Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 9
SKIPULAGSSTOFNUN hefur í úr-
skurði sínum um mat á umhverfis-
áhrifum fallist á fyrirhuguð jarðgöng
á norðanverðum Tröllaskaga milli
Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og skoð-
að bæði svonefnda Héðinsfjarðarleið
annars vegar og Fljótaleið hins vegar.
Telur Skipulagsstofnun að þessi
framkvæmd, miðað við framlögð
gögn, muni ekki hafa í för með sér
umtalsverð umhverfisáhrif og þau
megi fyrirbyggja.
Frestur til að kæra þennan úr-
skurð til umhverfisráðherra rennur
út 23. nóvember næstkomandi.
Á Héðinsfjarðarleið er gert ráð fyr-
ir að jarðgöng milli Siglufjarðar og
Héðinsfjarðar verði um 3,6 km löng
og um 6,9 km löng milli Héðinsfjarðar
og Ólafsfjarðar. Leggja þarf um 2 km
langan veg í Siglufirði inn Skútudal
og um 0,6 km langa vegi í Héðinsfirði
og Ólafsfirði. Talið er að Héðinsfjarð-
arleiðin, miðað við einbreið göng, geti
kostað 4,6 milljarða en milljarði meira
ef göngin yrðu tvíbreið.
Við valkost framkvæmdaraðila,
Vegagerðarinnar, var borin saman
Fljótaleið, þ.e. gerð 4,7 km langra
jarðganga milli Siglufjarðar og Fljóta
og 7,7 km ganga milli Fljóta og Ólafs-
fjarðar. Leggja þyrfti um 8 km af nýj-
um vegi og endurbyggja um 6 km
langan kafla. Fljótaleiðin er talin dýr-
ari kostur, eða 5,8 milljarðar miðað
við einbreiða brú og kostnaður af tví-
breiðum göngum yrði um 7,3 millj-
arðar. Í úrskurði Skipulagsstofnunar
kemur fram að Vegagerðin hefði mátt
gera nánari könnun og samanburð á
áhrifum þessara tveggja valkosta.
Hins vegar telur stofnunin að jarð-
göngin muni hafa varanleg jákvæð
áhrif á samgöngur og íbúa- og
byggðaþróun á svæðinu.
Skipulagsstofnun telur mikilvægt
að verði ráðist í framkvæmdir sam-
kvæmt Héðinsfjarðarleið verði inn-
streymi sjávar inn í Ólafsfjarðarvatn
tryggt og vandað til verka þar og við
brúargerð yfir Héðinsfjarðará. Stofn-
unin telur umfjöllun um áhrif Fljóta-
leiðar á lífríki í fersku vatni fullnægj-
andi en ef sú leið verði valin þurfi að
hafa strangt eftirlit með vegagerð um
fjar- og grannsvæði vatnsbóls Sigl-
firðinga.
Fallist á jarðgöng
á Tröllaskaga
Fínar pilsdragtir
og toppar
15% afsláttur
af öllum síðbuxum,
peysum og bolum
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Opið í dag kl. 10-14
NÝ SENDING FRÁ
Neðst við Dunhaga sími 562 2230
Lagersala 2 fyrir 1
Opið laugardag og sunnudag frá kl. 15-18
Ath. Hér eftir verður opið á virkum
dögum eftir samkomulagi.
Ljósakrónur Kertastjakar
Íkonar Skápar
www.simnet.is/antikmunir
Mahogny
borðstofusett
Opið til kl. 16.00
Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977.
Allra síðasta útsöluvika
Handskorin roccoco húsgögn 40%—50% afsláttur.
Ljós, styttur, klukkur 20% afsláttur.
Handofnir dagdúkar og rúmteppi 20% afsláttur.
Ekta pelsar 50% afsláttur- tilvalin jólagjöf.
Verið velkomin.
Opið virka daga frá kl. 11—18 og laugard. frá kl. 11-16.
Sigurstjarnan,
Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin),
sími 588 4545.
LAGERSALAN TUNGUHÁLSI 7
HELDUR ÁFRAM
Opið er virka daga frá kl. 13 til 18 en 11 til 17 um helgar.
Tökum bæði debet- og kreditkort.
Tunguháls 7 er fyrir aftan sælgætisgerðina Kólus.
Sími okkar er 567 1210
HEILDVERSLUN MEÐ JÓLA- OG GJAFAVÖRUR Í 35 ÁR
Ný
sending
frá
Stærðir 40-52
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík