Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÚLPA hefur gefið út eina smá-
skífu, Dinzl, sem er góð. Meira að
segja mjög góð. Tónlist þeirra er
þung, hæg, dramatísk og alvörugef-
in; í raun skólabókardæmi um síð-
rokk (post-rock) ef
við eigum að vera
að elta ólar við
merkimiða. Fyrir-
myndir sækja þeir í
allskyns leikhús-
rokk og sýrupopp
sem átti sínar bestu stundir í lok
hippatímans. Þetta krydda þeir með
nútímalegri keyrsluköflum og þung-
lyndislegum undirtón. Með þessu er
ég þó ekki að segja að Úlpa hafi vís-
vitandi lagt upp með þetta borgar-
skipulag í tónlist sinni en allt á sér
sína sögu og þessi er sú sem ég les úr
tónum þeirra. Ekki slæmt veganesti
það.
Á fyrstu breiðskífunni, Mea Culpa,
vandast hinsvegar málið nokkuð. Þar
er einfaldlega of mikið af því góða,
eins ruglingslegt og það kann nú að
hljóma. Þyngdin og hástemmdin á
Dinzl var frábær, þar sem einungis
var um þrjú lög að ræða en á Mea
Culpa eru lögin 11 og stemmningin
breytist í melódrama.
Við fyrstu hlustun líður diskurinn í
gegn eins og berangurslegt hraun-
landslag með stöku grænkublettum.
Fátt til að gleðja eyrað. Maður verð-
ur á köflum satt að segja hálf-hvumsa
yfir alvarleikanum. Þessum piltum
liggur augljóslega mikið á hjarta og
það litar allt verkið. Boðar ekki gott.
Við aðra hlustun koma lögin betur í
ljós. Tindrandi gítarinn ræður hér
ríkjum og annar hljóðfæraleikur er
allur til fyrirmyndar. Það sem helst
stuðar er oft einkennileg raddbeiting
þar sem Magnús Leifur kyrjar mis-
tilvistarkreppulega texta á ensku.
Nokkur lög koma í ljós sem þau
bestu og ber þar helst að nefna lögin
„Lundur“ og „Dok“ auk titillags smá-
skífunnar þeirra, „Dinzl“. Fátt nýtt
gerist við næstu hlustanir en samt er
eitthvað þarna sem heldur hlustand-
anum við efnið þannig að diskurinn
fær ekki að liggja óhreyfður. Og viti
menn. Eins og þruma úr heiðskíru
lofti smellur þetta að lokum saman.
Þegar maður kemst á bragðið verður
litli ljóti andarunginn að svartfugli í
það minnsta. Lögin fara að njóta sín
betur, hvert í sínu lagi. Eyðimerk-
urgangan víkur fyrir dimmri fjall-
göngu þar sem fegurð jarðhræring-
anna fær að njóta sín. Aukaraddir í
lögunum „Húð“ og „Dok“ koma bet-
ur í ljós og færa þeim meiri dýpt.
Trompet og rífandi gítar í laginu
„1418“ gera það að heilbrigðum
keyrsluslagara með yndislega snubb-
óttum endi. „Dinzl“ nær enn betur að
festa sig í sessi sem besta lag plöt-
unnar þar sem jafnvel söngurinn
verður góður. Það eru reyndar nokk-
ur smátriði sem betur hefðu mátt
fara. Enskir textar og íslensk laga-
heiti eru í hrópandi ósamræmi og 10
mínútna þögn á undan aukalaginu í
lokin er gömul og úr sér gengin
lumma.
Allt er því gott sem endar vel.
Þetta er nokkuð góð plata. Hún er
alls ekki gallalaus en mikið er ég feg-
inn að ég skyldi hafa gefið henni
þetta langan spilunartíma. Þolin-
mæðin margborgar sig.
Tónlist
Litli ljóti
andar-
unginn
Úlpa
Mea Culpa
Hitt
Mea Culpa, fyrsta breiðskífa hljómsveit-
arinnar Úlpu. Hana skipa Bjarni Guð-
mann; gítar, hljóðgerfill, flygill og raddir.
Magnús Leifur; söngur, gítar, básúna og
trompet. Aron Vikar; bassi, hljóðgerfill
og raddir. Haraldur Örn; trommur og radd-
ir. Úlpa semur lög og texta. Aukaraddir
og hljóðfæraleikarar: Valgeir Sigurðsson,
Gerða Kristín Lárusdóttir, Hildur Guðna-
dóttir, Vala Gestsdóttir, Guðný Guð-
mundsdóttir og María Huld Markan.
Stjórn upptöku: Valgeir Sigurðsson.
Hljóðblöndun: Valgeir Sigurðsson og
Úlpa. Hitt gefur út.
Heimir Snorrason
Heimir Snorrason segir að frumburður Úlpi heimti ríflega
þolinmæði, sem á endanum skili sér.
SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is
Sýnd kl. 2, 5.10, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 3.30, 5.40, 8
og 10.20.
Sýnd kl. 2 og 4.
Með íslensku tali
Moulin Rouge er án efa
besta mynd ársins hingað til...
E.P.Ó. Kvikmyndir.com
Empire
SV Mbl
DV
Rás 2
Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir augu og eyru.
Þú hefur aldrei séð annað eins.
Nýjasta sýnishornið úr Lord of the Rings er sýnt á undan
Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir
augu og eyru. Þú hefur aldrei séð annað eins.
Nýjasta sýnishornið úr
Lord of the Rings er sýnt á undan
Miðasala opnar kl. 13
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15.Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
Stórstjörnurnar Julia Roberts, Billy Crystal, Catherine Zeta-Jones og John
Cusack fara hér á kostum í stórskemmtilegri rómantískri gamanmynd sem
fjallar um fræga fólkið, ástina og önnur skemmtileg vandamál.
5 hágæða bíósalir
MOULIN
ROUGE!
FRUMSÝNING
Hausverkur
Frá framleiðendum Big Daddy kemur drepfyndin gamanmynd um klikkaðar kær-
ustur og vitlausa vini! Hvað gera bestu vinir Silvermans þegar kærastan er að
eyðileggja ævinlangan vinskap? Þeir ræna henni að sjálfsögðu!!! Þú deyrð úr hlátri!
Varúð!!
Klikkuð kærasta!
Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni.
Hafðu listfræðinginn
í vasanum
Listasafn
Reykjavíkur
Opið daglega kl. 11–18
fimmtudaga kl. 11–19
Frítt alla mánudaga
Frítt til áramóta