Morgunblaðið - 27.10.2001, Síða 47

Morgunblaðið - 27.10.2001, Síða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 47 D A U Ð A D A N S IN N eftir August Strindberg Frumsýning í Borgarleikhúsinu, Litla sviði, í kvöld kl. 20.00 Leikarar: Erlingur Gíslason Helga E. Jónsdóttir Sigurður Karlsson Jóna Guðrún Jónsdóttir Leikstjóri: Inga Bjarnason LEIÐRÉTT Arkibúllan í öðru sæti Vegna fréttar í blaðinu í gær vill Halldóra Bragadóttir hjá Kanon arkitektum koma því á framfæri að stofan lenti ekki í öðru sæti í verðlaunakeppni í fyrra um skipulag á Hrólfs- skálamel eins og mishermt var. Hið rétta er að Arkibúllan ehf. lenti í öðru sæti. Kanon arkitektar fengu hins vegar þriðju verðlaun, sem voru tvískipt, en höfundar hinnar tillögunnar, sem lenti í þriðja sæti, voru arkitektarnir Gestur Ólafsson, Haukur Vikt- orsson og Guðjón Ólafsson. Gönguferð á Keili FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir til- göngu á Keili, sunnudaginn 28. októ- ber. Lagt upp frá BSÍ 10.30. Gangan tekur 4 til 5 tíma. Verð fyrir félaga kr. 1.200 kr, aðrir kr. 1.400. Farar- stjóri er Martin Guðmundsson. HRAFNISTUHEIMILIN í Reykja- vík og Hafnarfirði hafa tekið sig saman og halda sameiginlega há- tíð í dag í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og hefst hún klukkan 14. „Sú hugmynd vaknaði snemma á þessu ári að heimilismenn á Hrafnistu í Hafnarfirði og í Reykjavík fengju að sýna hvað í þeim býr á sameiginlegri hátíð og nú verður þetta að veruleika í dag,“ sagði Lovísa Einarsdóttir samskiptafulltrúi hjá Hrafnistu í Hafnarfirði. „Mjög fjölbreytt fé- lagsstarf fer fram meðal heim- ilismanna, sem eru eins og kunn- ugt komnir til ára sinna, en meðalaldur þeirra er 86 ár. Margt af þessu fólki býr yfir hæfileikum og reynslu til þess að skemmta öðrum og það vildum virkja í svona dagskrá. Á skemmtuninni í dag koma fram tveir kórar, sýnd verður kín- versk leikfimi, lesið verður upp úr ljóðum og óbundnu máli, gam- anvísur verða sungnar og í einu atriði verður leikið á sög og pí- anó. Við vonumst til að aðstand- endur og aðrir velunnarar komi og njóti þessarar sérstöku skemmtunar, en þetta hefur aldrei verið gert áður. Aðgangur er 1.000 kr. nema fyrir eldri borgara kostar 500 kr. og frítt fyrir börn. Við bjóðum upp á kaffi og konfekt í hléi milli skemmtiatriða.“ Hrafnistuhátíðin er í dag Nýjasta hártískan kynnt INTERCOIFFURE á Íslandi kynn- ir nýjustu hártískuna frá París í myndveri Saga film að Laugavegi 176 (þ.e. gamla Sjónvarpshúsinu) miðvikudaginn 31. október kl. 20. Sýndir nýjustu strauma og stefnur innan hártískunnar. „Skúlptúr“ hár- greiðslur, dans og No Name-nemar sýna förðun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.