Morgunblaðið - 27.10.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.10.2001, Qupperneq 18
SUÐURNES 18 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ UMHVERFISRÁÐHERRA, Siv Friðleifsdóttir, hvetur sveitarfélög á Suðurnesjum til að taka þátt í um- hverfisverkefninu Staðardagskrá 21 en nú er aðeins Reykjanesbær þátt- takandi. Lét hún þess getið á fundi með fulltrúum sveitarfélaganna að Reykjanesbær væri í hópi þeirra sveitarfélaga sem lengst væru komin í verkefninu. Fulltrúar sveitarfélaganna fimm sem mynda Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) sitja aðalfund í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Kefla- vík en fundurinn stendur í tvo daga. Í gær var flutt skýrsla stjórnar og reikningar samþykktir og lagðar fram tillögur sem fjallað verður um á fundinum í dag. Þá ávarpaði Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra fundar- menn en umhverfismál eru þema fundarins. Enn vantar fjármagn í D-álmu Skúli Þ. Skúlason, formaður SSS, sagði frá þeim málum sem stjórnin hefur unnið að á árinu. Hann sagði meðal annars frá gangi mála vegna D- álmu Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja en framkvæmdir við hana eru á lokastigi. Sveitarfélögin komu að framkvæmdinni með flýtifjármögnun. Skúli sagði að nú hefði fengist heimild til að hefja rekstur á neðstu hæð hússins en þar verður sjúkra- þjálfun og tengd starfsemi. Starfsemi legudeildar fyrir sjúka aldraða verður á annarri hæð og þar á starfsemi að hefjast 1. júní á næsta ári. Skúli gat þess að samkvæmt drögum að skýrslu um framtíðarhlutverk Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja og D- álmu vantaði enn 130 milljónir til að ljúka endanlega framkvæmdum við álmuna. Þar væri um að ræða búnað, frágang í risi, þjálfunarlaug og fram- kvæmdir við lóð. Fram kom hjá Skúla að kostnaður við 3.000 fermetra viðbyggingu sem talin er nauðsynleg við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja sé lauslega áætlað- ur 440 milljónir kr. og 90 milljónir kr. að auki vegna tengdra breytinga á eldra húsnæðinu. Sveitarfélögin þyrftu að greiða 193 milljónir af þess- um kostnaði, samkvæmt núgildandi kostnaðarskiptingu. Hins vegar kom fram hjá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, formanni Sambands íslenskra sveit- arfélaga, að forystumenn sveitarfé- laganna vildu að þessari kostnaðar- skiptingu yrði breytt þannig að ríkið greiddi alfarið stofnkostnað fram- haldsskóla. Vilhjálmur sagði að sveitarfélögin í landinu yrðu af mörg hundruð millj- ónum kr. í fasteignasköttum vegna skattfrelsis opinberra bygginga, svo sem sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, skóla og meira að segja Rafmagns- veitna ríkisins. Taldi hann rétt að af- nema þessi fríðindi sem allra mest til að tryggja sveitarfélögunum auknar tekjur og gera kostnað við opinberan rekstur sýnilegri. Reykjanesbær framarlega Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagði meðal annars að mikil og góð samvinna væri milli ráðuneytis- ins og sveitarfélaganna um Staðar- dagskrá 21. Þrjátíu sveitarfélög tækju þátt í verkefninu, þar af eitt á Suðurnesjum, en það er Reykjanes- bær. Lét hún þess getið að Reykja- nesbær væri eitt af þeim sveitarfélög- um sem væru komin lengst í þessu verkefni. Hvatti ráðherra önnur sveitarfélög til að bætast í hópinn, það væri enn hægt. Með því væri unnt að efla sam- starf sveitarfélaganna og þau gætu nýtt betur fjármuni sína, auk þess að standa sig betur í umhverfismálum. Þá greindi hún frá því að búið væri að framlengja samstarf Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og umhverfis- ráðuneytisins um verkefnisstjóra Staðardagskrár 21. Umhverfismálin aðalefni aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum Hvattir til að taka þátt í Staðardagskrá 21 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þrír fulltrúar úr Reykjanesbæ á