Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 47 D A U Ð A D A N S IN N eftir August Strindberg Frumsýning í Borgarleikhúsinu, Litla sviði, í kvöld kl. 20.00 Leikarar: Erlingur Gíslason Helga E. Jónsdóttir Sigurður Karlsson Jóna Guðrún Jónsdóttir Leikstjóri: Inga Bjarnason LEIÐRÉTT Arkibúllan í öðru sæti Vegna fréttar í blaðinu í gær vill Halldóra Bragadóttir hjá Kanon arkitektum koma því á framfæri að stofan lenti ekki í öðru sæti í verðlaunakeppni í fyrra um skipulag á Hrólfs- skálamel eins og mishermt var. Hið rétta er að Arkibúllan ehf. lenti í öðru sæti. Kanon arkitektar fengu hins vegar þriðju verðlaun, sem voru tvískipt, en höfundar hinnar tillögunnar, sem lenti í þriðja sæti, voru arkitektarnir Gestur Ólafsson, Haukur Vikt- orsson og Guðjón Ólafsson. Gönguferð á Keili FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir til- göngu á Keili, sunnudaginn 28. októ- ber. Lagt upp frá BSÍ 10.30. Gangan tekur 4 til 5 tíma. Verð fyrir félaga kr. 1.200 kr, aðrir kr. 1.400. Farar- stjóri er Martin Guðmundsson. HRAFNISTUHEIMILIN í Reykja- vík og Hafnarfirði hafa tekið sig saman og halda sameiginlega há- tíð í dag í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og hefst hún klukkan 14. „Sú hugmynd vaknaði snemma á þessu ári að heimilismenn á Hrafnistu í Hafnarfirði og í Reykjavík fengju að sýna hvað í þeim býr á sameiginlegri hátíð og nú verður þetta að veruleika í dag,“ sagði Lovísa Einarsdóttir samskiptafulltrúi hjá Hrafnistu í Hafnarfirði. „Mjög fjölbreytt fé- lagsstarf fer fram meðal heim- ilismanna, sem eru eins og kunn- ugt komnir til ára sinna, en meðalaldur þeirra er 86 ár. Margt af þessu fólki býr yfir hæfileikum og reynslu til þess að skemmta öðrum og það vildum virkja í svona dagskrá. Á skemmtuninni í dag koma fram tveir kórar, sýnd verður kín- versk leikfimi, lesið verður upp úr ljóðum og óbundnu máli, gam- anvísur verða sungnar og í einu atriði verður leikið á sög og pí- anó. Við vonumst til að aðstand- endur og aðrir velunnarar komi og njóti þessarar sérstöku skemmtunar, en þetta hefur aldrei verið gert áður. Aðgangur er 1.000 kr. nema fyrir eldri borgara kostar 500 kr. og frítt fyrir börn. Við bjóðum upp á kaffi og konfekt í hléi milli skemmtiatriða.“ Hrafnistuhátíðin er í dag Nýjasta hártískan kynnt INTERCOIFFURE á Íslandi kynn- ir nýjustu hártískuna frá París í myndveri Saga film að Laugavegi 176 (þ.e. gamla Sjónvarpshúsinu) miðvikudaginn 31. október kl. 20. Sýndir nýjustu strauma og stefnur innan hártískunnar. „Skúlptúr“ hár- greiðslur, dans og No Name-nemar sýna förðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.