Ný umferðarljós í Hafnarfirði GÖMUL þjóðleið, Rauðamelsstíg- ur- Lambfellsgjá-Höskuldarvellir, verður gegnin á vegum Ferða- félags Íslands sunnudaginn 28. október. Gangan hefst á Rauðamel við Gvendarbrunn. Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6. Áætlað er að gangan taki um 4–6 klst. Fararstjóri er Jónas Haralds- son. Gömul þjóðleið gengin KYNNINGARFUNDUR um inn- tökuskilyrði í framhaldsskóla og framhaldsskólanám, verður í Menn- ingarmiðstöð Kópavogsskóla mánu- daginn 29. október kl. 20. Fundurinn er einkum ætlaður nemendum í 8. – 10. bekk og for- eldrum þeirra – en er öllum opinn. Námsráðgjafar Menntaskólans í Kópavogi munu annast þessa kynn- ingu en auk þess munu námsráð- gjafi, aðstoðarskólastjóri og skóla- stjóri Kópavogsskóla sitja fyrir svörum. Kynning á inn- tökuskilyrðum í framhaldsskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.