Morgunblaðið - 27.10.2001, Side 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GUÐMUNDUR Kr.
Kristinsson arkitekt,
Vesturbæ, Álftanesi
lést í dvalarheimilinu
Holtsbúð í Garðabæ að
morgni 25. október, á
sjötugasta og sjöunda
aldursári.
Guðmundur nam
arkitektúr í Zürich í
Sviss og starfaði að list
sinni frá námslokum
1953 í rúma fjóra ára-
tugi. Framan af vann
hann í náinni samvinnu
við Gunnlaug Halldórs-
son arkitekt og frá
1973 rak hann teiknistofu sína með
mági sínum Ferdinand Alfreðssyni
arkitekt.
Guðmundur hannaði ásamt sam-
starfsmönnum sínum fjölda af
þekktum byggingum fyrir opinbera
aðila og fyrirtæki. Má nefna stöðv-
arhús við Búrfell, Sigöldu og Hraun-
eyjafoss, höfuðstöðvar
Rafmagnsveitu
Reykjavíkur og Olíufé-
lags Íslands við Suður-
landsbraut, Sparisjóð
Reykjavíkur við Skóla-
vörðustíg og Háskóla-
bíó svo fátt eitt sé
nefnt. Hann hlaut verð-
laun og viðurkenningar
í ýmsum samkeppnum,
m.a. fyrstu verðlaun í
samkeppni um Breið-
holtskirkju. Guðmund-
ur tók virkan þátt í
starfi Arkitektafélags
Íslands og var m.a. rit-
ari, meðstjórnandi og formaður fé-
lagsins. Hann var framkvæmda-
stjóri Byggingaþjónustu Arkitekta-
félags Íslands í fjölmörg ár.
Guðmundur var kvæntur Sigrid
Kristinsson bókasafnsfræðingi, sem
lést á síðastliðnu ári. Hann lætur eft-
ir sig fjögur uppkomin börn.
Andlát
GUÐMUNDUR KR.
KRISTINSSON
ÁSTA Möller, einn þingmanna
Sjálfstæðisflokksins, sem á sæti í
heilbrigðisnefnd Alþingis, telur
glasafrjóvganir gott dæmi um
verkefni sem færa eigi frá sjúkra-
húsi og gera þjónustusamning við
einkarekna læknastofu. Segir hún
þessa þjónustu ekki þurfa að fara
fram á sjúkrahúsi þar sem innlögn
sé ekki nauðsynleg þegar glasa-
frjógvun er annars vegar.
Þingmaðurinn telur bagalegt að
hætta þurfi glasafrjóvgunum nú
vegna þess að fjárveiting ársins
vegna lyfjakostnaðar er uppurin.
Starfsfólk dreifist á aðrar deildir
og þannig tapist dýrmæt reynsla
þess og biðlistar lengist verulega.
Hún segir að huga þurfi betur að
forgangsröðun, ljóst sé að öll
bráðaþjónusta muni fara fram á
sjúkrahúsum en glasafrjóvganir
telur hún gott dæmi um verkefni
sem sinna mætti með þjónustu-
samningi við sjálfstætt rekna
stofu.
Ásta segir að samkvæmt gjald-
skrá við glasafrjóvganir eigi barn-
laust par að greiða 115 þúsund
krónur fyrir fyrstu meðferð, 65
þúsund fyrir aðra til fjórðu með-
ferð en 215 þúsund fyrir þá
fimmtu og segir hún síðastnefndu
upphæðina duga nokkurn veginn
fyrir heildarkostnaði. Par sem á
eitt barn greiðir 170 þúsund kr.
fyrir fyrstu til fjórðu meðferð og
eigi par fleiri börn en eitt er gjald-
ið 215 þúsund kr. Ásta telur að
með því að ríkið annist glasa-
frjóvganir sé verið að takmarka
aðgang fólks að þessum ákveðnu
lífsgæðum þegar fjárveiting
hrekkur ekki til að þjóna þörfinni
og biðlistar lengjast. Þingmaður-
inn bendir á að náðst hafi mjög
góður árangur á glasafrjóvgunar-
deildinni, mun betri en í Evrópu,
og ætti það að gera mögulegt að
bjóða útlendingum slíka meðferð
hér. Það myndi einnig geta eflt
þessa starfsemi og vera hagkvæmt
og því enn meiri ástæða til að
huga að gerð þjónustusamnings
um hana.