fundinum, Kristján Gunnarsson, Ellert Eiríksson bæjarstjóri og Jónína A. Sanders, formaður bæjarráðs. UMHVERFISRÁÐHERRA vonast til að geta úrskurðað í kærum vegna umhverfismats Kára- hnúkavirkjunar um 15. desember. Siv Friðleifsdóttir var spurð um það á aðalfundi SSS í gær hvenær mætti búast við úrskurði um Kára- hnúkavirkjun en fyrir fundinum liggur ályktun frá stjórnar sam- bandsins þar sem lýst er yfir stuðningi við nýtingu orkulinda til atvinnuuppbyggingar á Austur- landi. Siv sagði ljóst að ekki næð- ist að kveða upp úrskurðinn innan þess tíma sem lög kveða á um. Málið væri gríðarlega umfangs- mikið auk þess sem framkvæmd- araðilinn hefði sent inn ný gögn. Ráðuneytið hefur fengið inn- lenda og erlenda sérfræðinga til að fara yfir ýmsa þætti málsins. Kvaðst hún vona að það tækist að ljúka málinu um miðjan desem- ber. Von á úrskurði um miðjan desember TILLAGA um að tryggja betur lög- gæslu á Suðurnesjum var meðal ályktunartillagna sem lagðar voru fram á aðalfundi Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum í gær. Fram komu áhyggjur sveitarstjórnar- manna af ástandinu. Í tillögu stjórnar SSS er hvatt til þess að dómsmálaráðherra tryggi sýslumannsembættinu í Keflavík nægilegt fjármagn og skilyrði til að lögreglan geti sinnt sívaxandi álagi og mikilvægri grenndarþjónustu. Fram kom í máli Sigurðar Jóns- sonar, sveitarstjóra í Garði, að stjórnin hefði miklar áhyggjur af löggæslumálum, ekki síst þegar fréttir bærust af fækkun í lög- regluliðinu. Fram kom hjá Hjálmari Árnasyni alþingismanni að fækkað hefði um fimm stöðugildi hjá sýslu- manninum í Keflavík. Lét hann þess getið að löggæslumálin hefðu brunn- ið mjög á sveitarstjórnarmönnum í yfirreið þingmanna Reykjanes- kjördæmis um Suðurnesin í vikunni. Hafa áhyggjur af löggæslu GUÐJÓN Viktor Guðmundsson í Grindavík á kind sem bar nú á dög- unum. Þetta væri kannski ekki frétt nema vegna þess að dagsetningin var 2. október sem lambið kom í heiminn. Ærin Grána er tveggja vetra, hún lét lömbum í vor en betur gekk núna. Guðjón hugsar vel um ána og lambið og segir að þeim sé gefið tvisvar á dag. Fóðrið er fjölbreytt en auk þess að gefa kindunum hey gefur hann þeim brauð og gras- köggla. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Guðjón Viktor Guðmundsson með haustlambið. Haustlamb í heiminn borið Grindavík Reykjanes UNGLINGAMÓTTAKA verður opnuð í Reykjanesbæ næstkom- andi mánudag. Þar getur ungt fólk leitað ráða um ýmis málefni, heilsu og þroska. Mótttakan er opin í klukkutíma á hverjum einasta mánudegi. Heilsugæslusvið Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja stendur fyr- ir opnun unglingamótttökunnar en Reykjanesbær tekur þátt í rekstri hennar og leggur til húsnæðið. Móttakan er í Hafnargötu 15, ann- arri hæð, á milli verslunarinnar Kóda og veitingastaðarins Olsen, Olsen. Unglingamóttakan er opin alla mánudaga frá klukkan 16.30 til 17.30. Sif Gunnarsdóttir skóla- hjúkrunarfræðingur og læknar heilsugæslusviðs annast þjón- ustuna. Án endurgjalds Móttakan er ætluð ungu fólki, á aldrinum 14 til 20 ára. Þar verður hægt að leita ráða hjá hjúkrunar- fræðingi eða lækni um allt sem snertir málefni og þroska ungs fólks. Þjónustan er veitt án endur- gjalds. Í fréttatilkynningu er nefnd fræðsla og ráðgjöf um getn- aðarvarnir, kynsjúkdóma, sam- skipti, félagsleg vandamál af ýmsu tagi, almennt heilsufar (þó ekki umgangspestir), húðvandamál, líð- an og fleira. Unglinga- móttaka opnuð á mánudag Reykjanesbær VARNARLIÐIÐ hyggst bjóða út rakaraþjónustu á varnarsvæðinu á Keflavíkur- flugvelli. Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna útboðs hárskeraþjónustunnar. Einungis íslenskum lögaðil- um er gefinn kostur á þátt- töku. Gerður verður samning- ur til eins árs en möguleikar á framlengingu fjórum sinnum. Bjóða út rakara- þjónustu Keflavíkurflugvöllur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.