Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚLPA hefur gefið út eina smá- skífu, Dinzl, sem er góð. Meira að segja mjög góð. Tónlist þeirra er þung, hæg, dramatísk og alvörugef- in; í raun skólabókardæmi um síð- rokk (post-rock) ef við eigum að vera að elta ólar við merkimiða. Fyrir- myndir sækja þeir í allskyns leikhús- rokk og sýrupopp sem átti sínar bestu stundir í lok hippatímans. Þetta krydda þeir með nútímalegri keyrsluköflum og þung- lyndislegum undirtón. Með þessu er ég þó ekki að segja að Úlpa hafi vís- vitandi lagt upp með þetta borgar- skipulag í tónlist sinni en allt á sér sína sögu og þessi er sú sem ég les úr tónum þeirra. Ekki slæmt veganesti það. Á fyrstu breiðskífunni, Mea Culpa, vandast hinsvegar málið nokkuð. Þar er einfaldlega of mikið af því góða, eins ruglingslegt og það kann nú að hljóma. Þyngdin og hástemmdin á Dinzl var frábær, þar sem einungis var um þrjú lög að ræða en á Mea Culpa eru lögin 11 og stemmningin breytist í melódrama. Við fyrstu hlustun líður diskurinn í gegn eins og berangurslegt hraun- landslag með stöku grænkublettum. Fátt til að gleðja eyrað. Maður verð- ur á köflum satt að segja hálf-hvumsa yfir alvarleikanum. Þessum piltum liggur augljóslega mikið á hjarta og það litar allt verkið. Boðar ekki gott. Við aðra hlustun koma lögin betur í ljós. Tindrandi gítarinn ræður hér ríkjum og annar hljóðfæraleikur er allur til fyrirmyndar. Það sem helst stuðar er oft einkennileg raddbeiting þar sem Magnús Leifur kyrjar mis- tilvistarkreppulega texta á ensku. Nokkur lög koma í ljós sem þau bestu og ber þar helst að nefna lögin „Lundur“ og „Dok“ auk titillags smá- skífunnar þeirra, „Dinzl“. Fátt nýtt gerist við næstu hlustanir en samt er eitthvað þarna sem heldur hlustand- anum við efnið þannig að diskurinn fær ekki að liggja óhreyfður. Og viti menn. Eins og þruma úr heiðskíru lofti smellur þetta að lokum saman. Þegar maður kemst á bragðið verður litli ljóti andarunginn að svartfugli í það minnsta. Lögin fara að njóta sín betur, hvert í sínu lagi. Eyðimerk- urgangan víkur fyrir dimmri fjall- göngu þar sem fegurð jarðhræring- anna fær að njóta sín. Aukaraddir í lögunum „Húð“ og „Dok“ koma bet- ur í ljós og færa þeim meiri dýpt. Trompet og rífandi gítar í laginu „1418“ gera það að heilbrigðum keyrsluslagara með yndislega snubb- óttum endi. „Dinzl“ nær enn betur að festa sig í sessi sem besta lag plöt- unnar þar sem jafnvel söngurinn verður góður. Það eru reyndar nokk- ur smátriði sem betur hefðu mátt fara. Enskir textar og íslensk laga- heiti eru í hrópandi ósamræmi og 10 mínútna þögn á undan aukalaginu í lokin er gömul og úr sér gengin lumma. Allt er því gott sem endar vel. Þetta er nokkuð góð plata. Hún er alls ekki gallalaus en mikið er ég feg- inn að ég skyldi hafa gefið henni þetta langan spilunartíma. Þolin- mæðin margborgar sig. Tónlist Litli ljóti andar- unginn Úlpa Mea Culpa Hitt Mea Culpa, fyrsta breiðskífa hljómsveit- arinnar Úlpu. Hana skipa Bjarni Guð- mann; gítar, hljóðgerfill, flygill og raddir. Magnús Leifur; söngur, gítar, básúna og trompet. Aron Vikar; bassi, hljóðgerfill og raddir. Haraldur Örn; trommur og radd- ir. Úlpa semur lög og texta. Aukaraddir og hljóðfæraleikarar: Valgeir Sigurðsson, Gerða Kristín Lárusdóttir, Hildur Guðna- dóttir, Vala Gestsdóttir, Guðný Guð- mundsdóttir og María Huld Markan. Stjórn upptöku: Valgeir Sigurðsson. Hljóðblöndun: Valgeir Sigurðsson og Úlpa. Hitt gefur út. Heimir Snorrason Heimir Snorrason segir að frumburður Úlpi heimti ríflega þolinmæði, sem á endanum skili sér. SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is Sýnd kl. 2, 5.10, 8 og 10.30. Sýnd kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 2 og 4. Með íslensku tali Moulin Rouge er án efa besta mynd ársins hingað til...  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  DV  Rás 2 Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir augu og eyru. Þú hefur aldrei séð annað eins. Nýjasta sýnishornið úr Lord of the Rings er sýnt á undan Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir augu og eyru. Þú hefur aldrei séð annað eins. Nýjasta sýnishornið úr Lord of the Rings er sýnt á undan Miðasala opnar kl. 13 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15.Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Stórstjörnurnar Julia Roberts, Billy Crystal, Catherine Zeta-Jones og John Cusack fara hér á kostum í stórskemmtilegri rómantískri gamanmynd sem fjallar um fræga fólkið, ástina og önnur skemmtileg vandamál. 5 hágæða bíósalir MOULIN ROUGE! FRUMSÝNING Hausverkur Frá framleiðendum Big Daddy kemur drepfyndin gamanmynd um klikkaðar kær- ustur og vitlausa vini! Hvað gera bestu vinir Silvermans þegar kærastan er að eyðileggja ævinlangan vinskap? Þeir ræna henni að sjálfsögðu!!! Þú deyrð úr hlátri! Varúð!! Klikkuð kærasta! Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni. Hafðu listfræðinginn í vasanum Listasafn Reykjavíkur Opið daglega kl. 11–18 fimmtudaga kl. 11–19 Frítt alla mánudaga Frítt til áramóta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.