Sótt hefur verið um leyfi til
einkarekinnar stofu fyrir glasa-
frjóvgun en Ásta segir heilbrigð-
isyfirvöld hafa hafnað því. Hún
segir yfirvöld hlynnt þjónustu-
samningum og telur glasafrjóvg-
anir falla mjög vel undir slíkan
samning. Segir hún að með því að
hafna því að færa glasafrjóvganir
frá sjúkrahúsi séu yfirvöld nánast
að taka starfsfólkið í gíslingu.
Telur glasafrjóvganir ekki eiga heima á sjúkrahúsi
Gera ætti þjónustusamn-
ing um glasafrjóvganir
Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra
Ákvörð-
un LSH
að fresta
meðferð
JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og
tryggingaráðherra, segir að það sé
ákvörðun Landspítalans að fresta
glasafrjóvgunarmeðferð fram til
áramóta, en frá því var skýrt í
Morgunblaðinu í gær.
Jón sagði að kostnaður vegna S-
merktra lyfja hefði farið framúr
áætlunum, þ.á m. vegna þessara að-
gerða. Lyfjakostnaðurinn hefði
hækkað meira en gert hefði verið
ráð fyrir og það væri ákvörðun spít-
alans að bregðast við þessu með því
að fresta glasafrjóvgunarmeðferð
til áramóta.
Jón sagði að þeir væru með þetta
og annað sem varðaði fjármál spít-
alans til skoðunar í heilbrigðisráðu-
neytinu. „Það er um fjárvöntun að
ræða. Okkur hefur verið kynnt hún
og við höfum kynnt hana fyrir fjár-
málaráðuneyti meðal annars og er-
um að fara yfir þessi mál hjá okkur.
En ég undirstrika að það er
ákvörðun spítalans að þetta sé ekki
í forgangi,“ sagði Jón.
Hann sagði að samkvæmt
skýrslu um forgangsröðun í heil-
brigðisþjónustu frá 1998 væri þetta
ekki sett fremst, en hann gerði sér
eigi að síður ljóst að þetta væri við-
kvæmt mál fyrir þá sem nytu þjón-
ustunnar.
Aðspurður hvort viðunandi væri
að biðtími væri svo langur eða fram
á mitt ár 2003 fyrir þá sem óska
meðferðar nú, að því er sagði í
Morgunblaðinu í gær, sagði Jón að
ákvörðunin byggðist vafalaust á því
að þarna væri ekki lífshætta á ferð-
inni. „Þarna er um viðkvæmt mál
að ræða og tilfinningamál fyrir þá
sem þurfa á þessari þjónustu að
halda. Það væri auðvitað æskilegt
að geta veitt hana, en eigi að síður
hefði þessi ákvörðun verið tekin að
hafa þetta ekki í forgangi,“ sagði
Jón.
Hann sagðist aðspuður hvort
hann sæi enga úrlausn í þessum
efnum að þeir væru að fara yfir öll
mál spítalans sem væri að glíma við
sinn fjárlagaramma og framúr-
keyrslu á þessu ári.
„Þetta snýst auðvitað um fjár-
veitingar sem við höfum ekki í
hendinni á þessu stigi,“ sagði Jón
ennfremur.
FRAMKVÆMDIR standa nú
yfir við stækkun og end-
urbætur á höfninni í Neskaup-
stað.
Verið er að lengja við-
legukant framan við hina
stóru frystigeymslu Síld-
arvinnslunnar um rúma 80
metra og mun verkinu ljúka
núna í haust.
Á næsta ári er svo áætlað
að færa sjóvarnargarðinn við
höfnina sunnar en við það
eykst rými hafnarinnar mikið
og gerir stærri skipum mun
auðveldara að athafna sig
þar. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Höfnin
stækkuð
og endur-
bætt
Neskaupstað. Morgunblaðið.
FORSETI ASÍ og framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins telja
ekki rétt að lífeyrissjóðina skorti
aðhald frá sjóðsfélögum eins og
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins, sagði á árs-
fundi Fjármálaeftirlitsins nýlega.
„Í tengslum við fjárfestingar líf-
eyrissjóða hefur Fjármálaeftirlitið
leitast við að styrkja eftirlit með
stjórnun þeirra. Það er reynsla
Fjármálaeftirlitsins að í rekstri líf-
eyrissjóða megi stundum sjá þess
merki að nokkuð skorti á nauðsyn-
legt aðhald sem flest fyrirtæki
njóta frá eigendum sínum. Þetta
stafar eflaust af því að sjóðsfélag-
ar hafa í flestum tilvikum tak-
markaða möguleika til áhrifa á
stjórnun viðkomandi sjóðs auk
þess sem skylduaðild gerir það að
verkum að hann getur ekki flutt
réttindi sín mislíki honum rekstur
sjóðsins,“ sagði Páll Gunnar í
ræðu á ársfundinum.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, sagðist
ekki hafa séð ummæli forstjóra
Fjármálaeftirlitsins í heild sinni en
kvaðst telja þau byggð á misskiln-
ingi. „Ég get ekki séð af frétt
Morgunblaðsins í gær að hann hafi
fært nein rök fyrir máli sínu. Ég
hef ekki séð neitt sem bendir til
þess að lífeyrissjóðir sem eru með
stjórnskipulag sem byggist á sam-
komulagi aðila vinnumarkaðarins
hafi sýnt lakari árangur heldur en
sjóðir sem hafa annað stjórnskipu-
lag. Ef forstjóri Fjármálaeftirlit-
isins getur ekki sýnt fram á það
verða þetta að skoðast sem alger-
lega ógrundaðar fullyrðingar.“
Ari sagði að Samtök atvinnulífs-
ins hefðu nýlega sett þá reglu að
fulltrúar vinnuveitenda í stjórnun
lífeyrissjóðanna mættu ekki sitja
þar lengur en 6 ár.
Gott fyrirkomulag
Grétar Þorsteinsson, forseti
ASÍ, sagðist geta tekið undir með
forstjóra Fjármálaeftirlitsins að
lífeyrissjóðirnir þyrftu að hafa að-
hald og þannig væri það líka. „Ég
tel hins vegar að það sé almennt
séð í ágætis horfi hjá lífeyrissjóð-
unum. Ég bendi þeim á sem setja
fram svona gagnrýni að bera sam-
an hvernig haldið er á málum hjá
lífeyrissjóðunum og öðrum fjár-
málafyrirtækjum. Það eru fjár-
málafyrirtæki sem hafa tekið að
sér ávöxtun fyrir suma lífeyris-
sjóði og menn ættu að bera saman
hvernig staðan er þar. Ég held að
menn komist fljótlega að þeirri
niðurstöðu að þar hallar ekki á líf-
eyrissjóðina.“
Grétar sagðist ekki telja ástæðu
til að gagnrýna aðkomu sjóðs-
félaga að stjórn lífeyrissjóðanna.
„Málefni lífeyrissjóðanna eru oft
dagskrármál á fundum verkalýðs-
félaganna og í mörgum félögum
eru starfandi lífeyrisnefndir sem
bera ábyrgð á að fylgjast með og
upplýsa félagsmenn um það sem
er að gerast eða kann að gerast.
Síðan eru fulltrúaráðsfundir þar
sem koma fulltrúar frá félögunum,
en það eru slíkar samkomur sem
kjósa í stjórn, þ.e.a.s. þá sem koma
úr röðum verkalýshreyfingarinnar.
Síðan hafa félagsmenn seturétt á
ársfundum sjóðanna. Ég tel að
þetta sé gott fyrirkomulag og
ágætlega virkt. Mér er til efs að
fyrirkomulagið væri betra ef það
væri með einhverjum öðrum
hætti,“ sagði Grétar.
Valgerður Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra hefur ekki rætt
þetta mál við Pál Gunnar og vildi
því ekki tjá sig um málið að sinni
þegar eftir því var leitað. Á aðal-
fundi Landssamtaka lífeyrissjóða,
sem haldinn var fyrr á þessu ári,
sagði hún hins vegar að engin sátt
ríkti í samfélaginu um það fyr-
irkomulag sem ríkti varðandi val á
mönnum í stjórn lífeyrissjóðanna.
„Þótt ágæt sátt hafi náðst um
setningu laga um skyldutryggingu
lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyr-
issjóða er líklegt að einstakir hlut-
ar laganna verði áfram mjög til
umræðu. Þannig er líklegt að
heimildir til fjárfestingarstefnu
verði áfram til umræðu og þá ekki
síður umræða um áhrif eða áhrifa-
leysi hins almenna sjóðsfélaga og
hvernig staðið er að vali á stjórn-
armönnum. Um þessi atriði ríkir
ekki sátt,“ sagði viðskiptaráðherra
á fundinum.
Aðilar vinnumarkaðarins hafna fullyrðingu forstjóra Fjármálaeftirlitsins
Segja ekki rétt að lífeyr-
issjóðina skorti aðhald